Alþýðublaðið - 30.04.1993, Side 13
Föstudagur 30. apríl 1993
13
Hvaö segir verkalýösforystan?
Kristján Gunnarsson,
formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags
Keflavíkur
Vinnuveitendur
ábyrgðarlausir
„Það er ljóst að atvinnurekendur vilja
ekki semja, þeir vilja ekki peninga í atvinnu-
málin og stöðugleika í þjóðfélaginu. Þeir
hlaupa eftir blórabögglum. Fyrst hlupu þeir
á bak við tillögur ríkisstjómarinnar og veif-
uðu því framan í okkur, og núna segja þeir
að þetta sé allt Dagsbrún að kenna að ekki sé
hægt að semja. Við teljum að það hefði ver-
ið eðlilegt að semja við alla nema Dagsbrún,
úr því að þeir vildu ekki vera með“, segir
Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur.
„Staðan í dag er mjög tvísýn og erfið og
ábyrgðarleysi vinnuveitenda er algjört í
þessu máli. Ég hef áður lýst því yfir og geri
það aftur, að ég tel að það eigi að semja á
grundvelli þess tilboðs sem kom frá ríkis-
stjóminni og ég tel að það eigi að semja
strax. Það verður að ná fram stöðugleika í
þjóðfélaginu og friði á vinnumarkaði, þann-
ig að það sé hægt að skapa hentugt umhverfi
fyrir atvinnulífið. Forsenda þess að gera
svokallaðan núllsamning við atvinnurek-
endur er sú að tilboð ríkisstjómarinnar haldi.
Það er engin önnur leið út úr þessu.
Það er alveg Ijóst að næsta skref hjá okk-
ur er að leita eftir samningaviðræðum við
vinnuveitendur á Suðumesjum, og hafa fé-
lagsmenn þegar falið stjóminni að óska eftir
viðræðum. Félagið hefur einnig fengið
heimild til verkfallsboðunar, þannig að við
erum tilbúnir í slaginn. Þessa heimild ætlum
við að nota til að knýja ábyrgðarlausa
vinnuveitendur að samningaborðinu fyrir
alvöru“, sagði Kristján Gunnarsson í Kefla-
vík.
Sigríður Kristinsdóttir,
formaður Staifsmanna-
félags ríkisstofnana
Kröfur okkar
standa enn óhagg-
aðar
Þótt það hafi slitnað upp úr samningavið-
ræðum milli ASÍ og VSI þá hefur ekki slitn-
að upp úr samningaviðræður milli BSRB-
félaganna og viðsemjenda þeirra. A síðasta
fundi með samninganefnd ríkisins var okk-
ur boðið upp á launaaukann og orlofsupp-
bótina og miðað var við 18 mánaða samn-
ing. Það gátum við hins vegar alls ekki sætt
okkur við. Það hefur enn ekki verið rætt við
okkur um neins konar pakka urn atvinnumál
þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi rætt um
að við þyrftum að koma inn í þann pakka
sem ASI var að tala um. Þar hefur samt
aldrei verið unt neitt formlegt boð að ræða.
Okkar staða í samningamálunum er því
óbreytt, þ.e. krafa BSRB um 5% launa-
hækkun stendur óhögguð og aðgerðir í at-
vinnumálum sem við teljum mjög mikil-
vægar“, sagði Sigríður Kristinsdóttir þegar
Alþýðublaðið innti hana eftir stöðu samn-
ingamála SFR.
En hafa slitin á viörœöum ASI og VSÍ
áhrif á stöðuna hjá opinberum starfs-
mönnum?
„Ef ég lít á stöðuna hjá ASÍ þar sem slitn-
að hefur upp úr viðræðum, þá sé ég fyrir
mér þann vanda sem fylgir því ef félög þess
fara að semja hvert fyrir sig. Það tel ég vera
mjög erfiða stöðu í dag. Við BSRB-félagar
höfðum hins vegar ýmsar efasemdir um það
sem var í umræðunni hjá ASI. T.d. varðandi
hvemig átti að fá fjármagn á móti þeim
tekjumissi sem ríkið hefði orðið fyrir með
lækkun skatts á matvæli og við höfðum
áhyggjur af því að það yrði tekið til baka af
launþegum með einum eða öðrum hætti.
