Alþýðublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudaqur 3. desember 1992 3 Jón Sæmundur Sigurjónsson Velferðarriki i vörn Þegar þetta er ritað eru rúm 100 ár frá því að Bismarck kom á fyrsta almenna lífeyriskerfinu í veröldinni, rúm 55 ár frá því að íslensku alþýðu- tryggingarnar voru lögfestar og rúm 50 ár frá því að Lord Beveridge lagði grundvöllinn að breska almanna- tryggingakerfinu, sem hafði mikil áhrif á íslensku almannatrygginga- löggjöfma 1946. Það er því nokkuð um liðið, að grundvöllur var lagður að velferðarríkjum nútímans. Þjóðfélagsbreytingar Á öldinni sem leið höfðu atvinnu- hættir breyst með afgerandi hætti í Evr- ópu, en sú þróun hefur verið kennd við iðnbyltinguna miklu. Á þeim tíma átti sér stað mikil gerjun í þjóðfélagslegu og stjómmálalegu tilliti. Iðnbyltingin krafðist samþjöppunar fólks, þannig að borgir stækkuðu og sveitir tæmdust af fólki. Um leið hvarf öryggið sem fyrri sambýlishættir höfðu veitt. Þriggja- kynslóða-fjölskyldan, sem var algeng- ust til sveita, leystist upp og kjamafjöl- skyldan bjó nú ein og sér. Stór-fjöl- skyldan var áður og fyrr í senn elli- heimili, bamaheimili, sjúkrahús og skóli. Þegar hún leystist upp sem al- gengasta sambýliseining urðu stofnan- ir þjóðfélagsins að taka við ýmsum hlutverkum hennar til að vel mætti vera. Þessar þjóðfélagsbreytingar gengu ekki átakalaust fyrir sig. Stjómmála- hreyfingar mynduðust, þar sem menn greindi á um það, hvemig tekjuskipt- ingu þjóðfélagsins væri skynsamlegast fyrir komið, þannig að hægt væri að standa undir þeim kröfum sem gerðar vom til hinnar nýju þjóðfélagsskipun- ar. Mismunandi róttæk öfl deildu um réttlætið, í hverju það væri fólgið og hvað væri réttlátt þjóðfélag og með tímanum eignuðust menn félagsleg réttindi í stað stöðu sinnar innan stór- fjölskyldunnar í hinni gömlu þjóðfé- lagsskipan. Bændaþjóðfélagið íslenska tók mjög svipuðum breytingum, þótt síðar væri. Efnahags- og stjómmálabylgjumar gengu yfir hér á Islandi á svipaðan hátt, nema hvað að við gátum leyft okkur að taka þróunina, sem orðið hafði annars staðar, í stærri stökkum og á styttri tíma. Velferð háð efnahag Félagsleg réttindi em ekki ókeypis af guði geftn. Þau em annars vegar til komin vegna baráttu á stjómmála- og félagssviðinu og hins vegar valda þau vemlegum kostnaði. Stærstum hluta þjóðartekna er víðast hvar varið til varðveislu félagslegra réttinda. Tryggingakerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið em hinir þrír hom- steinar þess, sem við köllum velferðar- þjóðfélagið, þ.e.a.s. sú aðferð sem við beitum við fjármögnun þess og sú að- ferð sem við beitum við að veita al- menningi aðgang að þjónustu þess. Lengi vel hefur sú regla gilt að kerfin em fjármögnuð með sköttum og al- menningur fær þjónustuna ókeypis. I stór-fjölskyldunni hér áður fyrr urðu eldri og yngri kynslóðin að sæta því sem fjölskyidan hafði úr að spila. Ekki mátti eyða um efhi fram, því þá komst fjölskyldan á vonarvöl . Kjörin vom misjöfn eftir mismunandi eíftahag fjölskyldnanna. í velferðarþjóðfélagi nútímans eiga allir að fá sömu þjónustu miðað við sömu skilyrði, þótt greitt sé eftir efnum og ástæðum í sameiginleg- an sjóð. En eins og hjá stór-fjölskyld- unni gömlu stöndum við nú frammi fyrir því að hin skilgreindu félagslegu réttindi, sem þjóðin veitir sjálfri sér, em háð efnahagslegri afkomu þjóðarinnar sjálfrar. Vörn í þrengingum Við lækkandi