Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. mars 1993 3 MENNING - BÓKMENNTIR s Jónas og Pálmi, höfundar Islenskra auð- manna, hvar eru þeir nú? EFTIR FLÓÐIÐ Blaðamenn Alþýðublaðsins fóru á stjá í gœrdag og leituðu uppi rithöfunda sem gœtu svarað spurning- unni: Hvað gera íslenskir metsöluhöfundar þegar ver- tíð lýkur? Fyrir valinu urðu þeirJónas Björn Sigur- geirsson og Pálmi Jónasson, höfundar bókarinnar um Islenska auðmenn. PÁLMI JÓNASSON Páimi er fastráðinn blaðamaður á DV þar sem faðir hans Kristjánsson er reynd- ar annar tveggja ritstjóra. Pálmi útskrifað- ist síðastliðið vor úr Hásköla Islands með prófgráðuna BA í sagnfræði upp á vas- ann. Hann er í sambúð með líffræðinem- anum Sigrúnu Thorlacius og eiga þau fjögurra ára gamla stelpu, Heru. Blaðamenn Aiþýðublaðsins náðu tali af Pálma á vinnustað hans, DV, og spurðu hann fyrst spumingarinnar aug- ljósu um hvort hann væri ekki kominn í hóp íslenskra auðmanna með þessari metsölubók sinni og Jónasar. „Ég bý nú hvorki í eigin húsnæði né á ég bíl. Reyndar er ég ekki enn kominn út úr þeim skuldum sem ég steypti mér í með því að gera ekki annað í sex mánaða töm en að sitja við skriftir á Islenskum auðmönnum. Á meðan á þessu stóð var konan svo gott sem einstæð móðir því ég fór að heiman á morgnana áður en mæðgumar vöknuðu og yfirleitt kom ég ekki heim fyrr en þær vom sofnaðar." Þetta hefur verið mikil lífsreynsla? ,Já, þetta var mjög gaman og öðmvísi en allt annað sem ég hafði reynt áður. Ég væri nú ekki til í að eyða ævinni í þetta, allavega ekki ef vinnutíminn væri með þess- um hætti.“ En var ekki mikið um ýmislegar aukaverkanir jólabókaskrifta svo sem bóka- kynningar, áritanir og þess háttar? „Við fómm aðeins á fjölmiðlana en ég þvertók fyrir allar áritanir enda kom það tæpast til greina þar sem ólíklegt er að fólk hafi áhuga að fá bækumar áritaðar af ein- hverjum óþekktum höfundum. Maður er enginn Bubbi Morthens. Engar uppákomur? „Nei, en það hefði kannski verið sniðugt að gera eins og Rósa Guðbjartsdóttir þeg- ar hún safnaði öllum fegurðardrottningunum saman á Ingólfscafé til að kynna bókina sína um Thelmu. Það hefði orðið skemmtilegt ef við hefðum gert eitthvað sambæri- legt. Hver mundi ekki koma á skemmtistað og sjá tvöhundmð ríkustu menn landsins koma fram á sundbol!" I lokin spurðum við hann að því hvort um fleiri afköst á bókmenntasviðinu yrði að ræða og svaraði hann því til að ekkert væri ákveðið en menn væm svona að hugsa málin í rólegheitunum. Um framtíðaráformin sagðist hann nýverið hafa sótt um skóla- vist í dönskum háskóla og hyggðist jafnvel fara utan næsta haust og stunda þar fram- haldsnám í sagnfræði. JÓNAS BJÖRN SIGURGEIRSSON Jónas er blaðamaður á Pressunni í Kópavogi. Hann er í sambúð með Rósu Guðbjartsdóttur fréttamanni á Bylgjumii og Stöð 2, sannkallað fjölmiðlapar. Hann er 24 ára og útskrifaðist sem B.A. í sagnfræði frá Há- skóla Islands síðasta vor. Jónas segir að allir þeir peningar sem hann vann sér inn með bókinni Is- lenskir auðmenrí‘ fari beint í afborganir af hús- næði því sem hann og Rósa em að festa kaup á í miðbæ Hafnarfjarðar, gamalt hús á besta stað, með útsýni yftr Lækinn. „Það verður ekkert afgangs í neina vitleysu“ seg- ir Jónas. Aðspurður um hvort hann hafi tekið eftir aukinni athygli í kjölfar velgengni bókar- innar segir hann að svo hafi alis ekki verið, enda höfundamir algert aukaatriði í því sambandi. „Ég lokaði mig inni í hálft ár. Missti af sumrinu. Við unnum allar helgar og tókum okkur frí einn dag í mánuði." Jónas segist ætla að taka sér gott frí til að safna kröftum ef svo fer að hann gangi í slíkt klaustur á ný. „Maður getur þetta á meðan maður er ungur og hraustur og ég gæti vel hugsað mér að gera þetta nokkmm sinnum í viðbót." Jónas hefur þrátt fyrir það ekki hug á að leggja rithöfundarstarfið fyrir sig. Hann stefnir á að hefja M.