Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 27. apríl 1993 R A 7 má AUGLÝSI I M G A R ÐX* AÐALFUNDUR manna Félags bókagerðarmanna verður haldinn fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 17.00 að Hótel Holiday Inn við Sigtún. Dagskrá: Samkv. gr. 9.3. í lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórn Félags bókagerðarmanna. vO«“SrD Vífilsstaöaspítali - viðhald og viðgerðir Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd tæknideildar ríkisspítala óskar eftir tilboðum í verkið „Vífilsstaðaspítali, viðhald og viðgerðir á gluggum og steypu". Helstu magntölur eru: Endurnýjun fremri hluti karmstykkja 393 m Endurnýjun pósta 186 m Glerskipti 133 m2 Glerfalslistar 718 m Sprunguviðgerðir 110 m Endursteypa 20 m2 Háþrýstiþvottur 550 m2 Sílanböðun 563 m2 Málun veggja 583 m2 Málun glugga, úti og inni 1596 m Verktími er frá 7. júní ’93 til 30. ágúst ’93. Útboðsgögn verða seld á Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá og með mánudeginum 26. apríl ’93, á kr. 6.225,- m/vsk. og verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 13. maí ’93 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. IWIMKAUPASTOFNUN RÍKISIIMS HAFNARFJARÐARBÆR BYGGINGAFULLTRÚI Heitir pottar / Laugar Þar sem töluvert er um heita potta í görðum húsa, beinir byggingafulltrúi því til húseigenda að þeim ber skylda til að ganga þannig frá þeim að ekki stafi hætta af. Bent er á ábyrgð húseigenda og er þeim skylt að sækja um leyfi fyrir slíkum pottum til byggingafulltrúa. Þeim húseigendum sem hafa ekki gengið frá heitum pott- um í samræmi við byggingarreglugerð er bent á að gera það nú þegar og mun byggingafulltrúi leiðbeina húseig- endum um siíkan frágang, sé þess óskað. Símatími byggingafulltrúa daglega kl. 10.00-11.00, sími 53444. Viðtalstími byggingafulltrúa daglega kl. 11.00-12.00, Strandgötu 6, 3. hæð. Einnig er hægt að panta tíma utan daglegs viðtalstíma, þá er einnig hægt að fá byggingafulltrúa til að koma á staðinn sé þess óskað. Byggingafulltrúinn í Hafnarfirði. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla við Starhaga, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda- stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykja- víkur, óskar eftir tilboðum í verkið „Suðurhæð - áfangi D“. Verkið felst í lagningu einangraðra pípu DN 350/500 mm, u.þ.b. 1.300 m að lengd og tengingu hennar á lokahúsum. Verkinu skal lokið 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. maí 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 P ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í viðgerðir á þaki og gluggum Fossvogsskóla. Helstu magntölur eru: Pappalögn: 310 m2 Málun þaka og þakkanta: 1.340 m2 Endurnýjun glerfalslista: 150 m Málun glugga: 500 m Verktími: 1. júní-30. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. maí 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Hafnarstræti 107, Akureyri Bygging íbúðarhúss að Árlandi 9, Reykjavík Innkaupastofnun ríkisinsf.h. Félagsmálaráðuneytisins, ósk- ar eftirtilboðum í byggingu íbúðarhúss að Árlandi 9, Reykja- vík. Brúttóflatarmál hússins er 323 m2. Brúttórúmmál hússins er 1130 m3. Húsið er á einni hæð og byggt úr steinsteypu. Verkið tekur til allrar vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu, smíði og frágang hússins að utan sem innan, ásamt frágangi lóðar. Verkið skal hefjast í maí og skal því vera að fullu lokið eigi síðar en 15. febrúar 1993, þó er heimilt að Ijúka lóðarfrágangi síðar, þó eigi síðar en 1. júlí 1994. Útboðsgögn verða seld hjá Inn- kaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík frá og með mánudeginum 26. apríl 1993 á kr. 12.450,- m/vsk. Tilboð verða opnuð á sama stað 10. maí 1993, kl. 11.00 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IfMIMKAUPASTOFIMUW RÍKISINS BOHGAH TUNI 7 IQ5 RE VKJAVIK_ SUMARFERÐ Munið sumarferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur 3. júlí 1993. ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð 93004 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að klæða veggi stöðvarhúss Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum. Innifalið í verkinu er að endurnýja glugga og hurðir og gera við skemmdir á múrhúðun. Sömuleiðis er innifalin smíði þak- brúna á húsið. Þá er innifalið í verkinu að steypa undirstöður og olíuþró undir spenna og rofa í spennivirki stöðvar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins við Suðurgötu 4, Siglufirði. Ægisbraut 3, Blönduósi og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með mánudeginum 26. apríl 1993 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu RARIK Suðurgötu 4, Siglu- firði fyrir kl. 14.00 föstudaginn 7. maí 1993 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin skulu vera í lokuðu umslagi merktu: RARIK 93004 Skeiðsfossvirkjun. w 919144 Utanhússfrágangur Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins óskar hér með eftir tilboðum í utanhússfrágang o.fl. við húsið Hafnarstræti 107 á Akureyri. Um er að ræða múrviðgerðir, sílanböðun og málningu utanhúss. Einnig gluggaviðgerðir, viðgerðir á svölum, byggingu grindverks á lóð ásamt öðrum smærri verkþáttum. Vegg og þakfletir eru u.þ.b. 1100 m2. Framkvæmdum skal vera að fullu lokið 1. september 1993. Útboðsgögn verða seld hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borg- artúni 7, Reykjavíkfrá og með þriðjudeginum 26. apríl 1993 á kr. 6.225,- m/vsk. Tilboð verða opnuð á sama stað 12. maí nk. kl. 11.00 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMIMKAUPAST0FIMUN RÍKISINS ________BUHGAR TUNI 7 105 REVKJAVIK SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA Framkvæmdastjórnarfundur Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldinn næstkomandi föstudagskvöld, 30. apríl, klukkan 19:30. Á fundinn eru boðaðir, auk meðlima stjórnarinnar, allir í hinum fjórum fastanefndum SUJ og formenn allra FUJ-félaga. Fundarmönnum er velkomið að taka með sér gesti. Fundurinn verður haldinn í heimahúsi að Skólatröð 6 í Kópavogi og að honum loknum hefst sérstakur dagskrárliður sem skrifstofa SUJ (s: 29244) veitir nánari upplýsingar um. Mætið öll! Magnús Árni Magnússon, starfandi formaður SUJ Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.