Alþýðublaðið - 22.01.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Side 5
Föstudagur 22. janúar 1993 5 einnig voru þar margir aðkomubátar. Loftskeytastöðin hafði kallað út hið al- þjóðlega neyðarkall „May-day" og til- kynnt að byrjað væri að gjósa í bænum. Bátar, sem voru að veiðum í nágrenni eyjanna, hættu þegar og héldu þangað. Nú fóru fleiri og fleiri að koma út úr húsunum. Fréttin barst með ógnar- hraða um bæinn, en allir virtust taka henni með furðumikilli rósemi. Flestir reyndu að taka með sér það nauðsyn- legasta, eins og sængurfót og eitthvað af fatnaði. Bömin voru klædd í hlý föt og síðan var gengið út í óvissuna. Smátt og smátt fjölgaði fólki á götun- um og straumurinn lá niður að höfn, en reynt hafði verið að koma þeim fyrir- mælum til fólksins að leita þangað, enda augljós undankomuleið. Margir fóru á bílum sínurn og skildu þá eftir niður við höfn. - Fyrst byrjuðu karl- mennimir að koma konum, bömum og öldruðu fólki um borð í bátana og þeg- ar þeir fylitst lögðu þeir af stað út úr höfninni í átt til lands. Það leið ótrúlega skammur tími frá því að gosið byrjaði og þar til fyrsti báturinn lagði af stað. Margir bátanna vom mjög hlaðnir, en það kom ekki að sök, þar eða veður var mjög gott. Flestir reyndu að ganga frá húsum sínum að einhverju leyti, slökkva ljós og á miðstöð og læsa. Þó varð mörgum það á að gleyma jafnvel útidyrunum opnum. Svo varð að hugsa fyrir þeim sem ekki höfðu fótavist; sjúklingum og gamalmennum. Reynt var að klæða sem flesta í skjólgóðan fatnað, en þeir sem ekki höfðu fótavist urðu að bíða eftir flugvélum. Gosið færðist í aukana á fyrstu mín- útunum og náði fljótlega hámarki. Bæjarstjómarmenn komu saman á skrifstofu bæjarstjómar og reyndu að átta sig á þeim ósköpum sem höfðu dunið yfir, en að taka afgerandi ákvörðun við slíkar aðstæður var ekki í mannlegu valdi. Það eina sem þeir gátu ákveðið var að flytja alla frá eyjunum. Enginn vissi hvert framhaldið yrði. Haft var samband við ráðamenn í Reykjavík og reynt að koma á skipu- lagi við björgun fólksins en í raun og vem skipulagði fólkið sjálft björgun- ina, því það gerði aðeins það er eðlilegt gat talist við þessar kringumstæður. Enginn heyrðist heimta að fá að fara með fyrsta bátnum, allir hjálpuðust að, og smátt og smátt fækkaði þeim sem við höfnina stóðu. Þar voru 40 eidsúlur Síminn á náttborðinu mínu hringdi kl. rúmlega tvö. Mikael Magnússon, sem þá sá um fréttir á ensku hjá Ríkis- útvarpinu, sagði mér að það væri byrj- að að gjósa í Eyjum. Fyrir mér fór eins og mörgum öðmm; ég varð að láta hann segja mér fréttina tvisvar. Hann er kvæntur konu ffá Vestmannaeyjum og foreldrar hennar höfðu hringt. Ég hringdi þegar í alla þá sem ég náði í hjá útvarpinu en Mikael ætlaði að útvega flugvél. Síðan greip ég þær pjönkur sem ég venjulega hef tilbúnar til að geta farið í skyndi og ók niður í útvarp. Þar tók ég með mér tæknimann og við héldum út á flugvöll. Við vomm svo heppnir að fá Bjöm Pálsson með okkur til Éyja, en betri mann gat ég ekki hugsað mér í slíka ferð. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur var einnig með í fórinni. Fljótlega eftir að við komum austur yftr Hellisheiði sáum við eldana. Það var rétt eins og Heimaey stæði öll í björtu báli, og í fyrstu datt okkur ekki annað í hug en að margir hefðu farist. Er við nálguðumst eyjamar blasti við okkur sjón, sem seint mun úr minni líða. Við greindum eldstólpana sem stóðu látlaust upp úr sprungunni og töldum yftr 40 eldsúlur. Úr fjarlægð virtist hluti af hrauninu koma úrHelga- felli, en fellið bar við eldvegginn eins og