Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 27. apríl 1993
i | i wniini Hiirn
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90
Svíar stíga á bremsuna,
- of seint
Það er víðar en á fslandi sem ríkisstjómir stíga fast á hemlana. Okkur hættir
til að álíta að allt sé í blóma í löndum nágranna okkar, en svo er því miður
ekki. Sama eða svipað mynstur er um þessar mundir á ríkisrekstri flestra
þeirra ríkja sem íslendingar eiga mest samskipti við. Hjá sumum nágranna-
þjóðum okkar virðist ástandið verra en það sem við þekkjum, enda þótt sam-
anburður milli þjóða sé erfiður.
Hvarvetna em í gangi miklar aðhaldsaðgerðir, sem vissulega bitna á al-
menningi, ekki síst á þeim velferðarkerfum sem þjóðimar hafa byggt upp á
síðustu ámm og áratugum, og bætt hafa hag almennings svo um munar. Það
er ekki nema af brýnni nauðsyn gert, að bremsa af dýrmætustu þjóðfélags-
legu aðgerðimar, eins og nú er víða gert.
Forvitnilegt er að hyggja að því sem Svíar em að aðhafast í ríkisljármálum
sínum þessa stundina. Einmitt Sviþjóð hefur skapað það munstur fyrir vel-
ferð, sem einkennir í dag flestar vestrænar þjóðir. Það verður ekki annað sagt
en að Svíar, ein auðugasta þjóð veraldar, sé í mikilli klemmu með íjárhag
sinn.
Samkvæmt nýlega framlagðri íjárhagsáætlun fyrir síðustu ár þessarar aldar
í Svíþjóð verða skattar á þegnana hækkaðir um ca. 200 milljarða íslenskra
króna, auk þess sem lögð verða á gjöld fyrir ýmsa þjónustu hins opinbera
upp á 300 milljarða. Samtals ætlar sænska ríkisstjómin að spara og hækka
skatta og þjónustugjöld að upphæð ca. 810 milljarða íslenskra króna á þess-
um ámm sem enn lifa af öldinni.
En jafnvel þetta nægir ekki til í þessu gósenlandi sem var til skamms tíma.
Halli fjárlaga lækkar ekki. Þvert á móti eykst hann enn og verður að talið er
1.900 milljarðar íslenskra króna á næsta ári, og það er 300 milljörðum hærri
upphæð en ráðamenn töldu að yrði fyrir nokkram mánuðum síðan.
Verkefni fjármálaráðherra Svía, Anne Wibble, er því fráleitt öfundsvert. f
það minnsta fimm sinnum hefur hún spáð í fjármáladæmið, og jafnoft hefur
henni mistekist fullkomlega. Þessar lýsingar þekkjum við af okkar heima-
slóð. Þó er hinn íslenski starfsbróðir sænska íjármálaráðherrans í mun betra
búi að best verður séð. Áföllin í Svíþjóð eru mun grimmilegri en þau sem ís-
lenskt þjóðarbú hefúr orðið fyrir.
Svíar eiga við mikið atvinnuleysi að stríða, þar er nærri 8% vinnuaflsins án
atvinnu, mun meira en t.d. hér á landi. Vöxtur atvinnuleysisins hefur verið
uggvænlega hraður á síðustu missemm. Hvert prósentustig atvinnuleysis í
Svíþjóð þýðir í raun 100 milljarða s.kr. útgjöld fyrir sænska ríkið.
/
Olíkt því sem hér á landi hefur gerst, hafa Svíar í auknum mæli lagt í um-
fangsmikil ijármálaævintýri á erlendri gmnd, ásamt ótæpilegum fjárfesting-
um innanlands. Þessi ævintýri hafa gjaman brotlent illilega með tilheyrandi
skakkaföllum fyrir sænska banka, sem margir em komnir á gjörgæslu ríkis-
ins. Mun þessi gjörgæsla hafa kostað ríkissjóð hundmð milljarða sænskra
króna.
Ljóst er að Svíar fóm full geyst í velferðarmálum sínum á löngu árabili. Vel-
ferðin varð ríkissjóði dýrkeypt áður en yfir lauk, og dæmi vom um harkalega
og ótrúlega almenna misnotkun á velferðarkerfinu, svo gott sem það raunar
var. En nú er stigið á bremsuna í Svíaríki og menn verða að greiða fyrir þjón-
ustu, sem áður var öllum að kostnaðarlausu, jafnvel þeim sem gistu landið.
