Alþýðublaðið - 22.01.1993, Page 2

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Page 2
2 Föstudagur 22. janúar 1993 fmiiiiiiiniin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö i lausasölu kr. 90 Góð staða Alþýðuflokksins lVliklar þrengingar steðja nú að íslensku þjóðinni; afli helstu nytja- stofna hefur brugðist, vonir um nýja stóriðju hafa enn ekki ræst, og lægð í efnahag umheimsins hefur líka haft neikvæð áhrif á stöðu þjóð- arbúsins. Við þessu hafa jafnaðarmenn bmgðist af hugrekki. Þeir hafa staðið fastir fyrir, þegar fyrirhyggjulítil stjómarandstaða hefur kallað á aukin úgjöld, meiri lán, meiri eyðslu. Þeir hafa haldið ró sinni, þegar ágjöfin magnaðist, og bent á, að einu raunverulegu úrræðin felast í aðhaldi, spamaði og aukinni vinnslu á þeim verðmætum sem aflast úr hafinu. Trúr þessari stefnu hefur Alþýðuflokkurinn gengið fram fyrir skjöldu í raunverulegu aðhaldi í ríkisbúskapnum. Óvinsæll niðurskurður hefur mætt á ráðuneytum flokksins, og enginn hefur sýnt jafn mikið hug- rekki og heilbrigðisráðherra. Við afar erfiðar aðstæður hefur hann unn- ið jafnt og þétt að því að draga úr sjálfvirkri þenslu heilbrigðiskerfis- ins. Eftir linnulausar árásir og harða gagnrýni verða nú jafnvel hörð- ustu andstæðingar hans að viðurkenna, að Sighvatur Björgvinsson hefur náð meiri árangri í að spara, án þess að draga úr nauðsynlegri þjónustu við borgarana, en nokkur fyrirrennari hans. Dæmið af Sighvati speglar í raun afstöðu Alþýðuflokksins. Flokkur- inn hefur horfst í augu við erfiðleikana, skilgreint þá, og unnið stað- fastlega að þeim lausnum, sem hann telur réttastar. Það hefur ekki allt- af verið auðvelt. En flokkurinn hefur haft kjark til að taka hag þjóðar- innar fram yfir það, sem veiklyndir menn hafa stundum talið hag flokksins. N ú er árangurinn að koma í ljós. Með spamaði og uppskurði í fjár- málum ríkisins er búið að útrýma innbyggðum halla ríkissjóðs í þeim mæli, að væru forsendur efnahags þjóðarinnar með svipuðum hætti og vorið 1991, þá væri ekki halli á fjárlögum, - heldur tekjuafgangur. Þetta þýðir, að þegar rofar aftur til hjá þjóðinni, þá mun rekstur ríkis- ins skila afgangi. Þetta er hins vegar árangur, sem menn gera sér ekki fyllilega grein fyrir; núverandi þrengingar byrgja mönnum sýn í þeim mæli að raun- verulegur árangur stjómarinnar skilst ekki til fullnustu. Sama gildir um atvinnuleysið. í dag er það kringum 5% og hefur aldr- ei verið hærra. Skammsýnir menn kenna þetta ríkisstjóminni, þó stað- reyndin sé auðvitað sú, að hún fær hvorki ráðið aflabrögðum né þróun efnahagsmála í heiminum. Hins vegar er vert að minna á, að fyrir nokkmm mánuðum spáði Alþýðusamband íslands 20% atvinnuleysi, nema ríkisstjómin gripi til aðgerða. Það gerði hún, og atvinnuleyisið er einungis fjórðungur af því sem ASÍ spáði. Þessi árangur fer hins veg- ar hljótt, og ekki að sjá að forysta verkalýðshreyfingarinnar meti hann til margra fiska. I ljósi þeirrar staðfestu sem Alþýðuflokkurinn hefur sýnt kemur ekki á óvart, að skoðanakannanir sýna nú trausta stöðu flokksins. Síðustu tvær kannanir DV gefa jafnaðarmönnum 13% fylgi; en síðustu sex ár hefur flokkurinn aldrei komist svo hátt í könnunum blaðsins. En ein- sog Jón Baldvin Hannibalsson segir á forsíðu Alþýðublaðsins í dag, þá er árangur flokksins í kosningum ævinlega yfir því sem kannanir gefa til kynna. Staða Alþýðuflokksins í dag er því talsvert betri, en um langt skeið. Það er engum vafa undirorpið, að samstaða og einurð forystu flokks- ins í einu erfiðasta máli síðari tíma, samningnum um EES, á mikinn þátt í þessu. Þar skiptir mestu máli frammistaða formannsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hefur staðið af sér persónulegar árásir andstæðinga, og leitt málið gegnum flókna og erfiða samninga á er- lendri gmnd. Góð staða Alþýðuflokksins er því ekki síst stuðningsyfirlýsing við Jón Baldvin