Alþýðublaðið - 22.01.1993, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Síða 4
4 Föstudagur 22. janúar 1993 Þegar Vestmannaeyjagos- ið hófst var Arni Gunnars- son, fyrrum alþingismaður, fréttamaður á Ríkisútvarp- inu. Hann fór þegar í stað út í Eyjar og dvaldist þar um langt skeið. Fljótlega bárust honum óskir um að skrifa texta í bók um gosið. Fyrst kom út bók á ensku og síðan á islensku, en báðar þcssar bækur eru nú ófáanlegar, bæði í verslunum og hjá út- gefendum. Alþýðublaðiö óskaði eftir því við Arna og útgefendur að fá að birta kafla úr bókinni. Hér á eftir fer frásögn Árna af aðdrag- anda gossins og fyrstu klukkustundunum eftir að það hófst. Dagurinn fyrir gosið 22. janúar rann upp. Vest- mannaeyingar vöknuðu að vanda snemma þennan mánu- dagsmorgun, nema kannski nokkrir, sem höfðu verið að skemmta sér kvöldið áður. Það var myrkur þennan vetrarmorg- un, er menn gengu til vinnu sinnar, og bömin gripu skóla- töskumar og hröðuðu sér í skól- ann. Húsmæður hófu húsverkin og sumar brugðu sér til grann- kvenna til að fá kafftsopa og spjalla áður en matarundirbún- ingurinn hæfist. - Bátamir vom flestir inni. Veður var slæmt þennan morgun og landlega hjá flotanum. Nokkrir aðkomubát- ar vom í höfn. - Eftir hádegi, eða um klukkan tvö var tilkynnt um bát, sem hafði fengið á sig brotsjó og skemmst talsvert. I Vestmannaeyjum mældist veð- urhæðin tólf vindstig, en slíkt kemur engum á óvart í vind- rassinum uppi á Stórhöfða. Þessi dagur leið, eins og hver annar, við önn og leik. Um kvöldið fór að draga úr veðrinu og þegar menn höfðu borðað kvöldmatinn var komið besta veður. Við höfnina fór garg fuglanna að yftrgnæfa gnauðið í vindinum og undir miðnætti var komið logn. Nokkrir menn þóttust ftnna jarðskjálftakippi um kvöldið. - Upp úr miðnætti færðist næturró yftr bæinn en nokkrir vom á ferli í góða veðr- inu. Ljósum fækkaði í gluggum húsanna, en á einum stað var afmælisveisla og glaðvær hlátrasköll bámst út á götuna. Nokkrir menn voru á vakt á lögreglustöðinni, símstöðinni og loftskeytastöðinni. Klukkan varð eitt og fór svo að nálgast tvö. - Hjálmar Guðnason á loft- skeytastöðinni og kunningi hans fengu sér gönguferð aust- ur í bæinn og nutu þess að heyra sjóinn hjala við ströndina eftir brimbeljandann um dag- inn. - Uppi við Helgafcll voru tveir menn á ferð í bíl, Jón Ósk- arsson lögfræðingur og Jóhann- es Kristinsson á Lóðsinum. Þar skammt frá var annar maður einn í bíl. Þeir sáu ekkert óvenjulegt. Einhverjir fleiri munu hafa verið á ferli þessa nótt, en ekki er vitað til þess, að gosið haft gert nein boð á undan sér, nema hvað nokkrir fundu smávægi- lega jarðskjálftakippi. Yfirleitt var fólk í fastasvefni, nema þeir, sem urðu að vaka, vinnu sinnar vegna. Ekkert gerðist á meginlandinu, sem gat boðið þetta gos. Seinna urðu til sögur þess efnis, að á jarðskjálfta- mælum í landi hefði veri hægt að sjá að eitthvað óvenjulegt væri í nánd, en ekki hefði verið lesið af mælunum. Þessar sögu vom algjörlega úr lausu lofti gripnar, eins og reyndar svo margar sögur, sem urðu til í sambandi við gosið. - Nú förum við að nálgast það augnablik, þegar gosið hefst. Við getum ímyndað okkur Vestmannaeyjakaupstað; göt- umar mannlausar og allan flot- ann bundinn í höfn. Það er logn, götuljósin blika og ljós bátanna lýsa upp flotann. Stöku sinnum heyrist garg í fugli. Við getum varla dregið upp frið- sælli mynd af byggðarlagi, þar sem íbúamir hvflast fyrir átök (Ljósmynd: Gunnar Hannesson. Úr bókínní Eldgos í Eyjum.) JVóttin ógleymaníeea - Kaflar úr bó\ Áma Gunnarssonar fyrrverandi alpingismanns um