Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. mars 1993 7 Rússar taka yfir glsepaheiminn Rússneskir glæpamenn orðnir umsvifameiri í New York en ítalska mafían. Yfirvöld ráðþrota. Fyrrverandi KGB-mönnum vegnar vel sem gangsterum. Fyrrverandi KGB menn í röðum inn- fluttra rússa í New York eru orðnir um- svifamiklir í glæpastarfsemi borgarinn- ar. Svo mjög kveður að skipuiögðum glæpum af hálfu rússneskra innflytj- enda, að ítalska mafían og kínversku „triad“ hóparnir blikna í samanburði. FBI telur að í New York séu yfir 300 rússneskir smákóngar sem sinni einung- is glæpum, eða fleiri en allir í Cosa Nostra fjölskyldunum. Löggæslan stend- ur ráðþrota gegn þessari þróun, og getur lítið viðnám veitt. Rússneskir glæpamenn hafa raunar haft fótfestu í glæpaveröld New York frá því ár- ið 1975, þegar FBI hafði fyrst spumir af rússnesku mafíunni, eða „organizatsia". En níssneskir glæpamenn f New York, sem FBI taldi starfa með þöglu samþykki sov- éskra yfirvalda, urðu þá uppvísir að því að féflétta saklausa rússneska innflytjendur. Meðal annars kom þá upp skondið mál, þegar sovéskir glæponar, sem þóttust vera rússneskir sjómenn, seldu auðtrúa og ómálga innflytjendum sekki af rússneskum gullrúblum, sem reyndust þegar til kastanna kom einungis innihalda kartöflur. Bandarískum yfirvöldum hefur gengið mjög illa að hafa í fullu tré við rússnesku mafíuna; enda hefur hún ekki náð að þróa sambönd við hana í svipuðum mæli og þá ítölsku, sem um síðir leiddu til þess að FBI tókst að draga mjög úr umsvifum bófanna frá Sikiley. Raunar var það svo, að árangur náðist ekki í neinum verulegum mæli fyrr en 1983, þegar lögreglunni barst ómerkt skýrsla, sem bar titilinn „Allt um rússnesku mafíuna.“ I henni var að finna nöfn á leið- togunum, og staðina þar sem hægt var að hafa uppi á þeim. Lögreglan taldi eðlilega í fyrstu, að upplýsingar skýrslunnar væru falsaðar, en eftirgrennslan leiddi í ljós, að þær stóðust fullkomlega. Þar kom meðal annars fram, að rússnesku glæponamir lögðu mikla áherslu á að hafa gott samstarf við ítölsku mafíuna, og nutu góðs af reynslu hennar af vélabrögðum undirheima New York. Rússneskur bófi Hér er rússneskur bófi á heimavelli, Genady Osipovich, að vísu óskyldur rússnesku mafí- unni sem haslar sér völl vestanhafs. Hann er flugmaðurinn sem skaut niður farþegaþotu Kóreanska flugfélagsins árið 1983. Þar fórust 269 manns, sem um borð voru. Svarti kass- inn svokallaði úr vélinni hefur fundist og er nú til rannsóknar í Frakklandi. Bandaríkja- mcnn kvarta nú sáran yfir annars konar bófum frá fyrrum Sovétríkjunum, alræmdum Mafíósum, sem sló jafnvel út þá ítölsku. Áður nutu Bandaríkin þess einkum að fá góða pólitíska flóttamenn, nafntogaða ballettdansara svo eitthvað sé nefnt. ARSHATIÐ Alþýöuflokksfélögin í Reykjavík halda sameiginlega árshátíö 2. a p r í I Takiö kvöldið frá svo þið missiö ekki af eftirminnilegri skemmtun. Dagskrá og nánari tilhögun auglýst síðar. Skemmtinefndin Meðan Sovétríkin stóðu traustum fótum höfðu yfirvöld þar í landi í fullu tré við skipulagða glæpastarfsemi. Með hruni kommúnismans hefur það breyst, einsog