Alþýðublaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. maí 1993 STIJTTFRETTIR 3 ÁLFURINN - hann er seldur árlega af SÁÁ til styrktar samtökunum í baráttunni gegn alkóhólismanum. Nánast hver einasta fjölskvlda í landinu þekkir af eigin raun þennan landlæga sjúkdóm, og kannast við fjölmörg dæmi um áhrifamátt áfengis- og fíkniefnameðferðar hjá SAÁ. Samtökin hafa sannarlega Ivft grettistaki og breytt ástandinu til batnaðar á stuttum tíma. Álfinum hefur verið vel tekið undanfarin þrjú ár og án efa verður svo einnig að þessu sinni. ALFURINN er seldur til að eflafrœðslu til fjölskyldna alkóhólista, sem er mikilvœgur þáttur í velheppnaðri áfengismeðferð MAKIOG BÖRN ÞURFA EKKI SÍÐUR Á HJÁLP AÐ HALDA Grásleppuvika - nýtingin gæti verið meiri Síðustu tuttugu ár hafa að meðaltali verið framleiddar um 12 þúsund tunnur af sölt- uðum grásleppuhrognum á hverri vertíð grásleppunnar. Til að framleiða þetta magn þarf að veiða um 6.800 tonn af grásleppu. Eftir að búið er að hirða hrognin eru 5.000 tonn eftir engum til gagns, utan það að lítill hluti er saltaður eða látinn síga, bróður- partinum er hent. Þessa vikuna er Grásleppuvika á vegum Landssambands smá- bátaeigenda og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Markmiðið er að finna leiðir til betri nýtingar grásleppu. Vekja á athygli og áhuga fólks á því að grásleppan er prýðis matfiskur. Veitingahús munu leggja sitt ffam og framreiða ýmsa gómsæta rétti úr grásleppu. Og satt er það, fleira er ftskur en soðin ýsa! Örn Árnason, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir og Halldóra Björnsdóttir fylgjast meö Siguröi Sigurjónssyni og fínnst ástandið lítt fyndiö, - öfugt við áhorfendur í sal. „Seltimingarnir“ slá í gegn Einsog við spáðum hér í blaðinu, hefur Kjaftagangurinn eftir hann Neil Simon slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Það mun vera vor í aðsigi, samkvæmt uppsláttarfrétt DV í fyrradag, og þá er stutt í að Þjóðleikhúsið loki. Sýningafjöldi er því takmarkað- ur á þessu leikári. Allir miðar í þessum mánuði seldust upp á augabragði og Ijóst að margir verða að bíða næsta hausts til að berja augum hinn „seltimska“ aðal í hrapal- legum lygavef, sem sannarlega kitlar hláturtaugamar. / / -segir Pórarinn Tyrfingsson, formaður SAA og yfirlæknir á Vogi ÞÓRARINN TYRFINGSSON, - hann vill aö aukin áhersla verði lögö á fjölskyldumeðferð alkóhólista, það geti skipt sköpum. Álfurinn mun afla fjár til þess verkefni í ár. ÁLFURINN -litli græni kallinn með rauða huttinn, verður seldur næstu dag- ana um borg og bvggð. Það er ástæða til að hvetja fólk til að kaupa þennan litla karl nú eins og undanfarin ár. Álfurinn styður raunhæfa baráttu gegn áfengis- sýkinni. Alkóhólisminn er fjölskyldu- sjúkdómur. Maki og börn hins sýkta þurfa ekki síður á hjálp að halda en sjúk- lingurinn sjálfur, til að komast út úr víta- hringnum. