Alþýðublaðið - 13.11.1992, Síða 6
6
Föstudagur 13. nóvember 1992
HafnarfjarÖarbœr og íþróttahreyfingin
Blómlegt íþróttalíf
og mikil uppbygging
Hafnarfjörður er mikill íþrótta-
bær og á hann íþróttamenn í frem-
stu röð í flestum þeim greinum
íþrótta sem stundaðar eru í bænum.
Hæst ber að sjálfsögðu handboltann
en FH hefur um áratugaskeið verið
þar á eða við toppinn og Haukar oft
átt góðum liðum á að skipa. Hauk-
arnir hafa staðið sig mjög vel í körfu-
knattleik og frjálsíþróttadeild FH
verið á toppnum síðustu ár. Lands-
frægir kylfingar koma frá Golf-
klúbbnum Keili og hafa unnið
marga Islands- og bikarmeistara-
titla á umiiðnum árum. I'á hafa
Bjarkirnar haft á að skipa mörgum
af bestu fimleikastúlkum landsins
um allnokkuð skeið. Sundfélag
Hafnarfjarðar hefur hins vegar
hegðað sér líkt og rjúpnastofninn,
náð toppi á 10 ára fresti en dalað síð-
an og risið á ný.
Arangur og aðstaða fara saman
En glæsilegur árangur hafnfirskra
íþróttamanna hefur ekki bara vakið at-
hygli heldur og þau mörgu og glæsi-
legu fþróttamannvirki sem þar hafa ris-
ið á síðustu árum. Hafnarfjörður hefur
um margt verið leiðandi hvað varðar
íþróttamannvirkjagerð í góðu samstarfi
íþróttahreyfingarinnar í bænum og
bæjarfélagsins. Fljótlega eftir að AI-
þýðuflokkurinn varð ráðandi í bæjar-
stjóm, eftir sveitarstjómarkosningamar
árið 1986, var samstarfssamningur við
íþróttafélögin tekinn upp og gerðar á
honurn miklar breytingar og teknar upp
ýmsar nýjungar.
Tryggvi Harðarson
bœjarfulltrúi skrifar
Á þeim árum vom í gildi reglur um
uppbyggingu fþróttamannvirkja sem
byggðu á 40% framlagi ríkisins, 40%
framlagi viðkomandi sveitarfélags og
20% framlagi viðkomandi íþróttafé-
lags. Eins og um flest verk sem unnin
voru í samstarfi við ríkið gekk illa að fá
framlög frá því. Greiðslur bámst bæði
seint og illa ef þær bámst á annað borð.
Því ákvað Hafnarfjarðarbær að taka á
sig 80% fjármögnun íþróttamannvirkja
sem reist vom í samvinnu við bæinn.
Skömmu síðar var verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga breytt þannig að bygg-
ingar íþróttamannvirkja heyrðu alfarið
undir sveitarfélögin.
Fjölbreyttar framkvæmdir
Á síðustu sex árum hafa eftirtalin
íþróttamannvirki risið á grunni sam-
starfssamnings Hafnarfjarðarbæjar og
íþróttahreyfingarinnar:
Eitt stærsta íþróttahús landsins á
svæði FH-inga í Kaplakrika en þar
rúmast tveir fullkomnir keppnisvellir.
Viðbygging við Haukahúsið í sam-
starfi við Bjarkimar en
þar er að ftnna fim-
leikagryfju. Gervi-
grasvöllur á íþrótta-
svæði Hauka að Ás-
völlum.
Nýr golfskáli á
svæði Golfklúbbsins
Keilis á Hvaleyrinni
auk stækkunar vallar-
ins.
Þá er verið að reisa
reiðskemmu í sam-
starfi við Hesta-
mannafélagið Sörla
fyrir ofan Hafnarfjörð.
Fyrir utan sam-
starfssamning við
íþróttafélögin hefur
verið byggð ný sund-
laug, Suðurbæjarlaug, en þar hefur
Sundfélag Hafnarfjarðar aðstöðu til
æfinga í fullkominni keppnislaug.
