Alþýðublaðið - 23.03.1993, Síða 8

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Síða 8
Enn bœtist við hið mislita safn „íslenskra“ hefða: Páskabiórinn kominn í hillurnar hjá ríkinu -1 þriðja sinn setur Olgerð Egils SkaUagrímssonar sérbruggaðan páskabjór s á markaðinn. I hin tvö skiptin hefur allt selst upp, hvað gerist í ár? engin aukaefni megi nota við bruggun bjórs- ins, aðeins hin nauðsynlegu fjögur efni: vatn, malt, humla og ölger. Það er því ljóst að Egils- páskabjórinn er sannkallað úrvals- öl sem þolir gæðasamanburð við bestu bjór- tegundir heims. Alþýðublaðið hafði samband við nokkra bjórfagurkera og spurði þá álits á bjómum. Þeim bar öllum saman um að þrátt fyrir að milli-dökki bjórinn ætti ekki jafnmikillar lýðhylli að fagna og þessi hefðbundni ljósi, þá væri hann engu síðri og jafnvel betri ef eitthvað væri. Fólk hefði nokkra tilhneig- ingu til að setja milli-dökka bjórinn í sama flokk og þennan dökka. Munurinn sé hins vegar allnokkur því sá milii-dökki sé mun mildari og „auðveldari" á bragðið og þar með líklegur til þess að njóta almennra vin- sælda ef rétt sé staðið að markaðssetning- unni. Höfundur uppskriftarinnar að Egils- páskabjómum er Klaus Schmieder, hinn þýski bruggmeistari Ölgerðarinnar. Hann á bruggmeistara að telja í tvo ættliði og hefur starfað við öigerð vfða um heim. Að sögn Scmieder er íslenska vatnið það besta sem hann hefur notað til bruggunar hingað til. Neytendasamtökin kanna verð á kransakökum - allt að 80% munur og verulega hœgt að spara efbakað er heima SAMANBURÐUR FYRIR FERMINGARVEISLUNA Sífellt fjölgar þeim siðum og venjum sem Islendingar hafa tekið upp frá öðrum þjóð- um. Kannski ekki svo ýkja frumlegt hjá ’Tandanum að apa allt svona upp eftir öðrum en er þetta svo neikvæð þróun? Tökum sem dæmi eina nýja venju í sambandi við „páskavertíðina". Hann er nefnilega kominn í verslanir ÁTVR, páskabjórinn, enn eitt innleggið frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar til safns „íslenskra" hefða og venja. Þeir eru nteð hið sfgilda malt og appelsín um jólin, nú eru það páskamir. Þetta er í þriðja sinn sem sérstakur Egils páskabjór er settur á markaðinn og hefur þessum sið verið svo vel tekið að bjórinn hefur ætíð selst upp. Margir Islendingar þekkja samskonar hefðir frá nágrannalönd- unum. Til dæmis má nefna Tuborg páska- bruggið sem Danirhafa tekið opnum örmum um páskaleytið í áraraðir. En hvemig er þessi bjór? im< p,gj|s páskabjórinn er mUli-dökkur og hef- ur 5,1 % alkóhólinnihald miðað við rúmmál. Hann er að sjálfsögðu bruggaður eins og all- ur annar Egils-bjór samkvæmt hinum víð- frægu þýsku lögum, Reinheitsgebot. Þau eru í raun einföld því í þeim er kveðið á um að Páskabjórinn frá Agli Skallagrímssyni, „hefð“ sem er ung að árum hér á landi - virðist njóta mikilla vinsælda á markaðnum. Það er hreint ekki sama hvar kransakakan fyrir fermingarveisluna er keypt, - það er ef fólk bakar hana ekki sjálft. Neytendasamtök- in fóru í 25 bakarí á höfuðborgarsvæðinu og komust að raun um að dæmi eru um ríflega 80% mismun á verði milli bakaría. Það er því Ijóst að spara má umtalsvert, geri fólk verð- samanburð, áður en herlegheitin eru keypt. Eins og við sögðum, þá er hægt að spara enn meira á því að baka heima fyrir. Neyt- Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR y/tJSSSwX 3. 13 284 9.365 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 11.654.409 78.614 6.207 439 Heildarvinningsupphæd þessa viku: kr. 18.550.414 endasamtökin segja að verð þess hráefnis sem til þarf, styttan og konfektið innifalið, kosti um það bil 2.200 krónur, og þá er reikn- að með 16 hringja köku. Sama stærð af kran- saköku kostar á bilinu 5.120 til 7.975 krónur í bakaríum. Vilji fólk stærri kransaköku, 20 hringja, þá kostar hráefni í slíka um það bil 3.350 krón- ur, en í bakaríum er verðið á henni 7.760 krónur og allt upp í 13.015 krónur! Ef um er að ræða 24 hringja kransaköku, kostar hún frá 9.838 - 15.815 krónur! Ef hún væri bökuð heima fyrir kostaði hún 4.300 krónur auk vinnu heimafólks. Ljóst er að bakaríin raka saman fé á ferm- ingarveislunum sem nú dynja yfir af fullum krafti. Verðlag þetta er gjörsamlega út í hött, eins og flestum mun ljóst við lestur áður- greindra talna og áreiðanlega munu margir hugsa sig um tvisvar áður en slík innkaup eru gerð. í dag þarf fólk að spara, og það er hægt ef vel er að gáð. Það vekur athygli að fjögur bakarí neituðu Neytendasamtökunum um umbeðnar upp- lýsingar