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sagði Alþýðublaðinu í gær að tekjum af sölu Álfsins væri einmitt varið til að efla aðstoð og meðferð fyrir aðstandendur alkóhólista, en SÁÁ rekur sérstaka göngudeild við Síðu- múla, sem þegar hefur ótvírætt sannað gildi sitt. „Einmitt þessi þáttur er mjög mikilvæg- ur“, sagði Þórarinn. „Hingað til höfum við lagt meiri áherslu á alkóhólistana sjálfa, kannski of mikla, því aðstandendur þurfa meiri fræðslu. Þeir eiga að kunna að fræða alkóhólistann og skilja sjúkdóm hans. Þar sern þannig er unnið verður árangurinn betri og öllum í fjölskyldunni mun líða betur“, sagði Þórarinn. Kornungt fólk í meðferð Ástandið í áfengismálum íslendinga fer batnandi. Þó er mikið verk að vinna fyrir Samtök áhugafólks um áfengisvandann - SÁÁ, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfir- læknis. Ástandið lýsir sér meðal annars í því að líkur eru á að 2% allra ungra karlmanna á Islandi og 1% ungu kvennanna, þurfi að leita í áfengis- og fíkniefnameðferð áður en þau verða tultugu ára. „Þetta er auðvitað geigvænlega hátt hlut- fall“, segir Þórarinn Tyrfingsson. „Það þýð- ir að um 70 einstaklingar á svo ungum aldri þurfi að koma í meðferð árlega. Stór fjöldi þessara ungmenna eru á aldrinum 18-19 ára, en sem betur fer eru fáir undir 16 ára aldri, sem til okkar þurfa að leita, þó dæmi séu um það“. Þórarinn segir að einmitt þessir skjól- stæðingar SÁA, sé sá hópur sem duglegast- ur og ákveðnastur er í meðferðinni og vinni vel að því að ná bata. Enda nái unga fólkið ótvíræðum bata almennt séð. Allir kannast við árangurinn Árangurinn af starfi SÁÁ er vissulega óumdeilanlegur, enda þótt samtökin séu ekki ýkja gömul. Sá árangur blasir við nán- ast hverri fjölskyldu á Islandi. Allir þekkja dæmi um fólk sem endurheimt hefur verið úr klóm áfengisofnotkunar. Allir vita mun- inn á viðkomandi einstaklingi, fyrir og eftir meðferð. En hver er raunverulegur árangur, oft er það gagnrýnt að ekki skuli hafðar á hraðbergi harðar tölur um árangurinn. „Það er eins með áfengissýkina og aðra sjúkdóma að það getur verið erfitt að meta árangurinn nákvæmlega. Hinsvegar held ég að allir viti sem vilja vita það, að meðferðar- stofnanir okkar hafa náð ótrúlega góðum ár- angri. Auk þess tel ég að öflug umræða um áfengisvandamálin hafi skilað sér í breyttu hugarfari meðal landsmanna til áfengis og ffkniefna", segir Þórarinn. Hann segir að „þungir" vímuefnaneytendur séu í dag færri en fyrrum, en þó komi upp hryggilega mörg tilvik á Vogi. Kannabisefnin sem margir reyndu að gera „vinsamleg" vímuefni fyrir ekki svo mörg- um árum, hafa reynst hið mesta skaðræði. Þannig segir Þórarinn að 6% líkur séu á að 24 ára karlmaður þurfi aðdeita í áfengis- meðferð, - þar af er þriðjungurinn fíknir kannabisneytendur. Að sjálfsögðu eru þeir sem neyta hvoru tveggja, áfengis og annarra fíkniefna til viðbótar, enn erfiðara úrlausnarefni á með- ferðarstofnunum. Afeneið er ekki í tísku lengur Þórarinn segir að miðað við önnur lönd séu áfengismál ís- lendinga í allgóðu lagi, ekki síst áfengis- meðferðin. Neysla áfengis hefur ekki aukist þrátt fyrir þá kreppu sem nú ríkir. Þvert á móti hefur sala á áfengum drykkjum minnkað þrjú ár í röð. Hugsunarhátturinn er eins og fyrr segir allt annar. Það þykir f meira lagi ófínt að slugsa um dauða- drukkinn á almanna- færi. Það áfengismettaða hugarfar, sem ríkti hér á landi til skamms tíma, virðist algjör- lega á undanhaldi. Þetta segir Þórarinn að sé mikilvægt. „En ég vil taka það skýrt fram að það þarf ekki mikið til að við missum tökin á þessu aftur. Og það má ekki gerast, og við hjá