íþróttagreinar eins og golf og hesta-
mennska hafa veriö nokkuð útundan á
liðnum ámm hvað varðar þátttöku
sveitarfélaga í uppbyggingu mann-
virkja á þeirra vegum. Fjöldi þeirra
sem stunda þessar íþróttir hefur þó far-
ið mjög vaxandi á síðustu ámm, bæði
sér til ánægju og með keppni í huga.
Það varð því úr að þau voru látin sitja
við sama borð og önnur íþróttafélög í
Hafnarfirði.
Skipulegt uppbyggingarstarf er
gullvægt
Samstarfssamningur bæjarins við
íþróttafélögin byggir á þeirri gullvægu
virkja um allt land að farið var af stað
án þess að nokkur sæi fyrir endann á
fjármögnun eða framkvæmdum. Oft
gat að líta hálfkömð íþróttamannvirki
standa ámm saman án þess að hægt
væri að nýta þau.
Á síðustu árum hefur verið mikið
leitað til íþróttafulltrúa Hafnarfjarðar
varðandi samstarfssamning bæjarins
og íþróttafélaganna og mörg sveitarfé-
lög notað hann sem fyrirmynd að
samningum við íþróttafélög. Áhugi
iþróttafélaganna hefur ekki verið minni
í þessu sambandi en bæjaryfirvalda
víða um land. Omarkviss uppbygging
íþróttamannvirkja og fjármögnun
þeirra hefur leitt til þess að íþróttafélög,
jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og úti
á landi, hafa iðulega þurft að horfa
fram á gjaldþrot. Viðkomandi sveitar-
félag hefur þá oft þurft að hlaupa undir
bagga með iþróttafélögunum. Jafnt
sveitarstjómarmenn sem íþróttafröm-
uðir hafa því áttað sig á því að betra er
að gera ráð fyrir raunhæfum áætlunum
um stuðning sveitarfélaga við íþrótta-
félög þegar í upphafí, fremur en að
enda með gjaldþrot þeima inni á sínu
borði.
Iþróttir jafnt fyrir unga sem
aldna
íþróttir efla jafnt andlega sem líkam-
lega hreysti og vellíðan. Flestir gera sér
orðið grein fyrir gildi íþrótta, burtséð
frá aldri iðkenda. Fyrir ekki mörgum
árum héldu menn að íþróttir væru ein-
„ v- *
- V" - . - -
íþróttahúsiö í Kaplakrika séö að utan og innan.
reglu að gerður er samningur um upp-
byggingu íþróttamannvirkja áður en
framkvæmdir hefjast. Eftir að bærinn
hefur samþykkt viðkomandi fram-
kvæmd er síðan samið um að framlög
bæjarins til- verkefnisins berist á
ákveðnu árabili. Út frá þeirri forsendu
geta síðan hin einstöku íþróttafélög
hagað sínum framkvæmdum og fram-
kvæmdahraða. Vilji þau framkvæma
hraðar en nemur framlögum bæjarins
er það þeirra mál að brúa bilið. Áður
var það svo um byggingu íþróttamann-
göngu fyrir yngra fólkið en menn eru
sífellt að átta sig á að íþróttaiðkun í
einu eða öðru fonni er ekki síður nauð-
synleg þeim eldri. í Hafnarfirði er boð-
ið upp á leikfimi fyrir eldri borgara auk
þess sem margir sem komnir eru á elli-
lífeyrisaldur synda reglulega, hlaupa,
ganga eða skokka á eigin vegum. Þótt
áherslan í íþróttamálum hafi verið mest
á svokallaða keppnisflokka hingað til
hefur hún verið að færast æ meira yfir á
almenningsíþróttir. Það er af hinu góða
og við þá þróun ber að styðja.
Sparisjóður
Hafnarfjarðar
FÉLAG
JÁRNIÐNAÐARMANNA
Félagsfundur
veröur haldinn þriöjudaginn 17. nóvember 1992 kl.
20.00 aö Suðurlandsbraut 30, 4. hæö.
Dagskrá:
1. Félagsmál / Aögeröin á Fáskrúösfiröi
2. Efnahags- og atvinnumál
3. Önnur mál
Mætiö stundvíslega.
Stjórnin