Alþýðublaðið - 22.01.1993, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Qupperneq 10
10 Föstudagur 22. janúar 1993 Vitjum btóm í haga í stað vikursanða - segtr Guðmundur Þ. B. Ótafsson, bœjarfulltrúi í Vestmanna* „í samfélagi eins og við höfum hér í Vestmannaeyjum þá er það okkar styrkur að standa saman. Pótt okkur greini á um hvaða leiðir skuli fara í pólitíkinni hefur það verið styrkur okkar að þegar á reynir þá snúum við bökum saman og ég efa ekki að allir hér eiga það sama markmið, að gera Vestmannaeyjar betri bæ með blóm í haga“, sagði Guðmundur Þ. B. Olafsson, oddviti Alþýðuflokksins og bæjarfulltrúi, í viðtali við Alþýðu- blaðið. I’etta með blómin í haganum eru orð að sönnu því nú stendur yíir mikið átak í Eyjum við að græða upp vikursvæðin sem gosið skyldi eftir sig. Við spurðum hver staða bæjarins væri nú 20 árum eftir gos- iö. eyjum, en nú stendur yfir mi1\ið upp* grœðsluátalt tií að Hefta vi\Qirfo\ „Á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá gosinu héma í Eyjum hefur að sjálf- sögðu margt gerst. Okkar bæjarfélag hefur farið í gegnum reynslu sem ekk- ert annað bæjarfélag hefur gengið í gegnum, þ.e.a.s. að hafa þurft að bygg- ja sig alveg upp að nýju eftir náttúru- hamfarirog ná ibúum sínum, sem fiutt- ir voru á brott, aftur til baka. Okkur hefur að vísu ekki enn tekist að ná þeirri íbúatölu sem var hér fyrir gos sem var þá 5.300 en nú erum við tæplega 5.000. Fljótlega eftirgos fluttu hingað aftur um 3.500 manns og það má segja að um 1.500 manns hafi ekki skilað sér en það hafa aðrir nýir komið í staðinn sem hafa sest hér að og reynst bæjarfélaginu mjög vel. Bærinn missti undir hraun fjölda- margar af stofnunum sínum í gosinu, þ.á.m. rafveitu Vestmannaeyja sem var einstök í sinni röð hvað varðaði vélar- gæði og varaafl. Það hefur verið mikið átak að byggja allt þetta upp aftur og þýddi það að sveitarfélagið þurfti að setja sig í miklar skuldbindingar til að koma þessum stofnunum öllum á lagg- imar aftur. Það er margt sem hefur verið fram- kvæmt hér á þessum tuttugu árum. T.d. var reist hér nýtt íþróttahús á árum 1975 og 76 með sundlaug og öllum græjum. Þá vorum við með einstæða orkuvirkjun í hrauninu þar til fyrir um þremur árum en hún kynnti bæinn f mörg ár. Það var f fyrsta skipti sem slík hefur verið gert í heiminum. Það hafa orðið gríðarleg umskipti í þessu bæjarfélagi frá því í gosinu og hann lítur nú allt öðruvísi út en fyrir gos. Það urðu algjör kaflaskipti hér í Eyjum með gosinu og hér tala menn ekki um fyrir og eftir kristsburð eins og gengur og gerist, heldur fyrir og eftir gos.“ Þið virðist vera gefnir fyrir nýjung- ar í orkumálum? „Já, það má segja það. Hraunvirkj- unin var alveg aflögð þegar hún var farin að gefa það lítið af sér. Það var talið orðið of kostnaðarsamt að halda henni gangandi eftir að samningar náð- ust um raforkuverð við Landsvirkjun til kyndingar með rafskautakatli. Það borgaði sig ekki lengur að nýta hraun- virkjunina með öllum sínum tilkostn- aði eftir að hraunið kólnaði. Raforkan hefur að undanfömu annað allri heita- vatnsþörfinni hér hjá okkur í Eyjum en nú síðast hefur bæst við sorpeyðingar- stöð sem á að geta annað um 10-12% af allri hitunarþörf bæjarins. Þar er um að ræða brautryðjenda- starf hér á landi, ekki aðeins að reist hafi verið fullkomnasta sorpbrennsla á Islandi sem sleppir lítilli mengun frá sér, heldur hitt að menn nýta orkuna sem er í sorpinu. Menn víða um heim eru að átta sig á að í raun er sorp ekkert annað en orka sem verður að nýta. Það má því segja að hér hefur alla tíð frá gosi verið að gerast eitthvað nýtt í orkumálum, fyrst með því að virkja hit- ann í hrauninu og síðan með þessari sorpvirkjun." Hvað fór stór hluti bœjarins undir hraun ígosinu? „Æfii það láti ekki nærri að 30% af húsum í bænum hafi farið undir hraun eða eyðilagst alveg í gosinu. Það var austasti hluti bæjarins og með því breyttust allar forsendur fyrir skipulagi og byggð á staðnum. Byggðin hefur því færst í vestur á eyjuna. Hraunið þar var gífurlega fallegt. Því var ekki ein- ungis um það að ræða að í gosinu fóru falleg svæði og tún undir hraun heldur varð gosið til þess að við urðum að nýta svæði undir byggð sem eftirsjá er í vegna fegurðar þess. Eg er hræddur um að ef það ætti að fara að byggja á slíku svæði nú í dag myndu náttúru- vemdarsinnar ýmsir láta í sér heyra.