Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 16. mars 1993 Bréftil blaðsins HÚS FRAM TÍÐARINNAR A undanförnum árum hefur verið fengist við breytingar á uppbyggingu húsa beiniínis með það í huga hvort hægt sé að ná fram verulegri verðlækkun á byggingakostnaði stórra og smárra húsa. Til þess hefur verið beitt nýrri tækni í húsagerð og fram kemur umtals- verður árangur. Það er Ijóst hvað það þýðir að fram komi slíkar lausnir nú á tímum, mitt í atvinnu- leysi nútímans, sem mun vaxa með hverju árinu sem líður. I raun eru horfnir mögu- leikamir á að finna vinnu í staðinn fyrir þá sem tapast hefur. Þetta sýnisl staðreynd og hér koma hlutir málinu til stuðnings. Við höfum enn ekki áttað okkur á þeim breytingum, sem skollið hafa yfir hinn vest- ræna heim hin síðari ár. Breytingamar em svo miklar að við verðum að beygja okkur fyrir þeim fyrr eða síðar. Náttúran er alltaf söm við sig og það er tæknin líka, sem stjómar þessu öllu saman. Það er tæknin sem stjómar því að við get- um sent mannlaust skip heimshoma á milli. Tæknin hefur gert landbúnaðinum kleift að framleiða svo mikið að bitist er um markað- inn. Sjávarútvegurinn er líka kominn inn á slíkar brautir. Þar mun ekki fást meiri vinna þrátt fyrir að mikið sé reynt. Og nú em byggingar að komast í sama farið. Það er óhjákvæmilegt. Við beitingu nýrra tækni- bragða mun ekki þurfa að nota þau vinnu- brögð sem við höfum notast við til þessa til að eignast hús yfir höfuðið. I framtíðinni verða önnur efni notuð til húsbygginga en hin viðteknu. Steinsteypa verður notuð aðeins í litlu magni, og timbur verður ekki lengur notað, meðal annars fyr- ir það hvað timbur er þýðingarmikið fyrir lífið á jörðunni. Húsin verða umhverfis- væn, bæði í framleiðslu og notkun. Ástæðan liggur í því hvað við höldum fast við hinar gömlu byggingaaðferðir, en auðvitað af skiljanlegum ástæðum. Okkur er ríkt í huga ástandið í byggingamálum og það skapar kvíða fyrir framtíðinni. Því er haldið fram að óþarfi sé að kvíða fyrir framtíðinni. Það gerir málið erfiðara en efni standa til. Það er því nauðsynlegt að skýra frá málinu nánar en það verður ekki gert hér og nú. Eitt er þó ljóst. Við verðum að fara að hugsa öðm vísi en hingað til. Okkur er það lífsspursmál að taka þátt í uppbyggingu heimsins, sem nú er að verða brýn. Málið er komið til að vera. Það hlýtur því að verða okkar hlutverk að koma upp verksmiðjum til að framleiða hús eða húshluta úr íslenskum efnum í stórum stíl. Ef við gerum það ekki, hlýtur hrein vá að vera fyrir dyrum hjá okkur í náinni fram- tíð. Við erum ekki fleiri en svo að hægt sé að líka okkur við eitt hverfi í erlendri stór- borg. Atvinnuleysið á að vera óþekktur hlutur í landi okkar. Hafsteinn Ólafsson Háskólinn mun leggja aukna áherslu á rannsóknanám í náinni framtíð. Menntamál rœdd á Alþingi Rcmnsókncmám vió Hóskólnnn Á þessu ári hyggst ríkisstjórnin verja sérstaklega 37,5 milljónum króna af and- virði seldra ríkiseigna til að koma á fót sérstökum sjóði í vörslu Vísindaráðs, sem meðal annars á að kosta styrkþega- stöður við Háskóla íslands, þar sem efni- legir námsmenn sinna rannsóknaverk- efnum undir leiðsögn kennara. Nám af þessu tagi er nýjung við Háskólann, en hefur um skeið verið einna efst á óska- lista forráðamanna hans. Þetta kom fram í svari Ólafs G. Einars- sonar, menntamálaráðherra, þegar Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, spurði hann um fyrirhugaða styrki til námsmanna í framhaldsnámi. Menntamálaráðherra kvað fýrmefhda styrki einkum eiga að beinast að verkefnum sem tengdust atvinnulífinu beint, og lagði áherslu á að þau tengdust öðrum rann- sóknastofnunum eða fýrirtækjum. Ráðherrann kvað sérstaka matsnefnd myndu fjalla um umsóknir og meta gæði þeirra og mikilvægi verkefnanna fyrir ný- sköpun í vísindastarfsemi hér á landi. Það kom hinsvegar fram í máli Ólafs, að braut- argengi þessarar nýlundu helgaðist af því að sala ríkisfyrirtækja gengi samkvæmt áætl- un. Hefðbundnar húsbyggingar munu hverfa, segir bréfritari. Kóntríhótíð í Úlfaldanum Félagsmiðstöð SÁÁ nefnist Úlfaldinn og er til húsa að Ánnúla 17a. I kvöld kl. 21 er þar haldin Kántríhátíð með þátttöku fjöl- margra þekktra skemmtikrafta. Má þar nefna til sögunnar þá Hallbjöm Hjartarson frá Skagaströnd, Önnu Vilhjálms úr Höfn- um, Hannes Jón og KK-bandið vinsæla. Sett hefur verið saman sérstakt kántr- íband kvöldsins, og em í því liði Stefán Ing- ólfsson á bassa, Tryggvi Húbner á gítar, Dan Cassidy með fiðlu, Jóhann Hjörleifsson slær á trommumar og Magnús Einarsson, leikur á banjó og fleiri hljóðfæri, og Kristján Guðmundsson sem leikur á píanó. Dans- hópur úr Fótmenntafélagi SÁA sýnir amer- ískan hringdans. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um: Aukoaðild aðVES Þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa bentu fulltrúar íslands í viðræðunum um nú gefið grænt Ijós á þingsályktunartil- aukaaðild. lögu frá Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra þess efnis að Alþingi lýsi stuðningi við ákvörðun ríkisstjórnar- innar um að Island gerist aukaaðili að Vestur-Evrópusambandinu (VES). Full- trúar Islands, Noregs og Tyrklands und- irrituðu pólitíska yfirlýsingu um aukaað- ild að VES á fundi aðildarríkja sam- bandsins í Róm 20. nóvember 1992, en Eiður Guðnason umhverfisráðherra sat fundinn fyrir hönd Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Island, Noregur og Tyrkland era einu NATO löndin sem ekki era aðilar að VES og er talið að það komi til með að torvelda aðlögun NATO að breyttum aðstæðum í heiminum, sérstaklega í Evrópu, ef þessi þtjú lönd standa áfram fyrir utan VES. Atl- antshafsbandalagið hefur ítrekað lýst stuðn- ingi við að VES fái það verkefni að efla hina evrópsku stoð bandalagsins og lítur ekki á það sem hótun við tilvist NATO. Aukaaðild að VES veitir íslandi rétt til þátttöku í umfjöllun Evrópuríkja um örygg- is- og vamarmál og möguleika á að koma sjónarmiðum sínum, m.a. um mikilvægi tengslanna yfir Atlantshafið, á ffamfæri. Þetta þykir mjög þýðingarmikið vegna vax- andi ábyrgðar Evrópuríkja í öryggis- og vamarmálum. Ríki sem hafa aukaaðild geta tekið fullan þátt í ráði og öllum nefndum VES og hafa því góða möguleika á að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri. Aukaaðilar era ekki skuldbundnir til að taka þátt í að- gerðum VES og ljóst er að ísland tekur ekki þátt í hemaðaraðgerðum VES, þar sem landið hefur ekki eiginn her. Á þetta atriði Smóbóta- félag Rvíkur -skorar á sjávarútvegsráð- herra og alþingismenn að standa vörð um hag smá- bátaeigenda Á fundi sínum þann 4. mars síðast- liðinn samþykkti Smábátafélag Reykja- víkur ályktun þar sem skorað var á sjáv- arútvegsráðherra og alþingismenn að standa vörð um hag smábátaeigenda. I ályktuninni segir að það verði best ffamkvæmt með því að gera þeim kleift að afla sér lífsviðurværis af útgerð sinni. Smábátafélag Reykjavíkur telur þetta nauðsynlegt mannréttindamál. Einnig kemur ffam hjá þeim að ffjálsum króka- veiðum smábáta verði að viðhalda og að tvöföldun línuveiði verði áfram leyfð frá 1. nóvember til 1. mars ár hvert. Félagið telur áríðandi að smábátar undir 9,9 tonnum fái leiðréttingu á þeirri gífurlegu kvótaskerðingu sem útgerð þeirra hefur mátt þola undanfarin ár. Að sögn Smábátafélagsins er áskoran þessi lögð fram til að spoma við þeirri aðför sem nú er gerð að smábátaútgerð í landinu. Forrœðisdeila Halims Al og Sophiu Hansen tekur óvœnta stefnu: Er Halim Al ekki Tyrki? Réttað yfir honum á morgun vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti móður Ekki er lengur Ijóst hvort Halim Al er tyrkneskur eða íslenskur ríkisborgari. Samkvæmt tyrkneskum lögum þarf tyrkneskur ríkisborgari sem sækir um ríkisborgararétt í öðru landi að sækja um leyfi til yfirvalda.Ekki eru til neinar heimildir sem sýna að Halim hafi gert neitt slíkt áður en honum var veittur ríkisborgararéttur hérlendis 13. apríl 1987. Viðurlögin við brotum á þessu ákvæði era þau að viðkomandi aðili er sviptur rétt- indum sínum sem tyrkneskur ríkisborgari í fimm ár. Ef tilfelli Halims A1 er á þessa leið hefur það þá þýðingu að Halim er nú Is- lendingur á tyrkneskri grand, með íslensk böm íslenskrar móður, sem hefur forræði yfir bömum þeirra samkvæmt úrskurði ís- íensks dómsvalds. Alþýðublaðið ræddi í gærkvöldi um málið við Sigurð Pétur Harð- arson talsmann samtakanna bömin heim og sagði hann að lögfræðingur Sophiu Hansen hefði komist að þessu fyrir tilviljun. Það gerðist með þeim hætti að til hans leitaði Tyrki með hollenskt vegabréf, sem láðst hafði að sækja um leyfi til Tyrkneskra stjómvalda og stóð frammi fyrir því að þurfa að bíða í fimm ár áður en hann gæti fengið tyrkneskan ríkisborgararétt að nýju. Sigurður Pétur sagði að réttað yrði í mál- um Halims á morgun vegna brota hans á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.