Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. júnf 1993 5 Er harmleikur að hœtti „Júgóslavíu“ í uppsiglingu? Blóðug fortíð vitjar Transylvaníu - Tœplega tvœr milljónir Ungverja búa í Rúmeníu og spennan vex í Transylvaníu sem verið hefur bitbein Ungverja og Rúmena um aldir. Þjóðernisöfgamenn í lykilstöðum Fréttaskýring: Hrafn Jökulsson „Rúmenskir hermenn hafa tvisvar á öldinni komið til Búdapest,“ segir Gheorghe Funar, rúmenskur stjórn- málamaður sem hefur sópað til sín fylgi með hatursfullum áróðri gegn ungverska minnihlutanum í Rúmeníu. Hon- um hefur verið líkt við Milosevic, forseta Serbíu, og sjálf- ur segir Funar að blóðugt borgarastríð geti hafist í Rúm- eníu - og jafnvel stríð milli Rúmeníu og Ungverjalands. Hann segir: „Rúmenar rata til Búdapest, og hvort þetta gerist allt aftur, veltur eingöngu á aðgerðum ungverskra stjórnvalda.“ Funar er borgarstjóri í Cluj-Na- poca, stærstu borg Transylvaníu í Rúmeníu. Transylvanía hefur öld- um saman verið bitbein Ungverja og Rúmena og þar býr nú 1,8 millj- ón manna af ungverskum uppruna. Heildaríbúafjöldi Rúmeníu er um 24 milljónir. Transylvanía var hluti Ungverja- Iands frá elleftu til sextándu aldar; tilheyrði Tyrkjaveldi á sextándu og sautjándu öld en varð aftur hluti af Ungverjalandi á nítjándu öld. Eftir ósigur Austurríkis-Ungverjalands í fymi heimsstyrjöldinni varTransyl- vanía innlimuð í Rúmeníu sem hafði barist með bandamönnum. I seinni heimsstyrjöldinni endur- heimtu Ungverjar tvo fímmtu hluta Transylvaníu en í stríðslok fengu Rúmenar aftur yftrráð yfir öllu landsvæðinu. ÁRÓÐUR HATURSINS Funar komst til valda í Cluj-Na- poca með stuðningi rúmenskra bænda sem flosnuðu í stórum stfl upp af jörðum sínum á valdaárum Ceausescus og fengu störf í verk- smiðjum í borginni. Atvinnulíf Rúmeníu er í rúslum og verksmiðj- umar í Cluj-Napoci þagna ein af annarri. Funar skellir skuldinni á ungverska minnihlutann. Hann er eitursnjall lýðskrumari og áróður hatursins færgóðan hljómgrunn hjá rúmenskum kjósendum. Funar varð þriðji í síðustu forsetakosningum í Rúmeníu. CFAUSESCU VAR „GOÐUR RUMENI“ Funar hikar ekki við að segja að Nicolae Ceausescu liafi verið „góð- ur Rúmeni" - einu mistök hans hafi verið linkind gagnvart „ótryggum" Ungverjum. Þau mistök ætlar Fun- ar ekki að endurtaka. Líkt og hinn sálaði harðstjóri er Funar þeirrar skoðunar að einræði sé besta stjóm- arformið. Funar hefur lagt bann við fund- um Ungverja og skellt skollaeyrum við óskum þeirra unr að þeir fái að læra og nota móðurmálið í skólutn. Hann hefur jafnvel gengið svo langt að láta fjarlægja götumerk- ingar senr voru á ungversku. í viðtali við Michael Bond, fréttaritara The European þvertók Funar fyrir að hann hefði eittlrvað á nróti Ungverjum: „Enginn Rúmeni Irefur neitt á móti Ungverjum. Það er hinsvegar sorglegt að ungverska minnihlutanum er í nöp við Rúm- ena.“ Hann sakar stjómina í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, um að vinna leynt og ljóst að því að inn- lima Transylvaníu og koma á lagg- imar Stór-Ungverjalandi: „Ung- verska þjóðin er haldin sjálfs- morðshvöt og ég spái því að hún reyni að ná þessum landsvæðum með valdi.“ Afleiðingarnar? Jú, eitthvað svipað og í Júgóslavíu. STJQRNIN í BÚDAPEST AHYGGJUFULL Ungverjaland nútímans nær ekki yfir nema hluta þess landsvæðis sem eitt sinn tilheyrði hinu volduga ríki þeirra. Stjómin í Búdapest hef- ur lýst áhyggjum af afdrifum Ung- verja, sem eru fjölmennir í Slóvak- íu, Serbíu og Rúmeníu. Og ekki að ástæðulausu. f Slóvakíu eru um 600.000 Ung- verjar mjög uggandi um sinn hag enda eru þeir skotspónn slóvakískra Funar: Rúmenar rata til Búdapest... Ótrygg framtíð: Ungversk born í Rúmeníu. Babes-Bolayi háskolinn í Cluj: „Greni fasista, kommúnista og Gyðinga." var ungverskur háskóli til 1959 þegar kommúnistar innlimuðu hann í rúmenskan háskóla og lok- uðu öllum ungverskum deildum. Borgarstjómin