SÁÁ leggjum áherslu á að hafa tök á þess- um málum“, sagði Þórarinn. Þórarinn Tyrfingsson sagði að SÁÁ vildi reyna allt til að halda opnum meðferðar- stofnunum sínum öllum, enda þörfin greini- leg. Hinsvegar ættu menn núna við það að glíma að aðlagast ntinnkandi fjárveitingum ríkisins til rekstursins, en þær hefðu dregist saman um 30% á síðustu þrem árum. Arrivederci við Háskólann Nú er að því komið að það ylhýra og fallega hljómandi tungumál, ítalskan, verður kennd við Háskóla Islands. Það hefur verið gert reglulega um margra ára skeið við miklar vinsældir. Endunnenntunarstofnun og heimspekideild bjóða upp á byrjenda- námskeið í ítölsku dagana 24. maí til 12. júní. Sendikennari frá Róm, Lucia Panaleo, kemur hingað til að kenna. Um er að ræða tvö námskeið, annað er síðdegis en hitt á kvöldin, alls 45 klukkustundir hvort. Itölskukennsla hefst síðan við Háskólann næsta haust sem reglubundin námsgrein. Koniinn er sendikennari til starfa, Donatclla Bald- ini. Upplýsingar hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans í sínta 694923- 24- og -25. Strompleikur í Kópavogi og í Eyjum Leikfélag Dalvíkurer á leiðinni suður til að sýna Strompleikinn eftir Halldór Lax- ness. Félagið er boðið til Vestmannaeyja og dokar við á leiðinni þangað í Félagsheim- ili Kópavogs og sýnir þar. Sýnt verður í Kópavogi að kvöldi uppstigningardags kl. 20.30. Síðan liggur leiðin til Eyja. Leikstjóri er Þráinn Karlsson. Uppsetning þeirra Dalvíkinganna hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun, meðal annars í Degi, sem sagði að hér hefði kveðið við hinn sanna tón í verkinu. Við ráðleggjum fólki að skoða Strompleikinn, áhugaleikhús en mjög áhugavert í alla staði. Gerðardómur Verslunarráðsins Ótvírætt hagræði er að því fyrir fólk að geta leitað skjótrar úrlausnar með ágreiningsefni vegna viðskipta. Verslunarráð íslands staifrækir hlutlausan gerðardóm, skipuðum mönnum með sérþekkingu. Markmið gerðardómsins er að leysa á sem skjótastan hátt úr deilum vegna við- skipta. Sinnir hann jafnt málum fé- lagsmanna sem og annarra, innlendra sem erlendra. Málsmeðferðin tekur mun styttri tíma en í hinu opinbera réttarkerfi. Reglugerð gerðardóms Verslunarráðsins hefur nýlega verið endurskoðuð og þýdd á ensku. Þá hef- ur ný stjóm verið kjörin. I henni sitja: Baldur Guðlaugsson hrl. formaður, Pétur Guðmundarson, hrl„ og Jó- hann J. Ólafsson, forstjóri. Vara- menn eru: Gestur Jónsson hrl., Jón- as A. Aðalstcinsson hrl., og Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri. Hlut- verk stjómarmanna er ekki að dæma í einstökum málum, heldur að hafa umsjón með starfsemi dómsins og tilnefna gerðannann eða menn í hverju tilviki. Fundað um gæðastjórnun Orðið gæðastjómun er í tísku í dag, og vissulega hefur gæðastjómun ævinlega ver- ið við lýði hjá góðum fyrirtækjum. í dag er haldin námstefna Endurmenntunar- stofnunar Háskólans og Staðlaráðs þar sem rædd verður staða og framtíð gæða- stjómunar í ljósi ISO-9000 staðlanna. Námstefnan er ætluð stjómendum og sérfræð- ingum úr fyrirtækjum og stofnunum sem hafa þekkingu eða reynslu af gæðastjómun. Flutt verða sjö stutt erindi. Námstefnan hefst kl. 8.15 og stendur fram íhádegið í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.