svört keila og fyrir neðan eldhafið kúrði bærinn. Allt var þetta mjög óraunverulegt og ótrúlegt. Ljós vom í gluggum húsa og götuljósin blikkuðu. Niðri við höfnina mátti sjá talsverða hreyfingu og fjöldi báta var á leið til lands. Þegar við komum að Heimaeyju sáum við að spmngan lá fyrir austan bæinn og það þótti Sigurði Þórarins- syni nokkur huggun. Hann, eins og fleiri, hafði jafnvel óttast að það væri Helgafell, sem væri nú byrjað á nýjan leik eftir langa hvfld. Ein llugvél var lent á flugvellinum, en þegar Bjöm óskaði eftir lendingarleyfi, bámst þau skilaboð, sakir einhvers misskilning, að stórir gjallmolar hefðu fallið á braut- arendann sem næstur var sprungunni. Við fómm tvo eða þrjá hringi unthverf- is Heimaey og sáum lögreglu- og sjúkrabíla með blikkandi rauð Ijós í stöðugum flutningum frá sjúkrahúsinu og upp á flugvöll og nú fóm fleiri flug- vélar að nálgast eyjamar. Við ákváðum að fara aftur til Reykjavíkur og gera grein lyrir því sem fyrir augu hafði bor- ið. Þegar að því loknu héldum við aftur til Eyja. Það hafði tekið nokkum tíma fyrir útvarpsmenn að fá úr þvf skorið, hvemig hafa skyldi útvarpssendingum þessa nótt. Fljótlega var þó byrjað að segja frá gosinu, en langflestir Islend- inga vissu ekkert um það fyrr en þeir hlustuðu á morgunfréttir næsta dag. Þegar ég kom til Eyja á ný þessa nótt vom öll hjól farin að snúast. Flugum- ferðarstjóramir í Eyjum höfðu farið í litla flugtuminn við flugvöllinn strax eftir að gosið hófst og unnu þeir mikið þrekvirki við erfiðar aðstæður við að stjóma allri þeirri flugumferð, sem byrjaði af fullum krafti um klukku- stund eftir að gosið hófst. Farþegaflug- vélar frá Flugfélagi Islands vom sendar til að sækja sjúklinga og gamalmenni og þyrlur og flutningavélar frá Vamar- liðinu á Keflavíkurfiugvelli tóku þátt í björgunarstarfinu. Raunar má segja að hver einansta fiugvél í fiughæfu ástan- di hafi verið á ferð milli lands og Eyja þessa nótt og næsta dag. Allir vildu leggja eitthvað af mörkum við björg- unarstörfin og það var hvorki spurt um lengd vinnudags né peninga. Ég held að sjaldan hafi íslenska þjóðin sýnt eins mikinn samhug og í vilja sínum til þess að aðstoða Vestmannaeyinga. Slíkur atburður hlýtur að vekja menn til umhugsunar umnauðsyn þess, að lít- il þjóð, sem hefur orðið að berjast harð- ari baráttu fyrir lífi sínu, þurfti að standa saman sem einn maður. Oft hef- ur látið nærri að þessi þjóð okkar hafi orðið að gefast endanlega upp í landi sínu, þegar eldgos hafa valdið ómæld- um hörmungum, eignatjóni og dauða og lagt í auðn blómlegar byggðir, eytt gróðri og breytt grænum engjum í ör- foka sand. Henni hefur tekist að þrauka. - En snúum til Heimaeyjar á ný. Þegar við komum þangað í seinna skiptið um nóttina var aðkoman slík að engum mun gleymast. Á fiugvellinum beið talsvert af fólki eftir fari til lands. Flug- vélar biðu á vellinum með hreyflana í gangi og hófu sig þegar á loft er þær voru orðnar fullar. Gömul kona, sem fæddist í Vestmannaeyjum, fór nú sína fyrstu ferð þaðan og hún hefur vafa- laust velt því fyrir sér, hvort hún myndi nokkm sinni koma þangað aftur. En hún sagði ekkert, þakkaði björgunar- mönnunum flutninginn og hvarf inn í vélina. Þegar við ókum niður í bæ var að- eins farið að birta af degi. Rauðum bjarma sló á húsgaflana og gosdrun- umar bergmáluðu í Heimakletti. Að- eins stöku maður var á ferli, flestir voru að huga að eigum sínum og undirbúa brottflutning búslóðar sinnar. Kraftur- inn í gosinu var mikill og við og við fór skjálfti um bæinn, rétt eins og hann væri að reyna að hrista af sér þennan