Alþýðublaðið - 13.11.1992, Side 3
Föstudaqur 13. nóvember 1992
3
Ljt'tA'iLiAA
- segir Guðmundur Árni Stefánsson, bœjarstjóri í
Hafnarfirði, í viðtali við Alþýðublaðið.
„Ákvarðanir okkar, framkvæmdir og
rekstur bæjarins hafa sennilcga sjaldan
verið jafn óumdeildar meðal bæjarbúa,
sem og innan bæjarstjórnar.
Hér ríkir tiltölulega ntikill l'riður í
pólitíkinni, miðað við það sem áður
var“, segir Guðmundur Árni.
„Við í Alþýðuflokknum höfum
allt frá því að við tókum við stjórn
bæjarins fvrir rúmum sex árum lagt
mikla áherslu á að vinna hlutina og
leysa verkefni í góðu samstarfí við
bæjarbúa og ýmis samtök þeirra.
Lykillinn að þeini góða árangri sem
náðst hefur á flestum sviðum bæjar-
mála er öðru fremur því ágæta sam-
starfí að þakka. Við ætlum okkur að
halda áfram á þeirri braut“, sagði
Guðmundur Árni Stefánsson, bæj-
arstjóri Hafnfírðinga þegar Alþýðu-
blaðið spurði hann hver væri gald-
urinn við að stjórna bæjarfélagi eins
og Hafnarfírði. Hann var síðan
spurður hvert væri ástand atvinnu-
mála í Hafnarfírði og hvað bæjaryf-
irvöld hafa gert til þess að bregðast
við kreppu í þjóðfélaginu.
„Við höfum sett aukinn kraft í fram-
kvæmdir á þessu ári, umfram
það sem áformað var, ein-
göngu til þess að skapa at-
vinnu fyrir vinnufúsar hend-
ur. Fyrst og fremst hefur
þetta verið gert í gegnum út-
boð á verkefnum og í ein-
staka tilvikum með beinum
samningum við hafnfirska
verktaka.
Beinskeyttustu aðgerðim-
ar hafa falist í því að við höf-
um boðið hverjum einasta
manni, sem verið hefur á at-
vinnuleysisskrá, vinnu um
skamman tfrna. Árangurinn
hefur orðið sá að bæjarstarfs-
mönnum hefur fjölgað, og
það ásamt öðru, hefur leitt til
þess að það hefur fækkað hér
á atvinnuleysisskrá.
Þannig hefur orðið áþreif-
anlegur árangur þótt vissu-
lega séum við að tjalda til
einnar nætur; svona átaks-
vinnu verður ekki haldið úti
svo árum skiptir.
Eg er hinsvegar þeirrar
skoðunar að á samdráttartím-
um eigi bæði ríkisvaldið og
sveitarfélög að grípa inn í en
ekki vera aðgerðalaus. Við
eigum að brúa bilið sem
myndast á krepputímum og
örva atvinnulífið, meðal ann-
ars með fjárframlögum."
Tjaldað til einnar nœtur,
segirðu. Hvað með nýsköp-
un í atvinnulífi Hafnar-
fjarðar?
„Með því að kanna at-
vinnuleysisskýrslur höfum
við séð að það er niikil hreyf-
ing á fólki inn og út af skrá.
Það segir okkur að þrátt fyrir
allt er fjölbreytileikinn í at-
vinnulífinu allnokkur. Og þó
sum fyrirtæki rifi seglin og
hætti jafnvel alveg, þá rísa
önnur upp. Með öðrum orð-
um: Hafnarfjörður er býsna
vel settur og sjálfum sér nóg-
ur hvað varðar atvinnutilboð
til heimamanna. Við emm
hinsvegar að skoða ýmislegt
og höfum ýtt undir marghátt-
aðan atvinnurekstur.
Af stærri málum vil ég sérstaklega
nefna Stálfélagið sem við vökum yftr.
Eg hef mikla trú á framtíð fyrirtækisins
og að það geti skapað tugum manna at-
vinnu.
