Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 17. mars 1993 n ÞYIIIIELIBIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasöiu kr. 90 Húsnæðismálin og Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir að skorta málefnalega dýpt, og byggja þátttöku sína í stjómmálum á upphlaupum og dægurflugum. I þessum efnum hefur formaður flokksins gengið lengst, og raunar verið harð- lega gagnrýndur af eigin flokksmönnum fyrir hentistefnu. Fyrr á þessum vetri ákvað því forysta Alþýðubandalagsins að steypa yfír sig nýjum kufli, - í stað upphlaupa ætlaði nú flokkurinn að byggja starf sitt á „ábyrgri stjómarand- stöðu.“ Þetta tilkynnti formaður flokksins á einum af fjölmörgum blaðamanna- fundum, sem hann kallar saman með reglulegu millibili, þegar hann hefur tíma ffá ferðalögum sínum erlendis. Adam var hins vegar ekki lengi í hinni nýju Paradís Alþýðubandalagsins. Hin „ábyrga stjómarandstaða“ lifði nákvæmlega í eina viku. Alþýðubandalagið breyttist ekkert. Það sem verra er: valdabaráttan á bak við tjöldin hefur leitt til þess að yngri og efnilegri stjómmálamenn hafa talið það sér til framdráttar inn- an flokksins að taka upp tækifærisstefnuna, sem Ólafur Ragnar hefur gert að aðalsmerki sínu x íslenskum stjómmálum. Þetta birtist glögglega í framlagi varaformanns Alþýðubandalagsins, Stein- gríms J. Sigfússonar til umræðu sem spannst í tilefni af vaxtahækkun í félags- lega íbúðakerfinu. Málflutningur varaformannsins var mjög í anda formanns- ins, einstaklega óábyrgur, - og því miður „gleymdi“ hann gersamlega að minn- ast á frammistöðu Alþýðubandalagsins í þessum mikilvæga málaflokki. Pað má rifja upp, að árið 1990 skilaði nefnd, sem meðal annars fulltrúi Al- þýðubandalagsins átti sæti í, tillögum til félagsmálaráðherra um lausn á tiltekn- um vanda húsnæðiskerfísins. Fulltrúi Ólafs Ragnars og Steingríms J. Sigfús- sonar lagði þá til ásamt fulltrúum ASI, BSRB, Búseta, og Framsóknarflokks, að vextir í félagslega kerfínu yrðu hækkaðir. Þessu hefur nú varaformaður Al- þýðubandalagsins „gleymt“, enda kominn í stjómarandstöðu. Alþýðubandalaginu væri líka hollt að rifja upp frammistöðu sína í húsnæðis- málum, áður en forystumenn þess ráðast til atlögu við Jóhönnu Sigurðardóttur. Samanburðurinn við hana er þeim nefnilega, vægast sagt, ekki mjög hagstæð- ur: - Ef horft er til síðustu 13 ára þá var framlag til Byggingarsjóðs verkamanna aldrei lægra en meðan Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra. - Á þessum tíma hefur það orðið hæst í tíð ríkisstjómar Davíðs Oddssonar, þegar sjálfstæðismaðurinn Friðrik Sophusson fer með ráðuneyti fjármála, og jafnaðarmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir gegnir starfi félagsmálaráð- herra. - Á síðasta ári var l ,084 milljónum króna veitt til Byggingarsjóðsins. Hinn sjálfskipaði vemdari íslenskra verkamanna, Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, skar hins vegar framlögin hressilega við nögl meðan hann var fjármálaráðherra: Árið 1990 fékk sjóðurinn ekki nema 548 milljónir króna. - Það segir þó ekki alla söguna um hið raunvemlega viðhorf Alþýðubanda- lagsins tii Byggingarsjóðs verkamanna. Þegar formaður þess lagði fram fmmvarp sitt til fjárlaga fyrir árið 1990 var það með þvílíkum endemum, að útlit var fyrir að ekki tækist að byggja eina einustu félagslega íbúð það ár. Það varð hins vegar hlutskipti jafnaðarmanna að vinda ofan af atlögu Al- þýðubandalagsins að Byggingarsjóði verkamanna og knýja fram auknar fjárveitingar til að hægt yrði að halda áfram byggingu félagslegra íbúða. Ferill Alþýðubandalagsins meðan það fór með stjóm húsnæðismála á ámnum milli 1980 - 1983 er heldur ekki ýkja glæsilegur: - Þá vom byggðar einungis L-200 félagslegar íbúðir á ári og 10 leiguíbúðir. - Þessi þróun gjörbreyttist, þegar jafnaðarmenn tóku við stjóm húsnæðis- mála fyrir sex ámm. Síðan hafa 5 - 600 félagslegar íbúðir risið árlega, og 110 leiguíbúðir. - Lánshlutfallið í tíð Alþýðubandalagsins var einungis 15-20% af kostnaðar- verði íbúða, en í tíð Alþýðuflokksins hefur það verið 65%. Þessum afrekum Alþýðubandalagsins „gleymdi" hins vegar hinn ungi stjóm- málaleiðtogi, Steingrímur J. Sigfússon, enda upptekinn við að fylgja formanni sínum eftir í „ábyrgri stjómarandstöðu." Staðreyndin er einfaldlega sú, að jafn- aðarmenn hafa látið verkin tala; þeir hafa beitt sér fyrir vaxandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins til að mæta þörfum láglaunafólks á íslandi. Alþýðubandalagið hefur hins vegar látið sér nægja að tala. Verkin sáust aldrei. RÖKSTÓLAR Ólafur tapar stöðu Það er fróðlegt að skyggnast að tjaldabaki í flokkum stjómarandstöðunnar um þessar mundir. í öllum þeirra ríkir valdabarátta og togstreita milli einstakra forystumanna, sem gerjast hægt og hægt einsog rotin epli í tunnu, - og geta sprangið ffam án fyrirvara. Rökstólar Alþýðublaðsins munu á næstunni gera þessari stöðu nokkur skil, - og byrja á Alþýðubandalaginu. Innan þess hefur Olafur Ragnar Grímsson verið að tapa stöðutaflinu, og hefur æ minni tök á öðrum forystumönnum flokksins. Ól- afur tapaði hinni málefnalegu baráttu um EES, og neyddist til að skipta um skoðun opinberlega, en einsog menn muna var hann upphaflega mikill talsmaður EES. Þetta birt- ist glögglega í umræðum þingmanna um EES, en Ólafur Ragnar sneyddi með áber- andi hætti hjá allri málefnalegri umræðu, en einbeitti sér að formsatriðum og persónu utanríkisráðherra. Sá hópur innan Al- þýðubandalagsins, sem formaðurinn studdist mest við, Birting, var á sín- um tíma eindregið fylgjandi EES. Af- stöðubreyting for- mannsins leiddi því til þess, að leifar Birt- ingarhópsins hafa fyrir bragðið sagt upp trúnaði við formanninn. Hjörleifur slyrkist Sigurvegarinn í baráttunni um afstöðu Alþýðubandalagsins til EES var Hjörleifur Guttormsson, sem hefur stóraukið vægi sitt, og sinna viðhorfa, innan flokksins. Þetta hefur treyst stöðu hins gamalkunna tríum- vírats: Hjörleifs, Steingríms og Svavars, sem hafa nú í fullu tré við Ólaf. Ragnar Am- alds er jafnframt tryggilega staðsettur á áhrifasvæði þeirra. Uppgangur Hjörleifs takmarkar líka svig- rúm formannsins til framtíðar. Eins og menn muna stjómaði Ólafur Ragnar harðri aðför að Hjörleifi í for- vali Alþýðubandalagsins á Austfjörðum fyrir síð- ustu kosningar. Hjör- leifur slapp með skrekkinn; marði sameiginlegt fram- boð Einars Más Sigurðssonar og Bjöms Grétars Sveinssonar, sem báðir voru í innsta hring Ólafs Ragnars á sínum tíma. í að- draganda og kjölfar kosninganna síðustu var veldi Olafs slíkt í flokknum að hann gat leyft sér að gefa út yfir- lýsingar um afstöðu Hjörleifs, til dæmis til EES, án þess að Hjörleifur kæmi við vöm- um. Þá var því haldið ffam í herbúðum Ólafs, að dagar Hjörleifs í stjómmálum væm tald- ir, og hann færi ekki í framboð aftur að kjör- tímabilinu loknu. Við tæki Einar Már, eða annar af stuðningsmönnum formannsins. Nú er dæmið gerbreytt; staða Hjörleifs hef- ur styrkst að mun, og enginn mun ógna hon- um á Austfjörðum. Tengsl Hjörleifs við Steingrím J. Sigfússon og gamlan vopnabróð ur, Svavar Gestsson, persónu- leg og málefnaleg, gera að verkum, að sterkari staða hans treystir um leið áhrif þeirra. Það kann að hafa af- gerandi áhrif á þróunina, þegar kemur að kosningum til formanns. Atökin um formann þingflokks Að fomu og nýju hefur staða formanns þingflokks verið afar mikilvæg innan Al- þýðubandalagsins. Það var Ólafur Ragnar, sem með útsmognu tafli tókst á sínum tíma að gera Margréti Frímannsdótt- ur, vinsælan þingmann Sunnlendinga, að for- manni þingflokksins. Á þeim tíma var hún von- arpeningur hjá Ólafi, og sá þingmaður sem hann gat best treyst á, ásamt Guðrúnu Helgadóttur, - að svo miklu leyti sem hægt er að treysta á hinn J| óútreiknanlega rithöfund í átökum innan flokks- ins. En auk þeirra tveggja var það einung- is Ragnar Amalds, sem Ólafur gat treyst á í meiriháttar málum sem komu upp innan þing- flokksins. Með Margréti taldi Ólafur sig hafa tök á forystu þingflokksins, og svo virtist um tíma sem hann væri að efla hana til að taka um síðir við af sjálfum sér í formennskunni í flokknum, þegar hann verður í krafti flokkslaga að láta af henni. Margrét reyndist hins vegar