Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. júní 1993 80. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR TVÖFALDUR1. vinningur Rót Alaskalúpínu notuð í náttúrulyf „Dauðvona sjúklingar hafa núð fullum bata" - segir Ævar Jóhannesson. Seyði sem unnið er úr lúpínurót talið hyggja upp ónœmis- keifið. Krahbameinssjúklingar, sem voru úrskurðaðir ólœknandi, hafa náð hata „Ég þekki dæmi þess að krabbameinssjúklingar, sem læknar hafa sagt að ættu aðeins örfáa mánuði ólifaða, hafi náð sér að fullu eftir að hafa notað seyðið um tíma,“ sagði Ævar Jóhannesson í samtali við Alþýðublaðið. „Ætli það skýri ekki þessa miklu og vaxandi eft- irspum eftir því.“ Annars vildi hann ekki tala mikið um árangurinn, en sagði að um þessar mundir væri verið að rannsaka seyðið vís- indalega. Ævar er tækjafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Is- lands en hefur auk þess brotið í blað með umfangsmikilli og ár- angursríkri framleiðslu á náttúru- lyfjum. Tugir sjálfboðaliðar unnu um síðustu helgi að verkun lúpínurótarinnar þar sem seyði Ævars var á þrotum. 500 sjúklingar nota seyðið daglega. (A-myndir: H.J.) Um 500 manns nota seyði Ævars daglega, sem einkum er unnið úr rót Alaskalúpínunnar. Seyðið hefur reynst krabbameins- og astmasjúklingum vel, en Ævar staðfesti einnig í samtalinu við Al- Ævar Jóhannesson: Ekki í vafa um lækningamátt lúpinurótarinnar. þýðublaðið að það væri notað af eyðnisjúklingum, en vildi ekki segja neitt til um áhrif lyfsins á þá, þar sem of skammt væri liðið frá því þeir hófu notkun þess. Seyði lúpínurótarinnar virðist gagnast við margvíslegum sjúk- dómum, og allt bendir því til þess að það styrki ónamisvamir líkam- ans, og haft þannig jákvæð áhrif á áhrif sjúkdóma, sem við fyrstu sýn virðast óskyldir. Ævar taldi of snemmt að greina frá fyrstu niður- stöðum þeirra. „Ætli ég láti ekki nægja að segja, að fyrstu niður- stöðumar veki fleiri spumingar en svör, að dómi vísindamannanna," sagði Ævar hógvær. Auk lúpínurótarinnar notar Ævar meðal annars geithvönn, lit- unamiosa og njóla í seyðið. Eftirspurn eftir seyði Ævars eykst sífellt og mikill tími fer í gerð þess. Ævar hefur ekki tekið krónu fyrir; segist þá hafa átt kæm yftr höfði sér frá landlækni. „En þetta er auðvitað orðið geysilega tímafrekt og kostnaðarsamt.“ Eftirspumin eftir seyðinu fer sí- fellt vaxandi. Til að anna eftir- spuminni kveðst Ævar nú orðið þurfa að sjóða lúpínurót tvisvar á dag. Alls verða þannig til um 100 lítrar seyðis daglega. I þann skammt fara 8-9 kíló af lúpínurót- um, - meira en þrjú tonn á ári. Ævar kvaðst eiga mjög gott sam- starf við Landgræðslu ríkisins, sér í lagi Svein Runólfsson land- græðslustjóra. Landgræðslan leggur Ævari til lúpínurætur og um síðustu helgi unnu tugir sjálf- boðaliða á hans vegum að verkun rótanna. Ævar sagði að senn væri að senn lægju frekari niðurstöður fyr- ir á rannsóknum á lækningamætti lúptnunnar. Sjálfur er hann ekki í vafa um áhrif jurtarinnar: „Eftir að hafa séð mörg dærni um sjúklinga sem hlotið höfðu dauðadóm en náðu bata er ég ekki í vafa um lækningamátt lúpínurótarinnar. Annars væri ég nú ekki almenni- legur.“ Sumar í Eyjum Sumarið er svo sannarlega komið til Vestmannaeyja, rétt einsog þessi austurlenska blómarós sem naut veðurblíðunnar með félögum sín- um þegar Einar Ólason, ljósmyndari Alþýðublaðsins, var á ferðinni. Atvinnuástand er með besta móti í Eyjum, enda létu verkalýðsfélög- in þar sig ekki muna um að fella blessaða samningana. Raunar kom fram á dögunum að Eyjamenn vilja bæta við sig mannskap, og telja að allt að hundrað fjölskyldur vanti í bæinn. Hver veit nema þetta austræna blóm skjóti rótum í Heimaey... 10. bekkingar og framhaldsskólanemendur: Er erfitt að velja rétta staðinn? ■ Matvælanám Uppeldisnám Sjúkraliðanám Fornám Listanám nom valdi Reykholt! Þar er endurnýjaður framhaldsskóli með fjölbreyttu námi. Bóknám fyrir allar brautir. Atvinnulífsnám Innritun er hafin. Upplýsingar í símum 93-51200 / 51201 / 51210 / 51112 Framhaldsskólinn í Reykholti 320 Reykholt. Fax 93-51209 | heimavist • hestamennska * fjölmiðlun * myndbandagerð * blaðaútgáfa * Ijósmyndun • íþróttir • likamsræktarstöð • sundlaug • leiklist • nýjar tölvur (486) • klúbbar * nemendalýðræði ] Alþýðuhlaðið í dag Sjálfstœðisflokhur á sögulegum tímamótum Sjá Rökstóla, bls. 2 „Vœmin, slepjuleg himpigimþi!“ Alþýðublaðið við opnun málverkasýningar á Stokkseyri. Sjá bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.