Alþýðublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. mars 1993
7
Atvinnulausum unglingum hjálpað
Af götunni í vinnu
Rœtt við Grétar Þór Eyþórsson og Markús Guðmundsson um starfsþjálfun ogfrœðslu fyrir atvinnulaus ungmenni
Starfsmenn Iþrótta- og tómstundaráðs, Grétar Þór Eyþórsson og Markús H. Guðmundsson,
segja að starfsþjálfun og fræðsla atvinnulausra unglinga hafi þegar skilað árangri. í baksýn má
sjá leiðbeinanda og nemendur í skyndihjáip.
Atvinnuleysi hefur farið vaxandi í
Reykjavík, eins og annarsstaðar á land-
inu. Sá hópur sem of lítill gauntur hefur
verið gefinn eru atvinnulausir unglingar
á aldrinum 16 til 20 ára, en það eru þeir
sem hafa flosnað upp frá námi og fá ekki
aðgang að vinnumarkaðnum. Áætla má
að um 500 ungmenni gangi aðgerðalaus
um götur borgarinnar og því er forvitni-
legt að vita hvort eitthvað sé í boði fyrir
þetta unga fólk sem gæti bætt þeirra
stöðu. Við lögðum því Ieið okkar í Hitt
Húsið (Gamla Þórscafé) þar sem Reykja-
víkurborg rekur miðstöð fyrir unglinga.
Þar urðu fyrir svörum Markús H. Guð-
mundsson og Grétar Þór Eyþórsson
starfsmenn íþrótta og tómstundaráðs.
Glæpum fjölgar
Markús: Þetta vandamál kom auðvitað
inn á okkar borð þegar atvinnuleysið fór að
aukast jafn mikið og raun ber vitni og okkur
fór auðvitað að gruna að ástandið væri hvað
verst hjá því fólki sem hefur minnstu reynsl-
una á vinnumarkaðnum, þ.e.a.s. ungmenn-
um á aldrinum 16 til 20 ára. Þetta kemur
nteðal annars fram í auknum innbrotum og
glæpum af ýmsum toga, mikið er 'af líkam-
legu ofbeldi og það er verið að ræna gamlar
konur. Aukning á slíkum afbrotum segir
okkur auðvitað að eitthvað sé að. Þannig
kemur þetta mál inn á borð stjómvalda og
það var alveg greinilegt þegar við fórum að
nefna hugmyndir til lausnar, í desember sfð-
astliðnum, að þá tóku borgaryfirvöld mjög
fljótt við sér.
Um 500 atvinnulausir
Grétar: Það er greinilega mikil þörf á að
gera eitthvað í málinu því hópurinn er stærri
en menn gmnar. Það er að vísu mjög erfitt
að fá nákvæmar tölur um fjölda atvinnu-
lausra. Bæði er það að gögnin urn þá sem
em skráðir eru ekki mjög aðgengileg og svo
líka að það er sennilega meirihlutinn sem
ekki er á skrá. Ég hef þannig upplýsingar
um 200 atvinnulausa á aldrinum 16-20 ára
sem eru á skrá hjá borginni, en sé hins veg-
ar tekið mið af vinnumarkaðskönnun Hag-
stofunnar þá lætur nærri að þetta séu um 500
ungmenni. Þetta segir okkur að u.þ.b. 60-
65% af þessu fólki er án atvinnuleysisbóta.
í felum
Nú liefði maður haldið að langflestir á
þessum aldri vœru í skóla, hvaða hópur er
þetta sem þið eruð að fást við?
Markús: Þetta em að langmestu leyti
unglingar sem hafa flosnað upp frá námi eða
hafa hreinlega aldrei ætlað sér lengra í námi.
Mjög margir em að vísu búnir með eina eða
tvær annir í framhaldsskóla og vita ekki al-
mennilega hvað þeir vilja. Maður verður
alltof mikið var við að þessir krakkar em
hreinlega í felum í heimahúsum, þeir hafa
misst allan áhuga á að bjarga sér og jafnvel
misst alla von um framtíðina. Mér finnst
þessi óvirki hópur mjög skrítinn. Það em
unglingar sem virðast bara hanga heima og
horfa á vídeó, gera ekki neitt og vilja ekki
gera neitt. Skammast sín kannski fyrir að
vera hvorki í skóla né að vinna.