í Cluj neitaði að verða við beiðni Ungvetja og ákvað að láta borgarbúa greiða atkvæði um málið. Telja má víst að þar verði tillagan kolfelld enda eru Rúmenar 80% íbúa í Cluj. Funar sagði í ræðu við þetta tækifæri að háskólinn hefði á sínum tíma verið „greni fasista, kommúnista og Gyð- inga“, og hvatti borgarbúa til að leggjast af alefli gegn öllum áform- um urn að háskólinn yrði endur- reistur. Fréttaskýrendur telja að ofsókn- arbrjálæði Funars gagnvart Ung- verjum eigi sér litla stoð í veruleik- anunt, en benda á að stjómin f Búdapest hefur neitað að fella niður landakröfur á hendur Rúmenum nema Ungverjamir í Rúmeníu fái sjálfsstjóm af einhverju tagi. Smaranda Enache, sem býr í Tirgu Mures og er kunn baráttu- kona fyrir mannréttindum, segir að valdhafar í Búkarest noti ungverska minnihlutann sem blóraböggul þar- sem efnahagur landsins sé í rústum. „Ýmsir hópar í Iöndunum báðum” tala um Stór-Rúmeníu eða Stór- Ungverjaland," segir hún. „Mesta hættan er fólgin í því að þjóðemis- sinnar komist til valda í Búkarest eða Búdapest - og það er alls ekki útilokað ef efnahagsástandið versn- ar enn meira." FUNAR í LYKILSTÖÐU I RUMENIU Funar, sem er mest áberandi af þessum þjóðemissinnum, er létt- vægur metinn sem öfgamaður af Vestur-Evrópu. En hann er borgar- stjóri stærstu borgar Transylvanfu og formaður Þjóðareiningarflokks Rúmeníu - sem gegnir lykilstöðu í samsteypustjóm Ions Iliescus. Eng- um í Rúmeníu eða Ungverjalandi dettur í hug að gera lítið úr Funar. Blóðug fortíð Transyivaníu gæti endurtekið sig. Þjóðemisofstæki og hatur eru þau fræ sem best dafna í jarðvegi fátæktar og ótta. Bóndi nokkur orðaði þetta svo í samtali við blaðamann: „Ungverjamir í þessu landi hafa tekið hamileik að erfðum. Nú emm við hrædd." Byggt á The European/H.J. þjóðernissinna. í sjálfsstjómarhér- aðinu Vojvodina, í norðurhluta Serbíu, búa um 400.000 Ungverjar. Stríðið í fyrrunt „Júgóslavíu" hefur enn ekki teygt sig inn fyrir landa- inæri Serbíu, og ekki hafa borist miklar fréttir af illri meðferð á Ung- verjunum þar. Ekki er Iíklegt að Serbar láti til skarar skrfða gegn þeim í bráð, enda þótt stjómin í Búdapest sé Króötum hliðholl í stríðinu. Utan heimalandsins em Ungverj- ar langfjölmennastir í Rúmeníu. Þeir hafa nú stofnað eigin stjóm- málaflokk sem skiptist í tvær fylk- ingar. Sumir krefjast sjálfsstjórnar en aðrir eru reiðubúnir að fallast á hógværari lausnir. Laszlo Tokes, biskup og hetja frá byltingunni 1989, er leiðtogi þeiiTa Ungverja sem lengra vilja ganga. Það vakti mikið fjaðrafok þegar hann lét svo um mælt í heimsókn til Búdapest í febrúar að Ungverjar í Transylvan- íu ættu yfir höfði sér „þjóðhreins- un“. ÓTTAST BLÓÐBAÐ Ungverjamir í Transylvaníu hata og óttast Gheorghe Funar. Peter Kovacs, fyrmm þingmaður sem nú er einn af leiðtogum stjómmála- hreyfingar Ungverja f Cluj, sagði f viðtali við The European: „Það er uggvænlegt að maður með svo öfgafullar skoðanir geti náð þvílík- um völdum með því að spila eftir reglunum. Mesta hættan er fólgin í hæffleika hans til að spila á þjóð- emistilfinningar rétt eins og hann væri að leika knattspymu." Fyrir þremur árum leiddi útrás þjóðemisofstækisins til stórfellds ofbeldis gegn Ungverjum í bænurn Tirgu Mures, skammt frá Cluj. Sex rnanns vom drepnir. Þeir sem tilheyra hægfara amii hreyfingar Ungverja íTransylvaníu óttast blóðbað ef gerðar verði of miklar kröfur. „GRENIFASISTA, KOMMUNISTA OG GYÐ- INGA!“ Ungverjamir í Cluj hafa krafist þess að hinn 120 ára gamli Babes- Bolayi háskóli verði aftur bækistöð ungverskra mennta. Babes-Bolayi Vinningstölur laugardaginn: 29. maí 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING | 5 af 5 0 2.261.496 +4af 5 1 393.054 043.5 79 8.582 033.5 2.943 537 Aöaltölur: BÓNUSTALA: Heildarupphæð þessa viku: kr. 4.912.919 UPPLÝSINGAR, SIMSVARI 91- 88 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.