Alþýðublaðið - 23.03.1993, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Síða 4
4 Þriðjudagur 23. mars 1993 i m § ] ggy ' NJ E | J I § #J§ i 1 W I mmummí Með auknum stöðugleika í verðlagsmálum á íslandi undanfarin þrjú til fjögur ár hafa skapast þær nauðsynlegu aðstæður sem gert hafa verðlagsyfirvöldum kleift að örva samkeppni og uppræta samkeppnishömlur af ýmsum toga. Al- þýðuflokkurinn er sá flokkur á íslandi sem hvað lengst og mest hefur barist fyr- ir frjálsri og virkri samkeppni í viðskiptum, enda telur flokkurinn það stuðla að efnahagslegum framförum í þjóðfélaginu og felur um Ieið í sér mikilvæga neyt- endavernd. Þeir tveir einstaklingar sem hvað ötulast hafa unnið að þessum mál- um eru Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra. Með framgangi sínum hafa þeir knúið í gegnum AI- þingi samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og ný samkeppnislög. Samþykkt þessara laga markar þáttaskii í viðskiptasögu Islendinga. Til þess að glöggva sig aðeins á þeim breytingum sem þessi nýju lög hafa í för með sér, er ekki úr vegi draga fram helstu at- riði nýrra samkeppnislaga og innihald þeirra samkeppnisreglna sem gilda munu innan EES. Þessar upplýsingar birtast nt.a. í nýj- um upplýsingabæklingi og fréttabréfi Sam- keppnisstofnunar. Samkeppni í stað ríkisafskipta Nýju samkeppnislögin koma í stað lag- anna um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Þau hafa það m.a. í för með sér að bein verðlagsafskipti stjóm- valda munu heyra til undantekninga en megináherslan verður lögð á að efla virka samkeppni í viðskiptum. Lögin taka til hvers konar atvinnustarf- semi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðil- um eða öðrum. Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd laganna en samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun annast daglega stjóm- sýslu. AHar hömlur bannaðar Lögin setja blátt bann við allar þær sam- keppnishömlur sem taldar hafa verið hvað skaðlegastar í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að fyrirtækjum á sama sölustigi er bannað að hafa samráð um verð, skiptingu markaða og gerð tilboða. Óheimilt er að ákveða eða semja um verð sem gilda skal um endursölu vöru á næsta sölustigi. Þá er samtökum fyrirtækja óheimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem lögin banna. Samningar sem brjóta í bága við þessi bönn em ógildir. Almennt geta samkeppnisyfirvöld þó veitt undanþágu frá banni við samkeppnis- hömlum ef jákvæð áhrif þeirra em talin vega þyngra en ókostir. Til dæmis ef sam- vinna lítilla fyrirtækja styrkir stöðu þeirra gagnvart stærri fyrirtækjum. Eftirlit Samkeppnisstofnun hefur mjög víðtækt eftirlitshlutverk samkvæmt nýju samkeppn- islögunum. Stofnunin á að hafa eftirlit með samkeppnishömlum og getur gripið til að- gerða gegn athöfnum sem skaða samkeppni, til dæmis vegna markaðsyfirburða fyrirtæk- is og vegna þess að valkostum neytenda fækkar og keppinautar útilokast frá mark- aði. Þá getur samkeppnisráð ógilt sammna fyrirtækja sem talinn er leiða til markaðsyf- irráða fyrirtækis og draga úr samkeppni. Samkeppnisyfirvöldum er ætlað að hafa vakandi auga með óréttmætum viðskipta- háttum, og í því sambandi em sérstök ákvæði um augíýsingar. Samkvæmt lögun- um er t.d. óheimilt að veita rangar, ófull- nægjandi eða villandi upplýsingar í auglýs- ingum. Auglýsingar sem höfða eiga til ís- lenskra neytenda skulu vera á