Alþýðublaðið - 02.04.1993, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.04.1993, Blaðsíða 11
Föstuudagur 2. apríl 1993 Atvinnumálin í Hafnarfirði 11 Mikill hljómgrunnur fyrir að taka ó mólum - þegar við leituðum eftir samráði við bæjaryfirvöld um úrbœtur í atvinnumálum, segir Grétar Þorleifsson, formaður Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnaifirði. „Upphafið að þessu samstarfi bæjarins og verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði nú var að fyrir áramótin komum við formenn verka- lýðsfélaganna hér saman og í beinu fram- haldi af því óskuðum við eftir fundi með bæjarstjóra. Við lýstum áhyggjum okkar af atvinnuástandinu og fórum fram á að það yrði tekin upp meiri samvinna en verið hef- ur í gegnum atvinnumálanefnd bæjarins varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir“, sagði Grétar Þorleifsson, formaður Félags bygg- ingariðnaðarmanna í Hafnarfirði og full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í bænum, þegar Alþýðublaðið innti hann eftir víðtæku sam- starfi þessara aðila í atvinnumálum. Bæjarstjóri tók strax mjög vel í þetta. Síð- an var settur upp samráðshópur á milli aðila og jafnframt var ljóst þegar hann hafði kynnt þetta í bæjarráði og bæjarstjóm að það var mikill hljómgrunnur fyrir því að gera eitthvað. Enda má sjá að fjárhagsáætl- un bæjarins ber þess merki að menn em að reyna gera allt sem þeir geta til þess að laga það slæma ástand í atvinnumálunum sem er og verið hefur alveg frá því fyrir áramót. Orð eru til alls fyrst en hvað tók við? Síðan hafa ntenn verið að vinna í hlutun- um, fyrst í ákveðnum samráðshópi sem í voru formenn verkalýðsfélaganna, fulltrúar úr bæjarráði og fulltrúar atvinnulífsins. Menn hafa farið yfir sviðið vítt og breytt og skoðað nánast allar atvinnugreinar í bænum. Ég get nefnt fiskvinnsluna þar sém skoðuð hafa verið fyrirtæki með tugum starfsmanna sem staðið hafa illa og við blasað rekstrar- stöðvun. Það hefur verið skoðað hvort við gætum með einhverju móti beitt okkar áhrifum til að tryggja betri rekstrarafkomu. Gott samstarf um að koma stálbræðsl- unni aftur í gang í annan stað hafa menn einblínt mikið á Stálbræðsluna. Það er kunn sagan í sam- bandi við hana. Hún fór á hausinn og Bún- aðarbankinn og Iðnþróunarsjóður keyptu hana síðan á nauðungaruppboði. Við höfum verið að leita hófanna, bæði bærinn og verkalýðsfélögin í Hafnarfirði, í samvinnu við Furu hf. sem er byggingarfyrirtæki sem hefur boðið í verksmiðjuna, til þess að koma rekstrinum þar aftur í gang. Við höfum athugað að koma þar inn í á einhvem máta og þá fyrst og fremst með ábyrgðum til að kaupa verksmiðjuna með það fyrir augum að koma rekstrinum þar í gang aftur. Það er ljóst að ef það dæmi geng- ur upp munu skapast störf fyrir einhverja tugi manna beint. Síðan mun það að sjálf- sögðu hafa margfeldisáhrif út í bæjarlífið og skapa enn fleiri störf. Heyrst hefur að þið hafið í hyggju að byggja ykkar eigin félagslegu íbúðir í Hafnarfirði? Já, við höfum verið að skoða sérstakt átak í byggingu félagslegra íbúða. Þegar við fóru ofan í þau mál þá sýndist okkur að það væri kannski ekki vænlegt, sérstaklega vegna þess að ef lífeyrissjóðirnir kæmu þar inn, yrði vaxtamunurinn nokkuð sem gæti reynst mjög erfitt að brúa þegar fram í sækti. Hins vegar liggur nú fyrir tillaga hjá öllum þeim lífeyrissjóðum sem eiga ítök hér í Hafnar- firði um að þeir sameinist um að byggja um 20 íbúðir þar sem lána- og útborgunarkjör falli sem best að félagslega kerfinu þó að þær yrðu byggðar algjörlega utan þess. Þá em rnenn að tala um hugsanlega 10% út- borgun og lán til 35 ára þannig að greiðslu- byrðin yrði mjög svipuð og er í félagslega kerfinu núna hvað varðar félagslegar eign- aríbúðir. Þá hafa ntenn verið að skoða nýsköpun í atvinnulífinu, og enda þótt það hafi kannski ekki skilað neinu borðföstu enn sem komið er, þá eru menn enn að vinna í þeint hlutum. Ég geri mér hins vegar vonir um að þessi vinna eigi eftir að skila okkur, ef allt gengur á besta veg, 100-150 störfum. Ég tel það alls ekkTbJárisýhá áætlun...... Eigum að geta bjarga ekki allt í ka)d GRETAR, - alvarlegt mál aO atvinnule.vsið virðist ætla að verða viðvarandi í sumum atvinnugreinum, einkum hjá verslunarfólkinu. A-mynd E.