Sænskum almenningi mun bregða í brún, þegar farið verður að innheimta
fyrir veitta þjónustu lækna, tannlækna, sjúkrahúsa. Atvinnulausir munu fá
minni bætur, og sjúkrabætur lækka. Skattar á bensín, tóbak og áfengi hækka.
Þetta em aðeins örfá dæmi um það sem nú ríður yfir í Svíaríki.
Ríkisstjóm íslands tók strax vorið 1991 til við að beita hinum margfræga
niðurskurðarhnífi. Aðgerðimar mættu mikilli mótspyrnu alls þorra almenn-
ings. En þær vom nauðsynlegar og em það enn um sinn. Mörg lönd hafa far-
ið sömu leið og við og beitt stórfelldum niðurskurði í rekstri sínum. Svíar
þijóskuðust lengi við, en viðurkenna nú að ástand fjármálanna er í óefni
komið. Þeirra bíður nú erfiðara verkefni en hér á landi. Þeir byrjuðu of seint
að hemla niður takmarkalausa eyðslu sína.
Mistök kommúnismans
Það þarf ekki mikil söguleg hyggindi til
að skilja í dag, að kommúnisminn var sögu-
legt slys. Píslir milljónatuga, sem Stalín
sendi í fangabúðir Gúlagsins eru söguleg
staðreynd, þó sálufélagar Djúgasvílis hér á
landi og annars staðar hafi reynt að mót-
mæla tilvist Gúlagsins áratugum saman.
Það er sömuleiðis staðreynd, að í dag hafa
þær þjóðir sem ólust upp undir áþján hins
kommúniska kerfis hrint af sér okinu, og
mæna vonaraugum til þess blandaða hag-
kerfis, sem jafnaðarmenn hafa
byggt víða um
heimsbyggðina.
Hinar sögulegu slys-
farir af völdum komm-
únismans hafa þó haft
dýpri áhrif á gang veral-
darsögunnar en hægt er
að skilja af þeim sagn-
fræðilegu textum, sem
íslenskt skólakerfi býður
til lærdóms. Þar em lítil skil
gerð þeim skelfilegu mis-
tökum, sem Komintem,
Alþjóðasamband kommúnista í
Moskvu, gerði í aðdragandanum að valda-
töku Hitlers. Um þær mundir var ekkert
eins nauðsynlegt og að sameina andstæð-
inga hans í hörðu viðnámi gegn uppgangi
þjóðemisjafnaðarstefnunnar. Komintem
varð þá á sú herfilega skyssa að gera kom-
múnistaflokkum heimsins þá dagskipan, að
jafnaðarmenn væm ekki síður óvinir alþýð-
unnar en nasistar. Fyrir bragðið væri það
skylda hinna kommúnisku liðsmanna að
berjast gegn þeim ekki síður en nasisman-
um.
Boðleið lenínismans
Á augabragði tvístraði hið nýja
boðorð Komintem
andstöðunni við Hitler. Hin
miðstýrða boðleið í skip-
ulagi heimshreyf-
ingarinnar sá til þess að
hrapalleg mistök foiys-
tunnar í Moskvu urðu á
einum degi að stefnu
allra kommúnistaflokka
heimsins. Velþjálfaðar ■
sveitir kommúnista hófu
áróðursstríð gegn
jafnaðarmönnum Þýskalands,
sem neyddust á móti til að beita
áróðursmætti sínum til vama í stað þess að
andæfa stormssveitum Hitlers. Þegar
Komintem sá að sér um sfðir og gaf út nýja
línu, var skaðinn skeður. I krafti tvístraðrar
andstöðu náðu þjóðemisjafnaðarmenn
Hitlers stórsókn sem leiddi til valdatöku í
Þýskalandi. Allir þekkja framhaldið, -
nasistar hófu heimsstyijöld og skipulega
útrýmingu gyðinga og annarra kynþátta í
Evrópu sem þeir álitu óæðri, auk þess sem
geysilegur fjöldi homma lenti í útrýmingar-
búðum þeirra, auk fjölda jafnaðarmanna og
kommúnista.
