Alþýðublaðið - 31.03.1993, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 31.03.1993, Qupperneq 1
TVÖFALDUR1. vinningur Miövikudagur 31. mars 1993 50. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR Atvinnuleysisbœtur ekki bundnar við aðild að stéttaifélagi Svavar stal mál- inu frá Sighvati Hluti bœnda vinni við gróðurvernd og uppgrœðslu Skégrækt í stað ofbeitar Frumvarpið hefur verið lengi í undirbúningi en innihaldi þess lekið til Svavars Gests- sonar sem hirti rúsínurnar úr deiginu og lagðifram hliðstætt frumvarp sem sitt eigið Frumvarp landbúnaðarráðherra gerir bœndumfœrt að hætta sauðfjárrœkt ogfá laun fyrir gróðurvernd Mjög lágkúruleg vinnubrögð tíðkast nú meðal þingmanna Al- þýðubandalagsins en grunur leikur á að aðili, sem hafður var með í ráðum við gerð frumvarps um atvinnuleysistryggingar, hafi afhent alþýðubandalagsmönnum trúnaðarskjöl heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Málið er þeim mun alvarlega í ljósi þess að einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson, lagði fram nánast hliðstætt frum- varp og kynnti það sem sitt eigið á blaðamannafundi í síðustu viku. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins segir að það sé alveg greinilegt á atburðarásinni að Svav- ar hafi kíkt yfir öxlina á nefndar- mönnunum sem sömdu frumvarpið og hirt allar rúsínumar úr deiginu þegar þeir litu undan. Svavar mun einnig hafa bætt inn í „sitt“ frum- varp atriðum sem fulltrúar ASÍ og VSI í nefndinni treystu sér ekki til að leggja til við tryggingamálaráð- herra. Þingmenn sem blaðið ræddi við töldu að vinnubrögð þau sem Svavar Gestsson hafi sýnt í þessu máli væru fyrir neðan virðingu Al- þingis, enda langt síðan Sighvatur Björgvinsson tilkynnti að hann væri að vinna að endurskoðun á at- vinnuleysisbótakerfinu. Stærsta breytingin sem verður á lögum um atvinnuleysistrygginga- sjóð er sú að réttur til bóta úr sjóðn- um verður ekki lengur bundinn við aðild að stéttarfélagi. Þetta þýðir m.a. að sjálfstæðir atvinnurekendur sem hafa skilað tryggingargjaldi af reiknuðu endurgjaldi síðustu tólf mánuði áður en þeir hætta starfsemi öðlast rétt til atvinnuleysisbóta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta þýðir í raun að öll vinna nema „svört“ vinna verður bótaskyld. Sjá nánar á bls. 2. Stjómarflokkamir hafa nú tryggt meirihluta fyrir frumvarpi sem heimilar landbúnaðarráðherra að semja við Stéttarsamband bænda um að ákveðinn hluti bænda fái laun fyrir að snúa sér að gróður- vemd og uppgræðslu í stað sauð- fjárræktar. Ef þetta gengur eftir þá verða sauðfjárbændur á skilgreind- um svæðum, þar sem talin er þörf á sérstökum gróðurvemdar- og land- græðsluaðgerðum, leystir undan þeirri kvöð að framleiða a.m.k. 80 prósent upp í greiðslumark sitt til þess að eiga rétt á fullum bein- greiðslum frá ríkinu. Þetta þýðir að bændur, t.d. í Mý- vatnssveit og á vissum svæðum á Austurlandi, hafa möguleika á að hætta eða minnka lambakjötsfram- leiðslu, en snúa sér þess í stað að skógrækt og öðmm uppgræðslu- störfum án þess að laun þeirra skerðist. Þetta þykir mjög skynsam- leg leið þar sem mikil offramleiðsla hefur verið á lambakjöti og sauð- kindin hefur ógnað gróðri á stórum og viðkvæmum svæðum vegna of- beitar. Valkostur sem þessi verður ekki eingöngu bundinn við ákveðin við- kvæm gróðursvæði, heldur verður einnig metið hvort skynsamlegt sé að gefa rosknum bændum og ör- yrkjum kost á að velja á milli skóg- ræktar og sauðfjárræktar. Einnig verður athugað hvort ekki sé rétt að gefa öllum bændum kost á að minnka við sig í hefðbundnum framleiðslugreinum án tillits til svæða og aldurs. Skugg- arnir styttast Um leið og sólin hækkar á lofti léttist brúnin á mörgum og skugg- amir styttast. Það er þó vissara að hafa regnhlífina með sér þegar farið er út að skokka í vorblíðunni sem verið hefur nú hina síðustu daga því henni hefur fylgt nokkur úrkoma. A-mynd/E.Ól Ovissa umfrumvarp um fjöldatakmarkanir í HI Takmarkanir í hjúkrunarfræði strax í haust - en samt er mikill skortur á hjúkrunarfrœðingum í vinnu á sjúkrahúsum um allt land Stjórnendur Háskóla íslands hafa nú þegar ákveðið að beita fjöldatakmörkunum við innritun stúdenta við námsbraut í hjúkr- unarfræði næsta haust. Heimild til þess að beita slíkum takmörk- unum fæst ef frumvarp til breyt- inga á lögum um Háskóla Islands, sem Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra hyggst leggja fyrir, fæst samþykkt á Alþingi. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins eru skipuleggjendur kennslumála og stjómendur náms- brautar í hjúkmnarfræði sammála um að beita fjöldatakmörkunum við innritun nemenda á fyrsta námsári þegar næsta haust. Astæðan mun vera aðstöðuleysi við verklega kennslu, en hún fer fyrst og fremst fram á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Ef gripið verður til þessara takmark- ana þá verður aðeins 60 stúdentum gefinn kostur á að hefja nám í hjúkr- unarfræði næsta haust, en nú stunda 80 nemendur nám á fyrsta ári í þessu fagi. Á undanfömum áram hafa á bilinu 80 til 120 stúdentar hafið nám í hjúkranarfræði við Há- skóla íslands. Fjöldatakmörkunum hefur verið beitt í flestum öðram heilbrigðis- greinum í háskólanum með undan- þágu frá núgildandi lögum. Þetta hefur hins vegar ekki verið gert í hjúkranarfræði, m.a. vegna þess að mikil eftirspum er og hefur verið eftir hjúkranarfræðingum á vinnu- markaðnum. I því atvinnuleysi sem nú ríkir hefur ekkert lát verið á aug- lýsingum eftir slíku vinnuafli og í Morgunblaðinu um helgina var aug- lýst eftir a.m.k. 20 hjúkranarfræð- ingum. Ekki er víst að þessar takmarkan- ir séu algjörlega háðar nýja fram- varpinu um Háskóla íslands vegna áðumefndra undanþáguákvæða. Nokkur óvissa ríkir um það hvort frumvarp menntamálaráðherra um fjöldatakmarkanir fæst samþykkt í þingflokkum stjómarflokkanna. Al- þýðuflokkurinn fjallaði um málið seint í gær, en í dag er lokadagur vegna afgreiðslu þingflokka á stjómarffumvörpumsem koma eiga fram og afgreiðast á yfirstandandi þingi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.