Alþýðublaðið - 22.01.1993, Side 15

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Side 15
Föstudagur 22. janúar 1993 15 Atburðir dagsins 1666 Shah Jahan, hinn mikilfenglegi keisari Indlands, deyr 74 ára að aldri; átia árum eftir að hann var settur í varðhald að undirlagi sonar síns, Aurangzebs. Shah Jahan lét reisa hið undursamlega Taj Mahal musteri til dýrðar eiginkonu sinni. Aurangzeb komst til valda með því að drepa bræður sína; rétt einsog Shah Jahan gerði sjálfur árið 1628. Keisar- inn gamli verður lagður til hvílu við hlið konu sinnar í Taj Mahal. 1879 Zulumenn halda áfram að brytja niður breska hermenn í Isandlwana. 1901 Viktoría Bretadrottning deyr á eynni Wight, 81 árs að aldri; eftir að hafa ríkt í 64 ár. 1905 Kósakkasveitir keisarans brytja niður 500 mótmælendur í Sankti Pét- ursborg: gangan hafði farið friðsam- lega ffam enda var fólk ekki vopnað öðru en krossum og helgimyndum. 1924 Ramsay MacDonald verður fyrsti forsætisráðherra Verkamanna- flokksins í Bretlandi. Um þetta sagði Georg V Bretakonungur: „I dag em 23 ár síðan mín kæra amma (Viktoría drottning) dó; ég velti því fyrir mér hvað henni hefði fundist um ríkisstjóm Verka- mannaflokksins." 1941 Bretar ná Tobmk af Þjóðverjum í seinni heimsstyrj- öldinni. 1944 Herir bandamanna taka land á Arizo á Italíu; um 50.000 manna lið. 1949 Bændaher Maós formanns kemur til Peking; komm- únistar orðnir alráðir um stjóm fjölmennasta ríkis veraldar. 1964 Kenneth Kaunda verður fyrsti forsætisráðherra Norð- ur- Rhodesiu. 1972 Bretland, Danmörk og írland ganga í Efnahagsbanda- lag Evrópu. 1972 Þegar Edward Heath forsætisráðherra Breta býr sig undir að undirrita samning um inngöngu Breta í EBE er slett á hann bleki; af andstæðingum endurskipulagningar Covent Garden í Lundúnum. 1973 Lyndon Baines Johnson deyr; hann tók við forseta- embætti í Bandaríkjunum þegar Kennedy var myrtur. Afmœlisbörn dagsins Francis Bacon 1561; enskur ráðamaður, rithöfundur, lög- fræðingur og heimspekingur. Byron lávarður 1788; enskt stórskáld sem var einna fræg- ast á sinni tíð fyrir einkar litríkan lífsstfl. August Strindberg 1849; sænskt leikskáld og rithöfundur sem kafaði djúpt í mannlegt eðli og kom með ýmislegt úr kafinu sem ekki var öllum að skapi. D.W. Griffith 1875; bandarískur kvikmyndaleikstjóri, hvers helsta stórvirki var Birth of af Nation. John Hurt 1940; enskur leikari; fór með aðalhlutverkið í The Elephant Man. Atburðir dagsins 1556 830.000 farast í jarðskjálfta í Shanxihéraði í Kína. 1793 Póllandi er skipt upp milli Rússa, Austurríkismanna og Prússa. 1806 William Pitt yngri deyr, 47 ára; hann varð í tvígang forsætisráðherra Breta; tók fyrst við embætti aðeins 24 ára. 1823 Bandaríkin viðurkenna sjálf- stæði Argentínu og Chile. 1908 Fyrsta skeytið sent frá Lund- únum til Indlands; vegalengdin er vel yfir 12.000 kflómetra. 1931 Anna Pavlova, rússnesk ball- ettdansmær með dásamlega náðar- gáfu, deyr í Hollandi; 45 ára. 1943 Bretar ná Tripolí úr höndum Þjóðverja. 1955 Spænski einræðisherrann Franco ákveður að endurreisa kon- ungdæmið og leyfír Juan Carlos prinsi að gera tilkall til krúnunnar. 1963 Kim Philby hverfur í Beirut. Hann var áður háttsettur í bresku leyniþjónustunni en gerð- ist fréttaritari; lá undir grun um njósnir, einkum eftir að fé- lagar hans, Burgess og MacLean, flúðu til Moskvu 1951. Harold Macmilian hreinsaði Philby af öllum grun; sagði að „þriðji maðurinn" starfaði ekki innan leyniþjónustunnar. Nú vaknar grunur á ný um óhreint mjöl í pokahomi Philbys. 1968 Varðbátur Norður-Kóreumanna tekur bandarískt njósnaskip á Japanshafi; nokkrir Bandaríkjamenn falla í árásinni. 