Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. apríl 1993 3 Aflamarkskerfið skásti kosturinn - segir Þröstur Olafsson annar afformönnum tvíhöfðanefndarinnar sem hafðiframsögu áfundinum Flokksstjórn Alþýðuflokksins kom saman til fundar á Akranesi á laugardag- inn til þess að ræða stefnumótun í sjávar- útvegsmálum. Fundurinn var opinn þannig að talsvert af heimamönnum mætti til þess að hlusta og taka þátt í um- ræðum. Framsögumaður á fundinum var Þröstur Olafsson annar af formönn- um nefndar um mótun sjávarútvegs- stefnu, sem ylirleitt gengur undir nafninu „Tvíhöfðanefndin“. Fundurinn var fjöl- mennur og hafði Þröstur það á orði að hann hafi verið sérstaklega gagnlegur og málefnalegur, miðað við marga aðra fundi, sem hann hafl verið á að undan- förnu, en formenn nefndarinnar hafa verið á yfirreið um landið þar sem þeir hafa kynnt tillögur sínar. Tvíþættur vandi Þröstur Ólafsson sagði í upphafi síns framsöguerindis að hinn mikli vandi sem sjávarútvegurinn ætti nú við að etja væri fyrst og fremst tvíþættur. Annars vegar væri það vegna gífurlegs samdráttar í afla á und- anfömum árum og hins vegar vegna mikill- ar umfram afkastagetu fískveiðiflotans. Þröstur sagði að heildarskuldir sjávarút- vegsins næmu nú um 110 milljörðum króna og að það væri svo há upphæð að í raun vissi enginn hvemig hægt væri að leysa það mál. Það þýddi að eiginfjárstaða fyrirtækja í sjáv- arútvegi væri mjög bágborin og að sumum þeirra yrði varla bjargað úr þessu. Því væru 35-40 milljarðar af þessum 110 milljarða skuldahala í raun glatað fé. Hann sagði að það væri jafnvel hægt að bjarga fyrirtækjum )— þar sem eiginfjárstaðan væri núll, en þeir sem nú þegar hefðu t.d. neikvæða eiginfjár- stöðu upp á 10 prósent, yrði afar erfitt að bjarga, nema með miklum tilfærslum á fjár- munum. Hann gerði að umtalsefni þá miklu ofljár- festingu sem hefði átt sér stað á árunum 1985-86, þar sem aðallega hefði verið fjár- fest í útgerð en ekki í fiskvinnslunni. Sam- dráttur í afla, offjárfestingin og skuldastað- an væru því langstærstu málin sem við þyrftum að glíma við í dag. Sjálft stjómkerf- ið í fiskveiðum væri smámál miðað við þessi áðumefndu vandamál, því að menn þyrftu ekki að vera stöðugt að rífast um afla- mark og sóknarmark ef skuldastaðan væri betri og við væmm að veiða 450 þúsund tonn í staðinn fyrir 200 þúsund tonn. Skásti kosturinn Þröstur sneri sér síðan að niðurstöðum nefndarinnar varðandi stjómun fiskveiða og fór nokkrum orðum um þróun þess kerfis sem við búum við í dag. Hann sagði að allt frá árinu 1977 hafi menn verið á einhvem hátt að takmarka sóknina í þau fiskimið sem við ráðum yfir. Það hafi svo verið árið 1984 sem svokallað kvótakerfi tók við sem hafi verið blanda af aflamarki og sóknarmarki. Megin hugsunin hafi verið sú að takmarka heildarsókn í auðlindina, reyna að stjóma þessari sókn með sem hagkvæmustum hætti. Um leið og þetta hafi verið gert hefðu menn verið búnir að koma upp svokölluðu sægreifakerfi, þar sem skip þeirra sem fengu verulegu magni úthlutað, hækkuðu mikið í verði og því hafði myndast ákveðinn for- gangshópur. Hann sagði flesta vera sammála því að það verði að takmarka sóknina í auðlindina með einhverjum hætti. Það hefði því verið niðurstaða nefndarinnar að af þcim kerfum sem notuð hefðu verið frá árinu 1977, væri aflamarkskerfið skásti kosturinn. Þetta kerfi væri best til þess að stjóma aðganginum í auðlindimar, veiðunum og vinnslunni. Þetta væri lflca eina kerfið sem veitti stöðuga vinnu í landi. Tengslin milli veiða og vinnslu verði því best með þessu móti. Þröstur sagði að framsal á aflaheimildum væri sennilega það sem menn hefðu mest deilt um í þessu kerfi. Frjálst framsal veiði- heimilda væri hins vegar, að mati nefndar- innar, algerlega nauðsynlegur hlutur í