Alþýðublaðið - 15.01.1993, Síða 6
6
Föstudagur 15. janúar 1993
MINNING:
Arnþór Jensen
fv. forstjóri Pöntunarfélags Eskfirðinga.
Fæddur 22. maí 1906 - Dáinn 09. janúar 1993
Ástkærum föður þökkum við ómet-
anlega handleiðslu, hvatningu, fræðslu
og kærleik. Brautryðjandi, eldhugi,
faðir, - fram á síðustu stund hugsandi
um hagsmuni heildarinnar, heill fjöl-
skyldu, lands og lýðs. Slíkur maður var
hann og slíkan mann hljóta þeir að
harma, er honum kynntust. Sannarlega
er harmur sár að okkur kveðinn nú og
undarlegt að hugsa sér tilveruna eftir
svo afdrifarfkar breytingar.
Hans, sem alltaf gladdi, gaf og hugg-
aði, munum við minnast með gleði,
þakklæti, virðingu og stolti. Veri elsku-
legur faðir okkar kært kvaddur og guði
falinn.
Guðný Anna, Gauti og Hlíf.
Á morgun, laugardaginn 16. janúar,
verður gerð frá Eskifjarðarkirkju, útför
ástkærs tengdaföður míns, Amþórs
Jensen, fyrrverandi forstjóra Pöntunar-
félags Eskfirðinga.
Minningarathöfn fer fram í Dónt-
kirkjunni í Reykjavík í dag, föstudag
kl. 15.
I stuttri minningargrein er einungis
hægt að tæpa á hluta alls þess, sem á
daga jafn mikilvirks athafnamanns og
Amþór Jensens hefur driftð. Það er þó
við hæfi að rekja helstu þætti í ævi og
athafnasögu Amþórs.
Amþór Jensen var fæddur að Siglu-
nesi við Manitobavatn í Kanada hinn
22. maí 1906. Foreldrar hans voru
hjónin Þómnn Markúsdóttir, prests að
Stafafelli í Lóni Gíslasonar, og Peter
Wilhelm Jensen trésmiður, sem um
þær mundir var bóndi vestan hafs, en
síðar kaupmaður í áratugi, fyrst í
Reykjafirði á Ströndum, síðan á Eski-
firði og loks í Reykjavík. Föðurforeldr-
ar Wilhelms vom hjónin Jóhanna Pét-
ursdóttir frá Eskifjarðarseli og Jens
Peter Jensen, beykir og veitingamaður
sem fluttist ungur frá Danmörku til
Eskifjarðar og bjó þar síðan.
Amþór fluttist með foreldmm sínum
til Islands 6 mánaða gamall og bjó
fyrsta veturinn sinn á Islandi hjá ætt-
ingjum í Reykjavík. Að vori flutti fjöl-
skyldan svo til Reykjafjarðar og til
Eskifjarðar árið 1909, þegar Amþór
var 3 ára að aldri. Þegar Ámþór var átta
ára gamall skildu foreldrar hans og ólst
hann upp hjá móður sinni og bræðmm
við kröpp kjör eftir það. Á Eskifirði bjó
Amþór í 74 ár, til ársins 1983, er hann
fluttist til Akureyrar. Frá árinu 1988 og
þar til hann lést bjó Amþór á Hrafnistu
í Hafnarfírði. Amþór kvæntist 21. nóv-
ember 1931 Guðnýju Önnu, f. 8. mars
1911, d. 30 júlí 1988, Pétursdóttur
prests að Eydölum í Breiðdal og konu
hans Hlífar Bogadóttur Smith. Böm
Amþórs og Guðnýjar Önnu urðu fjög-
ur; Gauti, f. 20. 02. 1933, yfírlæknir í
Odda í Noregi, kvæntur Sólrúnu
Sveinsdóttur, hjúkmnarfræðingi; Val-
ur, f. 01. 03. 1935, d. 13. 10. 1990, fv.
kaupfélagsstjóri KEA og bankastjóri
Landsbanka íslands, ekkja hans er Sig-
ríður Ólafsdóttir, húsfreyja; Hlíf, f.
02.08 1940, löggiltur skjalaþýðandi og
dómtúlkur í Kaupmannahöfn gift Bent
Christensen, menntaskólakennara og
Guðný Anna, f .07.08.51, hjúkmnar-
framkvæmdastjóri í Reykjavík, gift
Hjálmari Kjartanssyni, viðskiptafræð-
ingi. Bamabömin em orðin 12 og
bamabamabömin 7.
