Alþýðublaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. mars 1993 Vátryggingafélag íslands - VÍS 3 Góður hagnaður þrátt fyrir efnahagslægðina Starfsemi Vátryggingafélags íslands - VÍS - skilaði 73,1 milljón króna í hagnað þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt í þjóðfélaginu. Auk þess skilaði dótturfé- lag VÍS, Líftryggingafélag íslands hf. 15,5 milljóna hagnaði. Vanskil sem nú gerast mun meira áberandi, lentu illilega á félaginu, því afskrifa þurfti kröfur upp á 105,4 milljónir, aðallega vegna gjald- þrota og greiðsluerfiðleika fyrirtækja og einstakiinga. Iðgjöld ársins námu meira en 4,4 millj- örðum hjá VÍS á síðasta ári, þar er um að ræða 6% hækkun _frá fyrra ári. Tjón ársins námu 3,6 milljörðum króna, sem er 320 milljónum króna lægri upphæð en árið 1991. Athygli vekur að afkoma ýmissa trygg- ingagreina varð betri árið 1992 en verið hefur undanfarin ár. Þar á meðal eru öku- tækjatryggingar, en frá þeim kemur um helmingur allra iðgjalda íslenska vátrygg- ingamarkaðarins. „Ánægjulegt er að slys- um í umferðinni hefur fækkað frá fyrra ári og vonandi að með sameiginlegu átaki í þjóðfélaginu megi takast að halda áfram þá braut“, segir í ársskýrslu VÍS. Evrópska efnahagssvæðið er skammt undan og telja forráðamenn VÍS að tals- verðar breytingar séu framundan á starfs- umhverfi íslenskra vátryggingafélaga þess vegna. Framundan eru ný lög um bruna- tryggingar fasteigna og breytingar verða á högum allra þeirra vátryggingafélaga sem starfað hafa samkvæmt sérstökum lögum eða notið sérstöðu með stoð í lögum. Þá em til umfjöllunar lög um vátryggingastarfsemi sem móta munu veigamikla þætti í rekstrar- Forstjórar VÍS, þeir Ingi R. Helgason og Axel Gíslason. umhverfi vátryggingafélaga á Islandi á komandi ámm. Þá hefur verið kynnt fmm- varp til skaðabótalaga, sem tekur í veiga- miklum atriðum mið af dönskum lögum. Hvetja forrráðamenn VIS til þess að sem fyrst verði af þessari lagasetningu, hennar hafi verið þörf lengi, bæði fyrir vátrygg- ingafélögin sem og hina tryggðu. En VlS-menn em bjartsýnir á framtíðina: „Breytt lagaumhverfi og hröð og vaxandi samkeppni á opnari markaði en verið hefur, skapar ný tækifæri, en gerir jafnframt vax- andi kröfur til þátttakenda á innlendum vá- tryggingamarkaði um vömþróun, verðlagn- ingu og þjónustu. Vátryggingafélag íslands er vel undir það búið að takast á við þessi verkefni", segja þeir. / Skeljungur hf. - Arið 1992 var kvíðvœnlegt en SKILAÐI 91 MILUÓN Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs hf. viðurkennir að innan stjórnar Skeljungs hafi verið talsverður kvíði fyrir afkomu ársins 1992. Núna, ári síðar, hafi komið í ljós að sá kvíði var ekki með öllu ástæðulaus, enda þótt' margt gleðilegt hafi gerst á árinu. Það fari þó ekki framhjá nokkrum hugs- andi manni að rekstrarerfiðleikar í út- gerð valdi miklum áhyggjum. Árið 1992 reyndist viðburðarikt og átti Skeljungur hf. og hinn nýi forstjóri þess, Kristinn Bjömsson, stóran þátt í því. Má þar minnst á innflutning fyrirtækisins á fleiri tegundum af blýlausu bensíni og að Skeljungur reið á vaðið í þeirri sjálfsögðu þjónustu að taka við greiðslukortum í viðskiptum við bíleigendur. ,J>að er metnaður okkar hjá Skeljungi hf. að bjóða upp á nýjungar í samskiptum við viðskiptamenn okkar. Ekki bara nýj- unganna vegna. Heldur munum við leit- ast við að gæta þess að þær leiði til betri þjónustu og nútímalegri viðskiptahátta, án þess að það sem gamalt er og gott, glatist“, segir Kristinn Bjömsson. Staða Skeljungs er traust, sem og fjár- hagur fyrirtækisins. Það kemur mæta vel fram í ársreikningi fyrirtækisins. Eigið fé félagsins í árslok var rúmlega 2,2 millj- arðar króna og hækkaði milli ára um 136 milljónir. Þá hefur félagið styrkt mark- aðshlutdeild sína á heildarmarkaði. Heildarsalan hjá Skeljungi á árinu var 185 þúsund tonn af 628 þúsund tonna sölu allra olíufélaganna þriggja. Mark- aðshíutdeild Skeljungs batnaði úr 28,4% Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, - algjört afnám opinberra afskipta af olíu- verslun mun tryggja betri þjónustu og lægra verð. í 29,5%. Kristinn Bjömsson segir að það beri að harma að ekki náðist samstaða á Alþingi á síðasta ári um að gefa olíuverslun al- frjálsa. „Frelsi í þessum málum og afnám opinberra afskipta, mun leiða til betri þjónustu við viðskiptamenn og tryggir jafnframt hagstæðasta verð á hverjum tíma“, segir Kristinn Bjömsson, forstjóri. I Einn stærsti innisalur á landinu Vantar allar gerðir bílá á staðinn. Vanir menn, góð þjónusta. Seljum einnig mótorhjól og sleða. Við gerum betur. Sími 686 222 Opið frá 10-22 alla virka daga. Einnig laugardaga og sunnudaga. BIIABORG SKEIFUNNI 6, SÍMI 686222

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.