Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 2. júní 1993 MÞYÐlfBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö i lausasölu kr. 90 Afdrifarík ákvörðun Ein afdrifaríkasta ákvörðun í atvinnumálum íslendinga stendur nú fyrir dymm: veiðiheimildir næsta fískveiðiárs. Þorskstofninn er fyr- ir í sögulegu lágmarki, og minnkandi afli hefur þegar brennt mark sitt með afgerandi hætti á efnahag þjóðarinnar. Enn frekari samdrátt- ur í þorskveiðum mun því hafa mjög sársaukafullar afleiðingar fyrir þjóðina í heild, ekki síst hinar dreifðu sjávarbyggðir. Frekari sam- dráttur virðist hinsvegar algerlega óhjákvæmilegur. Eftir ítarlegar rannsóknir, sem hafa einnig verið bomar undir er- lenda sérfræðinga, hefur Hafrannsóknastofnun komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé rétt að veiða meira en 150 þúsund tonn af þorski. Stofnunin telur að meiri veiðar muni í senn minnka veiðistofninn, og koma í veg fyrir langþráða stækkun hrygningarstofnsins. Sérstakur starfshópur físki- og hagfræðinga hefur komist að svip- aðri niðurstöðu. Hann telur, að óhyggilegt sé að veiða mikið umfram tillögur Hafrannsóknastofnunar, en áfangaskýrslu hans má þó skilja á þann veg, að hættulítið sé að veiða allt að 175 þúsund tonn. Afli umfram það stórauki hins vegar líkur á hmni þorskstofnsins. Þessi niðurstaða, ásamt viðbrögðum sjávarútvegsráðherra, bendir til þess, að endanlega verði sæst á að heimila veiðar á 175 þúsund tonnum af þorski. Til að skýra hvílíkt áfall þetta er fyrir sjávarútveg- inn, og þjóðarbúið í heild, er vert að hafa til hliðsjónar, að á síðasta fiskveiðiári gerði Hafrannsóknastofnun tillögu um 190 þúsund tonna þorskafla; stjómvöld heimiluðu hins vegar veiði á 205 þúsund tonnum, en heildaraflinn varð eigi að síður um 235 þúsund tonn. Verði niðurstaðan sú, að á komandi fískveiðiári verði leyft að veiða 175 þúsund tonn, þá dregst þorskafli saman um 60 þúsund lestir, eða um tjórðung frá heildarafla síðasta árs. Þessi minnkun í veiðum á dýrmætasta nytjastofni landsmanna mun enn dýpka efnahagslægðina. Að öllum líkindum mun tekjufall þjóð- arbúsins vegna minni veiðiheimilda verða 7-10 milljarðar. Það er auðvitað skelfileg niðurstaða. Af þeim sökum er eðlilegt að menn hiki áður en þeir taka endanlega ákvörðun. Nú þegar hafa heyrst raddir um að rök fiskifræðinga séu ótrygg, og miðað við erfitt ástand þjóðarbúsins sé rétt að leggja tillögur fiskifræðinga til hliðar og heimila mun meiri veiðar en þeir hafa lagt til. S An efa mun það hljóma sem sírenusöngur í eyrum fjölmargra, ekki síst stjómmálamanna, sem bera hina endanlegu ábyrgð. En það væri afar óhyggilegt að skella skollaeyrum við ráðum fiskifræðinga. Dæmin úr Barentshafi á síðasta áratug, frá Nýfundnalandi og úr Færeyjum, - þau hræða. s I ljósi þeirra gagna, sem Hafrannsóknastofnun hefur undir höndum væri mjög óskynsamlegt að fara langt umfram tillögur stofnunarinn- ar, og fráleitt að taka þá áhættu að veiða meira en þau 175 þúsund tonn, sem starfshópurinn telur vera efri mörk skynsamlegra veiða. Fiskifræðin er að sönnu ekki mjög nákvæm vísindagrein en hún er besta tækið sem við höfum yfir að ráða til að meta ástand stofnanna. Það blandast jafnframt engum hugur um, að aflabrögð síðustu mán- aða