Alþýðublaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. maí 1993 5 TJnniö cið undirbúningi Vors í Hafnarfirði Jóhannes Oliversson hjá Skuggsjá og Jón Gunnarsson spá hér í spilin. Jóhannes sagðist lítast iiijóg vel á sýninguna og ekki hikað við að vera með. Bók Jóns Gunnarssonar, íslenskir fossar, verður kynnt sérstaklega á sýningunni. Jón sagði að öll kynning væri góð og forsenda fyrir því að selja vöru og tók Jóhannes undir það. I II : I i : ■ ; Islenska álfélagið var með sinn bás á sýning- unni í Kaplakrika. Þeir voru hins vegar heldur stutt komnir við að standsetja bás sinn þegar Alþýðuhlaðið 'ar þar á l'erð í gær nema ef vera skvldi að álstiginn á mvndinni eigi að vera tákn um framleiðslu þeirra. Gústaf Ólafsson framkvæmdastjóri í Fit hf. var að sparsla í sýningarbásnum sínum, en þar verða kvnntar steypuviðgerðir. I>á verða þar einnig kynnt landmælingatæki og innréttingar. Hann kvað það vera gaman að standa í sýningu eins og þessari og nú biði hann spenntur eftir þvi hvort fólk léti ekki sjá sig. Kolfínna Magnúsdóttir var í gær á fullu við að skreyta bás Burstaverksmiðjunnar sf. Það fyr- irtæki hefur nú starfað í Hafnarfirði í 33 ár. Málningarpenslarnir voru blóinum skrýddir og sagði Guðfinna Vigfúsdóttir stjórnarfor- maður fyrirtækisins að aðeins væri notuð svínshár í penslana enda revndist það best. Hún sagði verksmiðjuna standa sig fvllilega í samkeppninni við innflutta málningarpensla. Hafnarfjarðarbær er með bás á sýningunni og hér pæla starfsmenn bæjarins í hvernig ganga skuli frá hlutunum. Ef til vill eru þeir að fara yfir hol- Mörg matvælafyrirtæki eru starfandi i Hafnarfirði og hér er eitt þeirra með bás. Höfuð bolans ræsateikningarnar en verið var að leggja holræsarör í básnum þegar Alþýðublaðið átti þar leið um. trónir hér fremst á myndinni en væntanlega er afgangurinn kominn í kassa sem úrvals nautakjöt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.