Alþýðublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. mars 1993 við. Af eðlilegum ástæðum eru verkefni seðlabanka á sviði peningamála og hallast nú margir fræðimenn og stjómvöld erlendis að því að binda verkefni þeirra við það svið og efla þess vegna stjómtæki þeirra og sjálfstæði til að ná settum markmiðum. Jafnframt hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að stöðugleiki í verðlags- og gengismálum sé mikilvægt skilyrði hagvaxtar og hagsældar. Æ fleiri halda fram þeirri skoðun að það sé aðeins tímabundinn ávinningur af því að auka nýtingu á framleiðslugetu atvinnuveg- anna með örvandi aðgerðum á sviði pen- inga- og gengismála. Þegar til lengri tíma sé litið hafi aðgerðir af þessu tagi takmörkuð áhrif á hagvöxt og hagsæld en geti hins veg- ar leitt til aukinnar verðbólgu. Með hliðsjón af því, sem hér hefur verið rakið, er í þessu fmmvarpi lagt til að mark- mið Seðlabankans verði einfölduð vemlega og honum falið það eitt meginmarkmið að varðveita verðgildi íslenska gjaldmiðilsins og stuðla að stöðugu verðlagi. Jafnframt er lagt til að sjálfstæði bankans til að móta og hrinda í framkvæmd stefnu í peningamál- um verði aukið vemlega frá því sem nú er. I þessu felst m.a. að beiting á stjómtækjum bankans er ekki háð samþykki ríkisstjómar. Jafnframt er lagt til að brott falli núgildandi ákvæði um að bankastjóm Seðlabankans skuli telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því að sú stefna sem ríkisstjómin markar nái tilgangi sínum. Áfram verður hins vegar gert ráð fyrir nánu samráði milli þessara aðila enda er slíkt samráð til þess fallið að tryggja samræmda efnahagsstjóm í landinu. Með þessari tillögu er verið að gera bankann sjálfstæðari. Ég ítreka að hér er fyrst og fremst um að ræða aukið sjálf- stæði gagnvart ráðherra og ríkisstjóm. Bankinn ntun eftir sem áður lúta valdi Al- þingis, annars vegar vegna löggjafarvalds þess og hins vegar vegna bankaráðsins sem kjörið er af Alþingi. Auk fyrrgreinds meginmarkmiðs er í frumvarpinu lagt til að Seðlabankanum verði sett þrjú undinnarkmið. / fyrsta lagi áð stuðla að virkri og ör- uggri staifsemi á fjármagnsmarkaði. Það er Ijást að aukið frjálsrœði á fjármagns- markaði eykur þær hœttur sem starfsemi fjármálastofhunar eru samfara. Mikilvœg- ur þáttur á þessu sviði er eftirlit með staif- semi fjármálastofnana í þeim tilgangi að vernda liag neytenda og fjáifesta. Lagt er til að Seðlabankanum verði áframfalið að hafa eftirlit nteð staifsemi fjármálastofn- ana. I öðru lagi er Seðlabankanum falið að varðveita nœgjanlegan gjaldeyrisvarasjóð til þess að greiða fyrir fi jálsum viðskiptum við önnur lönd og treysta með þvífjárhags- legt sjálfstœði þjóðarinrtar. I þriðja lagi er lagt til að bankanum verði falið að stuðla að greiðri, htagkvœmri og öruggri greiðslumiðlun í landinu og við önnur lönd. Hér er um mikilvœgt verkefni að rœða sem eðlilegt er að fela Seðlahank- anum í Ijósi einkaréttar hans til jiess að gefa út seðla og mynt. Vaxtaíhlutun í núgildandi seðlabankalögum eru, eins og ég hef þegar nefnt, ákvæði sem heimila Seðlabankanum undir vissum kringum- stæðum að hlutast til um vaxtaákvarðanir innlánsstofnana og ávöxtunarkröfu og ann- að endurgjald eignarleigufyrirtækja, verð- bréfafyrirtækja og verðbréfasjóða. Nú er lagt tií að íhlutunarákvæði af því tagi falli brott. Fyrir því eru einkum