Alþýðublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. mars 1993 3 Gagnrýnin á aðgerðir heilbrigðisráðherra reyndust út í hött, - flutningur bráðamóttöku sjúklingafrá Landakoti og sameining Fœðingarheimilis og Fœðingardeildar reyndust hið besta þráttfyrir allar gagnrýnisraddirnar og 560 milljónir hafa sparast á einu ári að mati Ríkisendurskoðunar BIÐLISTAR ERU STYTTRI,- GÆÐIÞJÓNUSTU HIN SÖMU „Pað voru margir sem gagnrýndu þessar aðgerðir okkar, að flytja bráða- móttöku sjúklinga frá Landakoti yfír á Borgarspítala, og sameiningu fæðingar- stofnana. Menn sögðu að kostnaðurinn yrði meiri en áður, en nú hefur annað komið í Ijós. Raunar er árangur þessara aðgerða mun meiri og betri en við áttum von á“, sagði Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra í gær. Hann sagðist mjög ánægður með hversu vel hefði tek- ist til. Aðhaldsaðgerðir heilbrigðisráðherra, Sighvatar Björgvinssonar, svo umdeildar sem þær voru, hafa skilað betri árangri en nokkur þorði að vona. Þjónusta sjúkrahús- anna virðist ekki hafa versnað hið minnsta, og hún hefur verið innt af hendi á umtalsvert lægra verði fyrir ríkissjóð. Þá er það stórt at- riði að biðlistar eftir aðgerðum hafa styst ef eitthvað er. 560 milljóna sparnaður fyrir skatt- Borgara Ríkisendurskoðun hefur gert athugun á rekstrarlegum niðurstöðum Ríkisspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala á árinu 1992. Sú athugun bendir til að aðhaldsað- gerðir ráðuneytisins hafi skilað liðlega 560 milljón króna spamaði sé miðað við árið 1991, - án þess að séð verði að þjónusta við sjúklinga hafi minnkað. Ríkisendurskoðun segir að spamaðinn megi að vemlegu leyti rekja til tilfærslu á bráðavöktum frá Landakoti til Borgarspít- ala. Þá'hafi sameining Fæðingarheimilisins og Fæðingardeildar Landspítalans skilað talsverðum spamaði. Að auki hafa rekstrar- SIGHVATUR BJÖRGVINSSON, heilbrigðis- ráðherra, - hann getur unað vel við aðgerðirn- ar sem gripið var til í heilbrigðiskerfínu á síð- asta ári. gjöld Landspítalans lækkað um 4,4% að raungildi frá árinu á undan. Stórlækkaður kostnaður spítalanna Launakostnaður sjúkrahúsanna hefur lækkað umtalsvert á síðasta ári, sem og ann- ar kostnaður við rekstur þeirra. A Borgar- spítala hækkaði launakostnaður að vísu um 24 milljónir, enda var álag á hann aukið til muna við tilflutning bráðavaktanna. Rekstr- arkostnaður samtals á sjúkrahúsunum varð um 10.9 milljarðar og kostnaður vegna fæð- ingarheimilisins við Eiríksgötu á fyrstu þrem mánuðum síðasta árs 13 milljónir. Rekstrarkostnaðurinn samtals á árinu 1991 var hinsvegar rúmlega 11,4 milljarðar króna. Mismunurinn er 560,8 ntilljónir króna. Raunlækkun um nærri 5%. Við ákvörðun á heildarrekstrarkostnaði vom kostnaðarliðir sem flokkaðir eru sem stofnkostnaður og meiri háttar viðhald hjá spítölunum, einangraðir úr ársreikningum 1991 og 1992 og ekki taldir með í heildar- kostnaði. Þessi kostnaður nam 360,3 milij- ónum króna á árinu 1992. Samsvarandi kostnaður á árinu 1991 nam hinsvegar 512,7 milljónum að teknu tilliti til verð- breytinga. Lækkun kostnaðar milli ára nem- ur þvf 152,4 milljónum króna eða næstum 30%. Hér var fyrst og fremst um að ræða nýbyggingar og endurbyggingar vegna breyttrar starfsemi, t.d. breytingu á legu- deildum Landakots í hjúkmnardeildir á síð- asta ári, og meiriháttar eignakaup. Legudögum fækkaði lítilsháttar Ekki liggur ljóst fyrir að mati Ríkisendur- skoðunar hve mikil þjónusta liggur að baki kostnaðartölum þessum. Á það er hinsvegar bent að bráðabirgðatölur benda til þess. að samanlagður fjöldi legudaga á spítölunum í fyrra var 584.783 dagar, dagdeildir með- taldar en ekki legudagar nýbura. Árið 1991 vom legudagar heldur fleiri, og munar þar 8.832 dögum, eða 1,5%. Framleiðniaukning og lítt breytt þjónusta „Enn sem komið er bendir ekkert til þess að lækkun á framlögum til sjúkrahúsanna Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík: VORSKEMMTUN 2. APRÍL! -Bætt úr samskiptaleysi innan flokksfélaganna í Reykjavík. Vorskemmtun með óvœntri uppákomu og miðnœtursnarli ásamt Ossuri Skarphéðinssyni sem veislustjóra. Háværar raddir innan Alþýðuflokksins hafa á stundum kvartað ótæpilega yfir sam- skiptaleysi innan hans og jafnvel hefur ver- ið gengið svo langt að kalla flokksmenn í Reykjavík „mannafælur“. Meðlimum í full- trúaráði Alþýðuflokksfélaganna í Reykja- vík höfðu borist þessar sögusagnir til eyma, trúðu þeim tæplega en skipuðu þó skemmti- nefnd til að rannsaka málið. Til að gera langa sögu stutta þá reyndist því miður nokkur fótur vera fyrir áður- nefndum sögusögnum. Ákváðu þá skemmtinefndarmeðlimir að umsvifalaust yrði að kveða þennan leiða orðróm niður og vorskemmtun ein feikna glæsileg var skipu- lögð „med det samme"... Þess ber að geta að þegar nefndin fór