Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 5
Miðvikuudagur 17. mars 1993 VETTVANGURINN 5 KONUR Á BARMIJAFNRÉTTIS? Samstaifshópur kvenna í ungliðahreyfingum stjómmálaflokkanna (SKUS): Nýjung sem þegar hefur sannað sig sem þverpólitískt afl í jafnréttismálum. Samstarfshópur kvenna í ungliða- hreyfingum stjórnmálaflokkanna (SKUS) hefur nú starfað í eitt ár. Segja má að markmið hópsins sé að vekja ungt fólk til umhugsunar um jafnréttismál og stöðu kvenna í stjórnmálum. Samstarfið hefur gengið vonum framar og stóð hóp- urinn til að mynda fyrir ráðstefnunni „Konur á barmi jafnréttis?“ á haustdög- um í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ráðstefnan þótti takast með miklum ágætum og varð fljótlega Ijóst að framhald yrði á samstarfmu. Næsta verkefni hópsins verður að öllum líkindum þátttaka í stórri jafnréttismálaráð- stefnu sem haldin verður hér á landi næsta haust og hyggst SKUS beina sjónum sér- staklega að konum í stjómmálum. SKUS starfar í umboði ungliðahreyfinga allra stjómmálaflokka og föstudagskvöldið, 5. mars, vom framkvæmdastjómir ungliða- hreyftnganna boðaðar til skrafs og ráða- gerða í Rósinni, félagsmiðstöð jafnaðar- manna í Reykjavík, og málin kmftn til mergjar. Fjömgar umræður sköpuðust um hinar ýmsu hliðar jafnréttismála og sitt sýndist hverjum. Mikið var rætt um ástæður þess að ungar konur starfi svo lítið í stjómmálum sem raun ber vitni. Þessi umræða stóð lengi fram eftir kvöldi og sáu flestir fundarmenn sig knúna til að tjá sig um þetta viðkvæma mál. Enda kemur það við kaunin á mörgum því ljóst er að ungliðahreyfingamar (utan Kvennalistans) búa við mikinn og bagaleg- an „kvenskort“. Málið var rætt fram og aftur og kom meðal annars fram það sjónarmið að ef til vill hræddust ungu karlamir þátttöku kvennanna, þar sem margir héldu að þær myndu leggja of mikla áherslu á jafnréttis- baráttuna. SKUS-konur töldu að líklegast kæmi hræðsla karlanna við aukna þátttöku kvenna í stjómmálum til vegna þess að þeir óttuðust að konumar myndu kannski sækj- ast eftir valdastólum sem þeir hefðu vermt hingað til. Þá vildu sumir meina að ástæðan fyrir „kvennaskortinum" væri einfaldlega sú að konur hefðu ekki áhuga og nenntu bara ekki að standa í stjómmálavafstri. Fæstir tóku undir þetta sjónarmið og töldu að uppbygg- ing starfsemi stjómmálaflokkanna væri einn stærsti þröskuldurinn. Hún hentaði engan veginn nútímakonum sem hafa mörg hlutverk með höndum. Enda þótt fólk væri ekki sammála um or- sakir þessa skorts á konum í stjómmálum ríkti einhugur um að nauðsynlegt væri að leita úrbóta hið fyrsta og var eitt efni fund- arins einmitt að leita eftir hugmyndum um úrbætur. Gott frumkvæði Samstarfshóps ungra kvenna í stjómmálum hefur sannað að þrátt fyrir þverpólitískt mynstur hópsins er ekk- ert því til fyrirstöðu að ungt fólk geti unnið saman að sameiginlegum hagsmunamálum sínum. Mjög athyglisverð tillaga var lögð fram á fundinum þess efnis að á hausti komanda gangist ungliðahreyfingar stjómmálaflokk- anna fyrir sameiginlegu jafnréttisátaki í framhaldsskólum. Tillagan var samþykkt samhljóða og mun hver hreyfing skipa full- trúa í samstarfshóp sem sjá á um fram- kvæmd átaksins. SKUS-konur vom mjög ánægðar með Anna Sigrún Baldurs- dóttir skrifar: „Fœstir tóku undirþetta sjónarmið og að töldu að uppbygging starfsemi stjórnmálaflokkanna vœri einn stærsti þröskuldurinn. Hún hentaði engan veginn nútímakonum sem hafa mörg hlutverk með hönd- fundinn og töldu sérstaklega ánægjulegt að í fyrsta sinn sem ungliðahreyfingamar taka sig saman um eitthvað mál með markviss- um hætti og samstarf í huga, skuli efnið ein- mitt vera jafnréttismál. Höfundur er í Félagi ungra jafnaöarmanna á Vesturiandi og er einnig annar tveggja fulltrúa Sambands ungra jafnaðarmanna I Samstarfshóp ungra kvenna I ungliða- hreyfingum stjórnmálaflokkanna. k Og enn heillast Ijósmyndar- inn af kvennalistakonunum og enginn skyldi lá lionum það. Hér sitja þær, frá vinstri til hægri, Þórunn