um verð. Þetta voru Árbæjarbakarí, Borgarbakarí, Kökubankinn og Myllan. Hagstæðustu verðin á fermingarbakkelsi þessu voru í Breiðholtsbakaríi, Völvufelli 13. I Breiðholtshverfum munu líka fermingar- bömin verða flest, venjunni samkvæmt. Dýr- ustu bakaríin samkvæmt þessari könnun eru Nýja kökuhúsið Auðbrekku 2 í Kópavogi, og var það í nokkmm sérflokki, Bakarameistar- inn í Stigahlíð, og Bakaríið Austurveri. Þess skal getið að ekki er tekið tillit til gæða bakst- ursins í þessari könnun. $ Skringilegt kringlukast Lesendur okkar hafa bent á furðulega framkvæmd svokallaðs Kringlukasts í Kringlunni. Þar hefur fólk verið lokkað á til „leiks“, á röngum forsendum, til að freista þess að fá gimilega hluti með gífulega ntiklum afslætti. En þessi „leikur“ Kringlunnar hefur verið undarlegur svo ekki sé meira sagt. í raun hefur fólk sem ætlað hefur sér að hreppa slík kostakjör, þurft að híma í Kringlunni daginn langan til að eiga nokkra von. Þetta hefur verið einskonar happdrætti, sem enginn veit hvemig er framkvæmt. Að mörgu leyti er Kringlukastið þó ágætt, býður góð tilboð, sem fólk notfærir sér. Óþarft er hinsvegar að gera fólk að ginningarfíflum, það er fyrir neðan virðingu Kringlunnar. Vegabréfsáritanir til Serbíu og Svartfjallalands Sendiráð Júgóslavíu-Serbíu og Svartfjallalands í Stokkhólmi hefur afhent ís- lenska sendiráðinu þar í borg bréf þess efnis að frá og með 18. mars falli úr gildi samkomulag fyrmm sambandslýðveldisins Júgóslavíu frá 1964 unt afnám vega- bréfsáritana fyrir íslenska borgara. Héðan í frá þurfa þeir sem hyggjast ferðast til þessara slóða, en þeir eru trúlega ekki margir, að fá áritun í vegabréf sitt. Orðsend- ing þessi er svar stjómvalda í Belgrad við einhliða ákvörðun stjómvalda á Islandi frá því í maí í fyrra um að fella úr gildi framangreint samkomulag landanna. Sálfræði breytingaskeiðsins rætt á fundi Sálfræðingamir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal, sem reka Sálfræðistöðina efna til fyrir- lestra um breytingaskeið kvenna þann 25. mars á Hótel Loftleiðum. Sfðast þegar þær héldu slíka fyrirlestra kom- ust færri að en vildu. Varpað verður ljósi á hvemig þetta lífsskeið markar tímamót í ævi flestra kvenna. Hvaða áhrif getur það haft á einkalíf og starf að vera á miðjum aldri? Er þörf á end- urmati og breytingum til að njóta sín betur og hvaða svör getur kvensjúk- dómalæknirinn gefið honum? Anna Inger Eydal, sérfræðingur í kven- sjúkdómum kemur til landsins af þessu tilefni, en hún starfar í Lundi í Svíþjóð. Skráning í Sálfræðistöðinni Framtíð landbúnaðar í nýrri Evrópu í dag kl. 11.45 hefst innritun á ráðstefnu um Framtíð landbúnaðar í nýrri Evr- ópu á Hótel Sögu. Ráðstefnan er haldin af Evrópubandalaginu í samvinnu við Bún- aðarbankann og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Fjallað verður um horfur og um- breytingar í landbúnaðarmálum Evrópu. Aneurin Rhys Hughes, sendiherra EB á íslandi og í Noregi heldur ræðu eftir hádegið í dag, og það gerir einnig Gerald Bruderer, yfirmaður samskipta EB og EFTA í landbúnaðarmálum. Athafnastyrkir til námsfólks Islandsbanki hefur nú á prjónunum að efna til samkeppni meðal íslensks náms- fólks í skólum á frjmhalds- og háskólastigi og veita athafnastyrki. Veittur verður einn styrkur fyrir bestu nýsköpunarhugmyndina og annar fyrir bestu viðskiptahug- myndina. Markmiðið er að örva nýsköpun og frumkvæði meðal íslensks námsfólks að sögn Tryggva Pálssonar, bankastjóra. Markaðsdeild Islandsbanka gefur upp- lýsingar og þar er að fá sérstök eyðublöð fyrir samkeppnina. Boðið er upp á 100 þúsund króna verðlaun fyrir bestu nýsköpunarhugmyndina, en 150 þúsund fyrir bestu viðskiptahugmyndina. Skipulag Alþingis á Þingvöllum til forna Fyrirlestur verður á vegum Minja og sögu í Norræna húsinu í dag kl. 17 um Skipulag Alþingis á Þingvöllum til foma. Þórarinn Þórarinsson, arkitekt, fjallar um þetta efni. Greinir Þórarinn frá hugmyndunt sem vaknað hafa um tilhögun Al- þingis á Þingvöllum til foma, útfrá sjónarhóli byggingarlistar og þeim skipulags- markmiðum eins og við þekkjum þau í dag og vænta má að gilt hafi við stofnun Al- þingis. Reynt er að rýna í form eða rím þeirrar heimsmyndar sem kann að hafa leg- ið til grundvallar hinum foma þingstað og sjá má merki um, en fyrr á öldum var al- gengt að mannvirki í þágu samfélagsins endurspegluðu ákveðna heimsmynd, sem falin var í formi þeirra og hlutföllum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.