hafa sjálfstæðan vilja, og skoðanir sem fóru ekki ævinlega saman við skoðanir for- mannsins. Eftir ágrein- ing um stjóm þingsins á fyrsta þingvetri kjörtíma- bilsins, þar sem Ólafur Ragnar studdi Margréti ekki í afstöðu hennar til einstakra mála, afréð Margrét að láta af for- mennsku í þingflokknum. Flestum hefði þá þótt eðlilegt, að Svavar Gestsson, þaulreyndur sláttumaður á akri stjómmálanna, sem hefur auk þess gegnt flestum öðmm embættum innan Alþýðu- bandalagsins, tæki þá við af Margréti. Svav- ar sótti það sjálfur mjög fast. Ólafi gafst þá tækifæri til að græða endanlega sárin frá síðasta áratug, og flestir héldu að það tæki- færi gripi hann fegins hendi. En af undarleg- um ástæðum óf Ólafur flókinn vef, sem lyktaði með því að Svavar var auðmýktur opinberlega, og Ragnar Amalds tók að sér starfann. Munurinn í þingflokknum var eitt atkvæði. Stöðutafl Hví sló Ólafur sáttafærið úr höndum sér? Helst hafa menn gert því skóna, að Ólaf- ur hafi verið að skapa sjálfum sér möguleika til framtíðar; lög flokksins gera ráð fyrir því, að hann geti ekki verið formað- ur að núverandi tímabili loknu, nema mikilli akróbatík sé beitt á túlkun þeirra. Með því að gera Ragnar Amalds að formanni þingflokks var honum aftur ýtt inn í miðju stjómmálanna, og ekki út í hött að ímynda sér, að Ólafur hygðist stýra því svo, að Ragnar Amalds tæki í kjölfarið við formennsku Alþýðu- bandalagsins, þegar Ólafur neyðist til að hætta. Þá myndi hins vegar íosna staða þingflokksformanns, sem Ölafur myndi að sjálfsögðu sækjast eftir. í krafti þeirrar stöðu, og með Ragnar Amalds í fartesk- inu myndi Ólafur eftir sem áður ráða Alþýðubandalaginu. Þetta dæmi gengur hins vegar ekki lengur upp. Vaxandi styrkur tríumvíratsins gerir að verkum, að Ragnar Amalds lætur Ólaf Ragnar ekki etja sér út í átök um flokksfor- mennsku, sem leik- ritaskáldið hefur tak- markaðan áhuga á. Vonarlambið, Stein- grímur J. Sigfússon, sem að mörgu leyti hefur eflst sem stjómmálamaður síðustu árin og hefur alla burði til að verða farsæll for- maður í stjómmálaflokki sem í vaxandi mæli byggir á fylgi landsbyggðarinnar, er kandídatinn, sem menn skulu fylgjast með. Formannsátök í vændum Staða Steingríms hefur styrkst mjög. Hann nýtur stuðnings sterkra forystumanna einsog Hjörleifs og Svavars, hefur fylgi nýrri manna í þingflokknum, og ágætlega liðinn innan annarra flokka. I stjómarand- stöðu hefur hann heflast, þó honum hætti enn til að falla í upphlaupsfar Ólafs Ragn- ars, - einsog í deilunni um húsnæðismálin á dögunum. Og hann langar... Líklegt er að í næstu kosningum reisi Al- þýðubandalagið sig úr niðurlægingu síðustu kosninga. Ólafur Ragnar mun leggja allt kapp á að halda formennskunni fram yfír kosningar, - en Steingrímur J. Sigfússon mun leggja enn meira kapp á að leiða flokk- inn í sigursælum kosningum. Það kraumar undir í Alþýðubandalaginu, og á næstu missemm á þjóðin eftir að fylgjast með hörðum átökum um fonnennskuna. ‘?Kt<lvc6ctdayc<n, 17. auvtá, ‘93 Atburðir dagsins 1983 Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, berst bréfa- sprengja í pósti ffá írska lýðveldishemum. 1845 Bretinn Stepen Perry fær einkaleyfi á bráðnauðsynlegum hlut, - gúmmíteygjunni. 1848 Óeirðir brjótast út í Berlín vegna íhaldssemi Friðriks Vil- hjálms keisara. 1899 Kaupskip í hafsnauð við England sendir út fyrstu hjálpar- beiðnina með Ioftskeyti. 1959 Bandarískur kafbátur, Skate, kemur upp á yfirborðið við norð- urpólinn og lýkur þarmeð sögulegri siglingu undir hafísbreiðu norð- urhafa. 1968 Öflug mótmæli gegn afskiptum Bandaríkjamanna í Víetnam fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í London. Afmœlisdagar Gottlieb Daimler, 1834: Verkfræðingur og fmmherji Þjóðverja í bflasmíðL Bobby Jones, 1902: Amerískur golfari, fyrsti áhugamaðurinn í íþróttinni sem vann British Open keppnina, 24 ára gamall. Nat King Cole, 1917: Amerískur söngvari og píanisti sem naut mikilla vinsælda. Rudolf Nureyev, 1938: Rússneskur ballettdansari og talinn í hópi bestu ballettdansara heims fyrr og síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.