þjóðartekjur eigum við um þrjár leiðir að velja: 1. Hækka skatta á fyrirtækjum og á almenningi þar til nægilegt fjármagn fæst til að viðhalda öllum félagslegum réttindum eins og áður, án halla á ríkissjóði; 2. Hafa óbreytta almenna skatta, en taka upp eða hækka þjónustugjöld á þeim sem njóta þjónustunnar og viðhalda sama þjónustumagni og áður, án halla á ríkissjóði; 3. Veita einungis ákveðnu hlutfalli þjóðartekna til félagslegra rétt- inda alla tíð, sem þýðir skerðingu þeirra, þegar þjóðartekjur lækka og komast þannig hjá halla á ríkissjóði. Þetta em leiðir hreinna ákvarðana við lækkandi þjóðartekjur. Fjórða leið- in er auðvitað til. Hún er blanda af öllu: 1. einhver hækkun skatta; 2. nokkur hækkun þjónustugjalda; 3. valin skerð- ing félagslegra réttinda; 4. minni halli á ríkissjóði. Þetta er hin vandrataða milda leið, því þama em oftast margir kokkar að elda sömu súpuna og hætta á að misst verði sjónar á markmiðinu, sem er að standa vörð um velferðarrík- ið. Ekki benda á mig Enginn vill borga hærri skatta, aðrir eiga að gera það. Enginn vill greiða hærri gjöld fyrir þá þjónustu, sem hann þarf á að halda. í því sérstaka tilviki á að sjálfsögðu að gera undantekningu. Allir hrópa og kalla, ef þjónusta er skert á þeirra sviði. Það verður að gera annars staðar. Halli á rfkissjóði er nokkuð sem stjómmálamenn eiga að fást við, en kemur almenningi ekki við. Allir vilja þó standa vörð um velferðar- ríkið. Ef enginn vill líta á sig sem hluta af heild nema svo að hún sé skilgreind sem hagsmunahópur, þá er varla von á góðu. Sú leið er þekkt. Þelta er fær- eyska leiðin. Stöndumst storminn Vítin em auðvitað til að varast þau. Á tímum efnahagslegra þrenginga verða velferðarkerfin að halda. Al- menningur verður að geta treyst á að mikilvægustu stoðir þess bresti ekki. Til að svo megi verða felst vömin í skynsamlegu mati á því, hvað leggja má til hliðar. Kosturinn við efnahags- legar þrengingar er sá, að þá neyðast menn til að hugsa hlutina upp á nýtt og leita hagkvæmari leiða. Vömin verður því velferðinni til góða. Nýlt Alþýðuflokksfélag bætist í hópinn Sameiningarskref eyfirskra jafnaðarmanna: Eitt stórtfélag, Jafnaðarmannafélag Eyja- fjarðar, mun taka að mestu yfir staifsemi krata í Eyjafjarðarsýslu á næstunni. Sá viðburður gerðist í Norður- landskjördæmi eystra um miðjan síðasta mánuð að nýtt félag í Al- þýðuflokknum - Jafnaðarmanna- flokki íslands, var stofnað. Félagið hlaut hið tilkomumikla og virðu- lega nafn, Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar og var Unnur Björns- dóttir kosinn fyrsti formaður þess. Stofnfundur félagsins var haldinn á Akureyri í JMJ- húsinu, en þar em einmitt hin nýju húsakynni krata þar í bæ. Mikil ánægja ríkti meðal fundar- gesta með nýjar aðalstöðvar jafnaðar- manna í kjördæminu, enda glæsileg og kærkomin breyting til batnaðar frá gamla húsinu við Strandgötu. Til fundarins var boðað af stjómum Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri og var mæ'ingin afar góð. Fundarstjóri var Sigurður Eðvarð Amórsson, for- maður Alþýðuflokksfélags Akureyr- ar. Á fundinum var kosin stjóm hins nýja félags og tillaga að lögum félags- ins kynnt og rædd. Síðastur á dagskrá var Sigbjöm Gunnarsson, þingmaður Alþýðufiokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, og hafði hann framsögu um stjómmálaástandið. Teygðust um- ræður í framhaldi af þeirri framsögu langt íiramyfir