Alþýðublaðið - 13.11.1992, Side 12

Alþýðublaðið - 13.11.1992, Side 12
Gœðaflísar á goðu verði I I I "1.[TJ Wmm Múð-9{(zrg(ztni ðttýhugur Stórhoffta 17, tiíl (iullinhru- sími 67 4X 44 Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson útfararstjóri NÞÍllllBim Stórhýsi rísa í miðbæ Hafnarfjarðar 4 Miklar framkvæmdir eru nú í gangi í miðbæ Hafnarfjarðar eða við það að fara af stað. Þegar hefur ver- ið hnfin bygging tónlistarskóla og safnaðarhúss á svæðinu milli Þjóð- kirkjunnar og Iþróttahússins við Strandgötu. Þá mun bygging á versl- unarkjarna við Fjarðargötu hcfjast um áramót. Því má búast við að mið- bæjarsvipur Hafnarfjarðar breytist umtalsvert á næstunni. Það var Hagvirki-Klettur sem átti lægsta boð íbyggingu tónlistarskóla og safnaðarheimilis eftir útboð og hefur verið samið við fyrirtækið um fram- kvæmdir. Safnaðarheimilið verður næst þjóðkirkjunni, síðan kemur tón- listarsalur sem verður samnýttur af söfnuði og Tónlistarskóla. Næst Iþróttahúsinu kemur svo tónlistarskól- inn. Tónlistarskólann og safnaðarheimil- ið teiknuðu arkitektamir Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen. Þar sem umrædd mannvirki koma til með að setja sterkan svip á miðbæ Hafnarfjarðar var efnt til verðlauna- samkeppni um skipulag og hönnun á umræddu svæði og vom það þau Sig- rún og Hans sem unnu til fyrstu verð- launa og við þau var samið að kaupa af þeim teikningamar. Verslunarkjarni í mibbæ Hafnarfjarðar séiíur frá Fjarðargötu. Erling G. Petersen arkitekt teiknaði húsið. Verslunark|arni og hótel Um áramótin verður byrjað að bygg- ja nýja verslunarmiðstöð og hótel í miðbæ Hafnarfjarðar. Þaðer fyrirtækið Miðbær Hafnarfjarðar hf. sem stendur að byggingunni. Að sögn Þorvaldar Asgeirssonar, eins forsvarsmanna fyr- irtækisins, stendur til að bjóða út alla uppsteypu á mannvirkinu og verði það þá fullfrágengið að utan. Hann segir að jarðvegsrannsóknir séu nú að hefjast en væntanlega verði byrjað að grafa fyrir húsinu um áramót. Aðspurður um hvort ekki væri nóg af verslunarhúsnæði á svæðinu sagði Þorvaldur að samkvæmt úttekt sem hann hefði látið gera fyrir sig væri að- eins um 5,5% af öllu verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði. í Hafnarfirði byggju hins vegar tæp 10% íbúa svæðisins. Verulegur skortur væri í miðbæ Hafnarfjarðar svo hann kvaðst bjartsýnn á að margir vildu koma þar upp verslun eða bjóða upp á þjónustu af einu eða öðru tagi. Á sjöunda áratugnum var gert skipu- lag sem gekk út á að gamli miðbærinn yrði brotinn niður að mestu eða öllu leyti en frá því var síðar horfið. Þó voru byggð nokkur hús samkvæmt því skipulagi. Ákveðið var að láta gamla miðbæinn standa og allt hans næsta ná- grenni. Til að fá nægilegt rými fyrir miðbæjartengda starfsemi var því ráð- ist í að fylla út í höfnina og á þeirri upp- fyllingu á nú að reisa verslunarmið- stöð. Vegna skorts á rými í miðbænum hefur ýmisskonar verslun og þjónusta sem heima á í miðbæ flust út í iðnaðar- hverfi bæjarins og er þar dreifð. Vonir standa til að með nýjum verslunar- kjama auk fleiri mannvirkja megi blása auknu lífi í miðbæ Hafnarfjarðar sem þó hefur farið dafnandi. Er það ekki síst að þakka Hafnarborg en þangað leggja margir leið sína bæði bæjarbúar og ut- anbæjarmenn. 'jclthc'ð', hl4hthA**hét, f jcfarth til 'ítoAgt/UÁttg/ih’ 4*1. m II PiMfa***- vlðtáiu* T-TrímnViolt 21.00 - 03.00. 111 dUímoA 1 -veisluþjónusta Dalshrauni 15, 220 Hafnarfirði Sími 650644, Fax 650645 I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.