flest annað. Á lokadögum Sovétríkjanna fjölgað glæpum stórkostlega, og í dag er „organizatsia" að verða best skipulagða og sterkasta aflið út um ríkin, sem áður til- heyrðu Sovétinu. Háttsettur stjómmála- maður í Moskvu sagði þannig fyrir skömmu við vestrænan fréttamann, að um- bætur Boris Yeltsin væru dæmdar til að mistakast, nema honum tækist að ná tökum á skipulagðri glæpastarfsemi í Rússlandi. Með vaxandi glæpum í Rússlandi fjölgar líka glæpamönnum í hópi útflytjenda þaðan til Bandaríkjanna. Áður íyrri fengu einung- is örfáir rússar að flytjast til Bandaríkjanna, og yfirleitt voru þeir næsta vel þekktir and- ófsmenn, sem sovésk yfirvöld voru ánægð að losna við. Rússneska nýlendan í New York tók slíkum mönnum fagnandi, en var ella mjög vel á verði gagnvart þeim fáu, sem fengu leyfi til að flytjast búferlum til Bandaríkjanna, enda títt að á meðal þeirra væri að finna útsendara KGB. Með auknu frelsi er innflytjendastraumurinn hins vegar orðinn að flóðbylgju; árið 1990 fluttust þannig 60 þúsund rússar til Bandaríkjanna, og straumurinn er enn að þyngjast. Lög- regluyfirvöld megna ekki að henda reiður á öllum jressum nýju þegnum, og fyrir bragð- ið er rússnesku mafíunni sífellt að eflast ás- megin. Yfirvöld standa ráðþrota, og telja að þjóðinni stafi nú meiri hætta af henni en ítölsku og kínversku glæpahópunum. „NYJAR AHERSLUR I VELFERÐARMÁLUM” Vinnuhópur Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur í velferöarmálum kem- ur saman til næsta fundar mánudaginn 22. mars kl. 17.30. Fundurinn veröur í skrifstofu flokksins í Alþýðuhúsinu. Sérstakt umræðuefni veröur: Atvinnuleysisbætur og heilbrigöismál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Velkomin til Bandaríkjanna Sérstakt tilboö ríkisstjórnar Bandaríkjanria gefur þér nú tækifæri til aö flytjast til Bandaríkjanna meö innflytjendaleyfi til frambúöar sam- kvæmt AA-1 kerfinu, veröir þú fyrir valinu. Þú getur fengið tækifæri til aö lifa og starfa í Bandaríkjunum meö fast aðsetur (handhafi Græna kortsins). Síöasti frestur til aö sækja um rennur út 31. mars 1993. Þú þarft því aö bregðast viö tímanlega til að vera réttu megin viö umsóknar- frestinn. Þú eöa annað hvort foreldra þinna veröur aö hafa fæöst á íslandi/Bretlandi/írlandi til aö eiga möguleika. Sendið póstávísun upp á $45 fyrir hvern umsækjanda sem óskar eftir skjótri skráningarþjónustu ásamt eftirfarandi upplýsingum, sem skrifa þarf skýrt og greinilega á ensku: Nafn umsækjanda, heimilisfang, fæðingardagur og ár, fæöingar- staöur, nafn maka, ef umsækjandi er í hjónabandi, og nöfn og heimilisföng barna yngri en 21 árs, séu þau ekki í hjónabandi. Sendiö póstávísun upp á 45 Bandaríkjadali fyrir hvern um- sækjanda, sem stílaöur er á: Visa USA, P.O. Box no. 822211, Dallas, Texas 75382, U.S.A. STEFNA RIKISSTJÓRNAR í LANDBÚNADARMÁLUM KRATAKVÖLD í RÓSINNI, miövikudag 17. mars kl. 20.30 Frummælendi: Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra Kl. 21.30 býður Jónas Þór til létts málsverðar. Sigurgeir Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Jónas

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.