Alþýðublaðið - 18.05.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 18.05.1993, Síða 1
■ Arsskýrsla OECD um íslensk efnahagsmál Kreppcm utcm áhrifa- sviðs stjórnvalda Umskipii á nœsta ári. Aðstœður fyrir nýit álver að skapast. Gengisfelling óceskilsn Þróunarsjóður góð leið til að takast á við offjárfestinguna og umframafkastagetuna Horf'ur eru á að samdráttur í efnahagslífinu haldi áfram á þessu ári vegna minni þorskafla og nauðsynlegs aðhalds að inn- lendri eftirspurn. Þetta kemur fram í ársskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, OECD, sein birt var í gær. í inn- ganginum um Island segir enn- fremur að sterkur andbyr setji áfram svip sinn á íslcnskan þjóð- arbúskap. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir áfram- haldandi erfiðleika á þessu ári segir að samdrátturinn verði þó nokkru minni en verið hefur. Þá segir enn- fremur að næsta ár, 1994. kunni að verða ár umskipta í efnahagslegu tilliti vegna þróunar á útflutnings- mörkuðum, sem gæti orðið hag- stæð, og vegna fyrstu áhrila af efna- hagssamrunanum í Evrópu. Einnig er gefið í skyn að nýjar álversfram- kvæmdir gætu orðið að veruleika hér á landi, en í skýrslunni segir orðrétt: „Ef réttar aðstæður skapast er lfldegt að stóriðjuáform á borð við Atlantsál, sem mun hafa veru- leg efnahagsleg áhrif, verði að veruleika fljótlega í kjölfarið". OECD lýsir yfir vonbrigðum með efnahagsframvinduna og horf- umar framundan á Islandi, því hvom tveggja megi rekja til ára- langrar ofveiði á þorski. Þetta eigi aðallega við um þorskstofninn og samverkandi áhrif umhverfis og of- veiði, sem valdi því að enn þurfi að draga úr sókn. Ljóst er að OECD er sammála ís- lensku ríkisstjóminni í því að efna- hagssamdrátturinn, kreppan, sé að öðm leyti utan áhrifasviðs stjóm- valda. Síðan segir: „Það er mjög mikilvægt fyrir stjómvöld að ekki verði hrófiað við þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verð- bólguna og í ríkisfjármálum. Slík- um árangri er ekki auðnáð og hon- um má alls ekki stefna í hættu að nauðsynjalausu. Frá sjónarhóli stjómvalda virðist óbreytt gengis- stefna eðlileg viðmiðun í komandi kjaraviðræðum í því skyni að tryggja litlar launabreytingar svo að vextir, sem reynst hafa þungir í skauti, geti smám saman farið lækkandi". Sjá einnig bls. 3 Formaður KSI, Eggert Magnússon, Gunnar Sigurðsson, Skagamaður, formað- ur félags fyrstu deildarliðanna og Sigurður Baldursson, framkvæmdastjóri Is- lenskra getrauna, skera tertu í gær í tilefni af sanmingi getrauna og 1. deildar- liðanna. Keppnin hefst 23. inaí og heitir Getraunadeildin. A-mvnd E.ÓI. Gagnrýni á Þjóðkirkjuna SJÁLFSMORÐ Langsótt kenning á að færa KR sigurinn! eru syndsamleg -segir Gunnar Þorsteinsson, predikari, og telur afstöðuleysi þjóðkirkjunnar mögu- lega eiga þátt í aukinni tíðni sjálfsmorða Vesturbæjarliðinu er spáð ís- landsmeistaratigninni í ár, og bak við það er ákveðin kenning, dálítið langsótt að vísu. KR hefur ekki unnið titilinn síðan 1968 og þykir mörgum KR-ingum nóg um. Þeir tengja sigra síns félags nýbökuðum enskum meisturum Manchester United, sem unnu síðast 1967. Spá- menn félagsins spáðu á síðasta vori að KR ntundi sigra sama ár og Un- ited. Nú eru þeir ensku búnir að ná