Alþýðublaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 4
4
Fðstudagur 30. apríl 1993
1. maí yfirlýsing Alþjóðasamtaka frjálsra verkalýðsfélaga
FÁTÆKT OG KÚGUN
Kunnuglegir ferðafélagar víða um lönd
\ ár er alþjóðlegur baráttudagur verka-
lýðsins - 1. maí - haldinn í skugga síharðn-
andi árása á verkalýðsfélög og félagsmenn
þeirra. Ársskýrsla okkar um brot gegn rétt-
indum launafólks kemur út í dag. Hún sýn-
ir að barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur
kostað 260 manns lífið á einu ári. 2.500 til
viðbótar hafa verið fangelsaðir og 40.000
launamenn hafa misst vinnuna vegna lög-
mætra aðgerða í þágu lireyfíngarinnar.
Hundruð verkalýðsleiðtoga og annarra fé-
lagsmanna hreyfingarinnar sitja í fangelsi á
baráttudegi verkafólks - I. maí. Fyrir hönd
113 milljóna launafólks um allan heim
votta Alþjóðasamtök frjálsra verkalýðsfé-
laga virðingu sína þeim félögum sem halda
kyndli frelsisins á lofti; þeim félögum sem
hafa helgað líf siit baráttunni fyrir réttind-
um launafólks, félagslegu réttlæti, lýðræði
og friði.
Árásir á verkalýðsfélög og félaga þeirra
eru ekki aðeins ógnun við verkalýðshreyf-
inguna. Þær vega að sjálfum grundvelli lýð-
ræðisins.
Milljónir manna - liðsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar þar á meðal - hafa háð langt
og strangt strfð gegn harðstjóm og einræð-
islegum stjómarháttum víða um heim. Sá
árangur sem náðst hefur er þó stundum
meiri í orði en á borði.
Víða er rétturinn til að mynda frjáls fé-
lagasamtök fótum troðinn. Félagafrelsið er
þymir í augum stjómlyndra valdhafa. Ef
fólk býr ekki við rétt til að bindast samtök-
um um hagsmuni sína er frjálsræði af öðm
tagi lítils virði.
Þeir sem stjóma í krafti auðs og valda
gera sér fulla grein fyrir þessu. Því leggja
þeir jafn mikla áherslu og raun ber vitni á að
ráðast gegn verkalýðshreyfingunni. I iðn-
ríkjunum boða þeir að markaðsöflin ein eigi
að ráða. Hreyfing launafólks er njörvuð
niður með lagaklækjum og þannig reynt að
koma f veg fyrir að hún geti haft áhrif á það
fyrirkomulag á framleiðslu og dreifingu
vöm og þjónustu sem eitt sinn var talið
skynsamlegt en er nú orðið að trúaratriði.
Markmiðið hefur verið að einangra launa-
fólk sem einstaklinga andspænis atvinnu-
rekendum sem hafa margfalt meiri völd og
áhrif. I þessu skyni er meðal annars reynt að
draga úr mikilvægi kjarasamninga og halda
verkalýðshreyfingunni fjarri efnahagsleg-
um áhrifum á öllum stigum. Það er fjar-
stæða að halda því fram að þessi þróun hafi
skilað okkur aukinni velmegun og skilvirk-
ara þjóðfélagi á síðustu áratugum. Þvert á
móti blasir það við að heilar atvinnugreinar
hrynja til grunna og að atvinnuleysið er orð-
ið ógnvekjandi.
Þrátt fyrir þetta er ekki annað að sjá en að
ríkisstjómir margra Mið- og Austur-Evr-
ópuríkja vilji ólmar feta sömu slóð. Hér má
með góðum vilja kenna um fáfræði vald-
hafanna á því hvemig standa má að vinnu-
markaðsmálum með skikkanlegum hætti.
En ef menn eru ákveðnir í að halda þeirri
stefnu til streitu er málið öllu alvarlegra.
Það er hörmulegt að horfa upp á hvílíka
Milljónir manna - liðs-
menn verkalýðshreyfing-
arinnar þar á meðal -
hafa háð langt og
strangt stríð gegn harð-
stjórn og einrœðislegum
stjórnarháttum víða um
heim. Sá árangur sem
náðst hefur er þó stund-
um meiri í orði en á
borði.
áherslu sem ríkisstjómir leggja á að tak-
marka starfsemi lögmætra verkalýðsfélaga,
og það í löndum sem sannarlega ættu að
draga annan lærdóm af eigin sögu.
1 Afríku og rómönsku Ameríku em að-
gerðimar grimmilegri, en skilaboð valdhaf-
anna em hin sömu. Þeir fullyrða að verka-
lýðsfélögin séu dragbítur á þróun, þau eyði-
leggi samkeppnishæfni fyrirtækja og þau
leggi stein í götu þeirra sem reyna að koma
fátækum ríkjum á beina braut hagsældar.
Skoðum þessar fullyrðingar í ljósi þeirra
grimmdarverka sem skjalfest eru í árs-
skýrslu okkar um brot gegn réttindum
launafólks; barsmíðar, pyndingar, aftökur á
konum og körlum vegna þess eins að þau
em félagar í verkalýðsfélögum. Ef þetta
væri það gjald sem greiða verður fyrir fram-
farir, þá em þær of dým verði keyptar. Ef
efnaleg velmegun þrífst ekki án svarthola
og dauðasveita má vel vera að fátækt sé
fýsilegri kostur.
I raun og vem er þessu öfugt farið. Víða
um lönd eru fátækt og kúgun kunnuglegir
ferðafélagar. Það eina sem kemur á óvart í
þessum efnum er að til skuli vera fólk, sem
kemur slíkt á óvart. Sú heimska og spilling
sem einkennt hefur sögu einræðisherra um
allan heim er bein afleiðing þess að um-
boðslausir valdhafar hafa hundsað vilja og
kúgað þegna sína.
Oft er bent á stöðu þjóðfélags- og efna-
hagsmála í Asíu sem dæmi um annað.
Ráðamenn þar munu þó reka sig á að al-
þýða manna væntir þess að félagsleg fram-
þróun verði samfara efnahagsframförum,
allar tilraunir til að leggja hömlur á frelsi al-
mennings munu leiða til óstöðugleika og
óvissu.
Baráttan fyrir réttindum þeim sem verka-
lýðshreyfingin stendur fyrir er um leið bar-
átta fyrir framförum og lýðræði. Hún er þó
fráleitt einskorðuð við pólitíska baráttu; það
má aldrei gleymast að frumskylda okkar er
að standa vörð um hag félagsmanna verka-
lýðshreyfingarinnar.
Niðurstaðan er að sé réttur verkafólks
fótum troðinn, boðar það þjóðfélagslegan
óstöðugleika, fátækt og ranglæti. I ríkjum
þar sem frelsið er að engu viil munu hörm-
ungamar halda áfram með þjáningum og
dauða.
JAFNAÐARMENN í REYKJAVÍK
1. MAÍ
BARÁTTUHÁTÍÐ / NAUSTINU!
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
mun standa fyrir mikilli
hátíð í Naustinu í tilefni af
baráttudegi verkalýðsins, l. maí.
Ávörp: Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands
Jóhanna Sigurðardóttir
varaformaður Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands
Hátíðin hefst strax að loknum
útifundi verkalýðsfélaganna.
ALLIR JAFNAÐARMENN VELKOMNIR!
Kaffiveitingar - Hljómlist
Stjórnin.