Alþýðublaðið - 02.04.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.04.1993, Blaðsíða 8
Föstudagur 2. apríl 1993 Listahátíð í Hafnaifirði Afsprengi mikillar grósku í menningar- og listalífi - segir Gunnar Gunnarsson, flautuleikari og formaður stjórnar listahátíðarinnar Hafnfirðingar munu halda sína aðra lista- hátíð í júní næsta sumar. Höfuðþema lista- hátíðarinnar að þessu sinni mun verða tón- listin, en aðrar listgreinar munu einnig fá að njóta sín, svo sem myndlist og leiklist. Mun júnímánuður verða undirlagður af alls konar listviðburðum í Hafnarfirði. Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlist- arskólans í Hafnarfirði, flautuleikari og for- maður framkvæmdanefndar listahátíðarinn- ar, sagði á blaðamannafundi í vikunni að listahátíðin væri afsprengi þeirrar miklu grósku sem 'væri í menningar- og listalífi í Hafnarfirði. Listahátíð í Hafnarfirði var fyrst haldin fyrir tveimur árum og þótti takast mjög vel. Þar var höfuðáherslan lögð á myndlist og setti sýning á skúlptúmm víða að úr heimin- um mjög svip sinn á þá listahátíð. Haldin var alþjóðleg vinnustofa myndhöggvara í Listamiðstöðinni Straumi sem síðan sýndu verk sín og gáfu þau Hafnarfjarðarbæ. Því var stofnaður fyrsti almenni höggmynda- garður á íslandi á Víðistöðum þar sem lista- verkin skrýða nú umhverfið. Fjöldi listamanna mun koma fram á lista- hátíðinni í Hafnarfirði bæði innlendir og er- lendir. Forsjármenn listahátíðarinnar sögðu þó ekki útilokað að auk þeirra sem þegar væri ákveðið að kæmu tækist að ná í ein- hverja heimsþekkta listamenn. Hvort það tækist ætti eftir að koma á daginn. Sinfóníuhljómsveitin og hafnfirskir kórar Listahátíðin verður opnuð með pompi og pragt þann 4. júní í Kaplakrika. Þar kemur Sinfóníuhljómsveit Islands fram með hafn- firskum kórum. Einsöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir en Petri Sakari stjómandi. Þeir hafnfirsku kórar sem munu taka þátt í flutningnum eru: Flensborgarkórinn undir stjóm Margrétar Pálmadóttur, Kór Hafnar- fjarðarkirkju undir stjórn Helga Brajgasonar, Kór Víðistaðakirkju undir stjóm Ulrik Ól- afssonar, Kór Fríkirkjunnar undir stjóm Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og félagar úr karlakómum Þröstum. Á efnisskránni verða Gloria eftir Poulene og Sinfónía nr. 1 eftir Brahms. Fiðlusnillingurinn og furðufuglinn Kennedy Einn þekktasti listamaðurinn sem mun koma fram á listahátíðinni er án efa fiðlu- snillingurinn Nigel Kennedy. Hann er talinn í hópi hæfustu fiðluleikara í heiminum fyrr og síðar. Hann Iítur frekar út fyrir að vera pönkari en klassískur fiðlusnillingur enda lætur hann sig ekki muna um að leika dæg- urtónlist, popp, rokk eða jass. Nigel Kennedy munu halda tónleika í Kaplakrika við lok listahátíðarinnar, þann 30. júní. Á verkefnaskrá hans þar verða kvartettar eftir Beethoven, Jimi Hendrix og Jass. Kennedy hefur það reyndar á stefnu- skrá sinni að færa saman klassíska tónlist og dægurtónlist og segir skiptingu á milli tón- listartegunda fáránlega. Fyrir utan tónlistina er Nigel mikill áhugamaður um fótbolta. Fljúgandi furðulist Þýski myndlistarmaðurinn Peter Ma- linski mun eflaust vekja mikla athygli á listahátíðinni í Hafnarfirði en hann fernokk- uð óvenjulegar slóðir í sinni listsköpun. Hún birtist í formi risastórra flugdreka sem svífa um loftin blá. Verk Malinskis bera vott um einstaka verkfræðilega