Alþýðublaðið - 30.04.1993, Qupperneq 22

Alþýðublaðið - 30.04.1993, Qupperneq 22
22 Föstudagur 29. mars 1993 1. maí ávarp samtaka kvenna á vinnumarkaði Hcrfna samfélagi einkapets og dekurvina Konur á vinnumarkaði hafafátt til að kœtastyfir í dag. Við konum á vinnumarkaði blasir óöryggi; höfum við vinnu á morgun, höfum við vinnu hinn daginn? Marg- ar okkar eru atvinnulausar, jafnvel búnar að missa atvinnuleysisbætur vegna langvarandi atvinnuleysis. Niðurskurður í samfélagslegri þjón- ustu skapar atvinnumissi hja konum. Launuðum störfum fækkar en þjónust- unnar er þörf eftir sem áður. Sjúkling- um, gamalmennum, bömum og öðrum er aðhlynningu þurfa fækkar ekki að sama skapi og þjónusta er skorin niður. Þau sem peninga eiga kaupa einka- vædda einkaþjónustu á sínu einkaheim- ili, öðrum er vísað á konur í fjölskyld- unni sem kauplaust skulu veita þá þjón- ustu sem samfélagið sinnir ekki, hvem- ig svo sem aðstæður þeirra eru. Svokallaðar samningaviðræður að undanfömu hafa ekki verið konum til góðs. Ekkert raunhæft hefur verið gert til að brjóta á bak aftur hræðsluáróður og niðurrifsstefnu ríkisstjómarinnar. Okkur er gert að trúa því að engir pen- ingar séu til á sama tíma og einkaneysla einstakra úrvalshópa vinanna blómstrar sem aldrei fyrr. Engar kröfur um hækk- un launa eru settar fram á hendur at- vinnurekendum, jafnvel stærir varafor- seti Alþýðusambandsins sig af því að ASI hafi boðið atvinnurekendum uppá óbreyttan kjarasamning til tveggja ára án nokkurra trygginga. Eina ástæðan hlýtur að vera að ríkisstjórninni skal gefið aukið svigrúm til áframhaldandi eyðilegginga. Atvinnurekendum var færð niðurfell- ing aðstöðugjalds á silfurfati, á sama tíma var aukin skattpíning á launafólki, sérstaklega á láglaunafólki, sjúklingum og bamafjölskyldum. Niðurfelling að- stöðugjalds átti að skila sér í lækkuðu vöruverði og aukinni atvinnu, en hvergi hefur sést vísir af þeim árangri nema ef vera skyldi í vösum atvinnurekenda og vina þeirra. Ríkisstjómin hefur ekki mótað neina stefnu til aukinnar atvinnu, heldur tekið upp flausturskenndar hugmyndir ann- arra án nokkurrar úrvinnslu. Ein af þessum flausturskenndu hugmyndum er að hagræða ræstingakonum út af vinnustað en hagræða vinunum inn í stjómun. Samtök kvenna á vinnumarkaði krefjast raunhæfra úrlausna. Við krefjumst hækkunar lægstu launa, þannig að við getum verið ma- tvinnungar. Við krefjumst hækkunar umsamins taxtakaups. Burt með frjálshyggjupostula, sem ræða um hæfilegt atvinnuleysi. Við krefjumst þeirra gmndvallarmannrétt- inda að allir hafi vinnu. Sviptum burt þeirri blekkingu að öll- um bömum séu búin ömgg uppeldis- skilyrði. I borg Ráðhúss og Perlu em úrræðin fyrir böm í hróplegu ósamræmi við þarfir þeirra. Tæpur helmingur bama innan sex ára á kost á hlutavist- un! á leikskóla. Um 1000 böm ein- stæðra foreldra eiga ekki kost á leik- skólaplássi. I borg Kringlu og Viðeyjar- stofu em innan við 300 skóladagheimii- ispláss, en í hverjum árgangi em um 1200 böm. Samtök kvenna á vinnumarkaði hafna samfélagi einkapots og dekur- vina. Samtök kvenna á vinnumarkaði hvetja til baráttu fyrir samfélagi mann- réttinda og jafnréttis og hvetja konur til að rísa upp gegn óréttlætinu. Konur á vinnumarkaði hafa yfir fáu að gleðjast, segir í ávarpi Sam- taka kvenna á vinnumarkaði. RÁÐÁUGLÝSINGAR MÁLMIÐNAÐARMENN Munið útihátíðarhöldin 1. maí. Tökum þátt í göngunni og útifundinum á Lækjartorgi. Aö loknum útifundinum á Lækjartorgi er boöiö upp á kaffi- veitingar aö Suöurlandsbraut 30, 4. hæö. Málmiðnaðarmenn OPIÐ Opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eftir úti- fundinn á Lækjartorgi 1. maí í Húsi verslunarinnar á fyrstu hæö. Verzlunarmannaféiag Reykjavíkur. ?AX 6Z-9Z-44 Félag járniðnaðarmanna FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ UMSÓKN UM ORLOFSHÚS sumarið 1993 Umsóknarfrestur um orlofshús hjá Félagi járniönaöar- manna rennur út 7. maí nk. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 91-813011. Stjórnin '//WM 'W Útboð lllugastaðavegur 1993 Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í lagningu 3,7 km kafla á lllugastaöavegi á Norðurlandi eystra. Helstu magntölur: Fylling 81.000 m3 og buröarlag 10.000 m3. Verki skal lokiö 15. október 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og meö 3. maí nk. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 17. maí 1993. Vegamálastjóri Starfsmenntastyrkir félagsmálaráðuneytisins Félagsmálaráöuneytiö auglýsir hér meö eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu samanber lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til stuönings viö skipulega starfsmenntun, undirbúning, náms- og kennslugagnagerð, kennslu og starfsþjálfun. Miðaö er viö að styrkir séu veittir vegna viö- fangsefna á síðari hluta árs 1993. Lögð er áhersla á stuön- ing viö ný starfsmenntunarnámskeið eöa vegna endurnýj- unar á eldra námsefni sem hefur reynst vel. Rétt til aö senda umsóknir eiga: Samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök atvinnufyrirtæki, einkaaöilar, eöa opin- berir aöilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráö einstakra atvinnugreina og samstarfs- verkefni tveggja eöa fleiri framangreindra aöila. Umsóknir frá skólum koma til álita þegar um er aö ræða samstarf viö samtök sem áöur eru nefnd. Umsóknir berist félagsmálaráöuneytinu, Hafnarhúsi viö Tryggvagötu, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 2. júní 1993, á sérstökum eyðublöðum og skulu merktar: Umsókn um styrk vegna starfsmenntunar. Nánari upplýsingar er aö finna í lögum nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu, en sérprentun þeirra liggur frammi í félagsmálaráðuneytinu. Sérprentuö umsókna- reyöublöö liggja frammi á sama staö. Félagsmálaráðuneytið, 28. apríl 1993.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.