Alþýðublaðið - 02.04.1993, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 2. apríl 1993
RAÐAUGLÝSINGAR
Frá Alþingi
íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn
skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar
íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús
Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. september
1993 til 31. ágúst 1994. Fræðimenn, sem hyggjast stunda
rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn,
geta sótt um afnotarétt af íbúðinni sem er í St. Paulsgade
70 (skammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja herbergja (um 80
ferm.), en auk þess hefur fræðimaðurinn vinnuherbergi í
Jónshúsi. íbúðinni fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbún-
aður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúð-
inni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri
tími eða lengri eftir atvikum.
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Alþing-
is eigi síðar en 15. maí nk.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni
í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Enn
fremur hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið
skal fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti
úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn.
Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Al-
þingishúsinu í Reykjavík og í sendiráði íslands í Kaup-
mannahöfn.
Vegna útfarar Selmu Dóru Þorsteinsdóttur,
formanns Fóstrufélags íslands, verður skrif-
stofa okkar lokuð frá kl. 14.00 í dag föstudag.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
qy/Æ
V Útboð
Landgræðsla á Norðurlandi vestra 1993
Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í landgræðslu á Norð-
urlandi vestra árið 1993.
Helstu magntölur: Nýsáning 53 hektarar og áburðardreifing
22 hektarar.
Verki skal lokið 15. júlí 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðár-
króki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 5. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 19.
apríl 1993.
Vegamálastjóri
Aðalfundur Islandsdeildar
Amnesty International
verður haldinn laugardaginn 3. apríl í Kornhlöðunni við
Bankastræti. Fundurinn hefst kl. 14.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið á fundinn.
Verkakvennafélagið Framsókn
Orlofshús sumarið 1993
Mánudaginn 5. apríl verður byrjað að taka á móti umsókn-
um félagsmanna varðandi dvöl í orlofshúsum félagsins.
Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum hafa forgang til
umsókna 5.-7. apríl.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að
Skipholti 50a, frá kl. 9-17 alla dagana.
Ath. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma.
Félagið á 3 hús í Ölfusborgum
1 hús í Flókalundi
2 hús á Húsafelli
1 hús í Svignaskarði
og íbúð á Akureyri, einnig fjórar vikur á lllugastöðum og 1
viku á Einarsstöðum.
Stjórnin
Framkvæmdir í miðbæ
Hafnarfjarðar
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í miðbæ Hafnarfjarðar.
Byggingaframkvæmdir eru hafnar við verslunarmiðstöð og
unnið er að gatnagerð. Af þessum sökum er óhjákvæmilegt
að röskun verði á umferð. Fyrirhugaðar eru malbikunar-
framkvæmdir í vor.
í KVÖLD
Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík
VORSKEMMTUN
Dagsetning: Föstudagskvöldiö 2. apríl, 1993.
- Staösetning: Brautarholt 26 - Reykjavík.
Upphaf: Klukkan 22:00.
Endir: Alveg óákveðinn.
DAGSKRÁ:
1. Dansiball! Dansiball! Dansiball!
2. Úthugsuð skemmtiatriði...
3. Veitingar á kostnaðarverði
4. Miðnætursnarl „par exellance“
5. Önnur (vafa)mál...
Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson
ALLIR JAFNAÐARMENN BOÐNIR VELKOMNIR!
Miðasala á skrifstofum Alþýðuflokksins.
Skemmtinefndin
Bæjarverkfræðingur
Er einhver að taka til
á háaloftinu?
Gæti verið að þar leyndust gömul hafnfirsk blöð, tímarit,
bæklingar eða annað prentað mál sem amma, afi,
mamma eða pabbi söfnuðu hér á árum áður en þið viljið
gjarnan losna við í góðar hendur? Ef svo er þá er tækifær-
ið komið því skjalasafn og átthagadeild Bókasafns Hafn-
arfjarðar vantar tilfinnanlega ýmis blöð, tímarit og bæk-
linga sem þið gætuð lumað á og jafnvel haldið að væri
best geymt í ruslinu. Okkur þætti vænt um að þið töluðuð
fyrst við okkur á bókasafninu eða kæmuð því til okkar að
Mjósundi 12 í stað þess að aka því til Sorpu.
Bæjarbókasafnið
Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði
Vettvangsferð
Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði fer í vett-
vangsferð um bæinn næstkomandi laugardag, 3. apríl, og
verður lagt af stað frá Alþýðuhúsinu við Strandgötu kl.
11:00. Að skoðunaferð lokinni verður sest niður yfir kaffi-
bolla og kökum í Alþýðuhúsinu.
Allt Alþýðuflokksfólk velkomið
Bæjarmálaráð