afla- markskerfi. Reyndar eigi þetta einnig við um sóknarmarkskerfi. Ef bannað yrði að selja kvóta þá myndi það frysta saman veið- ar og vinnslu í nákvæmlega sama farinu og Stefna Alþýðuflokksins í sínum lokaorðum sagði Þröstur að til- lögumar væra tilraun til þess að finna mála- miðlun og líka tilraun til þess að nota reynsl- una og læra af þeim mistökum sem við höf- um gert og meta þau kerfi sem við höfum verið að vinna með. Hvað varðar stefnu Alþýðuflokksins þá sagði Þröstur að það væri greinilegt að flokkurinn hefði náð mörgu fram sem ákveðið hafi verið á síðasta flokksþingi, en ekki öllu. En samanburðurinn sýndi að stór hluti af ályktunum flokksþingsins um sjáv- arútvegsmál væra komnar fram í þessari Mikiö fjölmenni sótti flokksstjórnarfund Alþýöuflokksins um sjávarútvegsstéfnuna, og áhugi fundarmanna á málefninu var mikill, og ekki allir á skýrslu sem nú sé verið að kynna. eitt sáttir um ágæti niðurstöðu Tvíhöfðans. Sjá nœstu síðu það er í dag. Það yrði dauðadómur fyrir sjávarútveginn og fyrir þessa þjóð. Þetta kerfi hafi hins vegar verið gagnrýnt mikið fyrir tilhneigingu til þess að aflaheim- ildir færðust á fáar hendur. Þetta væri rétt því þessi hætta væri fyrir hendi. Það gæti gerst að fyrirtæki eins og Grandi og Útgerð- arfélag Akureyringa hf. fengju of stóran hluta af heildarkvótanum. Nefndin náði ekki samkomulagi um takmarkanir í þessu máli, en umræðan segði okkur að við þyrft- um að hafa vakandi auga með samþjöppun af þessu tagi, sagði Þröstur og bætti við að persónulega teldi hann að ekkert eitt fyrir- tæki ætti að eiga stærri hluta af heildarkvót- anum en svona 7-8 prósent. Kvóti bundinn við skip? Þröstur vék síðan máli sínu að þeirri spumingu hvemig ætti að útdeila kvótanum. Hvort hann ætti að vera bundinn við skip eins og verið hefur, eða hvort fiskvinnslu- stöðvar gætu átt kvóta án tillits til skipaeign- 'ar? Hann segir að samkvæmt tillögum nefndarinnar verði kvóta ekki úthlutað til fiskvinnslustöðva, heldur verði fyrirtækjum sem verið hafi í rekstri s.l. 2-3 ár heimilt að kaupa sér kvóta. Þetta sé gert vegna þess að þeir sem hafi verið að reka fiskvinnslu án þess að eiga fastan kvóta, hafi verið í miklu erfiðari stöðu en þær fiskvinnslustöðvar sem átt hafa útgerð um leið. Þessir aðilar hafa þurft að kaupa sér fisk á miklu dýrara verði heldur en hinir sem átt hafa báta með kvóta. Þessir aðilar hafa því oft orðið undir í samkeppninni um fisk og borið lægri hlut. Við teljum líka að þetta bæti stöðu byggðanna ef hægt sé að binda kvóta að ein- hverju leyti við fiskvinnslustöðvamar á staðnum. Sveitarstjómir muni frekar vilja binda kvóta við vinnsluna heldur en skipin og því muni þetta treysta byggð í landinu. Hann sagði hins vegar að einhver fyrir- tæki muni verða að hætta og byggðir lands- ins verði að breyta um áherslur. Það sé ekki hægt að halda úti sama mannfjölda í fisk- vinnslu og sama fjölda skipa á veiðum þeg- ar verið sé að veiða 200 þúsund tonn í stað- inn fyrir 450 þúsund tonn. 876 nýjar trillur Þröstur sagði að eitt erfiðasta vandamálið við gerð þessara tillagna væra smábátamir. Þar blasti sú staðreynd við að á árunum 1983 til 1992 hefðu verið teknir í notkun 876 nýir smábátar undir 10 brúttólestum. Þannig hafi smábátar verið orðnir fleiri en 2000 árið 1991. Að sama skapi hafi afli undir 4.725 þorskígildistonnum, en það er nú um 3900 þorskígildistonn. Varanleg aflahlutdeild og viðbótarúthlutun til báta undir 6 brl. verði ekki framseljanleg nema til annarra báta að sömu stærð. Þannig geti stórfyrirtæki eins og Grandi og ÚA ekki keypt trillur og fært kvóta þeirra yfir á tog- ara. i Þá leggur nefndin til að tvöföldun kvóta vegna línuveiða í vissum mánuðum verði lögð af. Úthlutað verði aflamarki til þeirra skipa sem þessar veiðar hafa stundað, á grandvelli aflareynslu. Þó verði að hámarki úthlutað 15 þúsund tonnum af þorski og 2 þúsund tonnum af ýsu. Pröstur Olafsson, annar af formönnum nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu, gerði ítarlega grein fyrir tillögum nefndarinnar á fundinum. þeirra aukist jafnt og þétt, eða úr 3,3 pró- sentum af hlutdeild í heildarþorskafla árið 1982 í 13,8 prósent á fiskveiðiárinu 1991- 1992. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að allir smábátar verði teknir inn í aflamarkskerfið þann 1. september 1993. Krókabátum verði úthlutað 8600 tonna aflahlutdeild í þorsk- ígildum, eða tvöfaldri þeirri hlutdeild sem þeim tilheyrir skv. núgildandi lögum. Kvót- anum verði úthlutað á grandvelli afla- reynslu á áranum 1991 og 1992 og jafnvel einnig fyrstu átta mánuðina 1993. Ennfrem- ur fái bátamir sérstaka viðbótarúthlutun þannig að heildaraflamark þeirra nái sam- tals 13.275 tonnum. Bátar undir 6 brl. sem völdu aflamark árið 1990 fái viðbótarúthlut- un þannig að aflamark þeirra verði aldrei Veiðileyfagjald Fram kom í máli Þrastar að umræðumar um veiðileyfagjaldið hefðu verið hvað erf- iðastar í nefndinni. Þetta mál hafi valdið i deilum milli stjómarflokkanna og því hafi tekið langan tíma að finna sameiginlega lendingu. Hann segir að Þróunarsjóðurinn hafi það hlutverk að draga úr afkastagetu í sjávarútvegi og úrelda skip og fiskvinnslu- stöðvar. Einnig sé mikilvægt að sjóðurinn veiti lán og styrki vegna verkefna erlendis. Sjóðurinn fær 4 milljarða að láni frá rík- inu til ársins 2005. Þá á hlutverki sjóðsins að vera lokið og þá mun hann hafa að lágmarki notað um 12 milljarða til að bæta skulda- stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé u.þ.b. þriðjungur af þeim 36 milljörðum sem talið er að sé í raun glatað fé. Veiðileyfagjaldið er þannig hugsað að lagt verður gjald á sjávarútveginn sjálfan til þess að greiða eigin skuldir. Það era svo mjög skiptar skoðanir um niðurstöðuna, því sumir segja að þetta þróunarsjóðsgjald sé hreint veiðileyfagjald. Þröstur segir það ekki rétt, en að þetta sé veralegur áfangi í veiðileyfagjald. Hann segir þessa niður- stöðu vera málamiðlun og að þessi árangur eigi eftir að verða okkur mjög mikilvægur þegar næsta skref verði tekið. Alþýðuflokk- urinn hefði aldrei náð fram sinni kröfu um hreint veiðileyfagjald í fyrstu atrennu. Allir hinir stjómmálaflokkamir hafi t.d. verið á móti því. Það sé hinsvegar ljóst að þegar fram í sækir þá muni þetta gjald breytast í raunveralegan auðlindaskatt. Fjárfestingar erlendra aðila Fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi hafa mikið verið til umræðu og sagði Þröstur að samkvæmt núverandi lög- um væri lokað fyrir óbeina eignaraðild ís- lenskra fyrirtækja sem að hluta til væru í eigu erlendra aðila. Það væri hins vegar vilji nefndarinnar að sjávarútvegsfyrirtæki fái líka frjálsan aðgang að fjármagni, en núver- andi lög væra þar nokkur hindran. Gildandi lög þýddu einnig að t.d. Olíufélagið mætti ekki taka við hlutafé frá erlendum aðilum, þar sem það ætti hlut í íslensku fiskvinnslu- fyrirtæki. Hann segir að ef EES verði að veruleika þá verðum við að heimila útlendingum að kaupa sig inn í þessi fyrirtæki og opna fyrir erlent áhættufjármagn. Að öðrant kosti muni þetta hindra þróunarmöguleika sjávar- útvegsins. Það sé því brýnt að rýmka þessar reglur þannig að íslensk fyrirtæki eins og Olíufélögin og Hampiðjan sem mörg séu 90 prósent í eigu íslenskra aðila megi fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Hann telur því að það þurfi að opna betur fyrir erlend sam- skipti og viðskipti á þessu sviði og það eigi einnig við um landanir erlendra skipa hér. Flokksstjórnarfundur Alþýöuflokksins um sjávarútvegsstefnu á Akranesi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.