Við höfum líka óneitanlega, þótt
ekki háfi hátt farið, unnið í samráði við
áhugasama aðila um vatnsútflutning.
Hugmyndin er þá sú að setja á laggim-
ar vatnsátöppunarverksmiðju hér í
bænum. Þetta er mjög stórt dæmi sem
getur skapað umtalsverðar tekjur. Við
vitum ekki ennþá hvað úr verður en ég
er bjartsýnn á að niðurstaða fáist innan
skamms. Þá gæti boltinn farið að rúlla
fljótlega uppúr áramótum.
En við skulum líka hafa í huga að at-
vinnulífið hér er mjög fjölbreytt og
Hafnarfjörður er sjálfum sér nógur um
flesta þjónustu; meira en gengur og
gerist hjá öðmm sveitarfélögum hér á
Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu!,
kannski Reykjavíkur.“
utan
- Nú hafið þið alveg nýverið tekið
upp fjárhagsácetlun bœjarins. Brást
fjármálastjórn bœjarins?
„Það er verið að taka hana upp með
hefðbundnum hætti og mestan part af-
greiða þegar samþykktar ljárveitingar
bæjarráðs og bæjarstjómar, m.a. vegna
aðgerða til að mæta atvinnuleysinu.
Vinnubrögðum við undirbúning var
hinsvegar breytt, að þrábeiðni minni-
hlutans: Þeim var leyft að koma inn í
þetta á fyrri stigum og þess freistað að
ná samstöðu einsog minnihlutinn hafði
geftð til kynna að hann hefði áhuga á.
Það tókst býsna vel; að vísu kom nú
engin tillaga fram frá minnihlutanum
en þetta hefur leitt til aukins skilnings
eins og kom fram í afstöðu þeirra við
afgreiðslu málsins. Fulltrúar minni-
„Ég hygg aö Alþýðuflokkurinn í Hafnarfírði þurfí engu að kvíða í næstu kosningum“, segir bæjarstjórinn í Hafnar-
fírði sem er hér ásamt bæjarfulltrúum Alþýðufíokksins eftir að hafa náð hreinum meirihluta í bæjarstjórn við síðustu
kosningar.
hlutans greiddu ekki atkvæði með
breytingum á fjárhagsáætluninni en
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, og létu
í ljós jákvæða afstöðu til þeirra megin-
þátta sem þar komu fram.“
Hvað er að segja um skuldastöðu
bœjarins? Þvíer stundum haldið fram
að Hafnarfjörður sé að drukkna í
skuldum.
„Það er náttúrlega af og frá! Skulda-
staða Hafnarfjarðar, einsog annarra
bæjarfélaga, er alltaf undir smásjánni
hjá okkur. Oftar en ekki er það ég sem
bæjarstjóri, sem geri athugasemdir
þegar við þurfum að athuga okkar
gang. En fjárhagsstaða Hafnarfjarðar
er traust. Skuldir umfram útistandandi
kröfur voru rétt rúmlega 500 milljónir
um síðustu áramót. Vegna margháttaðs
stuðnings við atvinnulífið hér í bæ sýn-
ist mér að skuldastaðan verði í kringum
700 milljónir um
næstu áramót.
Það er ekkert til
þess að hafa áhyggj-
ur af í jafn sterku og
öflugu bæjarfélagi
og Hafnarfirði. Við
getum tekið Kópa-
vog til samanburðar,
bæ af svipaðri stærð;
þar eru skuldir um
1.600 milljónir."
Hvað finnst þér
um þœr framkomnu
hugmyndir að fella
niður aðstöðugjald
af fyrirtœkjum og
hœkka útsvarið í
staðinn?
„Ég vil nú fara
mjög varlega í þessu
máli. Ég hlýt að taka
tillit til þess sem
sveitarstjómarmaður
að aðstöðugjaldið er
afntarkaður tekju-
stofn sem rfkið hefur
ekki tök á að kmkka
í nema með laga-
breytingu. Þetta er
tekjustofn sveitarfé-
laga og að því leyti
er hann góður. Hinu
er vitaskuld ekki að
leyna að aðstöðu-
gjaldið fellur mis-
jafnlega á atvinnu-
reksturinn, marg-
földunaráhrifin em
allnokkur: Þannig er
verið að leggja að-
stöðugjaldið oft á
sömu vöru eða þjón-
ustu.