Sagnfræðingar eiga enn eftir að meta til
fulls, hve mikinn þátt mistök Komintem
áttu í uppgangi nasismans, og þarmeð í
aðdragandanum að síðari heimsstyijöldin-
ni. Hvað hefði gerst, ef hinar sterku sveitir
kommúnista í Þýskalandi hefðu borið gæfu
til að sameinast jafnaðannönnum, og öðr-
um borgaralegum öflum, í viðnámi gegn
Hitler?
Sögulegt slys
Hér á Iandi klufu kommúnistar sig
ffá jafnaðarmönnum samkvæmt
sérstakri samþykkt í Moskvu,
og stofnuðu Kommúnista-
flokk íslands. Fyrir hreyfin-
Agi gu jafnaðarstefnunnarreyn-
dist það einnig sögulegt
slys. Stofnun Kommún-
istaflokksins varð til þess
að hreyfing íslenskra jafn-
aðarmanna kvíslaðist í tvo
strauma sem allt ffarn á þenn-
an dag hafa runnið í sitt hvorum
farveginum. Allar götur síðan hefúr
þessi sundurgreining jafnaðarmanna í tvær
hreyfingar haft djúpstæð áhrif á stjóm-
málaþróun á Islandi, - og miklu meiri á
stöðu íslensks atvinnulffs í dag en menn
gera sér grein fyrir.
Með stofnun Kommúnistaflokksins
hurfu róttækustu jafnaðarmennimir
úr Alþýðuflokknum. Það, ásamt
stöðugri hugmyndafræðilegri
baráttu millum flokkanna
ýtti Alþýðuflokknum
lengra til hægri. Þessi
þróun stuðlaði síðar að
varanlegum klofningi,
þegar kommúnistum tókst
að kljúfa Alþýðuflokkinn
öðm sinni, er þeir
náðu til liðs við sig
vinstri væng ^
flokksins árið
1938, með þingmann
t Alþýðuflokksins, Héðinn
■ Valdimarsson, í broddi
■ fylkingar.
W Þrátt fyrir klofning
f hreyfingarinnar tókst eigi
að síður að byggja hér
velferðarsamfélag sem tekur
öllum fram. Auðvitað má spyija
sem svo, hvort það hefði skipt ein-
hveiju máli hefði hér á landi verið til
staðar ein, stór og sterk hreyfing
jafnaðarmanna, í stað tveggja smærri flok-
ka sem spmttu af meiði jafnaðarstefnunnar?
Tókst ekki hvort sem er að byggja hér rét-
tlátara þjóðfélag en víðar annars staðar?
Glötuð tækifæri
Það tókst að sönnu. En önnur tækifæri
glötuðust, og í dag em Islendingar að súpa
seyðið af því. Stofnandi Framsóknarflokks-
ins, Jónas frá Hriflu, lagði einnig gmnninn
að stofnun Alþýðuflokksins. Hann sá fyrir
sér þrígreinda flokkaskiptingu, þar sem
atfylgi bænda í krafti Framsóknarflokksins
réði því, hvort flokkur atvinnurekenda eða
verkamanna - Alþýðuflokkurinn - væri að-
ili að landsstjóminni. Módeli Jónasar mátti
hins vegar líka snúa öðm vísi: Sterkur
Alþýðuflokkur hefði getað haft sömu úrsli-
taáhrif um það hvor ætti aðild að ríkisstjóm,
- Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsókn.
Tvískipting jafnaðarmanna hefur hins
vegar dregið mjög úr áhrifum þeirra í ís-
lenskum stjómmálum. Rök má færa fyrir
því, að klofningur þeirra hafi fært Fram-
sóknarflokknum lykilstöðu í landsstjóm-
inni síðustu tvo áratugina með þeim áran-
gri, að uppsafnaður vandi Framsóknarára-
tuganna er að sliga þjóðina í dag. Sterkur,
sameinaður flokkur jafnaðarmanna, sem í
atvinnumálum byggði á þeirri stefnu sem
Gylfi Þ. Gíslason mótaði á sínum tíma fyrir
íslenska jafnaðarmenn, hefði getað minn-
kað örlagarík áhrif Framsóknarmanna í
mótun atvinnustefnu þjóðarinnar fyrir
löngu. En tvískipting jafnaðarmanna kom í
veg fyrir það. Klofningurinn hefur því haft
miklu neikvæðari áhrif á þróun atvinnulífs
hér á landi en menn gera sér grein fyrir í
fljótu bragði.