hljóta að styrkja staðhæfingar fiskifræðinga um afar bága stöðu þorskstofnsins. Þvf miður er það ekki þorskstofninn einn, sem virðist á undanhaldi. Fiskifræðingar leggja einnig til minni veiðiheimildir fyrir grálúðu, ufsa og karfa. Á móti kemur þó að flestir aðrir stofnar eru í góðu ástandi. Humar er á uppleið, og útlit fyrir að stórhumar taki aftur að veiðast á næstu árum; rækjustofninn hefur styrkst mjög verulega; ýsustofninn er á uppleið enda tveir sterkir árgangar á leið inn í veið- ina, og unnt verður að veiða mun meira af úthafskarfa en áður. Ríkisstjómin hefur nú þegar beitt sér fyrirmikilvægum ráðstöfun- um til styrktar sjávarútveginum. Hún felldi gengi krónunnar til að auka tekjur greinarinnar og felldi niður aðstöðugjöld; vextir hafa lækkað á skuldum sjávarútvegsins, verðjöfnunarsjóður hefur verið greiddur út, og nú sfðast hefur ríkisstjómin afráðið að lækka trygg- ingagjald sem greinin greiðir, og leysa til hennar aflaheimildir Hag- ræðingasjóðs. Þetta er hinsvegar ekki nóg, þegar greinin sendur frammi fyrir jafn afdrifaríkum samdrætti í þorskveiðum og allt bendir til. Það er rétt hjá formönnum stjómarflokkanna, að samhliða tillögum um stór- fellda minnkun þorskveiða verður sjávarútvegsráðherra að koma með skynsamlegar tillögur um bætt umhverfi sjávarútvegs á íslandi. Eftir þeim tillögum er beðið með óþreyju. FRÓÐLEG FYLGISÚTTEKT Einn af úttektarblaðamönnum Morgunblaðsins, Olafur P. Steph- ensen, ritar fróðlega grein um fylg- isþróun stjómmálaflokkanna um helgina. Uttektin byggir að miklu leyti á síðustu skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar, en hennar hafði verið beðið með nokkurri eft- irvæntingu til að fá samanburð við skoðanakönnun IM-Gallup frá því í byrjun maí. En Gallup könnunin var söguleg að tvennu leyti: Hún sýndi í senn gífurlegt fylgishmn Sjálfstæðisflokksins og jafnframt að Framsókn var orðin stærsti flokkur þjóðarinnar. Hvorutveggja er staðfest í könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem gaf Sjálfstæðis- flokknum ekki nema 25,7% fylgi en Framsóknarflokknum 27,5% fylgi. var landbúnaðarráðherra sjálfstæð- ismanna um langt skeið og einn valdamesti maður flokksins. Á átakaámm Gunnars Thor- oddsens og Geirs Hallgrímssonar fóm skilin milli hópanna að koma í ljós og undir lokin á ferli Geirs vom þau orðin áberandi. Síðan hefur þróunin öll verið á sama veg. Mis- munandi hagsmunir innan flokks- ins hafa því orðið afmarkaðri með ámnum, og hagsmunaárekstrar milli hópanna þarafleiðandi skýrari. Að sama skapi hafa tengslin milli hópanna trosnað. Eftir að ungir menn úr þéttbýl- inu, sem fylgdu frjálshyggjunni bmtust til valda hafa hagsmunaleg- ir og hugmyndalegir árekstrar milli hópanna orðið æ meira áberandi innan Sjálfstæðisflokksins og skilin ljósari. Davíð Oddsson: Sterkasti foringinn, - en nægir það iengur? Þessa niðurstöðu kallar Ólafur Þ. Stephensen „hrikalega útkomu“ fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vekur síðan athygli á því, að hann hefur misst þriðjung fylgis síns frá því í kosningunum 1991. Af sjónarhóli flokksins er þó þróunin enn hrika- legri, þegar horft er til þess að um átján mánaða skeið fyrir síðustu kosningar, eða milli október 1989 og fram í apríl 1991 sýndu