Alþýðublaðið - 02.04.1993, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 2. apríl 1993
GUÐMUNDUR ÁRNX, - engan uppgjafar eða vælutón er að finna í Hafnfirðingum. Þeir vilja vinna sig út úr vandamálum þjóðfélagsins með raunhæfum aðgerðum.
Miðbær - atvinnumál - listahátíð - almenn uppbygging
H
O
o
l^mihh TULppí jaiar
eoa T<se
p
aer
✓
-segir Guðmundur Arni Stefánsson bœjarstjóri í Hafnarfirði, þrátt fyrir erfitt atvinnuástand og segist hafa trú á að
almenn sátt hafi náðst um uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar
Bjartsýni og kraftur er það sem öðru
fremur hefur einkennt Hafnarfjörð hin
síðari ár. Bærinn hefur tekið stakka-
skiptum frá því að Alþýðuflokkurinn tók
við stjórnartaumunum árið 1986. Nú
stendur fyrir dyrum listahátíð í Hafnar-
firði, fyrirtækjasýning og margvíslegar
framkvæmdir. Alþýðublaðið átti viðtal
við leiðtoga þeirra jafnaðarmanna í
Hafnarfírði, bæjarstjórann Guðmund
Arna Stefánsson. Við byrjuðum á því að
spyrja Guðmund Árna út í uppbyggingu
miðbæjarins og þá niðurstöðu að lækka
svokallaðan hótelturn sem verður hluti
af miðbæjarkjarna sem er að rísa í Firð-
inum.
Ég er sannfærður um það að þessi lækk-
un hússins, sem er afrakstur viðræðna við
byggjendur hússins, Miðbæ Hafnarfjarðar
hf., leiði til þess að það verði almenn sátt
um þessa framkvæmd hér í Hafnarfirði. Ég
hygg að þeir 5.000 Hafnftrðingar sem rit-
uðu undir áskorun til bæjaryfirvalda um að
lagfæra útlit hússins verði langflestir mjög
sáttir við þessa niðurstöðu. Það er komið
mjög til móts við þeirra sjónarmið en þess
þó jafnframt gætt að taka tillit til þeirra sem
ekki skrifuðu undir og voru sammála bygg-
ingunni í hinu fyrra formi.
Þama er farið bil beggja og ég hef trú á
því að almenn ánægja og sátt verði um
þessa niðurstöðu. Á hinn bóginn verður það
auðvitað seint svo, að hús af þessum toga
rísi hér eða annars staðar sem allir verða
einhuga um. Ég geri mér grein fyrir því að
það kunna að vera örfáar raddir, jafnvel há-
værar, sem telja ekki nóg að gert. Ég vara
hins vegar við að menn festist ekki í ein-
hverri þráhyggju eða ákveðnu fari í þessu
máli og álít að allur þorri bæjarbúa telji
þetta nú afgreitt mál og hendur verði nú
látnar standa fram úr ermum.
Hvað tekur nú við í miðbænum?
Ég mun þrýsta á það að framkvæmdir
muni ganga hratt og snurðulaust fyrir sig
svo að húsið megi rísa á sem skemmstum
tíma. Samhliða þessu verða bæjaryfirvöld í
mjög umfangsmiklum framkvæmdum í
miðbænum við gerð gatna, bifreiðastæða
og gangstétta auk fegrunarframkvæmda.
Við munum ljúka þeim eins hratt og kostur
er og mannvirkjagerð í miðbænum leyftr.
Þannig munum við taka ákveðna þætti mið-
bæjarins fyrir strax í sumar og koma í var-
anlegt horf. Öðrum verkþáttum verður ekki
hægt að ljúka fyrr en mannvirkjagerð verð-
ur lokið á næsta ári.
Bæjarbúar verða ánægðir og stoltir
af miðbænum?
Ég er hins vegar sannfærður um það að
þegar öllum þessum framkvæmdum verður
lokið að þá vilja allir Lilju kveðið hafa og
bæjarbúar aliir verði mjög, meira en sáttir,
heldur mjög ánægðir með hinn nýja miðbæ
sinn og stoltir af honum.
Allar þessar framkvæmdir koma
væntanlega til með að styrkja atvinnulíf-
ið í Hafnarfirði verulega. Hvernig standa
atvinnumálin í Hafnarfirði að öðru leyti?
Launafólk í Hafnarfirði hefur auðvitað
ekki farið varhluta af þeim þrengingum og
þeirri kreppu sem hefur sett mark sitt á ís-
lenskt þjóðfélag á liðnum misserum. Hins
vegar hafa bæjaryftrvöld og meirihluti Al-
þýðuflokksins í Hafnarfirði markað þá
stefnu að takast á við þessa atvinnukreppu
og mæta henni af fullum þunga. 1 því sam-
bandi höfum við tekið höndum saman við
verkalýðshreyfinguna í bænum. Ýmsum
málurn sem rædd hafa verið á þeim vett-
vangi hefur miðað ágætlega.
Stálbræðslan komist í rekstur í sum-
ar
í gær fékk ég upplýsingar um það til að
mynda að tilboð verkalýðshreyfingar,
Hafnarfjarðarbæjar og verktakafyrirtækis-
ins Furu í þriðjung Stálfélagsins, þ.e.a.s.
eignarhlut Iðnþróunarsjóðs, hefur verið tek-
ið. Þannig er ekkert lengur í veginum fyrir
því að þriðjungur verksmiðjunnar komi í
eigu hafnfírskra aðila. Lokahnykkurinn er
hins vegar eftir, þ.e. viðskipti Furu hf. og
Búnaðarbankans um kaup á 2/3 hlutunum
sem bankinn á. Ég sé ekkert sem ætti að
geta komið í veg fyrir að þau kaup geti