íslensku. Ekki má leika vafi á að um auglýsingu sé að ræða og þær eiga að vera skýrt aðgreindar frá öðm efni fjölmiðla. Auglýsingar skulu mið- ast við að böm sjái þær og heyri og mega á engan hátt misbjóða þeim. Sérstök auglýs- inganefnd er samkeppnisráði til ráðgjafar um framkvæmd ákvæða laganna um aug- lýsingar. Stofnunin getur einnig skyldað fyrirtæki til að tilgreina verð, viðskiptakjör, gæði og aðra eiginleika og hvemig vara skal mæld, vegin og flokkuð, til þess að auövelda við- skiþtavinum að meta verð og gæði. Þá gerir Samkeppnisstofnun verðkannanir og hefur eftirlit með greiðslukortastarfsemi. Hægt er að beita viðurlögum ef fyrirtæki brjóta gegn þessum lögum. Sektir geta verið frá 50 þús- undum til 40 milljóna króna. Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafa verið ötulir taismenn virkrar samkeppni hér á landi. Samkeppni innan EES Eitt meginmarkmið EES-samningsins er að skapa jöfn skilyrði fyrir samkeppni í við- skiptum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þess vegna þurfti að smíða samræmdar reglur sem eiga að gilda um viðskipti milli fyrir- tækja á öllu svæðinu. Reglumar em í meg- inatriðum byggðar á reglum Evrópubanda- lagsins. Samkeppnisreglur hvers lands gilda hins vegar áfram í innanlandsviðskiptum. Eftirlit með samkeppnisreglum EES verður í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA og fram- kvæmdastjómar EB. Samkeppnisstofnun aðstoðar síðan við eftirlit með framkvæmd þeirra hér á landi. Stjómendur fyrirtækja þurfa að kynna sér reglumar vel þegar samningurinn tekur gildi og aðlaga starfsemina að þeim, þar sem þess er þörf. Samkeppnisstofnun hefur gefið út upplýsingabækling, þar sem kynntar em helstu reglur um samkeppni í viðskiptum innan EES, eftirlit með framkvæmd þeirra og líkleg áhrif hér á landi. Samræmdar reglur Flestir eru sammála um þær reglur sem nú liggja fyrir og markmið þeirra um virka samkeppni í viðskiptum. Fyrirtæki sem búa við frjálsa samkeppni em þvinguð til stöð- ugs endurmats á starfsemi sinni og verða sí- fellt að vinna að því að bæta reksturinn. Með þessu er tryggt að framleiðslan verði sem hagkvæmust og að neytendur fái vörur og þjónustu á besta verði. Reynslan sýnir að ekki er hægt að treysta því að virk og heið- arleg samkeppni myndist og haldist af sjálfu sér. Fyrirtæki sem starfa í vemduðu um- hverfi reyna að halda í það fyrirkomulag til að firra sig þeim óþægindum sem fylgt geta vaxandi samkeppni. Stór fyrirtæki hafa til- hneigingu til að misnota aðstöðu sína á markaðnum og hindra með því þróun eðli- legrar samkeppni. Þess vegna er talið nauð- synlegt að fylgjast vel með viðskiptaaðferð- um sem viðhafðar eru í atvinnulífinu og op- inberum ákvörðunum sem hamlað geta samkeppni. Ljóst er að EES-samningurinn og sam- keppnisreglur hans munu leiða til þess að samkeppni íslenskra fyrirtækja harðnar, bæði innbyrðis og út á við. En jafnframt vemda reglumar íslensk fyrirtæki gegn skaðlegum takmörkunum á samkeppni og misnotkun erlendra fyrirtækja á yfirburðar- stöðu á markaðnum hér heima og á útflutn- ingsmörkuðum okkar í Vestur-Evrópu. Þeg- ar til lengri tíma er litið er ljóst að EES- samningurinn og nýju samkeppnislögin munu hafa jákvæð áhrif á íslenska heima- markaðinn sem í raun stækkar í 380 milljón- ir manna þann 1. júlí næstkomandi. Heil- brigð samkeppni í alþjóðlegu umhverfi er það sem koma skal.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.