Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 1
fcÉ£ Jámsmiðjan gamla verður að leik- skóla, ásamt byggingunum fyrir sunnan, en þær eru við Veghúsa- stíg. Gamla járn- smiðjan verður leikskóli Bergur Felixson forstöðu- maður Dagvistar barna í Reykjavík segir að frétt AI- þýðublaðsins af húsakaupum borgarinnar af Film hf., fyrir- taki Hrafns Gunnlaugssonar, að Lindargötu 24 og 26 hafi ekki sagt allan sannleikann um þær eignir sem þar sé um að ræða. Þar sé um að ræða þrjú hús en ekki aðeins húshróin tvö, sem blaðið birti mynd af á fimmtudaginn var. Þriðja húsið er gömul jám- smiðja, heldur lítið ásjáleg í nú- verandi ástandi. Það er einmitt þessi bygging ásamt húsi við Veghúsastíg, þar sem í fymdinni var bókaútgáfa Ragnars Jónsson- ar í Smára, Helgafell, sem gera á upp sem leikskóla fyrir böm á miðborgarsvæðinu. Hjörleifur B. Kvaran, fram- kvæmdastjóri stjómsýslu og lög- fræðideildar borgarinnar, segir í bréfi sínu til borgarráðs 5. apríl síðastliðinn að ákjósanlegt sé að kaupa fastcignir þessar og breyta hluta þeirra í leikskóla. Viðræður hafi átt sér stað við eigendur fasteignanna og sam- komulag tekist við þá um kaup á eignunum. Kaupverð eignanna við Lindar- götu er eins og fram hefur komið 14 milljónir króna, en verð eign- anna við Veghúsastíg 11 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að greiða út helming kaupverðs við samning, en afganginn á skulda- bréfi til 3-4 ára. Kaupin eru gerð með fyrirvara um að heimild fáist til þess að rífa þau hús sem þurfa að víkja vegna fyrirhugaðs leik- skóla og að heimilað verði að sameina þær lóðir sem að framan greinir. Hjörleifur segir í bréfi sínu að byggingadeild borgarinnar hafi áætlað að nýr leikskóli af þeirri stærð sem gert er ráð fyrir á þess- um stað, kosti um 60 milljónir króna, en kostnaður við breyting- ar og brottflutning húsa talinn um 49 milljónir króna. Sé kaupverði fasteignanna, 25 milljónum króna, bætt við kosmaðinn við breytingar, megi gera ráð fyrir að leikskólinn kosti 74 milljónir, - eða 14 milljón krónum meira en nýr leikskóli mundi kosta. Bendir Hjörleifur á að vert sé að hafa í huga að kostnaður við lóðir hafi ekki verið reiknaður með í bygg- ingarkostnaði nýrra leikskóla til þessa. Kaupverð lóðanna telur Hjör- leifur B. Kvaran ekki óeðlilegt, reyndar telur hann það afar hag- stætt. Hann segir að fyrir liggi möt tveggja fasteignasala, sem metið hafi eignimar þtjár við Lindar- götu. Þeir hafa metið eignimar á 17-19 milljónir. Bergur Felixson sagði í samtali við Alþýðublaðið að á Skúlagötu- svæðinu og í gamla miðbænum væri vaxandi þörf fyrir leikskóla. Þar á blokkarbyggð eftir að þéttast til muna. Dagvist bama hafi verið búin að óska eftir lóð fyrir leik- skóla á svæðinu. Jón Baldvin um meðferð sjávarútvegsstefnu á Alþingi: Sumarþing æskilegt Ekki þingmeirihluti fyrir tillögum Tvíhöfðanefndar um smábátaútgerð, segir Össur Skarphéðinsson. Þetta komfram áflokksstjómarfundiAlþýðuflokksinsáAkranesi um helgina Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins um sjávarútvegsmál á Akranesi á laugardaginn að hann teldi það æskilegt að þingi yrði haldið áfram út maímánuð til þess að afgreiða frumvörp til breytinga á sjávarútvegsstefn- unni. Þetta kom fram í svari hans við spurningu utan úr sal um það hvort ætlunin væri að keyra til- lögur Tvíhöfðanefndarínnar í frumvarpsformi í gegnum Al- þingi fyrir þinglok. Fram kom í máli Jóns Baldvins að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að afgreiða málið á þessu þingi. Um það væru skiptar skoðanir og það væm rniklir annmarkar á því að fresta málinu. Þeir væm m.a. fólgn- ir í því að í haust væri komið annað fiskveiðiár og erfitt væri að breyta lögunum á miðju fiskveiðiári. Hann sagði að það væri því æskilegra að frumvarpið komi ffam núna á þessu vori og þinghaldi verði framhaldið eitthvað ffam á sumar til þess að fást við þetta stóra mál. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins mun sjávarútvegsráðherra kynna tillögur sínar í ríkisstjóm í dag og í framhaldi að því væntan- lega leggja ffam tvö eða þijú ffum- vörp um breytingar á fiskveiðilög- um í samræmi við niðurstöður tví- höfðanefndarinnar og samkomu- lagið um Þróunarsjóðinn. Þá er einnig líklegt að ráðherrann geri einhveijar breytingar sem snúa að smábátaútgerð og línuveiðum, en þær tillögur hafa fengið hvað mesta gagnrýni á fundum formanna Tví- höfðanefndarinnar um landið. Áætlað hefur verið að ljúka þingi 6. maí n.k. en óvíst er að svo verði ef sjávarútvegsstefnan verður tekin fyrir á þessu þingi. Þingflokkur Al- þýðuflokksins fundaði um þing- meðferðina í gær, en engin ákvörð- un var tekin um málið. Þó hefur blaðið heimildir fyrir því að allir þingmenn Alþýðuflokksins séu til- búnir til að sitja út maímánuð til þess að ljúka þessu mikilvæga máli. Össur vill breytingar Á flokksstjómarfúndinum um sjávanítvegsmál á Akranesi, lýsti Ossur Skarphéðinsson starfandi formaður Sjávarútvegsnefndar því yfir að hann styddi ekki tillögur Tvihöfðanefndarinnar sem snúa að smábátaútgerð. Þar fullyrti hann Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins á flokksstjómar- fundinum á Akranesi. ennffemur að enginn þingmeiri- hluti væri fyrir tillögunum á Al- þingi. Össur telur hins vegar að hægt sé að ná einhverskonar mála- miðlun um smábátana og um leið meirihluta fyrir tillögunum á Al- þingi. Sjá nánar um flokksstjórnarfundinn á bls. 3 og 4. Lagt ó Leggjabrjót íslenski hesturinn nýtur mik- illar virðingar, enda sannkölluð kostaskepna. Stöð 2 hefur gert þætti um reiðgötur Islands og sýnir eina slíka í kvöld, ferð yfir svokallaðan Leggjabrjót, en sú leið nær frá Botnsdal í Hvalfirði yfir til Þingvalla. Sigurveig Jóns- dóttir stýrir þáttunum, en Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndaði þennan þátt. Með í för var Guð- Iaugur Tryggvi Karísson, annál- aður hrossakarl, og sagði hann okkur í gær að myndatakan hefði tekið tímann sinn, menn voru að þegar færi gafst í einar sex vikur að mynda. Ekki að undra þótt ís- lensk þáttagerð sé dýr! Á þessari mynd eru menn að leggja í þessa grýttu og erfiðu reiðleið þar sem leggjum hættir til að brotna. Með í för voru 30 til 40 hestar og margt um mannfólk. Allt gekk bærilega og engin slys urðu á mönnum eða fólki. A- mynd GTK. Greenpeace uppvísir að lygum og rangtúlkunum: DÆMIGERÐ VINNUBRÖGO GREENPEACE -segir Magnús Guðmundsson um málið og ennfremur: „íhuga málsókn á hendur Greenpeace . Á páskadag var sýndur svo- kallaður „60 Minutes“-þáttur á TVNZ, nýsjálenskri sjónvarps- stöð, þar sem fjallað var nokkuð ítarlega um ásakanir Magnúsar Guðmundssonar, blaða- og kvik- myndagerðarmanns, á hendur Greenpeace. Tilefni umfjöllunar 60 Minutes var ræða sem Magnús flutti um vinnu sína á ársfundi útvegsmanna í Nýja-Sjálandi skömmu fyrir páska. Ræða þessi olli miklu fjaðra- foki hjá nýsjálenskum fjölmiðlum og fékk Magnús þar mikla og oftast jákvæða umfjöllun um störf sín. Að sögn heimildarmanna Alþýðu- blaðsins beittu Greenpeace-menn sjónvarpsstöðina miklum þrýstingi vegna umrædds þáttar og afleiðing þess varð sú að síðastliðinn sunnu- dag var flutt loðin yfirlýsing í „60 Minutes" sem stjómendur sjón- varpsstöðvarinnar sömdu sjálfir. Yfirlýsing þessi hefur nú verið túlkuð af Greenpeace sem afsökun- arbeiðni TVNZ á öllum þættinum. í fréttatilkynningu sem Greenpeace hefur sent frá sér vegna þessa máls kemur meðal annars fram að 60 Minutes hafi nú beðist afsökunar á þætti sínum þar sem Greenpeace var sakað um allt frá því að halda til haga leyniskýrslum, til þess að falsa kvikmyndatökur til þess að auka á gróða samtakanna. Einnig kemur fram í fréttatilkynningu Greenpeace að Magnús hafi staðið fyrir vel skipulagðri áróðursherferð gegn samtökunum og auk þess yfirlýsingar Green- peace undir Magnús Guðmundsson þá benti hann á að þeir sjálfir hafi viðurkennt í „Svar Direkt", sænskum umræðu- þætti, að þeir hefðu falsað og sviðsett myndatökur. Enn fremur sé varla hægt að kalla einn mann „vel skipulagða áróð- ursherferð". Allt tal Greenpeace um að Magnús Guðmundsson á forsíða PRESSUNNAR [jann standi fyrir nýlesa' dreifingu falskra upp- dreift fólskum upplýsingum um lýsinga, og að engin leyniskjöl um málið til fjölmiðla. sig fyrirfinnist hjá Greenpeace, séu Þegar Alþýðublaðið bar þessar hreinar og klárar lygar. Yfirlýsing TVNZ var að sögn heimildarmann- anna Alþýðublaðsins flutt í óþökk fféttamanna „60 Minutes" sem breytir þó í engu að í yfirlýsing- unni er ekkert dregið til baka sem fram kom í þættinum og ekki beðist afsökunar á neinu sem fram kom í þættinum. Að- eins var þama um nánari útskýring- ar að ræða til að tryggja að um eng- an misskilning yrði að ræða. Heim- ildarmenn Alþýðublaðsins telja að þama hafi verið um einhverskonar baktryggingu að ræða hjá TVNZ vegna þess að stjómendur hennar óttist heilagt stnð Greenpeace og hugsanlega málsókn. Magnús segir þessi vinnubrögð dæmigerð fyrir Greenpeace og hann íhugi nú mál- sókn vegna rógburðar þeirra. ALÞYÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44 i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.