Alþýðublaðið - 02.06.1993, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 02.06.1993, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 2. júm'1993 RA Ð AUGLÝSI I NGAR Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í byggingu 1. áfanga félagsrýmis við Seljaskóla. Um er að ræða 372 m2 hús, útboðið nær til uppsteypu, frá- gangs þaks og fullnaðarfrágangs veggja utanhúss. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. júní 1993, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í utanhússklæðn- ingu og viðhald utanhúss á vesturhlið fjölbýlishússins við Yrsufell 1-15. Helstu magntölur eru: Múrviðgerðir svalagólfa 463 m2 Viðgerð á ryðguðum járnum 150 m Frágangur svalagólfa 660 m2 Utanhússklæðning 1.781 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. júní 1993, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur Dagsbrúnar Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn miðvikudaginn 2. júní kl. 20.30 í Átthagasal Hót- els Sögu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffihlaðborð. Endurskoðaðir reikningar fyrir árið 1992 hafa legið frammi á skrifstofu félagsins frá 18. maí eins og áður hefur verið aug- lýst. Stjórn Dagsbrúnar. fy4X 62-92-44 Byggingarréttur á Ingólfstorgi Auglýst er eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir u.þ.b. 15 ferm. söluskála á norðaustanverðu Ingólfstorgi, þar sem gert er ráð fyrir að seld verði blöð, ís, sælgæti o.þ.h. Fyrir liggur útlitshönnun skálans, sem verður byggður að hluta til undir bogaþaki, sem er borið uppi af 6 súlum. Reykjavíkur- borg kostar gerð súlnanna og þaksins og lætur gera undir- stöður undir skálann um leið og unnið er að frágangi Ing- ólfstorgs. Verður því lokið í júlí nk. og skal byggingu sölu- skálans lokið innan þriggja mánaða eftir það. Umsóknum um byggingarréttinn skal skila á skrifstofu borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. júní 1993 og skal fylgja þeim greinargerð um starfsemi umsækjanda, þ.á m. upplýsingar um fjárhagsstöðu hans. Nánari upplýsingar, skilmálar og uppdrættir fást á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, og í síma 632310. Borgarstjórinn í Reykjavík. FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ Tilkynning Skrifstofa Ábyrgðarsjóðs launa hefur flutt að Suðurlands- braut 24,108 Reykjavík. Nýtt símanúmer Ábyrgðasjóðs er 811233 og myndsendisnúmer er 811235. Opnunartími skrifstofunnar er 8.00-16.00. Félagsmálaráðuneytið, 28. maí 1993. aftDLliUIlDSIlUaiilB [flBK&HHBBálHB IBflflBBflflflBBI aaaraaEaanftaB. Sfll.flEBlflBflBfl IflflflflEBflflflBS FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands háskólaárið 1993-1994 fer fram í Nemendaskrá Háskól- ans dagana 1.-15. júní 1993. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10.00-15.00 hvern virkan dag á skráningartímabilinu. Einnig verður tekið við beiðnum um skráningu nýrra stúd- enta dagana 6.-17. janúar 1994. Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í nám- skeið á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini. 2) Skrásetningargjald: kr. 22.500. Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer fram í skólanum í september 1993. Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskráningu eftir að aug- lýstu skráningartímabili lýkur. Frá Hinu íslenska kennarafélagi vegna „sumarskóla“ framhaldsskólanna í FB Nú nýverið hafa birst auglýsingar um sumarskóla í húsa- kynnum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Auglýsingar þessar hafa verið afar villandi og ekki borið það með sér á hvers vegum þessi „sumarskóli" er. Þá hefur í sumum auglýsing- um verið látið að því liggja að nám í „sumarskólanum" sé að fullu matshæft í öðrum framhaldsskólum. Af þessu tilefni vill Hið íslenska kennarafélag taka eftirfar- andi fram: Ekkert liggur fyrir um að nám við þennan svonefnda sum- arskóla verði metið við aðra framhaldsskóla. Er rétt að vekja athygli á að í nokkrum framhaldsskólum hafa skóla- meistarar birt auglýsingar innan skólanna um að námið við sumarskóklann verði ekki metið, a.m.k. miðað við þær upp- lýsingar um námið sem nú liggja fyrir. Þá liggur ekki fyrir að leyfi til starfsemi þessa „sumarskóla" hafi verið veitt, né heldur að ýmsum skilyrðum laga til starf- rækslu hans sé fullnægt. Hið íslenska kennarafélag telur að brýnir hagsmunir félagsmanna þess, sem og nemenda, standi til þess að tryggt sé að í öllu sé farið að gildandi lög- um og reglugerðum við slíkt nám. Þá mun Hið íslenska kennarafélag ekki una því að til rekstr- ar slíks „sumarskóla" komi, nema tryggt sé að við samn- inga um launakjör fyrir kennsluna, verði ekki samið um lak- ari kjör en leiða myndi af gildandi kjarasamningum á við- komandi sviði, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Reykjavík, 25. maí 1993. Hið íslenska kennarafélag. Til sölu fasteign á ísafirði Kauptilboð óskast íTúngötu 1, ísafirði. Stærð hússins 778 m3, brunabótamat er 7.992.000 krónur. Húsið verður til sýnis í samráði við ritara Framhaldsskóla ísafjarðar, sími 94-3599. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 11. júní 1993 merkt: „Útboð 3837/3“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. II\II\IKAUPAST0FI\IUI\1 RIKISINS MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 1. og 2. júní nk. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjarskólanum innritunar- dagana.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.