ÓI. Hvernig er atvinnuástandið í Hafnar- firði miðað við fyrri tíð? Atvinnuástandið er nú allt annað og mun verra en verið hefur undanfarin ár. Það sem alvarlegast er í því sambandi er að mér sýn- ist að í mörgum atvinnugreinum sé þetta komið lil að vera. Þá á ég sérstaklega við verslunarfólkið. Þar sýnist mér vera komið upp ástand sem ekki er beint hægt að sjá í dag hvemig eigi að leysa með einhverjum skammtímalausnum. Hér hefur verið veru- legur samdráttur í verslun og þjónustu sem hefur leitt til gífurlegs atvinnuleysis hjá verslunarmönnum. Atvinnuleysið síðustu vikur og mánuði hefur verið á annan tug prósenta hjá félagsmönnum Verslunar- mannafélags Hafnarfjarðar. Von hjá verkafólki og atvinnulevsi að hluta tímabundið njá bygginga- mönnum Þá er atvinnuleysið einnig mjög alvarlegt hjá Verkakvennafélaginu Framtíðinni og Verkamannafélaginu Hlíf en mér finnst þó að það sé meiri von til þess að þar sé hægt að grípa inn í með alls konar aðgerðum. Ég held að fjárhagsáætlun bæjarins komi ein og sér til að leysa talsvert af því máli, sem ég eygi aftur á móti ekki hjá verslunarmönn- um. Hjá okkur byggingamönnum hefur vetur- inn reynst erfiður og verið harður og langur. Ég held hins vegar að atvinnuleysið hjá smiðum sem verið hefur um 10% undan- famar vikur megi að helmingi rekja til vetr- arins og það komi til með að lagast. Eftir því sem ég'sé best þá er verkefnastaða í bygg- ingáiðnaði með því allra besta sem verið hefur um áratugaskeið í bænum. Það er mik- ið til af lóðum og ntikið af framkvæntdum bæði við íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og síðan þær framkvæmdir sem bærinn ætl- ar að ráðast í. »að okkur fari Idakol Ég sé það fyrir mér að ef efnahagskerfið verður ekki í kaldakoli þá eigum við að geta bjargað okkur upp úr þessari lægð. Því er hins vegar ekki að neita að í byggingaiðnað- inum hef ég ekki séð það frá 1969 að það væri viðvarandi ástand að menn í bygginga- iðnaðinum gengju atvinnulausir. Hvað eru nú margir atvinnulausir í Hafnarfirði og er von á að úr rætist náist kjarasamningar? Nú eru á milli 400 og 500 manns á at- vinnuleysisbótum í Hafnarfirði. Það sem mér finnst alvarlegast við kjarasamningana er að vinnuveitendur og jafnvel ríkisvaldið nota sér þá þröngu stöðu mála sem við erum í. Ég tel að vinnuveitendur spili á þessa stöðu eins og þeir geta og bamia sér mjög. Ég er ekkert að draga úr því að það er erfitt ástand en ekki bætir það ástandið að vera með þá óvissu sem fylgir lausum samning- um og vita ekkert hvað er ffamundan. Við vitum hverjar kröfur ASÍ em. Þær ganga út á það að bæta eigi kjör launafólks frekar með kostnaðarlækkunum en launahækkun- uni. Þetta'er þannig kröfugerð að VSÍ ætti ekki að líka hún mjög illa. Allir aðilar taki höndum saman Það sem þarf að gera fyrst og fremst er að ríkisvaldið, vinnuveitendur og launþegar taki saman höndum um gera eitthvað rót- tækt til að bæta atvinnuástandið. Um leið og atvinna eykst, vex neyslan þannig að þeir fjármunir sem lagðir eru í atvinnuskapandi aðgerðir, er ekki á glæ kastað. Þeir skila sér aftur að stórum hluta til ríkisins og atvinnu- veganna í gegnum skatta og álögur og aukna einkaneyslu. Auk þess má ég ekki hugsa til þess að ekki rætist úr atvinnuástandinu og við þurf- um áfram að horfa upp á gjaldþrot heimil- anna með afleiðingum sem enginn sér fyrir. Jafnaðarmenn! OPINN FUNDUR UM EFNAHAGS- & ATVINNUMÁLIN Næstkomandi þriöjudag, 6. apríl, veröur haldinn fundur í Rósinni á vegum starfshóps Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur um efnahags- og atvinnumál. Gestur fundarins verður Össur Skarphéðinsson formaður þingflokks jafnaðarmanna og mun hann spjalla um stjórnmálaástandið og hvað helst er á döfinni. Fundurinn er opinn öllum jafnaðarmönnum og mun hefjast stundvíslega klukkan 17:00 og lýk- ur ekki seinna en klukkan 19:00. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofum Alþyöuflokksins - s: 91-29244. Jafnaðarmenn! OPINN FUNDUR UM VELFERÐARMALIN -Áhrif niðurskurðar á heilbrigðiskerfið Næstkomandi mánudag, 5. apríl, veröur haldinn fundur í Rósinni á vegum starfshóps Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur um velferöarmálin. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:30. Gestir fundarins verða þeir Davíö Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna og Ólafur Ólafsson landlæknir. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofum Alþýðuflokksins - s: 91-29244. Davíð Ólafur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.