Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 1
„KYNSLÓÐASKIPTI í ALÞÝÐUFLOKKNUM" - sagði Jón Baldvin Hannibalsson þegar hann kynnti viðamiklar breytingar íforystusveit Al- þýðuflokksins á flokksstjórnarfundi í gœrkvöldi. Jón Sigurðsson og Eiður Guðnason láta af ráðherradómi og Guðmundur Arni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson taka sœti í ríkisstjórn. f gærkvöldi gengu þingflokkur og flokksstjórn Alþýðuflokksins frá viðamiklum breytingum á forystusveit flokksins í kjölfar þess að Eiður Guðnason umhverflsráðherra, Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðar- ráðherra og Karl Steinar Guðnason formaður fjárlaganefndar Alþing- is ákváðu að láta af embættum á næstunni. Tveir nýir ráðherrar, Guð- mundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson, taka sæti í ríkis- stjórn og tveir nýir þingmenn taka sæti á Aiþingi í haust, Gísli S. Ein- arsson og Petrína Baldursdóttir. Þá var samþykkt í gær að Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokksins í Norðurlandi eystra, tæki við formennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Þingflokkur Alþýðuflokksins kom saman í Borgartúni 6 klukkan átta í gærkvöldi. Þar gerði Jón Baldvin Hannibalsson grein fyrir ákvörðunum Jóns Sigurðssonar, Eiðs og Karls Steinars um að láta af embættum. SIGHVATUR VIÐSKIPTA- OGIÐNAÐARRÁÐHERRA Jón Baldvin gerði að tillögu sinni að Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra tæki við embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra og var það samþykkt samhljóða af þingflokknum. Jón Baldvin lagði til að Guð- mundur Ámi Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði sem tekur sæti á Alþingi í stað Jóns Sigurðssonar, yrði heilbrigðisráðherra og var það einnig samþykkt í einu hljóði. Þá bar hann fram tillögu um að Sig- björn Gunnarsson alþingismaður tæki sæti Karls Steinars Guðnason- ar í tjárlaganefnd Alþingis og yrði í framhaldi at því frambjóðandi flokksins til formennsku í nefnd- inni. Þessi tilíaga var einnig sam- þykkt samhljóöa. KOSIÐ MILLIÖSSURAR OG RANNVEIGAR Sú hefð hefur skapast innan Al- þýðuflokksins að formaður geri til- lögu um ráðherraefni, en í ræðu sinni á flokksstjómarfundinum í gærkvöldi sagði Jón Baldvin að hann hefði ákveðið að bregða út af þeim vana. „Eg átti viðræður við mikinn fjölda forystumanna og félaga í Al- þýðuflokknum í öllum kjördæm- um,“ sagði Jón Baldvin, „og það var ljóst að skiptar skoðanir voru um umhverflsráðuneytið. En aug- ljóst var að tveir þingmenn áttu langmest fylgi; Össur Skarphéðins- son og Rannveig Guðmundsdóttir." Jón Baldvin sagði að „ógerlegt hefði verið að leysa málið sam- kvæmt hefð“ og því hefði hann lagt málið fyrir þingflokkinn eftir að hafa fullvissað sig um að allir myndu una úrslitunum. Jafnframt hefði verið gengið út frá því að sá þingmaður sem yrði undir myndi gegna formennsku í þingflokknum. Gengið var til leynilegrar at- kvæðagreiðslu og tóku þingmenn- imir tíu þátt í henni, auk Sigurðar Tómasar Björgvinssonar fram- kvæmdastjóra flokksins og Sjafnar Sigurbjömsdóttur þinglóðs. í at- kvæðagreiðslunni hlaut Össur sjö atkvæði en Rannveig fímm. Að atkvæðagreiðslu lokinni til- kynnti Rannveig Guðmundsdóttir að hún tæki sér umhugsunarfrest varðandi stöðu þingflokksfor- manns. „NÝIR MENN KOMNIR TIL STARFA“ „Það er ljóst að kynslóðaskipti eru að verða í Alþýðuflokknum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í Eiður Guönason. Lætur af embætti umhverfisráöherra og hættir þing- mennsku eftir 15 ára setu á Alþingi. framsöguræðu sinni á flokksstjóm- arfundinum í gærkvöldi. „Nýir rnenn em að koma til starfa. Mann- inn skal fyrst og fremst reyna í mót- lætinu, og af því er nóg um þessar mundir. Þeir sem nú koma til starfa í forystu flokksins, bæði í ríkis- stjóm og á Alþingi, verða að gera sér grein fyrir því að til þeirra em gerðar miklar kröfur, og íslenska þjóðin á mikið undir þvf að þeir verði vandanum vaxnir.