Alþýðublaðið - 22.01.1993, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Qupperneq 9
Föstudagur 22. janúar 1993 9 segir Magnús H. Magnússon, sem var bœjar* stjóri í Eyjum á hinum örlaga rí1{u tímum „Ég er fæddur og uppalinn í Eyjum til átta ára aldurs en þá fór ég upp á land. Ég flutti ekki aftur til Eyja fyrr en ég var orðinn 33 ára og hef verið þar allar götur síðan þar til nú allra seinustu ár- in.“ Hvenœr hófust afskipti þín af ípólitíkinni í Eyjum? „Ég var fyrst kosinn í bæjar- stjóm Vestmannaeyja árið 1962 og bæjarfulltrúi þar til ársins 1982. Ég var bæjarstjóri í Eyjum fráárinu 1966 til 1975. Ég hætti síðan sem bæjarstjóri um mitt ár 1975. I fyrstu bæjar- stjómarkosningunum eftir gosið, „Ég kom seint heim um kvöld- ið en ég hafði verið að spila golf. Þá fór ég að hlusta á 9. sinfóníu Beethovens, eins og ég gerði oft þegar ég var þreyttur, og var að hlusta fram tii hálftvö. A meðan taldi ég 16 jarðskjálftakippi á þremur stundarfjórðungum eða svo. En ég var aíveg sannfærður að það væri vegna Kötlu. Það vom allir að tala um að hún ætti von á sér þá og þegar. Ég hélt því að skjálftamir kæmu frá henni. Ég fór síðan að sofa um hálf- tvö um nóttina. Stuttu síðar hringdi í mig kona bæjartækni- fræðingsins eða um það bil 10 „Það er alveg hundrað prósent öruggt að það var 1\œlingin sem bjargaði höfninni“ segir Magnús H. Magnússon, fyrrverandi bœjar- stjóri í Vestmannaeyjum m.a. í viðtali við Alþýðubtaðið í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að frosið á Heimaey hófst. Hann segir jafnframt að hann hafi atltaf verið á því eða þpmist mjÖQ fljótlega á þá sþpðun að Eyjan fœri el&í til fjandans. „Það var svo margt sem sýndi það, að œðri máttarvöld astluðu sér eþj{i að teggja Eyjuna í eyði,“ segir Magnús sem þá var btejarstjóri í Eyjum en hann átti síðar eftír að verða þingmaður og ráðherra. í dag vinnur hann fyrir Samtöt^ atdraðra. Hann var fyrst spurður hvort hann vœri borinn og bamfœddur í Eyjum. árið 1974, þá fengum við í Al- þýðuflokknum það mikið fylgi eða þrjá menn í bæjarstjóm að samstarfsflokkar okkar, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag, vildu ekki halda þessu óbreyttu áfram. Þeir féllust þó á að ég yrði áfram bæjarstjóri í hálft kjörtímabil. Það varð síðan Páll Zophoníasson sem tók við af mér sem bæjarstjóri á miðju kjör- tímabilinu." Þegar þú lítur til baka til gos- ins 1973 hvaö stendur þá helst upp úr? „Það sem stendur hæst í mín- um huga er það hversu fljótt við fengum hluttekningu og loforð um hjálp víða að úr heiminum og m.a. alla leið frá Kína og Suður- Afríku. Við fengum loforð um margvíslega hjálp og það var mikið um símhringingar strax fyrstu nóttina. Síðan kom mikið af sjálfboðaliðum allstaðar að úr heiminum og svo má ekki gley- ma því að við fengum gríðarlega mikinn stuðning frá íslenska rík- inu og Alþingi í gegnum lögin um Viðlagasjóð. Fjöldi manns vann við að bjarga því sem bjarg- að var og fjöldi Islendinga lagði þar hönd á plóginn. Fyrir það er afar þakklátur." Nú varst þú í Eyjum þegar gosið hófst. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? mínútum fyrir tvö og sagði mér að líta í austur. „Það væri eld- glæringar að sjá í austur“, sagði hún. Eg var þá enn sannfærður um að þetta væri Katla og það væri farið að sjást til hennar. Ég leit nú samt út og sá þá að eld- glæringamar voru ekki nema um það bil 400 metra frá húsinu svo ekki gat verið um Kötlu að ræða. Ég hitti síðan bæjartæknifræð- inginn, Pál Zophoníasson, og við fómm að skoða aðstæður beggja vegna frá að gosinu. Skömmu eftir það kallaði ég saman bæjar- ráðsfund þá strax um nóttina. Þar var ákveðið að gera allt sem ger- legt var til að byrja á því að bjar- ga fólkinu og í öðru lagi að bjar- ga verðmætum, bæði fólks og fyrirtækja. Að þessu var unnið næstu dagana og vikumar. Fljótlega kom hugmynd frá Þorbimi Sigurgeirssyni prófessor um að kæla hraunið með því að sprauta á það vatni og nota til þess slökkvibflana. Það skyldi freista þess að mynda láta hraun- ið storkna og mynda þannig harðan kant til stöðva hraunrenn- sið í átt til bæjarins og hafnarinn- ar. Ég hafði nú ekki allt of mikla trú á þessu í fyrstu, og kannski fæstir, en samt samþykkti ég strax að senda slökkvibflana í þetta. Það sýndi sig fljótlega eða eft- ir nokkra klukkutíma að hraunið streymdi fram hjá slökkvibílun- um og það myndaðist geil í hraunrennslið þar sem þeir dældu köldu vatninu á hraunið. Þar nteð var alveg ljóst að þetta hafði mikil áhrif. Eftir það var reynt að fá sem flestar dælur ofan af landi og einnig var sanddælu- skipið fengið. Við sáum hins vegar fljótt að þær dælur sem við höfðum til taks dygðu