ófögnuð. Gjallið barst til hafs íyrir norðvestlægum vindi, en örlítið hafði fallið á götur og tún austast í bænum. Ég fór niður á bæjarstjómarskrifstofur og þar sátu flestir bæjarstjómarmanna og hugleiddu hvað gera skyldi. Þeir ræddu um að senda alla í land, undan- tekningarlaust, og bíða í nokkra daga til að sjá hvaða stefhu gosið tæki. Það var einnig rætt um það að byrja strax að tæma hús og verksmiðjur og hafa fjöl- mennar björgunarsveitir í Eyjum. Það hvfidi mikil ábyrgð á þessum mönnum Horft um öxl • Jnjár myndir Ámi Gunnarsson sl\rifar Vestmannaeyjagosið fyrir rétt- um 20 árum var einhver mesti at- burður Islandssögunnar. Ahrifin voru margvísleg og þeirra gœtir enn. Líf lítillar þjóðar fór gjörsam- lega úr skorðum og sjaldséðar myndir mannlegra samskipta birt- ust með skjótum hœtti. Sumar þeirra hafa greypst í minninguna en aðrar eru horfnar. - Skýrustu myndirnar eru þessar: Ekki á minni œvi höfðu Islend- ingar verið minntir með jafn af- drifaríkum hœtti á mátt óbeislaðra náttúruafia. Bráðið grjót og gjós- ka spýttist upp úr jörðinni við hús- gafia þúsunda manna. Það hefðu ekki allirþuift að binda um sárin sín efjörðin hefði opnast nokkur hundruð metrum vestar. Svo skammt getur verið á milli lífs og dauða. Þjóðin fann fyrir öryggis- leysi og gerði sér greinfyrir van- mœtti sínum gagnvart náttúruöfl- unum. Maðurinn varð smár íþess- um ójafna leik. Gorgeir, hroki og oftrú á mannlega getu fékk á bauk- inn. Hógvœrð og virðing urðu áberandi eðlisþœttir. En maðurinn gafst ekki upp. Hann þraukaði, eins og þjóðin hefur gert í árhundruð í harðbýlu landi. Sú mynd er einna skýrust, sem lýsir hœfileika mannsins til að aðlagast nýjum og breyttum að- stœðum. Gagnvart ofureflinu neit- aði hann að játa sig sigraðan. Þrjóskur og þegjandi hófhann vornina. Jarðýtur, sem voru aumkun- arverðar vegna smœðar í tröllslegu umhverfi, byrjuðu aðýta upp varn- argörð- um. Og það var jafnvel reynt að kœla rauðglóandi hraunelfur. Otrúlegur árangur náðist; seiglan og þrekið tókst á við jötunaflið, sem nokkuð lét undan. Brauð var bakað í hrauninu og varminn nýtt- ur í hitaveitu. Þessi undarlegi homo sapiens kunni að snúa snœldunni sinni. Ahrifaríkasta myndin er hins vegar af lítill þjóð, sem sameinað- ist öll á ögurstund, stóð saman sem ein heild og lét engan bilbug á sér finna. A skammri stund gerði hún sér greinfyrir því, að án sam- stöðunnar fengi hún ekki lifað afí þessu harðbýla landi. Engin upp- gjöfog ekkert vonleysi, aðeins rík tilfinning fyrir því að engan mann mœtti missa, alltyrði að leggja í sölurnar svo tiyggja mœtti framtíð þess samfélags, sem ógnað hafði verið. - Islenska þjóðin þarf nú einskis fi'ekar en að endurlifa þessa samstöðu. - (Ljósmynd: Bragi Guómundsson. Ur bókínni Eldgos í Eyjurn og hver ákvörðun þeirra gat haft af- drifaríkar afleiðingar. Inn í þessar um- ræður blönduðust einnig sjónarmið þeirra manna er áttu milljónaeigur í Eyjum og vildu engu tapa. Með því að hafa björgunarsveitir voru þessir menn í raun og vem að hætta lífi tuga ef ekki hundruða manna, en með því að senda alla í land var skrifað undir uppgjöf, og slíkt var þeim fjarri skapi. Éinhvem veginn æxlaðist það svo, að þeir sem vildu vera, fengu að vera. Hættan virt- ist ekki mikil í bili, vindáttin var hag- stæð, eignir vom ekki í verulegri hættu og einhvem veginn fannst mér þetta þróast svo að hver maður ákvað með sjálfum sér að þrauka. Að ganga um götur bæjarins þessa fyrstu nótt var um margt líkt martröð. Þeir fáu menn sem eftir voru í bænum stóðu ráðþrota frammi fyrir þeim ógn- aröflum sem vom við bæjardymar