Pólitísk erindisleysa
Djúpstæðasti ágreiningurinn millum A-
flokkanna eftir heimssyijöldina hefur falist
í afstöðunni til Nató og herstöðvarinnar í
Keflavík. Nú hefur framvindan á alþjóða-
vettvangi upprætt hann að mestu og for-
maður Alþýðubandalagsins í raun tekið upp
sömu stefnu og Alþýðuflokkurinn.
Þarmeð hafa skapast skilyrði
íyrir nýja samræðu á milli A-
flokkanna, sem hugsanlega
gæti leitt til þess að um
síðir yrði til öflugur
flokkur jafnaðarmanna,
sem gegndi lykilhlutver-
ki í landsstjóminni.
Slíkur flokkur gæti oftar
en ekki haft þá úrsli-
tastöðu um myndun
ríkisstjóma, sem Jónas frá
Hriflu ætlaði Framsókn að hafa.
Á þetta hafa áhrifamenn í
Alþýðuflokki bent. Það er hins vegar
fróðlegt að skoða viðbrögð forystumanna á
borð við formann þingflokks Alþýðuban-
dalagsins: Hann vísar því algerlega á bug.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt. Umræð-
an um breytta stefnu í utanríkismálum á enn
eftir að fara fram í Alþýðubandalaginu,
þrátt fyrir sinnaskipti formannsins. En ótti
Ragnars Amalds byggir líka á öðm. Á síð-
ustu ámm hefur Alþýðubandalagið hægt og
hljóðlega fært stefnu sína í efnahagsmálum
að þeim viðhorfum ftjálslyndis, sem Al-
þýðuflokkurinn hefur lengi fylgt. Þegar það
hefúr líka tekið upp sömu stefnu og
Alþýðuflokkurinn í utanríkismálum, þá er
kominn tími til að menn spyiji: hver er
sérstaða Alþýðubandalagsins í íslenskum
stjómmálum? Hún er auðvitað engin.
Kvíði fomeskjutautara Alþýðubanda-
lagsins er því skiljanlegur. Þeir óttast að
verða senn erindislausir í stjómmálum nýrr-
ar aldar, og hræðast hlutverk pólitískra
skipbrotsmanna. En enginn fær flúið örlög
^iðiudcitju► Z7. apnl *9?
Atburðir dagsins
1521 Portúgalski landkönnuðurinn Magellan er drepinn af inn-
fæddum á eynni Mactan, einni af Filipseyjum.
1932 Flugfélagið Imperial Airways hefur flugþjónustu frá Lundún-
um til Cape Town í Suður Afríku.
1950 Breska ríkisstjómin viðurkennir opinberlega ísraelsríki, áður
Palestínu.
1968 Ný og ftjálsari lög um fóstureyðingar ganga í gildi í Bretlandi.
1970 Ameríski leikarinn Tony Curtis er dæmdur í 50 punda sekt í
Bretlandi fyrir að hafa í fómm sínum kannabisefni.
1972 Kwame Nkmmah, forseti Gana, sem var felldur af valdastóli
af herforingjastjóm 1966 meðan hann dvaldi f Kína, safnast til
feðra sinna í Búkarest.
1976 Einkajámbrautarlest poppgoðsins David Bowie tefst í nokkra
klukkutíma á landamærum Póllands og Rússlands meðan tollverð-
ir grannskoða farangur. Upptækar vom gerðar nokkrar bækur um
málefhi nasista og minnisblöð.
Afmœlisdagar
Edward Gibbon, 1737 Enskur sagnfræðingur sem skrifaði sex
binda verk, The Decline and Fall of the Roman Empire, um hnign-
un og fall Rómaveldis hins foma.
Mary Wollstonecraft Enskur rithöfundur, róttækur stjómmála-
maður og kvenréttindakona. Hún skrifaði bókina A Vindication of
the Rights og Women, þarsem hún heimtaði jafnrétti til náms kon-
um til handa.
Samuel Morse, 1791 Amerískur uppfinningamaður. Hann
fann upp segulmögnuð símskeyti og Morse-kódann sem lengi
var notaður í fjarskiplum.
Ulysses S. Grant, 1822 Hann var 18. forseti Bandaríkjanna, fyrr
var hann frægur hershöfðingi Sambandshersins.
Anouk Aimée, 1932 Frönsk leikkona, stjaman í Maður og kona og
í La Dolce Vita.