kannan- ir að fylgi Sjálfstæðisflokksins lá vel yfir 40% og rauf raunar 50% múrinn í eitt skipti. En líkt og í leiðara Morgunblaðs- ins fyrir skömmu, þar sem fjallað var um stöðu Sjálfstæðisflokksins í ljósi niðurstöðu Félagsvísinda- stofnunar, leggur blaðamaðurinn ekki í langan leiðangur til að skýra fylgistap Sjálfstæðisflokksins. ÓLÍKIR HAGSMUNAHÓPAR Sjálfstæðisflokkurinn er sér- kennilegur flokkur að því leyti, að á sfðustu áratugum hefur hann í vax- andi mæli þróast yfir í að vera skipulagt kosningabandalag ólíkra hagsmunahópa. Hinir sameiginlegu hagsmunir hafa fyrst og fremst fal- ist í þeirri valdaaðstöðu sem stærð flokksins færði, en hún hefur nánast tryggt Sjálfstæðismönnum fasta áskrift að ríkisstjómum. Þar hafa leiðtogar hópanna skipt ráðherra- stólum bróðurlega á milli sín, og tryggt hlut umbjóðenda sinna eftir mætti. Gott dæmi um þetta eru af- skipti Sjálfstæðisflokksins af þróun landbúnaðarmála, en þó núverandi sóun í greininni sé jafnan skrifuð á reikning Framsóknarflokksins, þá var grunnurinn að henni lagður af Ingólfi Jónssyni frá Hellu, sem DREIFBÝUÐ VS. FRJÁLS- HYGGJAN I dag liggur skýrasta skiptingin á milli annars vegar talsmanna dreif- býlisins og hins vegar forystu- manna flokksins úr þéttbýlinu, sem flestir em í yngri kantinum, og eiga það einnig sameiginlegt að telja sig fylgismenn frjálshyggjunnar. Hags- munir þessara tveggja hópa, sem einnig greinast innbyrðis í óskýrari kjama, em mjög ólíkir og milli þeirra er vaxandi togstreita, sem birtist í æ ríkari mæli í mismunandi áherslum og málflutningi. Skipting þingflokks Sjálfstæðis- manna nú eftir þessum tveimur hagsmunastraumum er mjög greinileg. Foringi dreifbýlisarmsins er Matthías Bjarnason, sem fer sínu fram án tillits til vilja forystu flokksins, og í hans liði er að finna áhrifamikla þingmenn einsog Pálma Jónsson, Eyjólf Konráð Jónsson, Egii Jónsson og Eggert Haukdai. En í þeirn röðum er einn- ig Þorsteinn Pálsson, sem upphaf- lega var þó í liði frjálshyggju- manna, var til dæmis í Eimreiðar- hópnum sáluga, sem fyrstur ruddi hugmyndum frjálshyggjunnar braut á Islandi. Sem formaður og forsæt- isráðherra reyndist Þorsteinn veikur foringi, en eftir að hafa hrundið honum úr hásæti flokksins gerði sigurvegarinn, Davíð Oddsson, þau mistök að lyfta honum í stól sjávarútvegsráðherra. í því embætti fann Þorsteinn nýtt líf, og með því að gerast bandamaður smákónga í útvegi, sem jafnframt eru margir héraðshöfðingjar Sjálfstæðis- flokksins út um land, hefur hann Matthías Bjarnason: Fer sínu fram án tillits til forystunnar. aftur náð miklum völdum innan flokksins. Af hreinum persónuleg- um pólitískum ástæðum hefur því Þorsteinn flutt sig um set. Á jaðri dreifbýlisarmsins er jafnframt stuðningsmaður hans og vaxandi landbúnaðarstjama, Halldór Blön- dal. Frjálshyggjusinnar úr þéttbýli fara undir merki Davíðs Oddsson- ar, en sterkustu stuðningsmenn hans eru Björn Bjarnason og Geir H. Haarde. í þeim hópi er jafn- framt að finna flesta þingmenn Reykjavíkur, sem enn eru ungir að ámm jafnt sem þingaldri og fæstir jafn atkvæðamiklir og hinir gömlu stríðsjálkar dreifbýlisins. MIÐFLÓTTAFUÐ-TVÍSKIPT- ING Þessi tvískipting er Akkillesar- hæll Sjálfstæðisflokksins í dag, og gerir hann erfiðan