Svcinbjarnardóttir, Sigríð- ur I. Ingadóttir, Stcinunn Valdís Oskarsdóttir, óþckktur herramaður, hin óháða Ása Richardsdóttir og Anna Kristín Ólafsdóttir. Að baki þeirra eru, frá vinstri til hægri, Kjartan Emil Sigurðsson ásamt heiðurshjónunum Ólínu Þorvarðardóttur og Sigurði Pcturssyni og við hlið þeirra stendur Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi kollegi Sigurð- ar sem formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Fallegt ungt fólk... Það varforvitnilegur hópur ungs fólks sem kom saman (Rósinni,félagsmiðstöð jafitaðarmanna í Reykjavík, föstudagskvöldið 5. mars síðastlið- inn. Tilefnið var fundur sem Samstarfshópur ungra kvenna í ungliðahreyfingum stjórnmála- jlokkanna (SKUS) stóð fyrir gagngert til að rceða aðgerðir í baráttunni fyrir jafnrétti kynj- anna. A hann voru boðaðir til skrafs og ráðagerða meðlimir íframkvœmdastjórnum ungliðahreyf- inganna. Um þennan merkilega fund má nánar lesa hér öðrum stað i blaðinu. Af myndunum sem teknar voru þetta fostudags- kvöld má glögglega sjá að þurr og þreytandi umrœða er ekkert náttúrulögmál ipólitík, alla- vega ekki pólitík unga fólksins. Galdurinn er auðvitað að leggja hœfilegt magn af gamni saman við alvöruna og taka summuna ekki of hátíðlega. Samstarfshópur ungra kvenna í ungliðahreyf- ingum stjórnmálaflokkanna og framkvœmda- stjórnir þeirra skynjuðu þetta, gripu gott tceki- fceri traustataki og gerðu sér glaðan dag í kjöl- far heitra umrœðna uni jafnréttismálin. Guð einn veit að ef að það eru einliver spak- mceli sem vel eiga við i pólitik þá eru það orð írska snillingsins Oscars Wilde um að lífið sé alltof mikilvœgt til þess að vera tekið alvarlega. Athugum myndirnar nánar. Fremst á myndinni sitja þær sáttar og glaðbeittar, Kvennalistakonur og hin óháða Ása Richardsdóttir. f baksýn til vinstri situr ónafngreind framsóknar- kona og standandi eru þeir kotrosknir á svip Jón Þór Sturluson og K jartan Emil Sigurðsson frá Sambandi ungra Jafnaðarmanna. Kjartan Emil er nýkomin frá Norðurlandaþingi æsk- unnar sem haldið var í Oslo í Noregi. Jón Þór er rétt ófarinn til Strasbourg i Frakklandi þar sem hann situr nú sveittur á ráðstefnu um „samevrópska mennta- stefnu“. Úti í horni til hægri eru mestmegnis framsókn- armenn... SVIPMYNDIR Vertar hússins þetta föstudagskvöld voru fimm af þeint ellefu eðalkrötum sem skipa framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnað- armanna. Frá vinstri til hægri má sjá hér þá Kjartan Emil Sigurðsson, Bolla Runólf Val- garðsson og Sigurð Pétursson, forinann SUJ. A myndina vantar Jón Þór Sturluson og myndasmiðinn Magnús Hafsteinsson. Þcim til dyggrar aðstoðar var sá sem baki að mynda- vélinni snýr, Akurnesingurinn Kristján Emil Jónasson. Jafnglæsilegur „samráðshópur gestgjafa" hefur sennilega ekki fyrr heirðað Rósina með nærveru sinni. Hér má sjá meðal annars baksvipinn á þrem- ur Kvennalistakonum. Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Davíð Stefánsson, stendur og spjallar fyrir aftan borgarfulltrú- ann Ólínu Þorvarðardóttur. Úti í horni fyrir miðju myndarinnar sitja svo Sigurður Sig- urðsson, formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna og kumpáni hans ónafngreind- ur. Stúlkan sem snýr andlitinu að myndavél- innni er frá Sambandi ungra sjálfstæðis- manna og hægra megin við hana situr Ása Ri- chardsdóttir, eini óháði fulltrúinn í samstarfs- hópnum... Ungir framsóknarmenn kunna greinilega vel við sig í Alþýðuhúsinu, húsakynnum Jafnaðar- mannaflokks íslands. Sögur herma að þeir hafi verið fyrstir inn og síðastir út. Frá vinstri til hægri eru þau Einar Gunnar Einarsson, Sigurður Eyþórsson og Sædís Guðlaugsdóttir ásamt Sigurði Sigurðssyni, forntanni SUF og Siv Friðleifsdóttur sem gegndi því embætti á undan hon- um. Ætla mætti af myndinni að Siv og Sigurður formaður væru komin í keppni um breiðasta brosið, en ef til vill er ástæðuna að finna í guðaveigunum...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.