snilld og ótrúlega nákvæmni. Það verður eflaust fróðlegt að íylgjast með uppsetningu þessara mikil- fenglegu listaverka í landi vindanna hér á fs- landi. Malinski mun jafnframt verða með námskeið í flugdrekagerð við Myndlistar- skóla Hafnarfjarðar. R.E.M. þjófstartar í gær bárust þau stórtíðindi að samningar hafa tekist við bandarísku rokkhljómsveit- ina R.E.M. um að halda hljómleika i Kapla- krika þann 10. maí. Hún mun því þjófstarta listahátíðinni sem hefst ekki fyrr en 4. júní, Aðstandendur Listahátíöar í Hafnarfirði. Frá vinstri; Sverrir Ólafsson, framkvæmdastjóri, Sonja B. .lónsdóttir kynningarfulltrúi, Gunnar Gunnarsson, formaður stjórnar Listahátíðar, Örn Óskarsson stjórnarmaður, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og Arnór Benónýsson fjármálastjóri L«TTt Vinn ngstölur miövikudaginn: 31. mars VINNINGAR EB 6 af 6 . 5 af 6 3+bónus 5 af 6 4 af 6 S3 af 6 +bónus FJÖLDI VINNINGA 4 / á Islandl 0 1 10 357 1.101 UPPHÆÐ A HVERN VINNING 6.615.000. 1.494.226,- 38.253.- Aöaltölur: (33)(§)@ BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: i 1.704,- 2.747.122. 238.- UPPLYSINGAR, SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 en hljómsveitin komst ekki t júní vegna ann- ríkis. R.E.M. er vafalaust ein vinsælasta hljómsveitin víða um heim um þessar mundir, einnig hér á landi. Fjölmargir aðrir listamenn, innlendir og erlendir, munu taka þátt í listahátíðinni í Hafnarfirði en þess er ekki nokkur kostur að geta þeirra allra hér. Fiðlusnillingurinn Nigel Kennedv vill tengja betur saman popp og klassík Gísli Agúst Gunnlaugsson formaður skólanefndar Hafnarfjarðar Grettistaki lyft hér í skólamálum Boðið upp á heilsdagsskóla með haustinu og ríkust áhersla lögð á að koma til móts við þarfirforeldra og barna Það hefur verið unnið mjög markvisst að uppbyggingu skólamála í Hafnarfirði und- anfarin ár. Þetta hefur fyrst og fremst kom- ið fram í auknu skólahúsnæði og nýjum skólabyggingum. Nú í haust verður tekinn í notkun nýr áfangi við Setbergsskóla sem nýlega var reistur. Annar nýr skóli er á Hvaleyrarholtinu, Hvaleyrarskóli og stend- ur til að byggja við hann á næstu ámm. Fyr- ir utan þessa tvo skóla hafa átt sér stað við- byggingar við eldri skólana, auk viðhalds og endurbóta ýmis konar. Það hefur verið unnið feikilegt starf á þessu sviði á undan- fömum ámm“, sagði Gísli Ágúst Gunn- laugsson, sagnfræðingur, sem er formaður skólanefndar Hafnarfjarðar í samtali við Alþýðublaðið og bætti við: En við látum ekki þar við sitja því nú standa yfir miklar framkvæmdir við bygg- ingu á nýjum og glæsilegum tónlistarskóla. Þannig hefur bæjarstjómin á síðustu tveim- ur kjörtímabilum lyft grettistaki í skólamál- um í Hafnarfirði. Á hinn bóginn er hið innra starf skólanna að verulegu leyti á hendi rík- isvaldsins enn sem komið er, þótt miklar umræður hafi verið um það að flytja verk- efni í auknum mæli frá ríkisvaldinu til sveit- arfélaganna. Nú liggur fyrir að boðið verður upp á heilsdagsskóla í Hafnarfirði með haust- inu. Hvað liggur þar að baki? Hafnarfjörður hefur viljað reyna að bæta skólaumhverfi bamanna með virkum hætti og í haust hyggjumst við hefja allnýstárlega tilraun með því bjóða upp á svokallaðan heilsdagsskóla. Með þessu hugtaki er átt við það að böm sem þess þurfa og það vilja, eigi alhvarf í skólanum allan daginn. Þann- ig geta foreldrar fengið gæslu fýrir böm sfn utan hefðbundins kennslutíma en ennfrem- ur felst í þessu viðleitni bæjaryfirvalda til að auka viðvem bamanna í námi í skólunum. Þetta verður ekki gert með því að auka kennslustundafjölda beint heldur með því að veita bömum leiðbeiningu og aðstoð við heimanám. Það verður aukið vemlega fjár- magn til liðar sem kallaður er ráðgjöf og námsaðstoð. Með því vonumst við til að GISLI ÁGÚST, - boðið upp á heilsdagsskóla næsta haust. A- mynd E.