Á. nám í hagfræði í Boston þamæsta vetur. Jónas og Pálmi luku við bókina á föstudegi í lok nóvember og strax mánudaginn eftir hóf Jónas störf á Pressunni, þannig að ekki hefur gefist mikill tími fyrir róleg- heitalíf. Jónas æfir þó handbolta tvisvar í viku með nokkmm félögum sínum, þar á meðal áðumefndum Pálma. „Samstarf okkar Pálma er á öðmm nótum í dag en fyrir jól“, segir Jónas á gamansömu nótunum. Hann segir það samstarf að mörgu leyti hafa verið mjög rökrétt framhald á ritun bókarinnar. „Áður vomm við niðursokknir í ís- lenska auðmenn, nú berjum við saman á fátækum námsmönnum, félögum okkar í handboltanum.“ ÍSLAND ER EKKI ALHREINT LAND -en nú verður stefnt að miklum umbótum í hinum ýmsu málaflokkum um- s hverfisverndar - ríkisstjórnin setur sér að markmiði að gera Island hreinasta land hins vestrœna heims fyrir árið 2000 Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, og ráðuneytisstjóri hans, Magnús Jóhannesson. Á þeim mun mikið mæða á næstunni í hreingerningu landsins okkar. Án efa munu landsmenn allir taka þátt í því verki. A-mynd E.Ó1. íslendingar halda því oft fram að á landi vom sé allt hreinast og tærast í heimi hér, jafnt landið sjálft, fjömr sem fjöll, að ekki sé talað um fiskimiðin. Og satt er það, við bú- um við tiltölulega lítt mengað umhverfí, ef miðað er við meginlönd Evrópu og N-Am- eríku. Það segir þó engan veginn að við sé- um saklaus af sóðaskap og slóðaskap í um- hverfi okkar. íslendingum hefur hætt til þess, eins og öðmm menningarþjóðum, að ganga illa um land sitt og við. Við eigum við vandamál að stríða. Nú verður gengið til verka og það vandamál leyst. ísland á að vera hreinast allra landa áður en þessi öld rennur sitt skeið. Markmið sjálfbærrar þróunar Ríkisstjómin hefur kynnt stefnu og fram- kvæmdir í umhverfismálum. Eiður Guðna- son, umhverfisráðherra, skipaði í maí á síð- asta ári sérstaka nefnd ríkisstjómarflokk- anna til að undirbúa mótun framsýnnar stefnu í umhverfismálum, sem taki tillit til þarfa samfélagsins og alþjóðlegra skuld- bindinga og hafi að leiðarljósi að ná fram markmiðum sjálfbærrar þróunar, sem svo er kölluð. Sjálfbær þróun er þýðing á „susta- inable development". Hún miðar að örvun framkvæmda, auknum hagvexti og bættum lífskjömm, - án þess að gengið sé of nærri umhverfi og auðlindum náttúmnnar. Nefndin sem vann að mótun þeirrar stefnu sem nú verður fylgt var skipuð eftir- töldum mönnum: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri, formaður, Ámi M. Mathie- sen, alþingismaður, Gunnlaugur Stefáns- son, alþingismaður, Haukur Helgason, skólastjóri, og Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður. Starfsmaður nefndarinnar var Þórir Ibsen, deildarstjóri í umhverfisráðu- neytinu. En hvemig er ástand mála hér á landi að mati nefndarinnar? Rýrari iandgæði, græðgi fiskimanna Landgæði Islands hafa rýmað mjög frá landnámi fyrir 1100 ámm síðan eða um 80% að talið er. Gróður þekur nú aðeins um fjórðung landsins og birkiskógar og kjarr aðeins um 1%. Minna en tíundi hluti núver- andi gróðurs er í jafnvægi við ríkjandi gróð- urskilyrði. Veiðiþol mikilvægasta fiskstofns okkar, þorsksins, hefur farið minnkandi á undan- fömum ámm. Sókn í fiskimiðin hefur aukist á sama tíma og nýliðun margra mikilvæg- ustu nytjastofnanna hefur verið lítil. Ekki er þetta í samræmi við þá stefnu sem Samein- uðu þjóðimar hafa gert um sjálfbæra þróun í öllum aðildarlöndum sínum. Svo grimmi- lega er gengið um á fiskimiðunum að talið er að vinnsluskip hendi nærri helmingi afl- ans sem kemur inn fyrir borðstokkinn, ís- fiskskipin hendi 15% aflans. Ónýttur úr- gangur frá rækju-, humar-, og skelfiskveið- um er slíkur, að 60% aflans, mestmegnis skel, er hent á fjömr og á víðavangi. Ferðafólkið er mengandi Þá stafar mikilvægum náttúruminjum sí- vaxandi ógn af ágangi ferðafólks. Má þar nefna Dimmuborgir, Lakagígasvæðið, Landmannalaugar, Námaskarð, Eldgjá, Hveravelli og Þingvelli. Þá er bent á að vot- lendissvæðum á landinu fækkar mjög á lág- lendi, sem hefur haft áhrif á gróður og dýra- líf þessara svæða. Uti f náttúmnni er það að gerast að bæði plöntur og dýr em í útrýmingarhættu, ef ekki verður við bmgðist. Af 483 háplöntu- tegundum sem dafna hér á landi em 14 tald- ar vera í hættu, 11 þeirra em ffiðlýstar. Af 72 fuglategundum sem verpa reglulega hér á landi em 14 þeirra taldar vera í hættu. 