Við heyrðum því fleygt að hugmyndir
hefðu verið á lofti um að draga úr þjónustu
hins opinbera til að ná endum saman en við
höfum lagt áherslu að ekki verði um frekari
samdrátt að ræða í velferðarkerfinu. Höfum
reyndar verið óánægð með það sem þegar
hefur verið skorið niður á því sviði. Við ger-
um okkur að vísu grein fyrir að lægri matar-
skattur kæmi láglaunafólki til góða en jafn-
framt öllum öðrum. Það er þvf spuming
hvort ekki hefði mátt finna betri lausnir til
að koma til móts við bama- og láglauna-
fólk.“
Það hlýtur að hafa veikt samningsstöðu
ykkar eftir að félagsmenn í þíitu félagi
höfðu fellt tillöguna um að fara í verkfall
ef ekki semdist?
„Það kom á daginn að 40% af mínum fé-
lagsmönnum treystu sér að fara í verkfall
þrátt fyrir að þeir vissu að þeir kynnu að
lenda í verkfalli einvörðungu með opinber-
um starfsmönnum. Ég held að það verði að
líta til þess vegna þess að þetta var ekki bara
spuming um að fella eða samþykkja það að
fara í verkfall, heldur einnig um hversu vfð-
tækt það yrði. Urslitin urðu mér engu að síð-
ur vonbrigði því ég tel að staðan hefði verið
auðvitað miklu betri ef ekki hefði verið búið
að fella það að fara í verkfall.
Það hafa hins vegar ekki átt sér stað nein-
ar viðræður frá því í byrjun apríl og hvorki
pressa frá okkur eða ríkisvaldinu um samn-
inga. En það þarf tvo til að semja og miðað
við ástandið í þjóðfélaginu í dag hefði ég
haldið að það væri ekki síður ríkisvaldinu í
hag að það yrði samið. Ég get ekki nteð
nokkru móti séð að þessi kyrrstaða geti ver-
ið heppileg fyrir ríkisstjómina. Það hlýtur að
vera krafa þeirra sem kusu þessa stjóm að
hún sinni sínum málum og sjái til þess að
halda atvinnulífinu gangandi."
Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða
Sundraðir náum
við engu fram
„Framhaldið mi verður einfaldlega það
að hvert félag fyrir sig eða tandssambönd
leita eftir samningum. Auðvitað vitum við
það að miðað við allar kringumstœður þá
ná menn engu fram einir og sér, nema þá
einhverjir undantekningarhópar. Þeir gœtu
náð einhverju fram með miklum þrýstingi
og átökum í skjóli sinnar sérstöðu og þess
að geta stöðvað svo og svo mikið afþjóðfé-
laginu. Þá vœru menn bara að hugsa um
sjálfa sig þar sem kröfur stjórnuðust að eig-
ingirni en ekki vœri hugsað um fjöldann",
segir Pétur Sigurðsson.forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða.
Nú hafið þið Vestfirðingar stundum
staðið fyrir utan samflot. Þið er því
kannski vanirþvíað semja sér?
„Það hefur ekki verið oft. Við höfum gert
það þrisvar sinnum að ég held í minni tíð,
þ.e. að segja í landverkasamningum. Þá hafa
menn búið við aðrar aðstæður. Það var
miklu auðveldara hér áður fyrr þegar upp-
gangur var í sjávarútvegi og fiskvinnslu að
ná fram einhverjum breytingum. Reyndar
var það nú oft að tfðum þegar menn vom að
semja hér um 20-30% launahækkanir í óða-
verðbólgu þá vissu menn að það myndi
aldrei skila sér f launaumslagið.
