Alþýðublaðið - 30.04.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 30.04.1993, Side 2
2 Föstudagur 30. apríl 1993 ni'tuummiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Þorkell Diego skrifarfrá Split Brennandi þorp, - sært fólk og látið Rétturinn til vinnu 1. maí, baráttudagur launafólks er á morgun. Baráttan fyrir efnahagslegum jöfnuði og félagslegu réttlæti er samofín þeim degi. Aukin lýðréttindi hafa vissulega fært launafólki bætt lífsskilyrði á ýmsa lund víða um heim á þess- ari öld. Engu að síður er víða að finna mikið efnahagslegt misrétti og fé- lagslegt ranglæti. Þannig hefur bilið milli ríkra þjóða og fátækra sífellt ver- ið að aukast og eins hefur launamunur þeirra sem mest bera og býtum og þeirra sem við kröppust kjör búa aukist hér á landi síðustu ár. A meðan lægstu laun eru í kringum 50 þúsund krónur á mánuði hafa stórforstjóram- ir um og yfir milljón í laun á mánuði. Munurinn er þar tuttugfaldur. Það er siðlaust. Fyrir tveimur dögum slitnaði upp úr samningaviðræðum samtaka vinnu- veitenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir langan aðdraganda og þrí- hliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins hafa ekki náðst samningar. Ljóst er að staðan er nú óvenju erfið í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar og því ekki mikils að vænta um kjarabætur. Gangur samninga- viðræðna gekk út á það að ríkisvaldið greiddi fyrir samningsgerðinni. Til- boði ríkisvaldsins var hins vegar hafnað hvort sem það kann að reynast launþegum almennt til góðs eða ekki. Gengið hefur verið út frá því sem vísu að fyrirtæki landsmanna væru ekki aflögufær með neinar kjarabætur og reyndar hefur verið létt af þeim ýmsum sköttum og skyldum. Það sem öðru fremur hlýtur að vekja ugg í brjósti alls þorra launafólks er hversu atvinnuleysið hefur magnast að undanfömu. íslendingar höfðu varla þekkt viðvarandi atvinnuleysi í rúmlega tvo áratugi nema af afspum erlend- is frá þar til í fyrra. Nú er hins vegar svo komið að fjöldi fólks hefur enga atvinnu og ekki í sjónmáli að úr rætist. í löndunum víða í kringum okkur hefúr verið viðvarandi 10% atvinnuleysi eða meira. Þar er svo komið að sumt fólk fer í gegnum lífxð án þess að fá nokkum tíma vinnu. Það er í reynd ástand sem ekki er hægt að sætta sig við. Af og til hefur komið upp krafan um rétt allra til vinnu. Slík krafa á fullan rétt á sér. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það þjóðfélag sem ekki get- ur boðið hverjum vinnufæram manni atvinnu. Atvinnuleysið er ekki til komið vegna þess að það sé skortur á verðugum viðfangsefnum eins og dæmin sanna. Atvinnuleysið er fyrst og fremst til komið vegna þess að skortur er á svokölluðum arðbæmm störfum, störfum sem skila arði í þjóð- arbúið. Ör tækniþróun og aukin framleiðni hefur hins vegar leitt til þess að sífellt færri hendur þarf til að vinna við frumframleiðsluna. Þá kemur að því að menn þurfa að spyrja sig hvað á að gera við þá sem ekki komast að ann- arsstaðar? Það hefur sýnt sig að opinberi geirinn getur nánast endalaust tekið við fólki en það em hins vegar takmörk fýrir því hvað hann getur ráðið við fjárhags- lega. Sé litið á íslenskt þjóðfélag í dag þá er vissulega þörf fyrir fleiri störf í skólum landsins og leikskólum til að sinna, fræða og ala upp æsku þessa lands. Það er vissulega þörf fyrir aukin störf við að þjóna öldruðum og sjúk- um. Þar er það fjárskortur hins opinbera sem setur stólinn fyrir dymar, en ekki að þar sé þörf fyrir meiri og betri þjónustu. í eðli sínu er þörfin nánast óendanleg. íslendingar og aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara að spyrja sig hvort þær hafi efni á því að halda 10% þjóðarinnar utan vinnumarkaðarins. Ekki það að tekjur þjóðarinnar þurfi endilega að aukast neitt við það eitt að veita fleimm vinnu, heldur hitt að verkin sem vinna þarf verða væntanlega léttari þegar til koma fleiri hendur, ellegar hægt verður að veita almenningi aukna og betri þjónustu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfu sér að veita öllum vinnu við hæfi. Þjóð- félög á Vesturlöndum hafa tekið þá skyldu á sínar herðar að framfleyta öll- um þegnum sínum, burtséð frá því hvort þeir eigi kost á atvinnu eða ekki. Þannig þarf það ekki að vera svo ýkja dýrt fyrir þjóðfélagið að skapa störf