1973 Eldur í Heimaey: Allt um það á síðum Alþýðublaðsins í dag! 1976 Paul Robeson, þeldökkur söngvari, leikari og baráttu- maður fyrir mannréttindum, deyr í Harlem, 77 ára. 1989 „Snillingar ljúga ekki. Ég mun lifa um alla framtíð," sagði spænski málarinn og snillingur- inn Salvador Dalí einu sinni. Eigi að síður dó hann þennan dag, 78 ára að aldri; frægur fyrir yfirskeggið, yfirgengilegan lífsstfl og furðuver- öld á léreftinu. Dalí hafði verið hálfgalinn síðan eiginkona hans, Gala, dó árið 1982. Salvador Dali Afmœlisbörn dagsins Edouard Manet 1832; franskur listmálari, sem gekk fram af almenningi með nektarmyndum. Sergei Eisenstein 1898; rússneskur kvik- myndaleikstjóri; einn af stóru snillingunum. Gerði meðal annars Orrustuskipið Potemkin sem álitin er ein besta mynd allra tíma. Bob Paisley 1919; breskur fótboltakappi; þjálfari og fram- kvæmdastjóri stórveldisins í Liverpool. Jeanne Moreau 1928; frönsk leikkona. Atburðir dagsins 41 Caligula, sá sturlaði rómverski keisari, myrtur. neyslu áfengis og eiturlyfja. 1935 Dósabjór settur á markað í fyrsta skipti; í Richmond, Virginíu. Afmœlisbörn dagsins 1236 Hinrik III konungur Breta kvænist Eleanor af Pro- vence. 1848 Upphaf gullæðisins í Kalifomíu! James nokkur Mars- hall rambar á auðuga gullæð; ævintýramanna vænst hvað- anæva úr heiminum til Kalifomíu, þarsem íbúar em aðeins 14.000 þúsund. 1895 Randolph Churchill lávarður, leiðtogi breskra íhalds- manna, deyr. 1920 ítalski málarinn Amadeo Modigliani deyr eftir of- Gullæði! Hadrian 76; rómverskur keisari; lét reisa Hadri- ansmúrinn á Norður-Englandi til að verjast Skot- um. Ernest Borgnine 1917; bandarískur kvikmynda- leikari. Desmond Morris 1928; breskur dýrafræðingur og rithöfundur; höfundur bókarinnar The Naked Ape. Neil Diamond 1941; Bandarískur tónlistarmaður. Nastassja Kinski 1961; þýskættuð kvikmynda- leikkona og þokkagyðja. 1961 Bandarísk B-52 flugvél springur í háloftunum; þrigg- ja manna áhöfn ferst - og tvær 24 megatonna kjamorku- sprengjur losna. 1965 Sir Winston Churchill - síðasta ljón breskra stjómmála - deyr í dag; nákvæmlega 70 ámm eftir að faðir hans dó. 1978 Sovéskur gervihnöttur hrapar til jarðar í grennd við Yellowknife í norðvesturhluta Kanada. 1987 Terry Waite, sendiboða breska erkibiskupsins af Kantaraborg, rænt í Beirut; þangað var Waite kom- inn til að reyna að fá vestræna gísla leysta úr haldi. Umbætur til almannaheilla - verkefnin fromundnn - AKRANES - ÓLAFSVÍK Eiöur Guönason umhverfisráöherra og Össur Skarp- héöinsson formaöur þingflokks Alþýðuflokksins verða á opnum stjórnmálafundi í Röst Akranesi mánudaginn 25. janúar kl. 20.30 og í Félagsheimilinu Ólafsvík þriöjudaginn 26. janúar kl. 20.30. Komið og hittiö þingmenn Alþýöuflokksins á opnum fundum. Allir velkomnir. Alþýöuflokkurinn Jafnaöarmannaflokkur íslands Frá Alþýðuflokks- félagi Kópavogs Fundir eru á hverjum mánudegi kl. 20.30 í Hamraborg. Næstu fundir veröa sem hér segir: 25. janúar: Almennur fundur 1. febrúar: Spilakvökld 8. febrúar: Aöalfundur Athugiö aö aöalfundi hefur veriö frestaö um tvær vikur Stjórnin ÁR ALDRAÐRA ( EVRÓPU 1 993 ÖLDRUNARRÁÐ ÍSLANDS HAMfNGJA — LENGIR HLÁTURINN LÍFIÐ? Opin ráðstefha í Borgartúni 6, föstudaginn 22. janúar 1993 kl. 13:15 Ráðstefhustjóri: Svavar Gests. Dagskri: Kl. 13:15 Setning: Pétur Sigurðsson; fonnaður Öldrunarráðs Islands. Hamingjan í hjðrtum okkar: Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík. Hamingja: Jón Bjömsson, félagsmálastjóri á Akureyri. Ámi Tryggvason skemmtir. Kaffihlé Lengir hláturinn lífið? Ottar Guðmundsson læknir. Leikfélagið Snúður og Snælda flytur kafla úr leikritinu Sólsetur. Hamingjan í hjðrtum okkar: Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík. Ráðstejhugjald er kr. 1000,-. Ráðstefhan er ðllum opin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.