80 þúsund tonn af sorpi til vandræða Sorphirðumál Islendinga em enn í óvið- unandi ástandi. Alls falla til um 200 þúsund smálestir af heimilis- og framleiðsluúr- gangi. Tíundi hluti þessa mikla magns fer í endurvinnslu ýmiskonar, 50% er fargað á viðunandi hátt, en eftir stendur að 40% þessa magns, 80 þúsund lestir, er fargað á óviðunandi hátt og veldur umtalsverðri mengun á viðkomandi stöðum. f þessu sam- bandi er það ógnvekjandi staðreynd að spilliefni svokölluð, skila sér ákaflega illa til förgunar eða endumýtingar. Alls er 1.310 lestum safnað saman, en talið að nærri 5 þúsund tonn leggist til á ári hverju. Hér er pottur brotinn í alvarlegu máli. Þá er að geta frárennslismála á íslandi. Þau em víða með öllu óviðunandi og skammarblettur á menningarþjóð. Jafnvel í höfuðborg lýðveldisins hafa fjörur á stómm svæðum verið ófærar til gönguferða vegna sóðaskapar. Víða ná holræsi ekki niður fyrir stórstraumsfjömborð og losun eitur- og spilliefna í fráveitur virðist algeng. Við státum af sérlega hreinu og góðu neysluvami. Þó stafar mikilvægum grunn- vatoslindum hætta af mengun frá vaxandi þéttbýli, stórauknum ferðamannastraumi, útivist og byggð orlofshúsa og sumarbú- staða. Áður vom þessi svæði vel varin ffá náttúrannar hendi, en hættan á mengun vatnsbóla eykst stöðugt og getur valdið óbætanlegum skaða á þessari góðu auðlind. Loks tekur nefndin á ósoneyðandi efnum. Vemlega hefur dregið úr notkun þessara efna á síðustu ámm. En enda þótt við notum klórflúorkolefni mun minna en 1986, eða aðeins um helming þess magns, og notkun halóna hafi dregist saman um 68%, - þá er það engu að síður umhugsunarvert að út- streymi gróðurhúsalofttegunda af manna völdum er umtalsvert hérlendis miðað við mannfjölda, eða um 5,2 tonn af kolefni á hvem einasta landsmann. Þar munar mest um útblástor hins glæsilega bílaflota lands- manna, og fiskiskipaflotinn á hér nokkra sök á einnig sem og ýmis iðnaður. Markmið sem verður að nást Markmið ríkisstjómarinnar er klárt: Að ísland verði um næstu aldamót hreinasta land hins vestræna heims og ímynd hrein- leika og sjálfbærrar þróunar tengist allri at- vinnustarfsemi í landinu. Stefna hennar er að vemdun lífríkis landsins og umhverfi þess verði haft að leiðarljósi í þróun at- vinnuvega jafnt sem á sviði umhverfismála. Þetta er stórt og mikið markmið, en okkur á að takast að framfylgja þessu markmiði. Hér á landi hefur hugarfar fólks breyst mjög til bóta í umhverfismálum. Á þessu máli mun allur almenningur taka í samvinnu við stjómvöld. Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Félag bókagerð- armanna og Menningar- og fræðslusamband alþýðu veita til minn- ingar um Stefán Ögmundsson, prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkfjárhæð er kr. 230.000,-. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu FBM, Hverfisgötu 21, eða MFA, Grensásvegi 16a, eigi síðar en 5. apríl nk., á sérstökum eyðublöðum sem fást afhent á skrifstofum FBM og MFA. Áformað er að afhenda styrkinn 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita: Svanur Jóhannesson á skrifstofu FBM, sími 91 -28755 og Ásmund- ur Hilmarsson á skrifstofu MFA, sími 91-814233. Reykjavík, 11. mars 1993. MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU fi félag bókagerðar manna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.