tvenns konar rök: í fyrsta lagi hefur ákvæðinu ekki verið beitt hingað til þrátt fyrir nær stöðugar deil- ur um raunvexti hér á landi samanborið við raunvexti erlendis. I öðm lagi hefur ákvæði af þessu tagi ekkert gildi þegar gjaldeyrishöft einangra ekki lengur innlendan fjármagnsmarkað frá erlendum. Eftir setningu nýrra laga um gjaldeyrismál í nóvember sl. og gildistöku nýrra gjaldeyrisreglna á grundvelli þeirra er ljóst að síðustu gjaldeyrishömlumar falla úr gildi í náinni framtíð. Þess er því ekki langt að bíða að einangrun innlends fjármagns- markaðar verði að fullu rofin. Þróun innlends íjármagnsmarkaðar hefur á undanfömum ámm leitt til þess að nær ókleift er fyrir Seðlabankann að hlutast til um vexti á markaðinum með beinum fyrir- mælum. Ástæða þess er aukið vægi verð- bréfaviðskipta þar sem ávöxtunarkrafa kemur í stað formlegra vaxta. Þrátt fyrir heimild Seðlabankans í núgildandi seðla- bankalögum til að hlutast til um ávöxtunar- kröfuna sýnir reynslan að ákvæðið er í reynd óframkvæmanlegt. Grípi Seðlabank- inn til þess ráðs að hlutast til um vaxta- ákvarðanir innlánsstofnana er næsta víst að fjármagn leiti frá innlánsstofnunum yftr á þann hluta fjármagnsmarkaðarins þar sem erfiðara er að beita slíkri beinni fhlutun. Þróun innlends fjármagnsmarkaðar og þær breytingar, sem lagðar em til með þessu frumvarpi, leiða hins vegar til þess að möguleikar Seðlabankans aukast til að hafa BOi: ivimiop ' mvm íuv.:” tv • v áhrif á vaxtaþróun með óbeinum hætti, fyrst og fremst með viðskiptum á verð- bréfamarkaði. Loks skal á það bent að ákvæði þess efn- is, að unnt sé að hlutast tii um vaxtamun innlánsstofnana, lýtur fremur að samkeppn- is- og neytendamálum en peningamálum og samræmist ekki vel því hlutverki Seðla- bankans að móta og framfylgja stefnu í peningamálum. Hin nýju samkeppnislög, sem sampykkt vom á Alþingi í gær, eiga að tryggja að eftirlit sé haft með því hvort um óeðlileg samtök eða samþjöppun valds sé að ræða á þessu sviði viðskiptalífsins eins og öðram. Stjórntæki. Til að ná markmiðum sínum í peninga- málum er lagt til að stjómtæki hans verði efld veralega frá því sem nú er. Stjómtæki bankans hafa á undanfömum árum einkum verið bindiskylda og lausafjárkvöð en í minna mæli vextir í eigin viðskiptum og kaup og sala á verðbréfum á markaði. Síð- astnefndi þátturinn hefur þó eflst mjög að undanfömu. Samkvæmt frumvarpinu verða helstu stjómtæki bankans í framtíðinni bindiskylda, kaup og sala verðbréfa, útgáfa eigin verðbréfa og ákvörðun vaxta í eigin viðskiptum. Hins vegar er lagt til að ákvæð- um um laust fé innlánsstofnana verði breytt á þann veg að það þjóni sínum eiginlega og upphaflega tilgangi, þ.e. að tryggja að inn- lánsstofnanir hafi jafnan yftr nægu fé að ráða til að mæta úttektum, og verði því ekki eitt af stjómtækjum bankans f peningamál- um í framtíðinni. Ég ítreka að það verður bankans sjálfs að móta nánari reglur um beitingu stjómtækja sinna án atbeina ríkis- stjómar. Þetta er auðvitað liður í því að efla sjálfstæði bankans. Lánafyrirgreiðsla Ég bendi á að í 11. gr. frumvarpsins, þar sem kveðið er á um lánveitingar til þeirra stofnana sem era í innlánsviðskiptum við bankann, er að fínna mikilvæga breytingu frá gildandi seðlabankalögum. Skv. grein- inni verður bankanum heimilt að veita lána- stofnunum lán, þótt fyrir þeim séu ekki endilega