Amþór hóf algeng verslunar-
störf sem liðléttingur hjá föður sín-
um bam að aldri, en kynntist einnig
öðmm störfum fram að skóla-
skyldu; var m.a. sumarsmali hjá
Eiríki Þórðarsyni útvegsbónda í
Vattamesi meðan þar tíðkuðust
enn fráfærar að fomum sið. Skóla-
skylda var á þeim árum frá 10 ára
aldri til 14 ára aldurs og lauk Am-
þór fullnaðarprófi fermingarvorið
1920 með 1. ágætiseinkunn. Að
því loknu var Amþór 1 vetur í ung-
lingaskóla hjá Richard Beck, síðar
Prófessor í Kanada. Haustið 1921
settist Amþór í 2. bekk Gagn-
fræðaskólans á Akureyri og lauk
þaðan gagnfræðaprófi vorið 1923.
Til stóð að hann færi til Kaup-
mannahafnar haustið 1923 í
"Kóbmannsskolen" en af því varð
ekki vegna fjárskorts. Annað
skólanám hefur Arnþór ekki stund-
að, en hefur kappkostað að afla sér
þeirrar þekkingar sem nauðsynleg
er í fyrirtækjarekstri, s.s. á bók-
haldi.
Að loknu námi starfaði Amþór
fyrst við verslun föður síns, þá um
hríð við útgerð Karls Jónassonar á
Eskifirði, en réðst sumarið 1925 sem
fastur starfsmaður við verslun og út-
gerð Friðgeirs Fr. Hallgrímssonar í
Framkaupstað á Eskifirði. Kaupið var
75 kr á mánuði auk fæðis og húsnæðis.
Á vegum Friðgeirs var Amþór sendur
aðeins tvítugur að aldri suður á Djúpa-
vog sem „útgerðarstjóri" eða „reddari"
með tvo báta á vetrarverktíð.
Amþór var hjá Friðgeiri á þriðja ár.
Þetta var einmitt á þeim tíma sem
kaupmenn á Eskifirði vom gerðir upp
hver á fætur öðmm að kröfu Lands-
bankans. Friðgeir var þeirra „lang-
lifastur" en þó fór svo að lokum að
hann var gerður upp líka. Vorið 1928
réðst Amþórtil Emils B. Magnússonar
sem í umboði Bankans hóf að versla í
Framkaupstað. Kaupið hjá Amþóri
hækkaði Emil í 250 kr en nú varð hann
að greiða fyrir fæði og húsnæði.
Tveimur ámm seinna, 1929, lenti Am-
þór í því ævintýri að Páll Magnússon
framkvæmdastjóri Andrafélagsins hf,
en það gerði út togarann Andra (kola-
kynnt gufuskip), bauð honum vinnu
sem verkstjóri, en Emil kaupmaður
vildi ekki sjá af honum og bauð betur.
Lyktir urðu þær að Amþór réð sig til
Andrafélagsins upp á 400 kr á mánuði,
ásamt fríu fæði og húsnæði sem þótti
gífurlegt kaup á þessum tíma, í miðri
heimskreppunni. Eftir að Amþór hóf
störf hjá Andra tókst honum með betri
skipulagningu og betra verklagi að
stytta afgreiðslutfma togarans (upp-
skipun/útskipun) úr 3 sólarhringum
niður í 1. Hjá Andra starfaði Amþór
þar til félagið var lagt niður og togarinn
seldur í árslok 1931. Eftir að Andrafé-
lagið hætti rekstri var atvinnulíf í kaup-
túninu í lamasessi og var brýnna úrbóta
þörf.
Þá var komið að Amþóri sjálfum að
takast á við athafnamannshlutverkið og
í ársbyrjun 1932 stofnaði hann ásamt 2
mönnum og 25 konum Fiskverkunar-
félagið Hugin, og leigði það ýmist eða
keypti allar eignir sem Andrafélagið
hafði átt á Eskifirði. Huginn starfaði í
til ársins 1939 og keypti á þeim tíma
fisk af skipum annars staðar að af land-
inu m.a. af Alliance í Reykjavík. Fisk-
inum var dreift um kauptúnið til
vinnslu og vann fólk á flestum heimil-
um á Eskifirði að verkuninni. Amþór
var forstjóri, bílstjóri og verkstjóri fé-
lagsins þennan tíma. Þegar félaginu var
slitið var eignunum skipt upp milli
stofnenda í anda sannrar samvinnuhug-
sjónar uns allar eignir vom komnar í
hendur félagsmanna sjálffa.
7. desember 1933 var Pöntunarfélag
Eskfirðinga stofnað og var Amþór Jen-
sen aðalhvatamaður að stofnun þess.
