Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 2. júní 1993 | HENNI [N ÍGI [ N ítáo cu-í • U/Sl-0 £il£ Teikning eftir Hallgrím Helgason í Ijóðatímaritinu Ský. Nýtt Ský Níunda hefti af ljóðatímaritinu Ský er komið út. Gestaritstjórar þessa heftis eru Bragi Olafsson og Þór Eldon og hafa þeir séð um efnisval. í tfmaritinu er að tinna ljóð eftir Atla Jósefsson, Valgarð Bragason, Aðalstein Svan Sigfússon, Ottarr Proppé, Harald Jónsson, Ara Gíslason, Kelly Ann Smith, Jón Marinó Sævarsson og Sjón. Þá birta þeir Bragi og Þór þýðingar sínar á ljóðum eftir hið kunna franska skáld Guillaume Apollinaire og á ljóðum sílenska framúr- stefnuskáldsins Vicente Huidobro(1893-1948). Einnig eru í heftinu teikningar eftir Hallgrím Helgason og ljósmyndir af alíslenskum sviðakjömmum sem Spánverjinn Eduardo Pérez Baca tók. Ský kostar aðeins 400 krónur fæst í Bókabúð Máls og menningar og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti. Áskriftar- beiðnir og bréf Berist í í pósthólf 1686, 121 Reykjavík. Safnhorg Geirlaugs Magnússonar Út er komin hjá Máli og menningu ljóðabókin Safnborg eftir Geir- laug Magnússon og er þetta tíunda ljóðabók höfundar. I fréttatil- kynningu forlagsins segir meðal annars: I þessari bók yrkirGeirlaug- ur um snjóinn og vetrarkvöldin, haustferðir, drauga og þögnina, en einnig sumardaga og vorkomu, sætabrauðsangan og væntingar, fugl- heima, álfadans og sjálfan Jónas Hallgrímsson. En þrátt fyrir fjöl- breytileg yrkisefni og aðgengilegri ljóð en oft áður em höfundarein- kenni jafnan skýr og tónn Geirlaugs auðþekktur. Meðlimir (Ljóðafélagi Máls og menningar fá bókina með umtals- verðum afslætti, en hægt er að gerasl meðlimur í því með því að hringja í síma 91-677755. Út úr búð kostar bókin 1690 krónur. Bók- in er 65 síður. Sigurlaugur Elíasson hannaði kápu. Arabískt-íslenskt kvöld Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spennandi matar- og menn- ingarkvöldi fimmtudaginn 3. júní kl. 19 að Klapparstíg 28, 2. hæð. Þar munu arabískir kokkar bjóða uppá Ijúffenga og framandi arabfska rétti. Einar Kristján Einarsson leikur á gítar, Linda Vilhjálmsdótt- ir les eigin ljóð og Jóhanna Kristjónsdóttir segir frá ferð til Jemen í máli og myndum. Þessi hnýsiiega veisla kostar aðeins. 1000 krónur fyrir fullorðna en ekkert fyrir börn. Fólk er beðið um að panta fyrir- fram í síma 678081. Elías Snæland með verðlaunabók Út er komin hjá Vöku- Helgafelli ný íslensk unglinga- bók, Brak og brestir, eftir El- ías Snæland Jónsson aðstoð- arritstjóra DV. Hann hlaut ís- lensku bamabókaverðlaunin fyrir bókina. í umsögn dóm- nelndar sagði meðal annars: „Skáldsagan Brak og brestir er lifandi og raunsönn lýsing á lífi og tilfinningum unglinga í samtímanum. Höfundi tekst snilldarvel að flétta spennu inn í áhugaverðan söguþráð og leiða lesandann með trúverðugri frásögn inn á sjaldgæft svið unglingabók, íslenskar jökulbreiður. Hér birtist íslenskt mannlíf og íslensk náttúra í heillandi sögu fyrir íslenska æsku.