Alþýðublaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 13. nóvember 1992
miwmimii
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90
Hafnarfjörður hefur
tekið stakkaskiptum
flafnarfjörður er nú sterkasta vígi jafnaðarmanna á íslandi. Alþýðu-
flokkurinn er þar með hreinan meirihluta í bæjarstjóm og ber því einn
ábyrgð á stjóm bæjarins. Frá því að Alþýðuflokkurinn tók við stjóm
bæjarins árið 1986, þá með fulltingi Alþýðubandalagsins, hefur bær-
inn tekið stakkaskiptum á flestum sviðum. Alþýðuflokkurinn í Hafn-
arfírði hefur sýnt og sannað að það er ekki sama hverjir fara með stjóm
og að það er ekki sama hvemig er stjómað. Það hefur hins vegar verið
afar fátítt að Alþýðuflokkurinn hafi átt þess kost að mynda hreina
meirihluta í sveitarstjómum eða vera í leiðandi stöðu. Þar sem Al-
þýðuflokkurinn hefur misst þann sess að vera í leiðandi stöðu hefur
horfið mjög til til verri vegar í viðkomandi sveitarfélögum.
Hafnarfjörður á sér langa sögu sem útgerðar- og verslunarstaður.
Bærinn hlaut þó ekki kaupstaðarréttindi fyrr en árið 1908. Alþýðu-
flokkurinn hlaut fyrst meirihluta í bæjarstjóm Hafnarfjarðar árið 1926
og hélt þeirri meirihlutaaðstöðu allt fram á sjöunda áratuginn, ýmist
einn eða í samvinnu við Alþýðubandalagið eða forvera þess, Sósíal-
istaflokkinn. Á sjöunda áratugnum varð hins vegar klofningur í Al-
þýðuflokknum í Hafnarfirði með tilkomu framboðs Oháðra borgara.
Það var ekki fyrr en með kosningum árið 1986 að flokkurinn endur-
heimti sinn fyrri styrk í Hafnarfirði. Eftir langan valdaferil Sjálfstæð-
isflokksins og Óháðra borgara í Hafnarfirði fóm hjólin loks aftur að
snúast. Það er nánast sama hvar borið niður í dag, alls staðar er að
finna merki grósku og iðandi mannlífs.
Hafnfirðingar hafa ekki komist hjá því að finna fyrir þeim erfiðleik-
um í efnahags- og atvinnulífi sem hrjá þjóðina nú um stundir. Þó er
ekki að finna neinn bölmóð í Hafnarfirði, heldur hafa þeir mætt erfið-
leikunum af einurð og festu, tekist á við vandamálin, en ekki sópað
þeim á undan sér. Það er ekki síst á erfiðleikatímum sem reynir á
stjómmálamenn hvort þeir em starfi sínu vaxnir. Hafnfirðingar undir
forystu Alþýðuflokksins hafa sýnt að þeir leggja ekki árar í bát þó móti
blási heldur eflast þeir, minnugir þess að oft er sóknin besta vömin. Að
leggjast í eymd og volæði bjargar engum. Alþýðuflokkurinn hefur því
reynt að styðja atvinnulífið í Hafnarfirði m.a. með því að halda uppi
framkvæmdum og skapa fyrirtækjum almennt sem best skilyrði. Á
sama tíma hefur hin samfélagslega þjónusta bæjarins verið aukin og
efld á ýmsa lund til að koma til móts við þarfir bæjarbúa. Samspil öfl-
ugs atvinnulífs og félagslegrar samhjálpar er það sem öðm fremur
leggur gmnninn að heill og hamingju fólks.
Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði með bæjarstjórann, Guðmund Áma
Stefánsson, í broddi fylkingar, hefur öðm fremur tekist að búa hinu
hversdagslega lífi almennings manneskjulega umgjörð. Listalíf dafnar
því í Hafnarfirði sem aldrei fyrr. Markviss uppbygging íþróttamann-
virkja hefur skilað sér í aukinni almennri íþróttaiðkum auk fjölda af-
reksmanna. Uppbygging í skólamálum hefur aldrei verið hraðari og
rými í gmnnskólum bæjarins tvöfaldast á örskömmum tíma. Leik-
skólaplássum hefur fjölgað ár frá ári og stór skref verið stigin í málefn-
um aldraðra. Æskulýðsstarf í Hafnarfirði hefur blómstrað á síðustu ár-
um.
Pví hefur ýmist verið haldið fram af öfundarmönnum hafnfirskra
jafnaðarmanna, að bærinn sé á hvínandi kúpunni eða vaði í seðlum,
sem flæði frá álverinu. Hvomgt er rétt. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar hafa
verið hlutfallslega lægri en víðast hvar annars staðar. Skuldir bæjarins
em samt lægri en gengur og gerist meðal flestra bæjarfélaga. Hvemig
hafa þeir þá farið að allri þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í
Hafnarfirði á síðustu ámm? Ætli svarið felist ekki öðm fremur í að
bænum hafi verið stjómað vel og af hagsýni. Ekki hafi verið ráðist í
verkefni nema séð hafi verið fyrir endann á þeim og það fyrr en síðar.
íbúamir og margvísleg félög þeirra hafa verið virkjuð til uppbygging-
ar andlegra og veraldlegra verðmæta. Hlutfallslega fleiri krónur velta í
gegnum flesta bæjarkassa en þann í Hafnarfirði. Munurinn er hins
vegar sá að vel er á málum haldið í Hafnarfirði og þar er gott að búa
vegna þess að þar ráða jafnaðarmenn ferðinni.
Mál og menninq
NÝ SKÁLDSACA EFTIR
EINAR KÁRASON
- og bœkur eftir Milan Kundera og Isabel Allende
Mál og menning sendi frá sér
bækur eftir þrjá höfunda sem allir
njóta mikilla vinsælda hérlendis,
þótt næsta ólíkir séu.
Heimskra manna ráð er nafn á sögu
Einars Kárasonar, og segir frá Sigfúsi
Killian bílapartakóngi á Lækjarbakka,
Solveigu konu hans og æði misvel
heppnuðum afkomendum þeirra. Þetta
er skrautlegt lið í miðju því grátbros-
lega klúðri sem lífið vill verða. Og
smám saman raðast fjölskrúðugir at-
burðir sam.an í mynd af draumum og
sorgum, göfugum markmiðum og lítil-
sigldum framkvæmdum nýríkra og sí-
blankra Islend-
inga á þessari öld.
Þetta er fyrsta
skáldsaga Einars
síðan hann lauk
þriggja bóka ser-
íunni um fólkið í
Thulekampi. Þær
öðluðust fádæma
vinsældir hér-
lendis og hafa
auk þess verið
þýddar á sex
þjóðtungur.
Þá er og komin út fimmta bók Isabel
Allende á íslensku, skáldsagan Sann-
SANNLEIKUR
ALLÍFSINS
leikur allífsins, í
þýðingu Tómasar
R. Einarssonar.
Gregory Ree-
ves er aðalpers-
óna og annar að-
alsögumaður
þessarar marg-
slungnu sögu.
Hann er hvítur en
elst upp meðal
spönskumælandi
fólks í Kalifomíu
og reynir á sjálf-
um sér ýmsar
öfgar banda-
rísks þjóðfélags, verstu og bestu
hliðar þess, auk þess sem hann hrær-
ist í sögulegu umróti ár-
anna kringum 1968 og
kynnist því helvfti sem Ví-
etnamstríðið var. Höfundur
lýsir andstæðum banda-
rfsks þjóðfélags, upplausn
fjölskyldunnar, leit ein-
staklingsins að h'fsfyllingu
og ást - leit Gregory Ree-
ves að þeim „Sannleika al-
lífsins" sem htrnn heyrði
föður sinn prédika.