Hannibalsson, leiðtoga íslenskra jafnaðarmanna. Ný sorpbrennsla íVestmannaeyjum Eyjamenn framleiða orku úr sorpi Brennslan tekur allt húsasorp nema gler, segir Gunnar Sigurðsson,framkvœmdastjóri brennslunnar, og hefur Vestmannaeyjabœr því tekið upp skilagjald á öllu gleri Vestmannaeyingar hafa nýlega tekiö í notkun sorpbrennslu eða sor- porkustöð sem er eina stöðin sinnar tegundar hér á landi. Hún brennir húsasorpi og er orkan sem við það myndast nýtt til húshitunar. „Hún getur framleitt um eitt megavatt af orku eða sem svarar til upphitunar 200 meðaleinbýlishúsa“, sagði Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri sorpbrcnnslunnar. Stöðin var vígð fyrir viku og var þá liðið ár frá því að samningar við Norsk Hydro voru undirritaðir um að kaupa af þeim sorpbrennsluna. Norðmennimir hafa verið að stilla af stöðina síðustu dagana en munu halda til síns heima um helgina. Brennslan kostaði 135 milljónir króna og vonir standa til að hún borgi sig upp á 14 árum, að sögn Gunnars. Gunnar segir að brennslan taki við öllu venjulegu húsasorpi nema gleri. Þvf haft verið tekið upp skilagjald á allt gler í Eyjum og mun það vera eins- dæmi hér á landi að sveitarfélag geri slíkt. Mengun frá þessari sorpbrennslu er sáralítil en hún skilar ffá sér hvítri vatnsgufu. Þau efni sem falla út við brennsluna eru urðuð en það er aðeins um 3-5% af því sem í ofnana fer, að sögn Gunnars. Þungmálmar fara þó út í loftið en ekki em gerðar kröfur um það í Evrópu að sorpbrennslur af þeirri stærð sem í Eyjum er komi upp slíkum hreinsibún- aði. Slíkur vatnshreinsibúnaður kostar um 40 milljónir króna. Gunnar segir þessa stöð engu að síður byltingu en áður hafi sorpi verið brennt undir ber- um himni eins og enn er gert víða um land. Gunnar segir að sorporkustöð þeirra Eyjamanna hiti vatn upp í 95 gráður og Golfklúbbur Vestmannaeyja varmatapið frá stöðinni í húsin sé innan hrauni í Vestmannaeyjum ef frá er tal- við eina gráðu. Nýja sorporkustöðin er in hraunorkuveitan sem þegar hefur fyrsta mannvirkið sem rís á hinu nýja verið aflögð. Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri hinnar nýju sorpbrennslustöðvar í Eyjum. Völlurinn stækkaður í átján holur „Við erum mjög langt komnir með að klára átján holu golfvöll. Ár- ið 1990 bættust þrjár holur við 9 holu völlinn sem fyrir var og nú bíð- um við þess að hægt verði að byrja að spila á þeim 6 holum sem fram- kvæmdum er að mestu lokið við“, segir Kristján Ólafsson, sem var til skamms tíma formaður Golfklúbbs- ins í Vestmannaeyjum. Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður árið 1938 og er því einn af elstu golfklúbbum landsins með rétt liðlega 200 nieðlimi. Kristján segir að nú sé unnið að því að ljúka við 18 holu golfvöll samkvæmt rammasamningi sem gerður hafi verið við bæjarsjóð. Það hafi þurft í völlinn um 15.000 rúm- metra til uppfyllingar í hraunið. Búið sé að tyrfa allan völlinn, teiga, brautir og flatir, alls um 10.000 fermetra. Þess hafi þó verið gætt að leyfa hraunhólum Kristján Olafsson, golfari úr Eyjum og fyrrverandi formaður goliklúbbsins þar og landslagi að halda sér eins og fram- ast var unnt. Eyjamenn hafa átt marga góða kylf- inga í gegnum tíðina. Einn þeirra, Þor- steinn Hallgrímsson, spilaði með landsliði íslendinga sem sigraði á Norðurlandamótinu í golft í sumar. Hann er með undir 1 í forgjöf og er það besti árangur sem Eyjamaður hefur náð í golfi. Öllu jafna er snjólétt í Eyjum og því hægt að spila þar golf lengri tfma á ár- inu en vfðast hvar annars staðar á land- inu. Kristján minnist í því sambandi golfmóts sem einu sinni var haldið á nýársdag. Völlurinn liggur að sjó við Hamarinn en það var Sigurbjöm Páls- son sem sá um hönnun vallarins og alla útfærslu á honum. Er það mál manna að golfvöllur þeirra Eyjamanna sé einn hinn áhugaverðasti í allri Evrópu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.