“ Elías Snæland hefur áður sent frá sér fjórar bækur, þar af eina ung- lingabók. Bókin er 158 blaðsfður. Búi Kristjánsson gerði kápumynd. Verðlaunahöfundur: Elías Snæland Jónsson. „Heldurðu að okkur verði leyft að koma til Reykjavíkur?" - Alþýðublaðið á opnun málverkasýningar Elvars Þórðarsonar í Gimli á Stokkseyri Steingrímur St. Th. Sigurðsson (iengst til vinstri) flytur innblásinn ræðustúf um listaelítuna í Reykjavík. Elvar er annar frá vinstri. Það er óneitanlega svipur með þeim fóstbræðrum i listinni þótt annar sé „svartasta íhald“ og hinn „el kommónis- tó“. (A-mynd: HJ) „Ég fór að máia eftir að hann Steingrímur St. Th. Sigurðsson kom hingað til Stokkseyrar árið 1972,“ segir Elvar Þórðarson þegar tíðindamaður Alþýðu- blaðsins spyr hvað hafi orðið til þess að gamalreyndur sjóari tók sér pensil í hönd fyrir tuttugu ár- um. En Elvar var á sínum tíma fjórtán vertíðir til sjós, og byrjaði rétt rúmlega fimmtán ára að drepa þann gula. A laugardaginn opnaði Elvar 22. sýningu sína, í Gimli á Stokkseyri. Þangað mætti Steingrímur auðvitað og lét vaða á súðum; sveiflaði sér milli fúkyrða um „væmin, slepjuleg himpigimpi" sem mynda listaelít- una í Reykjavík og hástemmdra lofsyrða um sýningu Elvars. „Þessi sýning er sensasjón," tilkynnti Steingnmur tveimur þingmönnum sem þama voru á ferð. Elvar glotti: „Já, ég fór semsagt að mála sjálfur hér um árið, eiginlega af þvt' mér þótti hann Steingrímur svo lélegur. Enda var hann þá í svolítið ank- annalegu ástandi: málaði þetta fjór- tán, fimmtán myndir á dag. En það átti nú eftir að breytast, og ég hef lært mikið af Steingrími. Hann er einn af okkar tilfinningaríkustu málurum.“ Steingrímur kippir sér ekki upp við endurminningar Elvars, en heldur innblásinn ræðustúf um töfra Stokkseyrar. „Það tók mig mörg ár að kynnast Stokkseyri. Hér býr sérstök þjóð, og ég var lengi að kynnast Stokkseyringum. Mér þyk- ir alltaf vænt um þennan stað.“ Elvar er sammála því. „Hér eru svo miklar og endalausar víðáttur í allar áttir." Mikið rétt. Himinninn yfir Suðurlandi, faldaður storm- reknum skýjum, skapar mörgum mynda hans mikilúðlegt og dular- fullt yfirbragð. Á öðrum myndum ráða sléttumar ríkjum: þær virðast ótæmandi uppspretta blæbrigða á léreftinu; ellegar endalaust hafið, úfíð, kraftmikið og tignarlegt. Náttúmöflin ólmast í myndum Elvars. Og þær eru fullar af mtmn- legum tilfinningum þótt hvergi bregði fyrir fólki. Hús hér og þar, en ekkert fólk. Steingrímur hefur fráleitt lokið máli sínu: „Þessi sýning er til marks um hversu menntun skiptir litlu máli í myndlistinni. Sýningin er glæsileg, glæsileg. Og þetta segi ég ekki af því Elvar er vinur minn.“ Þeir hafa semsagt verið vinir ( tuttugu ár - að þremur árum undan- skildum. Steingrímur: „Ég er svart- asta íhald en Elvar er el kommúnis- tó. Við vorum einu sinni ósáttir útaf pólitík í þrjú ár, töluðumst varla við. Hann er eini komminn sem ég acceptera. Kommúnistar em fóstur- böm andskotans. Og einsog þú veist ferðast djöfullinn incogn- ito...