fullgildar, venjulegar tryggingar, þegar sérstaklega stendur á í þeim tilgangi að varðveita traust á fjármálakerfi landsins, þ.e.a.s. til að firra fjármálakerfið áhættu. í núgildandi lögum er einungis heimilt að veita slík lán ef hefðbundnar tryggingar era fullgildar. Hér er um að ræða öryggis- ákvæði sem vonandi þarf sjaldan eða aldrei að beita en ákvæði af þessu tagi er nauðsyn- legt til að geta forðað keðjuverkandi áhrif- um á fjármagnsmarkaðnum við óvænt áföll. Þessa heimild má bankinn hins vegar ekki nýta án samþykkis ráðherra enda um slík undantekningartilvik að ræða að eðli- legt er að fleiri komi að þeirri ákvörðun en bankinn einn. Eitt af mikilvægustu ákvæðum frum- varpsins fjallar um lánafyrirgreiðslu bank- ans við opinbera aðila. Beinn aðgangur rík- issjóðs að skammtímalánum í Seðlabank- anunt hefur á undanfömum árum verið eitt af meginvandamálunum í stjóm peninga- mála. Sjálfdæmi ríkissjóðs um lántökur í bankanum í formi yfirdráttar á reikningum sínum hefur gert Seðlabankanum erfitt fyr- ir að reka sjálfstæða stefnu í peningamál- um. Reynslan bæði hér á landi og annars staðar sýnir greinilega að nauðsynlegt er að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á markaði utan seðlabanka. Með þeirri aðferð er dreg- ið úr sveiflum í peningaframboði og seðla- bankinn kemst í þá aðstöðu að geta vegið og metið hvort hann skuli auka eða minnka lausafé á markaðinum með kaupum og sölu á verðbréfum í ljósi markmiðanna í pen- ingamálum. I framvarpinu er lagt til að bankanum verði ekki heimilt að lána ríkis- sjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum, eins og ég hef þegar lýst. í ákvæði til bráðabirgða er lagt til að ríkissjóður geti fengið takmarkaða fyrirgreiðslu á þessu ári. Með því er í raun verið að staðfesta þá breytingu sem orðið hefur á fyrirgreiðslu bankans við ríkissjóð, fyrst á grandvelli samnings frájúní 1992 og síðan nýs samnings sem gerður var fyrr í þessari viku og frá hefur verið skýrt í fjöl- miðlum. Sú breyting hefur þar nteð orðið að ríkissjóður mætir nú tímabundinni fjár- þörf sinni með sölu markaðsverðbréfa í stað þess að yfirdraga reikninga sína í Seðla- bankanum. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast í nágrannaríkjunum. Reynslan af þessu fyrirkomulagi er góð og engin ástæða til að ætla annað en svo verði áfram. Ég bendi jafnframt á að samkvæmt framvarp- inu er Seðlabankanum heimilt að kaupa verðbréf ríkissjóðs á markaði. Með því móti getur hann komið í veg fyrir óæskileg- ar skammtímasveiflur í vöxtum sem rekja mætti til sveiflna í skammtímafjárþörf rík- issjóðs. Gengismál Ákvæði frumvarpsins um gengismál og erlend viðskipti fela ekki í sér grundvallar- breytingar frá núgildandi lögum eftir að þeim var breytt í fyrra. Bankinn ákveður að fengnu samþykki ríkisstjómarinnar hvemig gengi krónunnar gagnvart erlendum gjald- miðlum skuli ákveðið. Talið er eðlilegt að ríkisstjómin hafi lokáorðið í svo veiga- miklu máli sem er nátengt almennri efna- hagsstjóm. Þá hefur bankinn fullar heimild- ir til að skipuleggja gjaldeyrismarkað, eins og ég hef þegar nefnt. Af öðram atriðum nefni ég að lagt er til að gleggri skil verði milli seðlabankalaga annars vegar og laga um gjaldeyrismál hins vegar. Því er lagt til að ákvæði um gjaldeyr- isverslun og eftirlit með henni falli brott enda er ákvæði þar að lútandi að