Kveðjuvalsinn er nafn á
bók Milans Kundera sem er
einhver virtasti höfundur sam-
túnans. Sagan gerist á fimm
haustdögum í litlum, fallegum
heilsubótarbæ í Mið-Evrópu.
Þangað kemur fjöldi kvenna til
að leita sér lækninga við ófrjó-
semi, auk nokkurra karla sem
stunda þar heit böð í þeirri von
að ráða bót á hjartakvillum.
Frægur djasshompetisti,
fögur hjúkrunarkona, hug-
myndaríkur kvensjúkdóma-
læknir, amerískur auðmaður
(dýrlingur og kvennabósi í
senn!) og fyrrverandi stjóm-
málamaður eru meðal sögupersóna
sem höfundur lætur hér stíga vals
óvænha atburða og
kostulegra hugleiðinga.
Vals sem hefst með
ljúfri hrynjandi en verð-
ur bæði hraðari og sárari
þegar lengra líður á sög-
una.
Friðrik Rafnsson
þýddi Kveðjuvalsinn
einsog aðrar bækur
Kundera.
Húsbréf
Fyrsti útdráttur
í 3. flokki húsbréfa 1991.
Innlausnardagur
15. janúar 1993
1.000.000 kr. bréf
91310020 91310280 91310579 91310847 91311124 91311470 91311765
91310023 91310333 91310712 91310890 91311295 91311502 91311902
91310071 91310340 91310733 91310918 91311305 91311555 91312005
91310085 91310399 91310759 91310989 91311372 91311568
91310086 91310406 91310778 91311005 91311393 91311731
91310157 91310444 91310822 91311074 91311442 91311735
500.000 kr. bréf 1
91320054 91320242 91320350 91320666 91320785 91320888 91321031
91320071 91320260 91320373 91320727 91320820 91320986 91321045
91320148 91320338 91320614 91320730 91320874 91321019
100.000 kr. bréf
91340014 91340503 91340875 91341383 91342164 91342734 91343476
91340053 91340540 91340880 91341394 91342184 91342739 91343526
91340093 91340610 91340923 91341615 91342236 91342740 91343536
91340114 91340624 91340929 91341620 91342324 91343002 91343576
91340151 91340658 91340947 91341675 91342331 91343039 91343605
91340175 91340682 91341045 91341753 91342336 91343176 91343824
91340261 91340699 91341073 91341979 91342465 91343203
91340282 91340828 91341096 91341980 91342587 91343226
91340383 91340867 91341302 91342014 91342673 91343273
91340415 91340870 91341357 91342130 91342675 91343343
10.000 kr. bréf 1
91370110 91371538 91372778 91374432 91375978 91377406 91378543
91370143 91371579 91372851 91374433 91376053 91377407 91378610
91370237 91371772 91373009 91374551 91376128 91377811 91378633
91370298 91371840 91373053 91374564 91376182 91377869 91378648
91370616 91371947 91373305 91374589 91376198 91377883 91378668
91370678 91372163 91373475 91374637 91376352 91377916 91378861
91370821 91372190 91373485 91374835 91376460 91378036 91378862
91370881 91372274 91373549 91374905 91376557 91378049 91378942
91371103 91372353 91373597 91375118 91376652 91378053 91378982
91371130 91372368 91373605 91375189 91376798 91378193 91379026
91371131 91372451 91373645 91375250 91376965 91378198 91379150
91371173 91372496 91373783 91375348 91377071 91378259 91379171
91371356 91372511 91373997 91375397 91377179 91378384
91371429 91372524 91374202 91375411 91377297 91378480
91371480 91372713 91374312 91375675 91377337 91378489
91371502 91372719 91374333 91375932 91377339 91378537
Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi.
Því er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar, og koma andvirði þeirra í arðbæra
ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.
[S] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900