“ Við emm komnir út á hálan ís og ég spyr Elvar hvort hann hafi aldrei sýnt í Reykjavfk. Það kemur á dag- inn að hann hefur aðeins einu sinni bmgðið sér í bæinn og það var fyrir heilum 14 árum. „Við vomm þrír með samsýn- ingu í Reykjavíksegir Elvar. „Og þá skrifaði Bragi Ásgeirsson þann hrikalegasta dóm sem ég hef nokkm sinni séð. Hann fann sýn- ingunni bókstaflega allt til foráttu, tætti hana niður. Eg var kominn á fremsta hlunn með að hætta að mála fyrir fullt og allt... En svona eftir á að hyggja, þá held ég að þessi útreið haft orðið mér til góðs, styrkt mig. Eftir þetta var ég svo einu sinni búinn að fá Ásmundarsal í Reykjavík fyrir sýningu. Ég var mættur með myndimar á staðinn og bara eftir að hengja upp þegar mér var sagt að það væri nú bara verið að gera þetta svona fyrir mig: að leyfa mér allra náðarsamlegast að sýna. Ég pakkaði saman og fór.“ Annars er Elvar ekkert sérstak- lega spenntur fyrir því að sýna í Reykjavík. „Ég sé enga sérstaka ástæðu fyrir því. Á sýningar hér á Stokkseyri koma allt upp í þúsund manns.“ Nú kemur Steingrímur aftur blaðskellandi: „Elvar, við ættum að fara til Edinborgar, Lundúna og Parísar... Heldurðu að okkur yrði leyft að koma til Reykjavíkur?“ (Hér kom algerlega óprenthæf lýs- ing á reykvísku listalífi) „Uss, það skiptir engu. Við málum bara héma í fjömnni, Elvar minn.“ Steingrímur segir tíðindamanni Alþýðublaðsins að þeir Elvar vinni oft saman og máli þá til dæmis sama mótívið. „Við erum ólíkir máiarar en þetta er örvandi sam- vinna. Margfaldar energíið." Elvar var semsagt fjórtán ár til sjós en nú lifir hann af listinni, auk þess að vera „áskrifandi að fjömtíu þúsund króna ávísun á mánuði frá ríkissjóði“ fyrir kennslu. Og mynd- imar hans seljast vel. Strax á opn- unardaginn voru fjölmargir rauðir deplar komnir við sýningarnúmer- in. Hvað er svo á döfinni? „Eftir svona tamir fer ég upp í Þjórsárdal í hleðslu. Svo held ég áfram á sömu braut,“ segir listamaðurinn. Steingrímur er hinsvegar enn með hugann við Edinborg, Lundúni og París. Kannski fara þeir saman í víking. Við skulum að minnsta kosti vona að fleiri en Stokkseyr- ingar fái að njóta málverka Elvars. En þangað til geta menn upplifað „sensasjónina" í Gimli. H.J. Rokkið M n m* - Spila í Vestmannaeyjum, Grindavík og Tveimur vinum um helgina Ellibelgirnir síungu í GCD, Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson verða á ferðinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn og lofa dúndurstemmningu í íþróttahúsi Týs. Þetta verður eini dansleikur Bubba og Rún- ars í Ey jum í sumar. Á laugardaginn verða félag- amir í Festi í Grindavfk og á sunnudaginn halda þeir upp á sjómannadaginn á Tveimur vin- um í Reykjavík. Þetta er fjórða helgin sem yfirreið Bubba og GCD. Gömlu brýnin láta ekki deigan síga. Rúnars stendur yfir og hafa r undiitektir verið góðar hingað s til, enda eru þeir spilaglaðir með ii eindæmum. u I tilkynningu frá umboðs- a manni GCD kemur fram að sveinamir setja öryggið á odd- inn á þessum síðustu eyðnitím- um. Því fylgir smokkur hverjum aðgöngumiða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.