af stað í upphafi voru henni lagðar línumar um að gæta fyllsta aðhalds við skipulagsstörfm. Aðaláherslan var því ekki lögð á fínan veislumat heldur eitthvað með öllu liðlegra yfirbragði og virðist vel hafa tekist til með þá fyrirætlan. Dagsetning vorskemmtun- arinnar var ákveðin föstudagurinn 2. apríl og mun gleðin hefjast klukkan 22:00. Rúmgóður og bjartur salur var tekinn á leigu í Brautarholti 26, Reykjavík og eld- hress hljómsveit pöntuð til að leika íyrir dansi. Inn á milli laga verða síðan flutt skemmtiatriði sem flokksfélagar af húmo- ríska taginu hafa umsjón með. Alþýðublað- inu hefur ennfremur heyrt þess getið á skot- spónum að hinir mjög svo „leyndardóms- fullu englakroppar Alþýðuflokksins" mæti í fullum herklæðum á staðinn og ef satt reynist þá verður þar sjón sögu ríkari. Össur Skarphéðinsson verður veislustjóri á vorskemmtun Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík, sem haldin verður föstudaginn 2. apríl. Allar veitingar verða því sem næst á kostnaðarverði og er Ijúffengt miðnætur- snarl innifalið í miðaverðinu sem reynt var að halda í lágmarki. Þegar allt saman var smollið saman var ekki annað eftir en að finna veislustjóra. Valdist til þess erfiða verks hinn góðkunni formaður þingflokks jafnaðarmanna..., enginn annar en Össur Skarphéðinsson. Að lokum má geta þess að Alþýðu- flokksfólk h vaðanæva af landinu er að sjálf- sögðu velkomið og miðana á þessa vor- skemmtun Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík má nálgast á skrifstofu Alþýðu- flokksins. Athugið að fjöldi seldra miða er takmarkaður þannig að vissara er að nálgast einn (eða fleiri) slíkan í tæka tíð. Fyrir skemmtuninni standa eftirtalin flokksfélög: Alþýðuflokksfélag Reykjavík- ur, Kvenfélag Álþýðuflokksins í Reykja- vík, Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og sfðast en alls ekki síst þeir sem landið munu erfa: Félag ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík. „Ákváðu þá skemmtinefndarmeðlimir að umsvifalaust yrði að kveða þennan leiða orðróm niður og vorskemmtun einfeikna glœsileg var skipulögð „meddet samme“...“ þriggja haft haft í för með sér verulega breytingu á þjónustu við sjúklinga al- mennt“, segir í greinargerð Ríkisendurskoð- unar. „Ymsar upplýsingar benda til þess að um nokkra framleiðniauknngu sé að ræða. Þó skal á það bent að ekki liggur fyrir hvort eða að hve miklu leyti aðgerðum eða annarri þjónustu hefur verið beint til annarra sjúkra- stofnana eða læknastofa". Biðlistarnir hafa styst Þá er bent á í greinargerð Ríkisendur- skoðunar að biðlistar séu nánast óbreyttir eða jafnvel heldur styttri á flestum deildum þar sem biðlistar eru á annað borð skráðir. Sem dæmi er tekið að 104 hafi verið á biðl- ista Borgarspítala vegna gerviliðaaðgerða á bæklunardeild í árslok 1991, en 103 í árslok 1992. Sjötíu einstaklingar biðu eftir hjarta- aðgerð i árslok 1991, - en 48 í árslok 1992. Aðalfundur ÍSLANDSBANKI Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1993 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 29. mars 1993 og hefst kl. 16:30. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. ■ Tillaga til breytinga á samþykktum varöar 20. gr. og er svohljóðandi: “Stjórn bankans sem í samþykktum þessum nefnist bankaráð, skipa 7 menn ogjafnmargirtil vara. Þeir sem gefa kost á sér til setu í bankaráði skulu tilkynna þaö skriflega til bankaráös eigi síðar en þremur virkum dögum fyrir upphaf aöalfundar. Stjórnin skal kosin hlutfallskosningu á aðalfundi ár hvert. Aðalmenn skulu kosnir fyrst en varamenn síðan. Varamenn skulu taka sæti í forföllum aðalmanna þannig að sá sem flest atkvæöi fær tekur fyrst sæti og síðan koll af kolli. Sé ekki unnt að gera upp á milli varamanna eftir atkvæöum skulu aðalmenn tilnefna varamenn sem taki sæti þeirra við forföll og 1 hvaða röð. Hlutfallskosningin er án listaframboðs. Hún skal fara þannig fram að nöfnum allra frambjóðenda er raöað á einn atkvæðaseðil. Hver hluthafi má greiöa frá einum og upp í sjö mönnum atkvæði. Atkvæða- magni sínu má hann skipta í þeim hlutföllum sem hann vill milli frambjóðendanna. Skipti hann því ekki sjálfur skal það skiptast jafnt á milli þeirra sem hann kýs." ■ Atkvæðaseðlar og aðgöngumiöar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboösmönnum þeirra í íslandsbanka, Ármúla 7 (3. hæð), Reykjavík, 24., 25. og 26. mars kl. 9:15 -16:00, sem og á fundardegi kl. 9:15 - 12:00. ■ Ársreikningur félagsins fyrir áriö 1992 sem og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama staö og tíma. ■ Hluthafar eru vinsamlegast beðnir aö vitja atkvæðaseðla og aðgöngumiöa sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Reykjavík, 23. mars 1993 Bankaráö íslandsbanka hf. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.