(Kaupfélagið Björk var ekki stofnað
fyrr en ári seinna). Þann 20. desember
var Amþór ráðinn pöntunarstjóri (-
seinna forstjóri) félagsins og gegndi
hann því starfi til ársins 1977, eða í 44
ár. Þegar Amþór lét af starfi forstjóra
Pöntunarfélags Eskfirðinga fyrir aldurs
sakir, var hagur þess mjög góður,
seinna hallaði svo undan fæti í rekstri
þess. Pöntunarfélagið var fjárvana
fyrstu árin og hafði það ekki efni á að
kaupa húsnæði undir starfsemi
sína.Það varð úr að Amþór keypti
„Sundfprshús", sem var miðsvæðis á
Eskifirði, árið 1935 á 3.600 kr og lét
endurbæta það fyrir 7.400 kr sem íbúð-
ar og verslunarhús og hafði Pöntunar-
félagið þar aðalaðsetur sitt til ársins
1959. Undir stjóm Amþórs óx félagið
og dafnaði, en Amþór pantaði nær alla
vöru milliliðalaust frá heildsölum í
Danmörku og Englandi og komu skip-
in beint til Austfjarðahafna þannig að
oft liðu innan við 10 dagar frá því að
skeyti var sent út um pantað magn og
þar til að varan var komin f pakkhús á
Eskifirði. Bein og milliliðalaus verslun
við útlönd lagðist af í heimsstyrjöldinni
síðari og var ekki tekin upp eftir það.
Pöntunarfélagið var stofnandi að
Verslanasambandinu, sem var aftur að-
alstofnandi að Hafskip hf, í þeim til-
gangi að ná fram lægri farmgjöldum.
Pöntunarfélagið var alla tíð ópólitískt
samvinnufélag og gekk ekki í Sam-
band Islenskra samvinnufélaga fyrr en
eflir yfirtöku þess á Kaupfélaginu
Björkárið 1969.
Eftir að Fiskverkunarfélagið Huginn
hætti starfsemi sinni réðst Amþór í að
kaupa fisk til verkunar út í eigin reikn-
ing og leigði í félagi við annan aðstöðu
í Vestmannaeyjum til ársins 1942. Það
sama ár stóð til að selja úr kauptún-
inu Birk-
i SU 519, 48 tonna bát. Amþór
stofnaði nú í félagi við fleiri út-
gerðarfélagið Hólmaborg hf og
keypti það Birki. Fljótlega lét fyrir-
tækið lengja Birki og stækkaði
hann þá upp í 70 tonn. 1946 keypti
Hólmaborg hf samnefrídan 100
tonna bát sem smíðaður var í Sví-
þjóð. Amþór var framkvæmda-
stjóri Hólmaborgar hf. meðan fé-
lagið starfaði, en því var slitið
1955.
Á ámnum milli 1930 og 1940
flutti Amþór inn í félagi við Ingólf
Hallgrímsson, kunningja sinn og
nágranna til fjölda ára, krydd af
öllu tagi í kútum sem þeir vigtuðu
upp úr og pökkuðu í litla bréfþoka.
Seldu þeir vömmar síðan undir
nafninu: „Efnagerðin Sóley.“
Einnig framleiddu þeir gerduft.
Gekk þessi rekstur vel hjá þeim fé-
lögum.
Á árum heimsstyrjaldarinnar
síðari var Amþór Jensen umboðs-
maður fyrir færeysk skip sem
keypu hér á Islandi fisk til útflutn-
ings til Bretlands. Fylgdu þessu þó
nokkur ferðalög um landið og þá með-
al annars fljúgandi sem þá var afar lá-
títt.
1944 gerðist Pöntunarfélagið annar
stærsti hluthafi í Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar sem þá var í byggingu. Pöntun-
arfélagið átti þó enga peninga til að
greiða hlutaféð en Amþór Jensen fékk
þá að láni hjá Eggert Kristjánssyni &
Co. fýrir Pöntunarfélagið án trygginga
gegn því að lofa að fara ekki frá því á
meðan á endurgreiðslutíma lánsins
stæði. Þetta hlutafjárframlag færði
Hraðfrystihúsinu annað jafn stórt, því
ekki gátu Kaupfélagsmenn verið
minni. Amþór var stjómarformaður
H.E. í 16 ár.
1952 var Amþór f.h. Pöntunarfé-
lagsins aðalhvatamaður að stofnun
Austfirðings hf, sameiginlegs útgerð-
arfélags Fáskrúðsfirðinga, Reyðfirð-
inga og Eskfirðinga með heimahöfn á
Eskifirði. Var Amþór fulltrúi P.E. í
stjóm þess. Félagið keypti nýjan einn
af hinum svokölluðu nýsköpunartogur-
um og seinna annan. Þeir hétu Aust-
firðingur SU og Vöttur SU. Afla var
skipt sem jafnast á milli þessara þriggja
byggðarlaga.
Þegar síldin kom aftur upp úr 1960
lét Amþór byggja síldarplan í fjömnni
til hliðar við hús sitt og fjármagnaði
hann bygginguna með lánum gegn
veðum í eignum sínum. Hann rak sölt-
unarstöðina sjálfur aðeins í eitt sumar
en leigði síðan öðrum stöðina upp frá
því. Varð af þessari fjárfestingu mikil
atvinnubót.