finna í lög- um um gjaldeyrismál sem Alþingi sam- þykkti í nóvember sl. Bankaeftirlit í þessu framvarpi er lagt til að starfsemi bankaeftirlitsins verði efld og staða þess í stjómskipulagi bankans gerð skýrari en nú gildir. Samkvæmt núgildandi seðlabanka- lögum er bankanum falið að hafa eftirlit með því að innlánsstofnanir hagi starfsemi sinni í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sem hverju sinni gilda um starf- semi þeirra. I sérlögum hefur Seðlabankinn jafnframt fengið það verkefni að hafa eftir- lit með öðram stofnunum en innlánsstofn- unum, þ.e. eignarleigum, verðbréfafyrir- tækjum og verðbréfasjóðum, auk þess sem honum hefur verið falið að setja reglur um gerð og endurskoðun á ársreikningum líf- eyrissjóða. Nú er lagt til að eftirlit Seðlabankans nái í rauninni til allra stofnana og fyrirtækja sem starlá á fjármagnsmarkaði og veita al- menningi og fyrirtækjum fjármálaþjónustu. Þar er einkum um að ræða banka, spari- sjóði, fjárfestingarlánasjóði, eignarleigufyr- irtæki, verðbréfafyrirtæki, verðbréfasjóði, lífeyrissjóði og tryggingarfélög. Hins vegar er tekið fram í greininni að Seðlabankinn hafi því aðeins eftirlit með starfsemi þess- ara stofnana og fyrirtækja að eftirlitið sé ekki öðram falið með sérstökum lögum. Þetta þýðir t.d. að eftirlit með tryggingar- starfsemi tryggingarfélaga heyrir ekki und- ir bankaeftirlitiö. Þá felst í greininni að bankaeftirlitinu ber að hafa eftirlit með nýrri starfsemi á Ijánnagnsntarkaði, sem upp kann að koma, þó svo að sérstök lög hafi ekki verið sett um hana. Þetta er mikil- vægt í ljósi þess að þróun á fjármagnsmark- aði er ákaflega ör og hefur iðulega verið nokkuð á undan löggjafanum. Tillögureru gerðar unt breytingar á skip- un forstöðumanns bankaeftirlitsins. Lagt er til að hann verði ráðinn af bankaráði sam- kvæmt tillögu bankastjómar. Skv. gildandi lögum er hann skipaður af ráðherra. Er þetta bæði liður í því að auka sjálfstæði bankans og að skerpa ábyrgðarsvið og stjómskipulag innan hans. Alþjóðasamstarf Seðlabankinn hefur frá upphafi farið með tengsl Islands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og leggur fram fjárframlög Islands til sjóðs- ins samkvæmt reglum og ákvörðunum hans og að fenginni heimild Alþingis hverju sinni. Þessi fjárframlög greiðast því ekki úr ríkissjóði. Þá hefur bankinn tekið þátt í samstarfi seðlabanka, bæði hinna norrænu og innan Alþjóðlega greiðslubankans í Ba- sel í Sviss, en sá banki er í eigu seðlabanka iðnríkjanna, m.a. Seðlabanka íslands. Þá hefur bankinn einnig, ásamt fulltrúum ým- issa ráðuneyta og stofnana, tekið þátt í starfi Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þessi þáttur í starfi seðlabanka verður stöðugt mikilvægari með opnun fjánnagnsmarkaða unt allan heim. I frumvarpinu er gerð tillaga urn ótvíræð- ar heimildir Seðlabankans til að eiga aðild að öðrum alþjóðlegum stofnunum en Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum en ákvæði núgild- andi laga er bundið við þá stofnun. Slík að- ild verður þó að samræmast hlutverki bank- ans sem Seðlabanka. Einnig era í framvarp- inu ákvæði sem heimila bankanum að taka þátt í samstarfi erlendra seðlabanka og al- þjóðlegra stofnana sem felast í því að gerð- ir eru tvíhliða eða marghliða samningar um gagnkvæm lánsréttindi, þ.e. að einn geti fengið lán hjá öðram ef gjaldeyrisvarasjóð- urinn