samstarfsaðila í hvaða ríkisstjóm sem er. Þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem varða atvinnumál, fýrst og fremst sjávarútveg og landbúnað, á flokk- ur sem greinist eftir ofangreindum línum, einfaldlega mjög erfitt með að taka hreinskipta afstöðu. I þessu, ekki síst, liggja erfiðleikar núver- andi ríkisstjómar. Kosningabandalag hagsmuna- hópa, sem mismunandi markmið gera æ laustengdara, á sífellt eríið- ara með að ná hylli kjósenda, sem í vaxandi mæli fastbinda ekki trúss sitt við flokka, heldur heimta skýr svör, - og kjósa í samræmi við þau. Svör Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið mjög skýr síðasta áratuginn, því innan hans hafa togast á tveir ólíkir hugmyndaheimar; tvær mis- munandi stefnur. Frjálshyggjan innan flokksins hefur vissulega gef- ið skýr svör sem að mörgu leyti fela í sér lausn á tilteknum vandamálum sem hafa komið upp í þjóðarbú- skapnum, en samhliða er kjósend- um orðið ljóst að dreifbýlisarmur- inn - sem hefur eflst síðustu misser- in - á minna sameiginlegt með henni en til dæmis Framsóknar- flokknum. HINN STERKI LEIÐTOGI Miðflóttaafl og sundurleitni hef- ur því sett mark sitt á Sjálfstæðis- flokkinn, og tvískiptingu hans er einungis hægt að leyna kjósendur með tvennu móti: Annars vegar með því að vera í stjómarandstöðu, þar sem áherslan er samkvæmt hefð miklu meiri á gagnrýni en stefnu- mið, - og hins vegar með því að koma sér upp afar sterkum leiðtoga, sem nær að vega upp á móti sund- urvirkni tvískiptingarinnar innan flokksins. I stjómarandstöðu á síðasta kjör- tímabili náði flokkurinn að koma sér upp úr sögulegu lágmarki eftir klofninginn, sem leiddi til Borgara- flokksins, og upp í 50% í könnun- um. Það er vert að minna á, að upp- risan átti sér stað' áður en Davíð Oddsson varð formaður, sem stað- festir gengi hins tvískipta flokks í stjómarandstöðu. Á sínum tíma var Geir Hall- grímssyni, sem var miklu betri for- maður er flokksmenn vildu skilja, kennt um erfiðleika Sjálfstæðis- flokksins. Flokks- menn horfðu til tíma Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar og töldu að tækist þeim að koma upp sterkum foringja á nýjan leik, myndu vanda- málin leysast. Kjör Þorsteins þjónaði því; hann hafði ver- ið sterkur ritstjóri Vísis og harðsæk- inn framkvæmda- stjóri VSI. Allir vita endalok þeirrar sögu. Sömu röksemd- um var beitt til að tryggja kjör Davíðs Oddssonar. Hann var mjög sterkur borgarstjóri, og tal- inn bera í senn styrk og pólitískt cha- rísma sem dygði til að þétta betur bandalag hópanna, og gefa því áferð trausts flokks. Enginn frýr Dav- íð krafts og dugnaðar. Hann er að líkindum sterkasti leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn á völ á nú um stundir. En það hefur ekki nægt. Undir forystu Davíðs Oddssonar hefur flokkurinn jafnt og þétt tapað fylgi, og er ekki lengur stærsti flokkur þjóðarinnar. Armaskipting- in innan hans virðist hafa náð þeirri stærð, að sterkur foringi nær ekki lengur að lialda flokknum sem virkri heild innan ríkisstjómar. Sjálstæðisflokkurinn virðist því kominn á söguleg tímamót. Þorsteinn Pálsson: Flutti sig um set úr Eimreiðarhópi frjálshyggjunnar yfir í framsóknararm Sjálfstæðis- flokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.