Þess vegna eru þessir stöðuleikasamning-
ar, sem taka tillit til alls umhverfisins, miklu
vænlegri til árangurs fyrir verkalýðshreyf-
inguna enda held ég að það hafi sýnt sig al-
veg frá því að menn fóru að feta sig inn á þá
braut árið 1989.
Reyndar var ekki verið að semja á vegum
Alþýðusambandsins þegar við sömdum hér
síðast einir og sér. Þá var það Verkamanna-
sambandið sem stóð að samningum fyrir
fiskvinnslufólk og sú samningagerð farin út
um þúfur. Þá dustuðum við fram rykið af til-
lögum sem við höfðum unnið að í nokkur ár
um breytingar á bónuskerfinu. Þeir samn-
ingar voru gagnrýndir ntjög af heildarsam-
tökunum og ýmsum verkalýðsforingjum og
sagt að við værum með þeim að splundra
hreyfingunni með sérhyggju. Staðreyndin er
hins vegar sú að við gengum af hinu ill-
ræmda bónuskerfi dauðu og nú hefur okkar
kerfi verið tekið upp um allt land fyrir löngu
síðan.
Það hefur hins vegar oft verið haft á orði
vegna þessa, að okkur sé ekki treystandi
vegna þess að við myndum alltaf hlaup út í
hom og semja sér ef því væri að skipta. Þetta
er bara goðsögn því auðvitað vitum við eins
og aðrir að ef verkalýðshreyfingin nær ekki
sameiginlega fram kjarabótum þá nær hún
því ekki sundruð.“
Taldir þú rétt að hafna tilboði ríkis-
stjórnarinnar til að greiða fyrir samning-
um?
„Nei, en það má alveg deila um það. Ég
get hins vegar tekið undir það að það var
ekki gegnið nógu langt til móts við þarfir
okkar fólks þó ntig greini á við það um
margar í hverju það felst. Ég tel að það hafi
ekki átt að stranda á hvort ríkisstjómin bauð
tvo milljarða í vegalagningu í kringum
Reykjavík í stað fjögurra. Ég taldi að það
hefði ekki komið láglaunafólkinu til góða.
Aftur á móti vantaði inn í þessa kröfugerð
úrlausnir fyrir gjaldþrota einstaklinga sem
eru komnir í algera ógöngur vegna þess að
það hefur tapað svo miklurn f tekjum og
jafnvel atvinnu sinni í lengri tíma og getur
því ekki staðið skil á afborgunum af hús-
næðislánum sínum. Það er jafnvel að missa
sitt húsnæði sem er alveg hræðilegt. Þar
vantaði ráðstafanir og samkomulag við rík-
isstjómina hvemig menn ætluðu að taka á
því máli.
Ég held líka að verkalýðshreyfingin þurfi
nú að sætt sig við miklu minni kjarabætur en
þær sem felast í því að færa virðisaukaskatt-
inn á matvæli úr 24% í 14%. Þetta er hlut-
fallslega dýrasta úlgjaldaeininginn hjá lág-
launafólki. Ég veit að þetta skiptir ekki eins
miklu máli hjá þeim betur eru launaðir. Ein-
mitt það endurspeglar kannski afstöðu mann
til þeirrar lausnar. Það mátti t.d. lesa í grein
eftir hagfræðingi BSRB þar sem hann gerir
hann gerir lítið úr þeirri kjarabót. Fólk sem
þannig hugsar hlýtur að vera með gríðarlega
mikil laun ef það kemst að því að lækkun
skatt á matvæli um 10 prósentustig vegur
lítið sem ekkert í kjömm viðkomandi. Það
getur satt verið en ég hélt að við hefðum í
samningsgerðinni lagt upp með hagsmuni
láglaunafólksins fyrir augum.“
Eruð þið búnir að setja það niður fyrir
ykkur fyrir Vestan hvert framhaldið verð-
ur?