rýmar. Slíkir samningar verða mikil- vægari þegar gjaldeyrishömlur hverfa og gengi ræðst af framboði og eftirspum á markaði. Þess má geta að nýr samningur af þessu tagi milli norrænu seðlabankanna tók gildi í upphafi þessa árs. Samkvæmt honum getur Seðlabankinn fengið að láni allt að 200 milljónir ECU eða jafnvirði allt að 15,4 milljarða krónáfrá hinum bönkunum. Stjórnkerfi Ég hef nú farið yfir fjölmargar af þeim efnisbreytingum sem tillögur era gerðar um í þessu framvarpi verði á starfsemi Seðla- bankans. Ég mun nú snúa mér að stjóm- skipulagi hans. Hér er lagt til að bankaráð verði skipað með sama hætti og nú gildir, þ.e. ráðið verði skipað fimm mönnum kjömum af Alþingi til fjögurra ára í senn. í Ijósi þeirrar áherslu sem lögð er á sjálfstæði og fagleg vinnu- brögð er í frumvarpinu lagt til að þess sé gætt við kjörið að bankaráðsmenn hafi víð- tæka þekkingu í efnahagsmálum. Einnig er lagt til að nýr ráðherra geti skipað nýjan for- mann og varaformann bankaráðs kjósi hann það. Þetta er gert til að ávallt ríki sem best samband milli ráðherra og bankaráðs sem ekki er síst mikilvægt í ljósi þess að bein af- skipti ráðherra af ákvörðunum bankans era takmörkuð veralega með frumvarpinu frá því sem nú er. I framvarpinu er lagt til að bankastjórar Seðlabankans verði áfram þrír en að gerð verði breyting á stöðu formanns banka- stjómar og vali bankastjóra. Núgildandi fyrirkomulag er þannig að ráðherra skipar bankastjóra til allt að sex ára að fengnum tillögum bankaráðs. Bankastjóramir velja einn úr sínum hópi sem fonnann banka- stjómar til þriggja ára í senn. I gildandi lög- um er hins vegar ekki kveðið nánar á um hvert hlutverk hans skuli vera. I frumvarpinu er lagt til að stöður banka-, stjóra verði auglýstar lausar til umsóknar. Gerð verði sú krafa að bankastjórar hafi víðtæka þekkingu á peningamálum og öðr- unt sviðum efnahagsmála. Telja verður eðlilegt að gera kröfu af þessu tagi, ekki síst í ljósi hlutverks bankans og tillögu fram- varpsins um sjálfstæði hans til stjómunar peningamála. Að fengnum umsóknum um stöður bankastjóra er gert ráð fyrir að bankaráð greiði atkvæði um umsækjendur. Til þess að ráðherra geti skipað mann bankastjóra verður hann skv. tillögunum í framvarpinu að hafa fengið að minnsta kosti eitt atkvæði í bankaráði. I þessu felst mikilvæg breyting frá núgildandi lagaákvæði sem hefur verið túlkað þannig að ráðherra geti í raun skipað hvem sem er í stöðu bankastjóra án þess að taka tillit til tillagna bankaráðs. Eina skil- yrðið sé að ráðherra hafi tekið við tillögum frá bankaráðinu. Lagt er til að skipunar- tímabil bankastjóra verði sjö ár í stað allt að sex ára samkvæmt núgildandi seðlabanka- lögum. Fastákveðið skipunartímabil skapar að sjálfsögðu ákveðna festu í stjóm bank- ans. í frumvarpinu er lagt til að fomiaður bankastjórnar gegni veigameira hlutverki en samkvæmt gildandi lögum og beinlínis sagt að hann verði helsli talsmaður Seðla- bankans og komi fram fyrir hönd hans. I ljósi aukins mikilvægis þessarar stöðu er lagt til að skipað verði sérstaklega í hana til sjö ára. Til að undirstrika mikilvægi stöð- unnar er lagt til að umsækjandi um stöðuna verði að hafa fengið að minnsta kosti tvö at- kvæði í bankaráði til þess að ráðherra geti skipað hann. Samkvæmt núgildandi seðlabankalögum eru engar takmarkanir á því hversu oft má