gosið í Eyjum Hraunelfurin komin aó Kirkjubæjunum; húsí Magnúsar Péturssonar. (Ljósmynd: Sígurgeir Jónasson. Úr bókinni Eldgos í Eyjum.) næsta dags. Klukkan var að verða tvö og enn var allt kyrrt í bænum, en nokkm austan við hann fór jörðin að titra og smásteinar köstuðust upp í loft, rétt eins og þeir væru á þöndu skinni, sem slegið væri laust á. Síðan var eins og yftrborðið bólgnaði upp og þvínæst rifnaði það rétt eins og þegar bcittum hnífi er brugð- ið á húð og blóðið sprettur fram. En í stað blóðs kom upp eldur og eimyrja. Hver sá gosið fyrst- ur og klukkan hvað hófst það? Um þetta ber mönnum ekki sman en flestir segja, að klukk- una hafi vantað ftmm mínútur í tvö. Á örfáum mínútum opnað- ist um eins og hálfs kílómetra löng sprunga, sem liggur frá norð-norð-austri til suð-suð- vesturs. Ur henni byrjaði þegar að renna hraun og hún spúði glóandi gjalli hátt í loft upp. Á spmngunni vom tugir af gíg- augum, sem mynduðu sam- felldan eldvegg austan við bæ- inn. Norð - norð - austurendi spmngunnar náði niður að sjó og var eldurinn þar mjög nálægt austustu húsunum í bænum, þ.e. Kirkjubæjarhúsunum. Síð- an lá sprungan til suð-suð-aust- urs fyrir austan Helgafell þvert yftr austasta hluta eyjarinnar og í sjó. Svo byrjaði að gjósa Það má fullyrða, að það haft ekki verið margir sem sáu gosið alveg í byrjun, langflestir vom sofnaðir. Hjálmar Guðnason og félagi hans, sem höfðu fengið sér göngu austur í bæinn, munu hafa verið með þeim fyrstu sem sáu eldinn. Þeir staðnæmdust smástund og horfðu agndofa á það sem fyrir augu bar. í fyrstu héldu þeir að kviknað hefði í austustu húsunum í bænum, en þegar þeir höfðu áttað sig á því hvað þama var að gerast, snem þeir við og hlupu heim til að vekja konur sínar og böm. Hið sama gerðu mennimir sem voru á ferð upp við Helagfell. Á ein- um stað í bænum varð manni litið út um gluggann, og sá hann þá mikinn eldbjarma bera við himin. Hann sá fljótlega að byrjað var að gjósa í bænum. Hann vakti konu og böm, þau flýttu sér að klæða sig, hann stakk á sig nokkurri penin- gaupphæð, sem hann átti heima, og síðan hröðuðu þau sér niður að höfn. Margar sögur heyrði ég í Vestmannaeyjum um það hvemig mönnum varð við þeg- ar þeir sáu eldinn. Einn maður hljóp fram úr rúminu, sagði konunni að klæða bamið, fór fram í ísskáp og sótti þangað ostbita og kjötlæri, og með það undir hendinni og konuna og bamið við hlið sér gekk hann út á götuna. Einn fullorðinn maður tók þessu með heimspekilegri ró, fór fram á salemi til að kasta af sér vatni, og vakti svo fólkið í húsinu. Viðbrögðin vom marg- vísleg. Sumir byrjuðu á því að hringja til ættingja og vina í Reykjavík til að segja þeim hvemig komið væri. Eina sögu heyrði ég um mann sem hringdi í bróður sinn, og sagði honum að byrjað væri að gjósa í bæn- um. Bróðirinn í Reykjavík vildi ekki trúa honum og fullyrti að hann hefði fengið sér einum of mikið í staupinu. Nokkrum sekúndum eftir að gosið hófst byrjaði sfminn á lögreglustöðinni og hjá slökkvi- liðinu að hringja. Menn hlupu á milli húsa lil að tilkynna þeim sem sofandi vom hvemig kom- ið væri. Síðan var bmnalúður- inn settur í gang og lögreglubíl- ar og slökkvibílar óku um bæ- inn með veinandi sírenur til að vekja þá, sem ekki voru þegar vaknaðir. Þeir sem stigu fram úr rúmunum vissu ekki í fyrstu til hvers þeir hefðu verið vaktir. Sumir héldu að kviknað hefði í húsum þeirra eða eitthvert al- varlegt slys hefði orðið. En hljóðið frá gt'gnum sagði þeim sannleikann. I höfninni lágu nær allir heimabátamir, 70 að tölu, og

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.