Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 7
I Þriöjudagur 27. apríl 1993 JAFNAÐARMENN I REYKJAVIK MAI BARÁTTUHÁTÍÐ í NAUSTENU! Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur mun standa fyrir mikilli hátíð í Naustinu í tilefni af baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Ávörp: Jón Baldvin Hannibalsson formaður Aiþýðufiokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands Hátíðin hefst strax að loknum útifundi verkalýðsfélaganna. ALLIR JAFNAÐARMENN VELKOMNIR! Kaffiveitingar - Hljómlist Stjórnin. RAÐAUGLÝSINGAR YBarnaheill Meðferðarheimili Barnaheill auglýsir í samráði við félagsmálaráðu- neytið eftir starfsfólki til að taka að sér rekstur með- ferðarheimilis fyrir vegalaus börn (6-12 ára). í undirbúningi er uppbygging eins til tveggja með- ferðarheimila er taka til starfa í sumar. Verður annað staðsett í sveit á Suðurlandi, en ekki hefur verið af- ráðið endanlega hvar hitt heimilið verður staðsett, en líklega á Norðurlandi. Viðkomandi starfsmenn þurfa að hafa menntun á einu eða fleiri eftirtalinna sviða: Uppeldis- og kennslufræði, sálarfræði, félagsráðgjöf eða aðra sambærilega menntun. Viðkomandi þurfa að hafa reynslu af vinnu með börnum. Þar sem hér er um nýja starfsemi að ræða, munu starfsmenn taka þátt í uppbyggingunni og móta starfsemina ásamt stjórn heimilisins. Laun og önnur kjör samkvæmt samkomulagi. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Barnaheilla, Sig- túni 7, Reykjavík, fyrir 30. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Barna- heilla, sími 91-680545. Barnaheill Félagsmálaráðuneytið Iþróttahús Kennaraháskóla íslands Tilboð óskast í viðgerð á þaki íþróttahúss Kennara- háskóla íslands. Um er að ræða endurnýjun á þak- járni, pappa og tilheyrandi. Verktími ertil 17. ágúst. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík til og með þriðjudeginum 11. maí. Verð útboðsgagnanna er kr. 6.225,- með virðis- aukaskatti. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, föstudaginn 14. maí 1993, kl. 11.00. II\II\JKAUPAST0FI\1UI\I RÍKISIIVIS Lögreglustöðin á Akureyri Frágangur innanhúss Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins óskar hér með eftir tilboðum í innan- hússfrágang í Lögreglustöðinni á Akureyri. Annars vegar er um að ræða rif og fullnaðarfrágang u.þ.b. 60m2 skrifstofuhúsnæðis, en hins vegar ýmsar lag- færingar í húsinu, aðallega vegna eldvarna. Fram- kvæmdum skal vera að fullu lokið 1. september 1993. Útboðsgögn verða seld hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 26. apríl 1993 á kr. 6.225,- m/vsk. Tilboð verða opnuð á sama stað 12. maí 1993, kl. 11.30 í viðurvist virtetgddra bjóðenda. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS fii Mi'.AHrUNI ' ■UV H £ « K A v IK ^ r|i II r|i r|i v? ia rai r|i I i| IJ 1 IJ 1 1 I* Ifr lll I 1 I 1% Kristinn Jörundsson, fulltrúi Byggðaverks hf. afhendir Herði Zophaníassyni stjórnarfor- manni Hafnar, táknrænan lykil að nýja húsinu. - Ljósmynd Lárus Kari. Glæsilegar þjónustuíbúðir aldraðra Á sumardaginn fyrsta voni 40 þjónustuíbúðir fyrir aldraða teknar í notkun á vegum Hafnar, samtaka eldri borgara í Hafnarfirði. Hörður Zophaníasson, formaður stjórnar samtakanna sagði að bygging íbúðanna hefði staðist aliar áætlanir, en Byggðaverk hf. hefur annast framkvæmdir. íbúðimar eru í glæsilegu tjölbýlishúsi við Sólvangsveg, skammt ffá heilsugæslustöðinni og hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Á Sólvangssvæðinu eiga að nsa 130 íbúðir fyrir aldraða, í íjölbýli og í raðhúsum. Nokkrum 3 herbergja íbúðum en enn óráðstafað. 700 þúsund tonn af loðnu Alls bárust á land frá íslenskum veiðiskipum 697.598 tonn af loðnu á vertíðinni sem nú er nýliðin. Til viðbótar bárust nærri fimm þúsund tonn af erlendum skipum. Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum var hæst einstakra verksmiðja á þessari vertíð með vinnslu á 52.813 tonnum. Hinsvegar vom verksmiðjur Síldarverksmiðja ríkisins hæstar alls sem fyrirtæki með 134.545 tonn. Eitthvað var landað af loðnu til lfysting- ar, en tölur um það liggja ekki íyrir. Aflahæsta skipið á loðnuvertíð var Hilmir SU með 33.391 tonn. 15 milljónir tonna á 30 árum Frá því að íslendingar hófú loðnuveiðar í stómm stíl árið 1964, hafa borist á land um 15 milljónir tonna af þessum litla en mikilvæga ftski. Félag íslenskra fiskmjöls- framleiðenda hefur tekið saman lista yfir afla á þessum ámm. Þar kemur fram að ver- tíðin sem nú er nýlokið var góð, en þó skara nokkuð fram úr vertíðamar árin ’78, ’79, og ’85 þegar aflinn var rétt um milljón tonn. Nokkur ár til viðbótar hafa verið betii en á vertiðinni nú, en aflinn nú er meira en þokkalegur. Ögrandi kvenlíkamar í Hafnarborg Berglind Sigurðardóttir, 27 ára listakona, heldur sýningu á 19 myndum sínum í kaffistofu Hafnarborgar þessa dagana. Þar em litlar pastelmyndir auk þriggja olíumál- verka, einkum konuandlit og konulíkamar, sem Berglind sýnir á talsvert ögrandi hátt. Sýningin hefur gengið vel og helmingur myndanna þegar seldur. Berglind tók nýlega þátt í samsýningu í Menntamálaráðuneytinu, og hún gerði káputeikningu að bók Vig- dísar Gnmsdóttur, Ég heiti ísbjörg, ég er ljón.. Landvernd og veiðar á villtum dýrum „Samband dýravemdarfélaga fslands mótmælir harðlega að haldin skuli ráðstefna um rétt manna til að veiða einungis út ífá þeim sjónarhomum „hver á“ og „hver má“ en látið hjá líða að taka með þá mikilvægu, siðferðilegu spumingu, hvort veiðar á villtum dýmm séu réttlætanlegar", segir í fréttatilkynningu Sambands dýraverndar- félaga Islands. Þeim finnst að á ráðstefnu Landvemdar hafi of mikil áhersla verið lögð á rétt manna til að stunda veiðar. Á lista „aðstandenda" ráðstefnunnar, sem Land- vemd hélt, komi þetta greinilega fram. SDÍ segist ekki geta séð að ráðstefha eins og þessi sé annað en tímaeyðsla þar sem öll sjónarmið fái ekki rúm í ffamsöguerindum. Miðstöð fólks í atvinnuleit í dag kl. 15 greinirStefán Ólafsson,prófessor, ffá nýrri rannsókn á högum atvinnu- lauss fólks, í Miðstöð fólks í atvinnuleit í Lækjargötu 14a. Á föstudaginn er þar skemmtidagskrá og á laugardaginn, þann 1. maí, er boðið upp á kynningu á starfsem- inni og kaffiveitingar í Miðbæjarskólanum að loknum útifundi. Sigríður Dúna og Kvennalistinn í nýútkominni Veru er fjallað í grein Ragn- hildar Vigfúsdótturum „goðsöguna um „brott- rekstur“ Sigríðar Dúnu úr Kvennalistanum. Þar segir í lokin: Það hlýtur að vera einkamál hverrar konu hvemig og hve lengi hún leggur kvenna- hreyftngunni lið. Er það ekki dæmi um andspymu gegn kvennahreyfingunni hvemig fjölmiðlar hampa hinum nýja lífsstíl Sigríðar Dúnu með því að gera svona mikið úr starfi hennar sem ráð- herraffúar? Það má vel lesa milli línanna hvemig vissum mönnum fmnst hún hafa séð að sér og sannað hið fomkveðna að aðlaðandi er konan ánægð, allt tal um kvenfrelsi hafi verið orðin tóm. Það hlýtur vægast sagt að vera leiðinlegt fyrir konu sem hefur átt jafn mikinn þátt í að móta nýju kvennahreyfinguna eins og Sigríður Dúna, að lenda í því að vera notuð í baráttunni gegn henni“. Kærðir fyrir veiðar á föstudaginn langa Útgerð rækjuskipsins Náttfara, sem mun gerður út af hlutafélaginu Hamri, hefur verið kærð fyrir hafa verið að veiðum á fóstudaginn langa. Þann dag eiga öll skip að vera í höfn. Bæjarpósturinn á Dalvík greinir ffá þessu í síðasta blaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.