ekki til að halda aftur af hraunstrauminum og prófessorar fóm að reikna út hversu mikið við þurftum af vatni til að halda aftur af rennsl- inu. Það var niður- staðan að það þyrfti að fá dælu sem gæti dælt um 1.000 lítrum á sekúndu til þess að dælinginn bæri árangur. Þá fór- um við í að leita að dælum sem við gætum fengið einhvers staðar frá. Við leituðum á Norðurlöndun- um og um alla Evrópu en ekkert var til þar. Þá var leitað til Banda- rtkjanna og þeir áttu nóg af dælum en þær vom að vísu dreifðar um Bandaríkin og höfðu verið smíð- aðar til að kæla kjarnorkuver. Mig minnir að það hafí verið alls 32 dælur sem við fengum frá þeim. Eins fengum við háþrýstidælu til að lyfta vatninu upp til að ná upp þrýstingi. Við náðum að lyfta vatninu upp í 200 metra hæð. Það gaf góðan þrýst- ing. Þetta stöðvaði fljótlega allt hraunrennsli til hafnarinnar en við misstum hraunstrauma til bæjarins í fyrstu þar sem við lögðunt höfuðáhersluna á að verja höfnina og innsiglinguna. Að lokum stöðvaðist allt rennsli til bæjarins og hraunið rann allt til austurs. Þorbjöm Sigurgeirsson kom til mín eitt kvöldið og sagði að nú væri það þannig að kælingin gengi vel og það hlæðist upp kantur en það flæddi það mikið af hrauni innan við kantinn að það hlyti að brjótast einhvers staðar út. Þá spurði hann mig hvort að það ætti að leggja áher- slu á að verja höfnina eða mið- bæinn. Ég svaraði því strax til að við ættum að nota allan okkar kraft til að verja höfnina því Eyj- amar yrðu óbyggilegar ef höfnin færi. Hann var sammála því en það var enginn tími til að kalla saman bæjarráðið enda vom margir bæjarráðsmannanna komnir til Reykjavíkur. Það leid- di hins vegar til þess að við misstum um 70 hús í bænum undir hraun þegar kanturinn gaf sig, þar með rafstöðina og sund- laugina og fleiri slíkar byggingar. En höfninni varð bjargað.“ Nokkrar efasemdir voru um hvort byggð myndi halda áfram að vera í Eyjum eftir gos. Voru einhvern tíma slíkar efasemdir í þínum liuga? „Ég var alltaf á því, eða komst mjög fljótlega á þá skoðun, að Eyjan færi nú ekki til fjandans. Það var svo margt sem sýndi það, að æðri máttarvöld ætluðu sér ekki að leggja Eyjuna í eyði. T.d. var alla fyrstu vikuna vestanátt og vikurinn fór allur til hafs. Um þetta leyti árs er um það bil í 80% tilvika stíf austanátt. Hefði það verið eins og vant er þá hefði bærinn farið í kaf. Það var ýmis- legt svona sem sýndi það að ekki var ætlun skaparans að við hyrf- um alveg. Vísindamenn fylgdust mjög grannt með framgangi gosins og þegar þeir sýndu frarn á að það væri farið að draga úr gosinu þá fómm við í fullan gang við það að hreinsa bæinn. Við fengum feikimikið al' vélum og verkfær- um og þá sýndi það sig strax að fólkið vildi koma aftur til Eyja. Það vom aðallega bömin sem vildu koma aftur og þau drógu foreldrana með sér.“ Hvað voru margir íbúarfyrir gos og eftir? „Það voru 5.303 íbúar í Eyjum fyrir gos og þeim snarfækkaði eftir gosið en þeir ern núna orðn- ir tæplega 5.000. íbúum Vest- ntannaeyja hafði fjölgað um 50- 60 manns á ári svo væntanlega hefðu íbúamir verið orðnir miklu fleiri í dag ef gosið hefði ekki komiö til. Allt það sem við gerð- um eftir gos í skipulagi bæjarins, bygging stofnana og annað var miðað við áð íbúafjöldinn færi upp í 6.000-7.000.“ Hraunhitaveita ykkar vakti mikla atliygli. „Já, það er rétt. Það var Sveinbjöm heitinn í Ofnasmiðj- unni sem kom fyrstur með þá hugmynd og gerði fyrstu tilraun- imar. Þegar í ljós kom að þær lof- uðu nokkuð góðu, þá kom Há- skólinn inn í dæmið. I fyrstu vom notuð efni sem tærðust mjög fljótt í hrauninu en síðar fundust efni sem stóðust það vel og það lofaði góðu. Þannig var hraunið notað í allmörg ár sem aðalorku- gjafi til húshitunar í Eyjum. En hraunið kólnaði smám saman og svo kom að það var ekki lengur hagkvæmt að nota það sem hitagjafa. Við fómm því að nota ótrygga raforku sem okk- ur bauðst á góðu verði en heimilt var að loka fyrir ef skotlur væri á raforku. Nú hefur verið tekin í notkun sorpveita í Eyjum eins og kunn- ugt er sem gefur af sér talsverða orku.“ Hefur bœrinn ekki haft tals- verðar tekjur af ferðamönnum sem hafa komið til Eyja til að skoða verksummerki gosins? „Við fengum vissulega ferða- menn í kjölfarið af gosinu en yf- irleitt komu þeir og fóm sama daginn. Að vísu komu þar Þjóð- verjar sem dvöldu lengur, m.a. við það að skoða fugla. Einhverj- um tekjum fyrir Eyjamar hefur þetta þó skilað en þó minna en ætla mætti. Það hefur hins vegar verið ánægjulegt að fylgjast með því hversu vel uppbyggingin í Eyjum hefur tekist“, sagði Magnús H. Magnússon, fyrrver- andi bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.