„Nei og ég sé nú ekki heldur úr því sem
komið er að það liggi gríðarlega mikið á. Ég
er ekkert sammála mönnum um það. Ég tel
að menn þurfi ekki endilega að rjúka lil og
ganga frá samningum bara til þess að bjarga
einhverri orlofsuppbót. Auðvitað getur hún
virkað aftur fyrir sig neyðist menn til að
gera kjarasamning einir og sér á næstu vik-
um.
Hitt er svo annað mál, og er aumingja-
skapur í okkur í verkalýðshreyfingunni, að
menn hafa á undanfömum ámm verið að
skrifa undir svona svikamyllu sem falin em
í þessum orlofs- og desembemppbótum. Að
það sé hægt að knýja okkur til samnings-
gerðar bara úr á það meðan aðrir eru með
allt sitt fastbundið í sínum kjarasamning-
um.“
/
Arni Guðmundsson,
formaður
S tarfsmannafélags
Hafnarfjarðarbœjar
Taka verður
á tekjuskipting-
unni
„Eins og fram hefur komið í samninga-
viðræðum á milli ASI og VSÍ þá eru vinnu-
veitendur ekki einu sinni tilbúnir að semja á
núllinu. Ég persónulega er því ekki tilbúinn
að samþykkja að ganga út frá þeim efnis-
punktum sem til umræðu hafa verið á þeim
vígstöðvum í samningum fyrir Starfs-
mannafélag Hafnarfjarðar. En þessi síðustu
skref á þeim vettvangi verða til þess að
tneiri og meiri hiti kemst í samningamálin
því fólk hefur þurft að horfa upp á stöðuga
kaupmáttarrýmun. Einhver staðar kemur að
því að mörkunum verður náð og fólk segir
hingað og ekki lengra", sagði Ami Guð-
mundsson aðspurður um stöðuna í samn-
ingamálunum.
Hvað finnst þér um niðurstöðuna í at-
kvœðagreiðslunni um verkfall hjá BSRB?
„í mínu verkalýðsfélagi var verkfallsboð-
un felld naumiega í allsherjaratkvæða-
greiðslunni í vor þannig að samningsstaðan
er frekar veik. Það olli mér miklum von-
brigðum. Hins vegar ber að líta til þess að
reglur um verkfallsboðun eru afar þungar
hjá opinberum starfsmönnum og bæjar-
starfsmönnum. Það er nóg að meirihluti á 10
manna fundi samþykki samninga en regl-
umar eru miklu stífari þegar kemur að boð-
un verkfalls. Það er algjörlega óviðunandi
og það verður að vera eitthvað samræmi
þama á milli.“
Atti að ganga að tilboði ríkisstjórnar
sem liún lagði fram til lausnar samninga-
málanna?
„Þessi umræðugrundvöllur sem var í spil-
unum á milli aðila vinnumarkaðarins, þegar
menn voru að tala um 18 mánaða til tveggja
ára samning með engum kauphækkunum
og engum tryggingum, var algjörlega óvið-
unandi. Því að þó að á móti blási í þjóðfélag-
inu þá er eitt vandamál sem er óháð allri
efnahagsumræðu en það er tekjuskiplingin.
A henni verður að taka með einum eða öðr-
um hætti. Þá er einnig rétt að líta til þess að
hætt er við þegar kaupmáttarhrapið verður
svona mikið að það magni samdráttar- og
krcppueinkennin."
Hver verða næstu skref?
„Það er allt opið í þeim efnum. Það hefur
enginn viljað tala við BSRB, hvorki ríkis-
valdið né aðrir. Menn virðast hafa verið
sammála um það samninga ætti að gera
fyrst og fremst á kostnað ríkisins en meðal
minna félaga hefur verið lítill áhugi fyrir
slíku því lítið sem ekkert hafi verið á spýt-
unni og tryggingamar engar.
Það er ljóst að sunit fólk er hrætt um at-
vinnuöryggi sitt en á einhverju stigi kemur
að því að hræðslan víkur fyrir reiðinni því
eins og sagt er á „bisness-máli“, þá er rekstr-
arafkoma heimilanna algjörlega óviðun-
andi.“
62-92-44