“ Jón Baldvin færði Jóni Sigurðs- syni þakkir, fyrir sína hönd og flokksins, „fyrir störf sem einatt vom unnin við erfið skilyrði. Við höfum notið vitsmuna hans og yfir- burðaþekkingar. Jón Sigurðsson Jón Sigurösson lætur af embætti eftir að hafa gegnt ráðherradómi í sex ár. hefur unnið Alþýðuflokknum og þjóðinni ómetanlegt starf á eríiðum tímum." Þá færði formaðurinn Eiði og Karli Steinari þakkir fyrir störf sín en kvað ekki tímabært að kveðja þá, þar sem þeir láta ekki af þing- mennsku alveg á næstunni. „EINDRÆGNIEINKENNIR OKKAR FLOKK“ Jón Sigurðsson, fráfarandi við- skipta- og iðnaðarráðherra, tók til máls á eftir fonnanninum. Hann sagði að það hefði verið mjög erfið ákvörðun að sækja um stöðu seðla- bankastjóra, og „hvort sem þið trú- ið því eða ekki, tók ég þá ákvörðun Jóhanna Siguröardóttir og Rannveig Guömundsdóttir aö loknum þingflokks- fundinum.l A-mvndir: E.OI.) ekki fyrr en um síðustu helgi“. Jón Sigurðsson hefur verið þingmaður Alþýðuflokksins og ráðherra frá 1987. Hann sagði að sér væri efst í huga sú eindrægni sem einkenndi starf Alþýðuflokksins, líka þegar taka þyrfti erfiðar ákvarðanir. Jón Sigurðsson fór nokkmm orð- um um allt það sem áunnist hefði síðan Alþýðuflokkurinn settist í rík- isstjóm 1987 og sagði síðan: „Það er stundum sagt að Alþýðuflokkur- inn hafi verið óheppinn að vera í ríkisstjóm á þessum erfiðu tímum. Ég vil snúa þessu við og segja: Þjóðin hefur verið heppin að Al- tali við Alþýðublaðið í gærkvöldi. Guðmundur Ámi Stefánsson kvaðst fyrst og fremst vilja þakka það traust sem sér væri sýnt. „Ég finn bæði fyrir tilhlökkun og eftir- sjá. Ég mun sakna starfsins í Hafn- arfirði en jafnframt er ljóst að veigamikil verkefni bíða á vett- vangi heilbrigðismála. Þetta er vandasamt og spennandi embætti." Flokksstjómarfundurinn f gær var vel sóttur þótt til hans væri boð- að með litlum fyrirvara. Fundinum var ekki lokið þegar Alþýðublaðið fór í prentun á miðnætti. -HJ. Nýir ráöherrar. Össur Skarphéöinsson og Guðmundur Árni Stefánsson koma af þingflokksfundinum í gærkvöldi þar sem gengið var frá því að þeir taka sæti í ríkisstjórn. þýðuflokkurinn skuli hafa setið í nícisstjóm þessi ár. Ella hefði lands- stjómarlistin verið þreytt á kostnað hinna smáu. Réttlætið og skjald- borg um réttlætið em einkenni á stefnu og starfi Alþýðuflokksins.“ „Ég tók þessa ákvörðun í fúllri sátt við guð og menn,“ sagði Eiður Guðnason umhverfisráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær- kvöldi. „Ég ákvað fyrir síðustu kosningar að þetta yrði síðasta kjör- tímabil mitt. Þegar sú staða kom upp innan flokksins að breytingar yrðu á ráðherraliði gerði ég for- manni okkar grein fyrir því að ég væri reiðubúinn að hætta strax sagði Eiður sem setið helur á þingi fyrir flokkinn síðan 1978. „HLAKKA TIL AÐ TAKAST Á VIÐ ÞETTA VERKEFNI“ „Ég vil byrja á því að færa fráfar- andi umhverfisráðherra, Eiði Guðnasyni, þakkir fyrir hans góða starf í umhverfismálum. Hann hef- ur markað þessum málum skýra braut og ég hlakka til að takast á við þau mikilvægu verkefni sem fram- undan em á sviði umhverfismála sagði Össur Skarphéðinsson í sam- Karl Steinar Guönason hættir þing- mennsku eftir 15 ára starf. Sighvatur Björgvinsson fer úr heil- brigðisráöuneytinu og tekur við viö- skipta- og iðnaöarmálum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.