og hótuðu þeim öllu illu. í sumum' hús- anna, sem höfðu verið yfirgefin, voru ljós í hverjum glugga og jafnvel úti- dymar voru opnar. Margir höfðu gleymt húsdýram sínum. Einn og einn köttur mjálmaði við dyr mannlauss húss og hundar hlupu til manna sem þeir sáu á ferli. Sumir höfðu hleypt kindum og hestum út áður en þeir fóm. Dýrin stóðu hreyfingarlaus og horfðu á eldinn.Jafnvel fuglamir urðu fyrir áhrifum. Þeir flugu á brott í fyrstu, fóru lengra inn á eyjuna og garg þeirra hljóðnaði. Þegar þeir vöndust hávaðan- um snem þeir við og flögmðu yfir höfnina í leit að æti. Það var einhver dulúð yfir þessu öllu, blær sem enginn getur skynjað eða skilið, nema sá sem þama var. Við útvarpsmennimir héld- um mikið til á símstöðinni og sendum okkar fféttir eins oft og tök vom á. Al- veg ffá byrjun sættum við gagnrýni fyrir fréttaflutninginn, en þó ekki frá mörgum. Sumir vildu láta okkur gera sem mest úr því sem í Heimaey var að gerast svo allir hypjuðu sig í land, en aðrir vildu láta draga úr fréttunum til að fá fólkið aftur svo það gæti unnið að björgunarstörfum. Þetta gekk svo langt að til harðra orðahnippinga kom milli mín og tveggja manna, en það er nú löngu gleymt og grafið. Þegar birta tók af degi í Heimaey 23. janúar var eins og gosið minnkaði. Eld- urinn varð ekki eins ægilegur, þegar myrkrið var ekki til að auka á áhrifa- mátt hans. Fljótlega varð vemleg breyting á gosinu. Gígaugun suð-vest- ur af Helgafelli hættu að spúa eldi og afl þeirra sameinaðist í færri gígum norð-austur af fellinu eða upp af aust- ustu byggðinni í bænum. Þama vom gígamir stöðugt að breytast. Einn opn- aðist með miklum krafti og annar hvarf undir hraunflóðið. Þannig gekk það fyrir hádegi. stundum vom fjórir til fimm gígar virkir en aðra stundina ekki nema tveir til þrír. Mikið hraun hafði þegar mnnið um nóttina, en það fór allt til sjávar. Nú var hópur jarðfræinga kominn til Eyja og þeir vom byrjaðir rannsóknir sínar. Reynt var að mæla hitann í hrauninu og reyndist hann vera yfir 1000 stig. Hraunið var þó ekki mjög þunnfljótandi, en það seig áfram hægt og stöðugt. Heimaey hafði þegar stækkað talsvert. Á hryggnum hafði glaðist upp mikið af gosefnum, og þar sem áður hafði sést til sjávar, lokaði hraun og gjall útsýni. Breytingamar á gosstöðvunum vom mjög örar og þar var erfitt að átta sig á kennileitum. Við héldum okkur að mestu við gosstöðv- amar hjá Kirkjubæjunum, en þar var mest um að vera. Stundum náðum við ekki að komast niður á símstöð til að senda fréttimar og fengum þá að hlaupa í síma í húsum sem menn vom að yfirgefa og hringja þaðan. Það var skrýtin tilfinning að sitja inni í stofu í nýju húsi, sem hafði verið tæmt af hús- gögnum, og geta hringt til Reykjavíkur á sama tíma og hægt var að sjá eldinn við húshliðina og finna húsið nötra og skjálfa undan goskraftinum. Þegar líða tók á fyrsta gosdaginn opnaðist skyndi- lega stór og öflugur gígur rétt ofan við Kirkjubæina og þaðan byrjaði hraun að renna í áttina að húsunum. Um svipað leyti kviknaði í fyrsta húsinu. Stór gjallsletta féll á þak hússins og það varð alelda á svipstundu. Þetta var hús PéturGuðjónssonar. Hann og ættingjar hans bjuggu í sex húsum á þessu svæði. Þessi hús og fleiri urðu fljótlega eldinum að bráð, rétt eins og hús Þor- bjöms Guðjónssonar í Kirkjubæ, sem þar hafði búið í 50 ár. Hann sá fyrst tún sín hverfa undir gjall og hraun, sfðan varð hann að fella allar kýr og svo fór húsið. Þetta er eitt dæmið af mörgum svipuðum sem hægt væri að greina frá. - Og það hélt áfram að gjósa.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.