Amþór var umboðsmaður Olíu-
verslunar fslands hf (Olís) 1949-1983
og jafnframt umboðsmaður Olíufé-
lagsins hf (Esso) 1969-1983. Hann var
einnig umboðsmaður fyrir Álafoss hf
og Tryggingu hf. á Eskifirði í fjölda
ára.
Amþór hefur gegndi í gegnum tíðina
hinum ýmsustu trúnaðarstörfum fyrir
samfélag sitt og verða nokkur þeirra
nefnd hér: Skólanefndarformaður
1934-1946, sá um sameiningu tveggja
skóla eftir klofning 1933; sóknamefnd-
armaður/formaður í mörg ár; formaður
yfirkjörstjómar í mörg ár; formaður
Byggingarfélags verkamanna 1961;
formaður bygginganefndar og fram-
kvæmdastjóri samkomuhússins Val-
hallar; formaður Jafiiaðarmannafélags
Eskifjarðar í fjölda ára og hreppsnefnd-
armaður í 4 ár
Riddarakross Hinnar íslensku fálka-
orðu hlaut Amþór 17. júní 1979. Þá
hlaut hann nafnbótina heiðursborgari
Eskifjarðar 1986, á 200 ára afrnæli
Eskifjarðarkaupstaðar.
Sjá má á þessu, að ævistarfið var
ærið og ætla mætti að ekki hefði verið
mikill tími aflögu fyrir annað. Svo var
þó ekki, hann var ætíð vakinn og sofinn
yfir velferð fjölskyldu sinnar, allt til
síðasta dags. Þegar haft var orð á því
við Amþór, að hann hefði nú komið
ýmsu í verk um ævina, niinnti hann
einatt á, að það væri nú ekki síst konu
sinni að þakka, sem haldið hefði heim-
ili öll árin og alið önn fyrir bömum
þeirra. Aðaláhugamál Amþórs fyrir
utan athafnalífið og fjölskylduna var
tónlist og hafði hann unun af að hlusta
á kórsöng og sígild verk. Söngmaður
var hann góður og söng hann um
margra ára skeið í karlakómum Glað á
Eskifirði og einnig í kirkjukómum.
Amþór var alltaf ófeintinn við að byrja
á einhverju nýju og síðustu æviárin
keypti hann sér myndavél og tók hann
mikið af myndum af mönnum og at-
burðum, sem hann raðaði í albúm.
Skýrleika sínum og reisn hélt Am-
þór til hinsta dags. Hann var skemmti-
legur maður, með ríkt skopskyn og
hafði gaman af að segja góða sögu.
Einhvem veginn var það svo, að hann
var fremur veitandi en þiggjandi og eft-
irsóknarvert að vera í návist hans. Ég
sakna vinar míns Amþórs sárt, tilvera
hans var samofin tilvem okkar í
Heimatúninu og það skarð sem mynd-
ast við fráfall hans verður ekki fyllt.
Bömin mín eiga eftir að sakna afa og
„molaskálarinnar" hans, en í henni var
alltaf eitthvað munngæti, - ásamt öllu
öðm, sem honum fylgdi og var þeim
og okkur einkar kært. Hann kvaddi
þetta líf með sömu reisn og hann hafði
lifað því, sáttur við Guð og rnenn. Mér
hefur verið dýrmæt reynsla að kynnast
tengdaföður mínum, persónuleika
hans, viðhorfum og lífssýn.
Með Amþóri Jensen er genginn stór-
huga maður með samfélagsleg athafna-
markmið, maður sem fiemur öðm
hafði atvinnusköpun íbyggðarlagi, far-
sæld þess og framgang að leiðarljósi.
Ég þakka Amþóri fyrir gefandi sam-
fylgd og bið honum góðrar heimkomu.
Hjálmar Kjartansson.
Með Amþóri Jensen, heiðursborgara
Eskifjarðar og heiðursfélaga Alþýðu-
flokksins er fallinn í valinn einhver
svipmesti héraðshöfðingi og athafna-
maður Austfirðinga. Hann skilur eftir
sig djúp spor í atvinnusögu Austfirð-
inga og þar með þjóðarinnar allrar.
Hann var maður þeirrar gerðar sem
reyndist best, þegar mest lá við. Hann
ávann sér traust og virðingu samstarfs-
manna af verkum sínum. Það er sjónar-
sviptir að honum.
Ámþór var fæddur í íslendinga-
byggðum í Kanada árið 1906. Foreldr-
ar hans vom Þórunn Markúsdóttir
prests að Staðarfelli í Lóni og Peter
Wilhelm Jensen trésmiður, sem síðar
varð kaupmaður í Reykjafirði á