fyrir fólk í stað þess að segja; þín er ekki þörf í okkar samfélagi en við skul- um gefa þér að éta og finna þér einhvem samastað. Slíkt er ekki hægt að bjóða fólki upp á til langframa. Langvarandi atvinnuleysi hlýtur að brjóta fólk niður og drepa sjálfsbjargarviðleitni þess. Það hlýtur því að vera ein meginkrafa launafólks að það eigi kost á vinnu til að framfleyta sér og sín- um með sóma. Split 20. apríl 1993. Ég sit hér á útikafllhúsi í Split, göngu- gata og höfn fyrir framan okkur, fólk á rölti og sjórinn er spegilsléttur. Við sitj- um hérna nokkrir félagar þar á meðal James Alexandersson frá Islandi. Við komum úr sex daga ferð til Zenrca í Bosníu Herzegovinu. Þetta var áætluð tveggja daga ferð en vegna ófærðar í Vitez- Jabloneca-Mostar og Zenica lokuðumst við inni og komumst 18. apríl til Zenica og til Split í gærkvöldi, allir heilir en urðum að skilja fjóra stærstu bílana eftir, þar á meðal minn. Það er mjög dapurt ástand á þessu svæði og sorglegt að aka í gegnum brennandi þorp og verða vitni að þessum hörmungum. Vopnaðir menn á hlaupum á milli húsa, sært fólk og látið og flóttafólk um allt. Sprengjuvörpum er óspart beitt í þessu stríði og við þekkjum orðið hljóðin og átt- um okkur á fjarlægt, Departur og Arrival. Annars er þetta venjulega ekki svona slæmt, en ástandið hefur farið versnandi í Bosníu- Herzegovinu. Við Zagreb-bflstjóramir vomm sendir hingað vegna versnandi ástands á okkar svæði en núna fömm við líklega aftur til Za- greb á morgun eða hinn daginn. Það er svo sem mjög gott þar sem Zagreb er nokkurs konar „heima“ fyrir mig og okkur flesta, þó að ég hefði vel getað hugsað mér að vera Mynd frá síðustu viku af átakasvæðinu í Bosníu. héma við Adríahafið í nokkrar vikur. Þróunin er þannig núna að við vitum ekki hvað verður um okkur í nánustu framtíð, hvar við verðum eða hvort Rauði krossinn dregur svo mikið saman að ekki verði þörf fyrir nema fáa bflstjóra. Jæja það er fundur núna um kl. 15.00. Þá skýrist eitthvað. Bestur kveðjur, Þorkell Diego. foitnbt’týu* 26. apul '9? Atburðir dagsins 1772 Fyrsta vogin með vísi fær einkaleyfi í London. Uppfinninga- maðurinn hét John Clais. 1803 Bandaríkin kaupa Louisiana og New Orleans af Frökkum. 1900 Lýðveldið Hawaii ákveður að óska eftir að verða eitt ríkja Bandaríkjanna. 1904 Heimssýning opnar í St. Louis í Bandaríkjunum. 1948 Fyrsti Land Rover bíllinn vekur athygli á sýningunni Amster- dam Motor Show. Bfll þessi varð skjótt vinsæll hér á landi. 1957 Egyptar opna Suez-skipaskurðinn að nýju til umferðar. 1968 Frankie Lýmon, ameríska poppgoðið, sem varð lfægur 14 ára að aldri, deyr vegna of stórs heróínskammts. Afmœlisdagar Daniel Thompson, 1770 Frægur enskfæddur Kanadamaður sem rannsakaði stóran hluta vestur-Kanada. Joachim von Ribbentrop, 1893 Þýskur stjómmálamaður og utan- ríkisráðherra Hitlers. Franz Lehár, 1870 Ungverskur tónsmiður sem þekktastur er íyrir Kátu ekkjuna. Jaroslav Hasek, 1883 Tékkneskur rithöfundur sem meðal annars skrifaði um Góða dátann Sveik. Jill Clayburgh, 1944 Amerísk kvikmyndaleikkona. L&uqfihd&qu* 1. mi '9? Atburðir dagsins 1707 Sambandi Englands og Skotlands komið á. 1808 Karl fjórði Spánarkonungur leggur niður völd fyrir Jósef nokkum Bónaparte. 1862 Sambandsherinn leggur undir sig New Orleans. 1862 Meðan á spánsk-ameríska stríðinu stendur, kemst amerísk flotadeild inn í höfnina í Manila og eyðir þar gjörvöllum spánska flotanum. 1904 Antonin Dvorák, tékkneska tónskáldið góðkunna, safnast til feðra sinna. 1936 Keisari Eþíópíu(Abbissinía), Haile Selassie, flýr land sitt. 1945 Áróðursmeistari Hitlers, Joseph Göbbels, myrðir konur sína, sex böm, og sjálfan sig á eftir. Daginn áður hafði Hitler framið sjálfsmorð. 1968 Legoland-garðurinn í Billund á Sjálandi opnaður. 1989 Mót- mælaaðgerðir gegn ríkisstjóminni í Prag. Þess er krafist að leikrita- höfundurinn Vaclac Havel verði leystur úr fangelsinu. Afmælisdagar Joseph Addison, 1672 Enskur rithöfundur, ljóðskáld og stjóm- málamaður. Hann stofnaði tímaritið Spectator árið 1711. Glenn Ford, 1916 Frægur kvikmyndaleikari, fæddur í Kanada en bjó lengst af í Bandaríkjunum. Joseph Heller, 1929 Amerískur rithöfundur. Þekktasta verk hans er Catch-22. Rita Coolidge, 1945 Amerísk sveitasöngkona og píanóleikari.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.