Alþýðublaðið - 03.12.1992, Side 5

Alþýðublaðið - 03.12.1992, Side 5
Fimmtudaqur3. desember 1992 5 REIAISfc CHATEAUX. k SIMI: 25700 Ferðir í sósíalískar sumarbúðir voru vinsælar fermingargjafir i Neskaupstað / - Kafli úr bók sagnfrœðinganna Arna Snœvarr og Vals Ingimundarsonar, Liðsmenn Moskvu, sem kom út á dögunum hjá Almenna bókafélaginu ogfjallar um samskipti íslenskra sósíalista við kommúnistaríkin. Sósíalistaflokkurinn var lagður niður í árslok 1968, en fyrrverandi félagar gengu þó ekki allir í hinn ný- stofnaða stjórnmálaflokk, Alþýðu- bandalagið, eins og vonir stóðu til. Sósíalistafélag Reykjavíkur hélt áfram starfsemi lengi eftir þetta. Það hafði alllengi verið höfuðvígi þeirra sem vildu halda Sósíalistaflokknum gangandi og vildu halda fast í holl- ustu við Moskvuvaldið. Á landsfundi Alþýðubandalagsins 1968 þegar því var brevtt í stjórnmálaflokk var einnig ákveðið að félagar í bandalag- inu gætu ekki tekið þátt í starfi ann- arra stjórnmálasamtaka. Ýmsir menn hlýddu ekki þessari samþykkt og voru áfram félagar í Sósíalista- flokknum til 1970. Brynjólfur Bjarnason var meðal þeirra manna sem sagði loks þá skilið við félagið. Sósíalistafélagið bauð fram í borgar- stjórnarkosningum 1970 en beið af- hroð. Félagar þess héldu uppi harðri hríð að Alþýðubandalaginu fyrir svik við byltingarstefnu og Sovétrík- in. Málgagn félagsins var Ný Dags- brún. Þá störfuðu Kvenfélag sósíal- ista og Æskulýðsfylkingin áfram. Um tíma virðast Sovétmenn hafa hugleitt að viðurkenna Sósíalistafélag Reykjavíkur sem nýjan merkisbera heimskommúnismans á íslandi. Er tal- ið hafði verið upp úr kjörkössunum í bæjarstjómarkösningunum snerist þeim hins vegar hugur. Steingrímur Aðalsteinsson, hinn Moskvumenntaði formaður félagsins, sýndi mikinn áhuga á því að taka upp „flokksleg" tengsl austur. Honum var boðið við annan mann til Moskvu en síðan ekki söguna meir. Innrásin í Tékkó réttlætt Nokkur dænti voru um að menn sættu sig ekki við mótmæli Alþýðu- bandalagsins og Sósíalistaflokksins gegn innrásinni íTékkóslóvakíu. Fram hefur komið að dreift var bæklingum sem samdir vom og prentaðir í Moskvu og Austur-Berlín til að réttlæta innrás- ina og sverta forystumenn Tékka og Slóvaka. Á fundi Kvenfélags sósfalista haust- ið 1968 flutti Ingimar Erlendur Sig- urðsson ræðu og mótmælti afstöðu Al- þýðubandalagsins til innrásarinnar. Ámi Bjömsson, sem fengið hafði leyfi lil að sitja fundinn, fékk ekki orðið til að andmæla Ingimari. Á yftrborðinu að minnsta kosti virt- ist þó fylgispekt við Sovétríkin að mestu úr sögunni í íslenskum stjóm- málum eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Nokkrir áhrifamenn í Alþýðubanda- laginu hafa þó leynt og ljóst haldið tengslum sínum við austantjaldsflokka áfram og barist fyrir því að samskipti við þá yrðu tekin upp að nýju. Fram hafa komið gögn úr hirslum sovéskra stjómvalda sem benda einnig til þess að starfsmenn Alþýðubandalagsins hafi ekki slitið tengsl austur í samræmi við samþykktir flokksins. Ferðir tii kommúnistaríkja Snemma var ljóst að margir áhrifa- menn sættu sig ekki við að austurferðir legðust af. Samskipti við kommúnista- flokka, sem ekki studdu innrásina í Tékkóslóvakfu, höfðu raunar haldist í sömu skorðum eða jafnvel eflst. Gunn- ar Guttormsson sótti kommúnista í Júgóslavíu heim og Ragnar Amalds og Guðmundur Hjartarson rúmenska kommúnista 1969. Enn hélt nefnd frá Sósíalistaflokknum til Rúmeníu 1970. Formaður nefndarinnar var Svavar Gestsson, en aðrir nefndannenn voru Guðmundur J. Guðmundsson, Svandís Skúladóttir, Guðrún Guðvarðardóttir, Hulda Sigurbjömsdóttir og Ingi R. Helgason. I mjög lofsamlegri grein sem Ingi skrifaði um Rúmeníuferðina sagði hann að erlendir flokkar gætu ekki þóst þekkja aðstæður betur en „verkalýðsflokkur” heimalandsins: „Á sama hátt og það er fáránlegt, að einn verkalýðsflokkur ætli sér að segja öðrum fyrir verkum, taka ákvarðanir fyrir hann, leiðrétta „mistök" hans o.s.frv., er það jafn fáránlegt af einum verkalýðs- flokki að slíta eðlilegum sam- skiptum við annan verka- lýðsflokk á þeirri forsendu, að hinn síðar- nefndi hafi gert „mistök". Slík afstaða, sitt í hvora áttina, er alger höfn- Framhald á næstu síðu 'icíc/eai'S'o e/vft/s* á f/íófe/ f/(o/ti I desember bjóðum við sérstakan jólamatseðil í hádeginu. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild. Þríréttaður Itádegisverður sem verður lengi í minnum hafður. íWorréHi/1 • Andar-terrine með lifrar-mousse og salati • Reyksoðin bleikja með fuliennegrænmeti • Rjómasúpa með fersku grænmeti • Sjávarréttur á brauðkænu . ((ía/nvUin • Gljáður hamborgarhryggur með rauðvínssósu •Steiktur búri með vínediksósu • Grillað heilagfiski með pasta í spínat-ostasósu • Hreindýrasmásteik með berjasósu • Lundabringur í púrtvínssósu p/ÍÍ/VH’ltÍ/* • Súkkulaðikaka Buche de Noél og vanilluís • Hrísgrjónabúðingur með hindberjasósu •fólapúns Forréttur, aðalréttur og eftirréttur 1.395 kr. að er góður siður að gera sér dagamun á jólaföstunni,hitta góð vini,kunningja, samstarfsfélaga eða venslamenn. Til þess er einn staður flestum betur fallinn. SKRÚÐUR á Hótel Sögu. Þar er nú standandi hlaðborð með gómsætum jólakrásum, bæði skandinavískum, íslenskum og amerískum. Ljúf hljómlist er leikin öll kvöld afþekktum hljómlistarmönnum. Við bjóðum einnig vistlega sali af ýmsum stærðum fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Rjúfið annríki jólaundirbúningsins og njótið ánœgjustundar á Hótel Sögu. ♦ • ♦ -lofar góðu! / HAGATORG SlMI 29900

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.