Grétar: Það má svo auðvitað skjóta því
að hér að skólakerfið hentar einfaldlega ekki
öllum. Við vitum það meðal annars að hing-
að til hefur allt of mikið verið keyrt inn á
bóklegt nám og stúdentspróf. Þetta hentar
bara ekki öllum og því má spyrja sig að því
hvort það sé ekki að koma í ljós núna að
skólakerfið sé á rangri braut. Það er öllum
beint í bóklega námið og krakkamir halda
hópinn inn í framhaldsskólana, og svo detta
sumir út eftir kannski eitt ár með nánast ekki
neitt í höndunum.
30 unglingum boðið starf
Hvaða hjálp hafið þið verið að veita,
hvað getið þið gert fyrir atvinnulausa ung-
linga?
Markús: í desember síðastliðnum
ákváðu borgaryfirvöld sérstaka fjárveitingu
sem gefur 30 atvinnulausum ungmennum
kost á vinnu í fjóra mánuði. Skilyrðið fyrir
að fá þessa vinnu var háð því að þeir sæktu
starfsþjálfunamámskeið sem tók hálfan
mánuð. Við undirbjuggum þetta mjög vel,
sendum öllum bréf og hringdum einnig.
Unglingamir komu í viðtal til okkar þar sem
við fengum upplýsingar um þeirra persónu-
legu hagi og áhugamál, og hlustuðum á ósk-
ir þeirra um störf. Eftir námskeiðið fóru þau
síðan að vinna á félagsmiðstöðvum, skíða-
svæðum, sundlaugum og íþróttahúsum á
vegum borgarinnar, sem eru undir stjóm
fþrótta- og tómstundaráðs. Þau verða í
vinnu út aprílmánuð og fá um 50.000 krón-
ur í laun á mánuði.
Góð reynsla
Hvernig hefurþetta reynst?
Markús: Það er skemmtilegt að segja frá
því að þessir unglingar hafa reynst mjög vel
í vinnu og það sem meira er að líklega fá
tveir eða þrír fasta ráðningu við félagsmið-
stöðvar í borginni. Við erum því mjög
ánægðir með árangurinn, en það væri auð-
vitað betra ef hægt væri að ráða fleiri í fast
starf með því að veita meiri peningum í
íþróttageirann til dæmis.
Við höfum semsagt fundið þarna mjög
hæfa einstaklinga sem sumir hverjir eru
að fá sína fyrstu starfsreynslu og fá því
gott veganesti fyrir framtíðina. Ungling-
arnir fá því reynslu sem gæti hjálpað
þeim við að fá störf annarsstaðar og við
gefum þeim auðvitað meðmæli ef þess er
óskað. En svo eru aðrir sem þurfa félags-
lega aðstoð og þurfa að vera áfram í
vernduðu umhverfi.
Grétar: Það sem er líka mikilvægt er að
þessi starfstími hjá borginni veitir þeim
einnig rétt á atvinnuleysisbótum eftir á; ef
þau fá ekki vinnu í framhaldi af þessu. Það
eru bætur sem þau fengju annars ekki.
En þetta er sem sagt mjög blandaður hóp-
ur, allt frá því að vera nánast beint af göt-
unni og upp í ofvemduð mömmuböm. Þau
þurfa því mjög mismunandi aðstoð og við
getum auðvitað ekki sinnt öllum alveg full-
komlega. Við reynum hins vegar að koma
þeim inn á réttar brautir og benda þeim á þá
aðila sem geta hjálpað. Það er til dæmis
mjög áberandi að ungt fólk í dag veit lítið
sem ekkert um rétt sinn og hvað þeim yfir-
höfuð stendur til boða. Það þarf að koma
þessum upplýsingum til þeirra. Þau vita t.d.
ekkert um atvinnuleysisbætur eða rétt sinn í
verkalýðsfélögum og það er því eitt af verk-
efnum atvinnuráðgjafans hér að veita þessa
aðstoð.
Svört vinna
Það hefur mikið verið talað um unglinga
( svartri vinnu og jafnvel fólk sem er að
svindla á bótakeifmu, verðið þið varir við
þetta?