ÓI. yngri bömin fái verulega viðbót við þá hefðbundnu kennslu sem ríkisvaldið veitir. En er ekki erfitt að koma þessu við í núverandi húsnæði skólanna? Forsendan fyrir því að hægt sé að bjóða upp á þetta er að húsnæði sé til staðar. Áuk- in þjónusta kallar á aukið húsnæði og því hefði ekki verið hugsanlegt að fara út í heilsdagsskóla hér fýrir nokkrum árum þeg- ar skólamir í Hafnarfirði vom tví- og þrí- setnir. Við vitum það hins vegar að í skól- um er takmarkað húsnæði, því kröfur til skólastarfsins hafa breyst mikið á undan- fömum árum. Það þarf t.d. meira húsnæði vegna að- stoðarkennslu af ýmsum toga og meira hús- næði þarf fyrir aukna stjómsýslu innan skólanna, vinnuaðstöðu kennara, matarað- stöðu nemenda og svo framvegis. Á hinn bóginn reynum við að framkvæma þessa áætlun um heilsdagsskóla innan þess hús- næðis sem við höfum. Við vitum að það verður þröngt en við vitum jafnframt að JAFIMAÐARMAIMIMAFÉLAG EYJAFJARÐAR Bæjarmálafundur verður haldinn á mánudag, 5. apríl. Fundurinn hefst klukkan 20:30. II. hæð í JMJ-húsinu næstkomandi Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi, verður á staðnum og spjallar um bæjarmálin og stjórnmálaástandið. Kaffiveitingar ALLIR VELKOMNIR Stjórn Jafnaðarmannafélagsins skólastjórar og kennarar eru spenntir fyrir þessu viðfangsefni. Þeir vilja takast á við þetta með okkur og láta þessa tilraun bera árangur. Það er rétt að taka það fram að svona verkefni er ekki hægt að hrinda í fram- kvæmd nema með góðri samvinnu bæjaryf- irvalda og skólastjóra. Þeir hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og lagt sig fram um að leysa það. Er bærinn ekki með þessu að fara inn á verksvið ríkisins? Það sem lýtur að bænum í þessum efnum er fyrst og fremst að koma með fé í talsvert miklum mæli til þess að kosta þessa nýjung og sérstaklega þá auknu þjónustu við nem- endur í kennslu eða aðstoð við nám. Það er nýjung sem við greiðum, þó ekki sé til þess ætlast við núverandi aðstæður að sveitarfé- lögin beri beinlínis kennslukostnað. Það má því segja að Hafnarfjörður hafi valið þama nokkuð aðra leið en þau sveitar- félög sem hafa verið með tilraunir um lengdan skóladag. Þar hefur gjaldtakan einnig verið hærri en við ætlum að hafa. Þá hafa skólar í Reykjavfk leyft aðilum utan skólakerfisins að koma með sína starfsemi og selja hana í skólunum í formi ýmiskonar námskeiða. Þessu viljum við halda í lág- marki til að auka sem minnst á efnahagsleg- an aðstöðumun bama til að taka þátt í slfkri starfsemi. En vissulega kemur vel til greina að ein- hver utanaðkomandi starfsemi fari inn í skólana, t.d. á vegum íþróttafélaganna eða annarra áhugamannafélaga, sem nýti eitt- hvað af þeim tíma, sem til fellur innan þessa kerfis, íýrir kennslu og skemmtun fyrir skólanemendur. Það sem við leggjum rík- asta áherslu á er að sveitarfélagið komi þama til móts við þarfir foreldra og bama.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.