Á hinn bóginn
hafa menn bent á, að
tekjuskattur á fyrir-
tæki er mjög lágur á
Islandi, kannski fyrst
og fremst af því allt
skattaeftirlit er í mol-
um. Þannig að það er
ekkert fundið fé eða
áhlaupaverk að legg-
ja skatt á hagnað fyr-
irtækja einsog sumir
halda að sé einhver allsherjarlausn.
Varðandi þá spumingu sem menn
hafa talað um, að skipta einfaldlega á
aðstöðugjaldi og hækkun útsvars, þá er
mér ekki hugnanlegur sá kostur. Ég á
erfitt með að fallast á þá röksemd að af-
nám aðstöðugjalds komi fólki til góða
með lækkun vömverðs. Það er alltof
mikil einföldun til að hægt sé að kok-
gleypa slíka staðhæfingu."
Yfir í aðra sálma. Nýlega var al-
menningsvagnakerfið stokkað rœki-
lega upp. Hver er reynslan af því?
„Hún er mjög góð. Farþegum hefur
fjölgað svo um munar. Við áttum von á
því að Hafnfirðingar tækju við sér, því
þeir hafa satt að segja ekki verið alltof
góðu vanir; enda hefur bæjarfélagið
komist hjá því að greiða með þessari
þjónustu þangað til í sumar. Fólk kann
að meta þessa stórbættu þjónustu, en
hitt er ekkert launungarmál að það em
40 til 50 milljónir sem bærinn þarf að
reiða fram.“
Listalífið hér í bœ hefur blómstrað
á síðustu árum. Hver er galdurinn á
bakvið það?
„Skýringamar em margþættar. Við
eigum góða og kraftmikla listamenn
sem hafa sýnt mikla framtakssemi og
látið hlutina ganga. Þeir hafa sótt tals-
vert til bæjaryfirvalda og við höfum
stutt vel við bakið á þeim. Við höfum
hinsvegar ævinlega gætt þess að ffum-
kvæðið kæmi frá þeim; við höfum eng-
an áhuga á miðstýringu á listalífmu hér
og uppbyggingu þess. Þetta hefur gefið
góða raun; í fyrra héldum við listahátíð
í íyrsta sinn sem gafst vel og við höld-
um hana aftur næsta sumar. Myndlist-
arskóli var settur á stofn á haustdögum;
Hafnarborg hefur gengið mjög vel og
úti í Straumi er mjög blómleg starf-
semi.“
Hvernig metur þú stöðu hafnfirska
Alþýðuflokksins um þessar mundir?
„Ég held að staða okkar sé býsna
sterk. Maður finnur það á tali við fólk
að það kann að meta hvað við jafnaðar-
menn höfum verið að gera og hvað við
ætlurn okkur. Ákvarðanir okkar, fram-
kvæmdir og rekstur bæjarins hafa
sennilega sjaldan verið jafn óumdeild
meðal bæjarbúa, sem og innan bæjar-
stjómar. Hér ríkir tiltölulega mikill
friður í pólitíkinni, miðað við það sem
áður var.
Bæjarbúar kunna að meta það, að
hér í Hafnarfirði er forgangsröð verk-
effia miðuð við það sem kemur fólkinu
í bænum vel; í félagslegum málurn,
skólamálum og dagvistarmálum svo
dæmi séu tekin. Við höfum ekki staðið
í því að byggja veitingahús, einsog
sum önnur bæjarfélög.
Ég hygg að Alþýðuflokkurinn í
Hafnarfirði þurfi engu að kvíða í næstu
kosningum."
Munt þú leiða flokkinn í þeim
kosningum?
„Það liggurekkert annað fyrir. Hins-
vegar er það stuðningsmanna flokksins
að ákveða það.“
En þú muntgefa kost á þér?
„Að óbreyttu, já.“