miðnætti. Að því loknu var vel heppnuðum fundi slitið og ánægðir kratar gengu glaðir í bragði út í norðlenska vetramóttina. Alþýðublaðið náði tali af Sigbimi Gunnarssyni og spurði hvemig hon- um litist á nýja félagið: „Mér líst mjög vel á það. Þetta var nauðsynlegt framfaraskref sem þurfti að stíga. Til að mynda hafa hingað til verið þrjú félög í Eyjafirði. Tvö em á Akureyri og hið þriðja í Ólafsfirði. Fólk sem býr ekki í öðmm þessara bæja hefur síðan þurft að velja um í hvaða félag það gekk, eða að öðmm kosti ekki tilheyra neinu sérstöku fé- lagi. Nú hefur myndast álitlegur kost- ur fyrir þennan hóp fólks. Einnig hlýtur öll ákvarðanataka í þessu nýja félagi að verða skilvirkari Frá stofnfundi Jafnaöarinannafélags Eyjafjarðar: Hluti fundargesta scm voru fjölmargir. Ef myndin prentast vcl má greina á henni nokkra vel kunna krata sem búsettir eru við Eyjafjörð. en þegar félögin vom minni og dreifð- ari. Enn fremur gefst nú betri mögu- leiki til að samræma starfsemina á svæðinu. Hugur margra stendur til þess að Eyjaljörður verði í framtíðinni eitt stórt sveitarfélag og reyndar er í gangi samstarf af ýmsu tagi milli sveitar- stjóma og hreppsnefnda á svæðinu. Það má líta á nýja jafhaðarmanna- félagið sem yfirlýsingu frá alþýðu- flokksmönnum um afstöðu okkar til sameiningarmálanna. Þetta er tví- mælalaust það sem koma skal, stærri sveitarfélög og þar með sterkari. Þannig munu þau verða betur í stakk búin til að fásl við verkefnin sín. Það leikur enginn vafi á að sú ákvörðun sem var tekin um að mynda eitt stórt jafnaðarmannafélag héma í Eyjafirðinum er flokknum íkjördæm- inu, og kjósendum hans þar með, svo sannarlega til framdráttar. Ég býst við starfið verði þróttmeira og ntarkviss- ara fyrir vikið. Ég óska krötum á Eyjafjarðarsvæðinu til hamingju með nýtt félag og nýtt húsnæði.“ Sigurður Eðvarð Amórsson er sá maður sem hvað mest hefur unnið að stofnun nýja félagsins. Alþýðublaðið hafði samband við hann og spurði hann fyrst hvaða forsendur lægju að baki nýja félaginu: „Menn einfaldlega sáu að það var tími til kominn að einfalda starfið í kjördæminu og gera það þannig inarkvissara og léttara í vöfum. Það mun korna glöggt í ljós á næstu mán- uðum og misserum hve miklu hent- ugra það er að hafa eitt stórt félag í Eyjafjarðarsýslu. Norðurlandskjör- dæmi eystra er gífuriega víðfeðmt kjördæmi og ávinningurinn af því að hafa félögin stærri og færri hlýtur að vera öllum augljós." Að sögn Sigurðar Eðvarðs er ekki reiknað með því að eldri félögin á starfssvæðinu verði lögð niður, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Þó Sigbjörn Gunnarsson: Lítur á stofnun félagsins sem framfaraskref í átt til frekari sameiningar á Eyjafjarðar- svæðinu. Sigurður Eðvarð Arnörsson: Mark- miðiö er að einfalda starfið, gera það markvissara og léttara í vöfum. er gert ráð fyrir því að starfsemin flytjist að mestu yfir til nýja félagsins og að fulltrúaráðið á Akureyri verði lagt niður. Starfssvæði nýja félagsins er, eins áður var minnst á, öll Eyjafjarðarsýsl- an og voru auk Akureyringa, fulltrúar frá Dalvík og Ólafsfirði, tveggja minni byggðarlaganna við fjörðinn, kosnir í stjóm og varastjóm. Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund síðar og verður hann auglýstur þegar þar að kemur. Þar er ætlunin að ganga frá lögum nýja félagsins og fleiri fram- kvæmdaatriðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.