Markús: Því er ekki að neita að við verð-
um nokkuð mikið varir við þetta. Ungling-
amir em mikið í íhlaupavinnu, svartri vinnu,
t.d. á veitingahúsum, skyndibitastöðum og
sjoppum. Það kom t.d. í ljós þegar ég var að
hafa upp á þessu fólki í desember að sumir
höfðu ekki tíma til þess að vera á námskeið-
inu vegna þess að það var svo mikið að gera
hjá þeim í vinnu út í bæ, en samt var það á
atvinnuleysisskrá. Við höfum hins vegar
ekkert vald eða eftirlitshlutverk til að taka á
þessari misnotkun. Við getum auðvitað bent
ráðningarskrifstofunni á þetta, en við getum
ekki sett nein skilyrði og sagt, annað hvort
tekur þú þessa vinnu eða verður tekinn út af
skrá. Það er þvf miður þannig að sumir
þiggja bætur án þess að vera atvinnulausir.
Lykilinn að vinnu?
Hvað er framundan í starfsþjálfun og
frœðslu hjá Iþrótta og tómstundaráði?
Grétar: Við reynum að taka á þessu á
þann þátt að skapa einhvem fastan punkt í
tilveruna fyrir unglingana. Við emm því
með nokkur námskeið í gangi núna þar sem
þeir fá einhverja hagnýta þekkingu og geta
jafnframt sinnt áhugamálum sínum.
Við auglýstum nokkuð mörg námskeið
og sendum bréf til þeirra sem em á atvinnu-
leysisskrá. Viðbrögðin voru mjög góð og
núna em hjá okkur um 90-100 manns á átta
námskeiðum. Valið er mjög fjölbreytt þar
sem við bjóðum upp á t.d. skyndihjálp, köf-
un, leiklist, myndbandagerð, ljósmyndun oa
útvarpsþáttagerð. Þó við eigum kanski ekð’'
von á að koma fólki að hjá fjölmiðlunum, þá
getur t.d. námskeið í skyndihjálp gert úts-
lagið með vinnu við sundlaugarbakka. Oll
þekking kemur því að gagni og við verðum
að benda unga fólkinu á hvemig sé hægt að
nota hana.
Það er því ljóst að bæði þörfin og þátttak-
an er mikil. Þetta skilar ábyggilega árangri
þegar til lengri tíma er litið og kentur ömgg-
lega í veg fyrir frekari skemmdir á þessu
unga fólki. Við verðum að gera okkur grein
fyrir að 16-20 ára gamalt fólk em verðmæti
og við megum ekki láta það grotna niður.
Atvinnuleysi er nýtt vandamál á Islandi og
við verðum að þreifa okkur áfram í því að
reyna að leysa það. Margt bendir til þess að
við verðum hins vegar að búa við atvinnu-
leysi áfram þótt það sé óæskilegt. Það verð-
ur því að byggja upp kerfi sem auðveldar
okkur að búa við atvinnuleysi, þessi starfs-
þjálfun og fræðsla fyrir unglinga er hluti af
því.
Þafi eru verðmæti í 16-20 ára gömlu fólki og því megum vifi ekki láta það grotna niður, segir m.a.
í viðtalinu.
Hvítir englar og aðrar
Alþýðuflokkskonur!
Páskafundur okkar verður haldinn í Litlu Brekku (við
hliðina á Kornhlöðunni) miðvikudagskvöldið 31. mars
1993, kl. 19-21.
Athugið breyttan fundarstað og fundartíma.
Á fundinum verða bæði á dagskrá, mannréttindamál
og skemmtiefni:
3J3H9W5Q4Z4S
2E9D2Y4U2C4S
2V7X1Ð2W5Y86K
2K5W6Ð0X2Y2B
„Orð án hugsana, ná ekki til himins.”
Stjórnin
Samband ungra jafnaðarmanna
BJÓRKVÖLD
í KÓPAVOGI!
Dagsetning:
Föstudagskvöldið 26. mars, klukkan 21:00
Staður:
Hamraborg (félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Kópavogi)
Ungir jafnaðarmenn, nú fjölmennum við í Kópavoginn á
föstudagskvöldið og skemmtum okkur ærlega saman.
Tilefnið er ekkert og þannig á það að vera...
Skyldumæting fyrir fólk sem
gegnir embættum innan SUJ!
Ýmsar óundirbúnar uppákomur
& fjöldi leynigesta.
Skiljið samkvæmisklæðnaðinn
eftir heima.
Skemmtinefndin.