skipa sama mann í stöðu bankastjóra en víða um lönd gilda takmarkanir á því. Hér er lagt til að meginreglan verði sú að óheimilt sé að skipa sama mann oftar en tvisvar í stöðu bankastjóra. Meginreglan er því sú að enginn geti gegnt slíkri stöðu lengur en í fjórtán ár. Maður sem gegnir stöðu bankastjóra verður að sækja um hana að nýju þegar skipunartímabil hans rennur út hafi hann hug á að gegna henni áfram. í frumvarpinu er þó lagt til að skipa megi sama mann í þriðja sinn í stöðu bankastjóra enda sé þá um að ræða skipun í stöðu for- manns bankastjómar og viðkomandi hafi annaðhvort aldrei eða aðeins einu sinni áð- ur gegnt þeirri stöðu. Því er hugsanlegt að sami maður geti gegnt stöðu bankastjóra í tuttugu og eitt ár samfleytt, þótt það verði að teljast ólíklegt. Hann gæti gegnt stöðu bankastjóra í eitt skipunartímabil og síðan stöðu formanns bankastjómar í tvö skipun- artímabil eða stöðu bankastjóra í tvö skip- unartímabil og síðan stöðu formanns bankastjómar í eitt skipunartímabil. Einnig geta komið upp tilvik þar sem sami maður er skipaður þrisvar sinnum en gegnir þó starfinu í skemmri tíma samfleytt en í tutt- ugu og eitt ár. Það gæti gerst með þeim hætti að starfandi bankastjóri sækti um og væri skipaður í stöðu formanns banka- stjómar áður en sjö ára skipunartímabili hans væri lokið. Þessar reglur sem ég nú hef lýst era að sjálfsögðu mikil þrenging á valdi ráðherra við val á seðlabankastjórum og era raunar eðlilegar í ljósi tillagna framvarpsins um aukið sjálfstæði bankans. Samanburður við seðlabankalöggjöf annarra þjóða. Við samningu frumvarpsins vora gild- andi lög um seðlabanka í flestum iðnríkj- anna könnuð vandlega, þ.á m. á hinum Norðurlöndunum, auk stofnskrár hins áformaða, sameiginlega seðlabanka Evr- ópubandalagsins. Þá vora yfirfamar margar greinargerðir alþjóðastofnana og fræði- manna um starfsemi seðlabanka. Nefndin, sem undirbjó þetta framvarp, tók til sér- stakrar athugunar atriði eins og 1. markmið og hlutverk seðlabanka, 2. stjórntœki ípeningantálum, 5 3. stjórnskipulag, 4. verkaskiptingu bankaráðs og hanka- stjóra, 5. tengsl seðlabanka við ríkisstjórn, ó.fyrirgreiðslu við ríkissjóð og 7. hvort og hvernig seðlabanki hafi banka- ejtirlit með höndum. I ljós kom að lög um seðlabanka í iðn- ríkjunum geta ekki verið einhlít fyrirmynd um efnisatriði í lögum um Seðlabanka ís- lands. Þó má draga þá ályktun af nýlegum lögum á Nýja- Sjálandi, stofnskrá hins sam- eiginlega seðlabanka Evrópubandalagsins og fyrirliggjandi tillögum að breytingum á lögum um Seðlabanka Kanada að þeirri skoðun vaxi fylgi að æskilegt sé að seðla- banki hafi aðeins eitt meginmarkmið, þ.e. að stuðla að stöðugu verðlagi. Jafnframt er reynt að tryggja í fyrrgreindum lögum, stofnskrá og lagadrögum að bankinn geti mótað stefnu sína í peningamálum og beitt þeim stjómtækjum, sem hann hefur yfir að ráða, án afskipta ríkisstjómar. Seðlabanki Danmerkur („Danmarks Na- tionalbank") starfar skv. lögum frá 1942. Skv. lögunum hefur bankinn það hlutverk að viðhalda öraggu fjármálakerfi í landinu og greiða fyrir greiðsíumiðlun og lánastarf- semi. I Finnlandi („Suomen Pankki“) gilda að stofni til lög frá 1925 um seðlabankann. Skv. þeim er bankanum ætlað að viðhalda stöðugu og traustu peningakerfi og tryggja lipra greiðslumiðlun í landinu. I Noregi („Norges Bank") gilda lög frá 1985 og er