titlinum, - og þá er lag fyrir KR! En hvað um það, fyrirliðar, þjálfarar og formenn 1. deildarliðanna komu saman í gær og spáðu í spilin. Spá þeina er að KR sigri í ár, KR fékk 281 stig, ÍA 259, Fram 230, Valur 201. Þá kemur Þór með 184 stig, Fylkir með 141 stig, FH með 129 stig, ÍBK 87, Víkingur 73 og ÍBV 65. Það skal tekið fram að slíkar spár hafa undanfarin tvö ár algjör- lega farið forgörðum. Arsskýrsla OECD um há útgjöld til heilhrigðismála Hátt lyf javerð er helsti sölcudólgurinn -samkvœmt skýrslu OECD, en árangurinn hér á landi langt umfram það sem gerist og gengur hjá öðrum þjóðum „Það hefur verið skýlaus túlk- un allt frani ú síðari ár að það sé synd gagnvart guði að taka eigið líf“, sagði Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins í Kópa- vogi í samtali við Alþýðublaðið í gær. í sunnudagspredikun á út- varpsrásinni Stjörnunni, sem Kristileg fjölmiðlun er eigandi að, gagnrýndi Gunnar Þjóðkirkj- una harkalega fyrir að líta frain- hjá því sem hin helga bók segir Þjónar KGB í nýju gervi Launmoriingjar í vellystingum sjá bls. 5. um sjálfsmorð. Þar sé það skýrt að það sé synd að myrða mann sem og að taka eigið líf. Gunnar benti á að öldum saman hefði fóki sent framdi sjálfsmorð verið huslað utan kirkjugarða, í fjörum og á víðavangi. Á honum var ög að heyra að slíku fólki biði fátt annað en helvíti að lokinni jarð- vist. Menn styttu sér semsé ekki leið inn í himnaríki. Gunnar Þorsteinsson sagði að þessi tvískinnungur kirkjunnar Væri til baga. „Orsök tíðra sjálfsvíga í dag er ef til vill einmitt sú að kirkj- an bendir fólki ekki á sannleikann, að það er syndsamlegt að taka eigið líf. Kirkjan bendir fremur á að slík breytni stafi að slysi eða sjúkdómi. Staðreyndin er hinsvegar að þetta er fyrst og fremst heigulsháttur", sagði Gunnar Þorsteinsson. , Ekki náðist í biskup eða hans nánasta samstarfsmann í gær til að fá þeirra sjónamtið á þessum mál- um. „Hátt verðlag á þjónustu og á lyfjum sérstaklega er meginorsök hárra heilbrigðisútgjalda“, segir í ársskýrslu OECD um íslenska heilbrigðiskerfið. Þar er lagt til að leggja niður núverandi lyfja- verðlagskerfi og taka upp frjálsa verðlagningu en sérstök úttekt er gerð á heilbrigöismálum á Is- landi í úttekt OECD. Um þann árangur sem náðst hef- ur í heilbrigðismálum á síðustu ár- um segir í skýrslunni m.á: „Árang- ur í heilbrigðismálum á íslandi er langt umfram það sem gerist og gengur hjá flestum öðrum þjóð- um.“ Útgjöld hafi hins vegar á síð- asta áratug aukist um 4% að raun- gildi á ári sem hafi verið um helm- ingi meira en meðaltal annarra OECD-ríkja. Það er hins vegar mat OECD að íslenska heilbrigðiskerfið veiti þjónustu sem er yfir meðallagi að gæðum og fyrir meðalkostnað sem er aðeins umfram það sem gerist hjá öðrum OECD-ríkjum. Eitt af því sem OECD bendir á til frekari úrbóta í heilbrigðismálum á Islandi er að auka heimahjúkrun og draga þannig úr hratt vaxandi útgjöldum vegna öldrunarþjónustu á dvalar- heimilum. Þar kemur í ljós að hlut- fallslega fieiri aldraðir á íslandi dvelja á stofnunum á Islandi en á öðrum Norðurlöndum. -.1 I l ; 5 ''lifRÍR Síöasti pöntunardagur Macintosh- tölvubunabar meb verulegum afslætti er 2^. Tnmí tuf Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.