“ Fenguð þið ekki nýtt hraun í stað- inn? „Jú vissulega, en það hefur nú ekki þótt neitt fallegt enn sem komið er. Nú þegar gróður er farinn að nema þar land og vaxa á því mosi, horfa menn hins vegar til þess að það geti orðið augna- yndi. Það hefur ekki verið það til þessa né hefur íbúum bæjarins líkað það sem frá svæðinu kemur. Við höfum fengið á okkur þvílíka vikurbylji að margur hefur þurft að skipa um rúður í húsi sínu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar vegna þess að glerið var orðið steinmatt. Við erum því enn í dag að berjast við afleiðingar gossins. Nú er hins vegar með aðstoð góðra aðila sett umtalsvert fjármagn í að græða upp vikursvæðin. Nú höfum við t.d. 40 milljónir króna til uppgræðslu á fjórum árum og hefta með því vikur- fokið með því að græða upp vikur- svæðin eins og við mögulega getum. Af þeirri upphæð hefur þegar verið varið til uppgræðslu um 15-20 milljón- um króna.“ Hyernig brástþú við gosinu? „Ég fór eins og aðrir með fjölskyld- una upp á meginlandið nóttina sem gosið hófst. Við fórum á bát, Ofeigi, til Þorlákshafnar og ég kom þar fjölskyld- unni strax fyrir í strætisvagni frá SVR. Að því búnu stökk ég um borð í danska Pétur sem var að leggja frá bryggju og var reyndar búinn að sleppa, því ég vildi komast strax heim aftur. Eg var ekki alveg sáttur við að segja skilið við heimilið og eigumar án þess gera neitt og ef til vill hefur ævitýraþráin spilað þar eitthvað inn í. Þegar út í Eyjar kom fór ég síðan að vinna hjá Viðlagasjóði. Ég er húsa- smíðameistari að mennt en þá voru slíkir starfskraftar vel þegnir í Eyjum við að verja húseignir og byggja upp og byrgja. í kjölfar gossins kom svo gríð- armikið uppbyggingartímabil þar sem nóg var að gera fyrir húsasmiði og aðra iðnaðannenn. Enda er hlutfallið af nýrri byggð hér í Eyjum eðlilega mun hærra en í sambærilegum byggðarlög- um. Mér lá hins vegar svo mikið á að fly- tja aftur til Eyja að þegar ég kom hing- að aftur með tjölskyldu mína um miðj- an júlí voru aðeins tvær eða þrjár fjöl- skyldur sem bjugg í eyjunni. Þá var varla liðin meira en hálfur mánuður frá því að það var búið að Iýsa því opinber- lega yfir að gosinu væri lokið. Mér er sérstaklega minnisstætt að menn létu ekki deigan síga og héldu þjóðhátíð ár- ið 1973 á Breiðabakka. Hún var alveg með sérstöku sniði og yndisleg í alla staði. Alveg meiriháttar uppákoma." Þú ert œskulýðs- og íþróttafulltrúi hér í Eyjum. Hver er staða þessara inála hjá ykkur? „Miðað við aðstæður okkar hér í þessu byggðarlagi er alveg ótrúlegt hvað íþróttaáhuginn er mikill og ekki síst hvaða afrek okkur hefur tekist að vinna. Þátttaka í íþróttum er hér mjög virk og það er ekki síst vegna þess að bæjaryfirvöld á hverjum tíma hafa haft mikinn skilning á uppbyggingu æsk- unnar í gegnum æskulýðs- og íþrótta- starf. Það hefur svo aftur skilað sér í betra mannfólki og betra lífi. Við erum með fjóra grasvelli hér í Eyjum og einn malarvöll auk þess sem við erum að fara að byggja við íþrótta- húsið nýjan sal með aðstöðu fyrir 800 áhorfendur. Þá er verið að stækka golf- völlinn upp í 18 holu völl og er mynd- arlega að því staðið. Bæjaríélagið hefur styrkt íþrótta- hreyfinguna til að standa í þessu af miklum myndarbrag. Hér er því blórn- legt um að litast í þessum efnum og fé- Iagslíf í bænum gott og mikið starf unnið á þeim vettvangi,“ sagði Guð- mundur að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.