markmið bankans að stuðla að hagkvæmri greiðslumiðlun í landinu. Hið sama gildir í Svíþjóð („Sveriges Riksbank") þar sem seðlabankinn starfarskv. lögum frá 1988. Á Nýja-Sjálandi („Reserve Bank of New Zea- land“) gilda lög frá 1989. Skv. þeim hefur seðlabankinn það eina markmið að tryggja stöðugt verðlag en ríkisstjóm getur þó ákveðið með sérstökum hætti að bankinn víki tímabundið frá því markmiði. I Þýska- landi („Deutsche Bundesbank") gilda um starfsemi seðlabankans lög frá 1957. Skv. þeim er markmið þýska seðlabankans að < tryggja verðgildi gjaldmiðilsins. Hann skal þó styðja almenna efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar svo framarlega sem það geng- ur ekki gegn meginmarkmiði bankans. Svipað ákvæði er að finna í stofnskrá hins sameiginlega seðlabanka Evrópubanda- lagsins („The European Central Bank“) frá 1991 nema að þar er meginmarkmið bank- ans samkvæmt skilgreiningu í stofnskránni að viðhalda stöðugu verðlagi. Með því að setja seðlabanka það eina meginmarkmið að stuðla að stöðugu verð- lagi er í rauninni verið að gefa stöðugleika í efnahagsmálum vissan forgang. Rökin fyrir því era fyrst og fremst að stöðugt verðlag sé til lengdar lorsenda fyrir því að öðram mik- ilvægum markmiðum verði náð, eins og auknum hagvexti og góðri atvinnu. Rcynsl- an hefur sýnt, bæði hér á landi og erlendis, að til lengri tíma litið er enginn ávinningur af verðbólgu. Það er ekki unnt til lengdar að tryggja hátt atvinnustig og hagvöxt með verðbólgu einni saman. Þvert á móti gerir verðbólga einstaklingum og fyrirtækjum erfiðara um vik að horfa fram á veginn og vinna að ákveðnum framtíðarmarkmiðum sem er forsenda framfara í atvinnumálum. Þá fer mikil orka og lími einstaklinga og fyrirtækja í það að verjast áhrifum verð- bólgu, eins og við íslendingar þekkjum manna best, auk þess sem hún hefur einatt óæskileg áhrif á tekjuskiptingu í jtjóðlélag- inu. Verðlagsmarkmið er í eðli sínu langtíma- markmið. Því er nauðsynlegt að tryggja seðlabanka sjálfstæði til að geta beitt þeim stjómtækjum, sem hann hefur yfir að ráða, til að ná þessu markmiði. Stjómskipulag seðlabanka er með ýms- um og ólíkum hætti í iðnríkjunum. Víða era bankaráðsmenn kosnir af þjóðþingum en annars staðar era þeir skipaðir af ráðherra eða ríkisstjóm. Sums staðar situr banka- stjóri í bankaráðinu, er jafnvel formaður þess. Víðast er einn bankastjóri ásamt ein- um eða fleiri varabankastjórum en einnig þekkjast dærni um fjölskipaðar banka- stjómir, svo sem í Danmörku og Finnlandi. Bankastjórar era ýmist valdir af bankaráði, ráðherra eða ríkisstjóm. I sumum tilvikum er óheimilt að endurskipa bankaráðsmenn og bankastjóra nema í tiltekinn fjölda skiþta en í öðrum tilvikum era engar slíkar tak- markanir og bankastjórar jafnvel ráðnir til óákveðins tíma. Sums staðar tekur banka- ráð ákvarðanir um beitingu helstu stjóm- tækja bankans í peningamálum en annars staðar er valdið í höndum bankastjóra. í sumum ríkjum er seðlabanka bannað að veita ríkissjóði lán. í öðram ríkjum eru sett- ar einhverjar skorður við lánum til ríkis- sjóðs og í enn öðram gilda engar takmark- anir á þessu sviði. Það er mála sannast að hér veldur hver á heldur. Að mínu áliti er í framvarpinu verið að samræma seðlabankalöggjöf okkar að bestu fyrirmyndum úr löggjöf annarra landa að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.