Alþýðublaðið - 03.12.1992, Page 7

Alþýðublaðið - 03.12.1992, Page 7
Fimmtudaqur 3. desember 1992 7 Davíð Oddsson í opinskáu Mannlífsviðtali: „Þorsteinn átti að reka Jón Baldvin og Steingrím!" - Stjórnarskiptin 1988 mesta niðurlœging í sögu Sjálfstœðisflokksins. Forystumenn sem hvöttu Davíð í formannsframboð studdu síðan Þorstein Davíð Oddsson segir í viðtali í nýju tölublaði Mannlífs að ýmsir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins sem hvöttu hann til þess að gefa kost á sér sem formaður hafi síðan stutt Þorstein Pálsson í formannsslagn- um. Þá segir Davíð að hann hafi farið frarn gegn Friðriki Sophussyni varafor- manni árið 1989 með samþykki Þor- steins Pálssonar. Davíð kveðst telja að það hefði verið „stórmannlegast" af Þorsteini að víkja sem formaður, og að þá hefði Sjálf- stæðisflokkurinn áreiðanlega fengið mun meira fýlgi í þingkosningunum en raun varð á. Um þá ákvörðun að taka slaginn segir Davíð í Mannlífsviðtalinu: „Þetta var mjög sárt og erfitt. Og auðvitað var maður mjög hugsi yfir þessu. Við höfðum verið miklir vinir en þama urðu náttúrlega mjög sársaukafull átök. Og grær sjálfsagt seint fullkomlega yf- ir. Að minnsta kosti verða þar ör eftir, ef grær sæmilega. Jafnframt voru sam- eiginlegir vinir okkar settir í mikil vandræði því við höfðum verið í sama vinahópnum. En síðan tóku þeir af- stöðu og þar hafa ekki orðið nein sár.“ Þá segir Davíð að það hafi komið sér mjög á óvart að menn, „sem höfðu komið til mín, beðið um einkaviðtöl og jafnvel boðið í mat til að gera þá kröfu að ég stigi þetta skref og Þorsteinn hætti, skyldu síðan fara fremstir fýrir því að hann sæti kyrr.“ Davíð vildi ekki nefna nein nöfn í þessu sambandi en sagði að menn ættu bara að skoða hverjir hefðu verið í fylkingarbrjósti fyrir Þorstein. í palladómum um aðra stjómmála- foringja segir Davíð að Steingrímur Hemiannsson sinni þinginu lítið og setji sig aðeins inn í ákveðin mál. Ólaf- ur Ragnar Grímsson og Steingrímur Sigfússon fá þá einkunn að þeir hafi í raun tekið málfrelsið af öðrum þing- mönnum. Kvennalistinn er sagður á móti framfömm yfirleitt; þingkonur hans hjakki í sama farinu og hafi hvergi áhrif. Davíð segist eiga gott samstarf við alla ráðherra Alþýðuflokksins og gamlar væringar hans og Jóhönnu Sig- urðardóttur hefðu síður en svo komið að sök í ríkisstjómarsamstarfinu. Þá upplýsir Davíð að hann hafi lagt að Þorsteini, þáverandi fonnanni Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, að reka Jón Baldvin og Steingrfm Her- mannsson úr stjóminni haust- ið 1988, „þegar stærsti flokk- ur þjóðarinnar var einfaldlega tekinn upp á hnakkadramb- inu og settur út úr stjómarráð- inu, án kosninga, í beinni sjónvarpsútsendingu! Þettaer einhver mesta pólitíska nið- urlæging sem Sjálstæðis- flokkurinn hefur orðið fyrir, bæði fyrr og síðar.“ Landsfundur sjálfstæðis- manna 1989. Porsteinn kampakátur en Friðrik cr óræður á svip enda mátti hann sjá á bak varaformannsstóln- um til Davíðs Oddssonar, sem snýr baki í myndavélina. Nú segir Davíð að hann hafi farið gegn Friðriki með samþvkki og stuðningi Þorsteins. Ný verslun RISTALL Faxafem v/Suöurlandsbraut Sími 681/020 ÞRJAR VERSLANIR FULLAR AF FALLEGUM GJAFAVÖRUM

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.