Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 8. júní 1993 I R A D A U G ! l y s i i N G A R '//ww V Útboð Norðfjarðarvegur, Göng - Oddsdalur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 4,5 km kafla á Norðfjarðarvegi. Helstu magntölur: Fyllingar 84.000 m3, burðarlag 29.000 m3 og klæðning 13.000 m2. Verki skal að fullu lokið 1. september 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðar- firði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. júní 1993. Vegamálastjóri MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ til háskólanáms í Mexíkó Mexíkönsk stjómvöld bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms í Mexíkó á skólaárinu 1993-94. Umsækjendur þurfa sjálfir að verða sér úti um skólavist áður en til styrkveitingar kem- ur og ganga þeir fyrir sem óska eftir að stunda nám utan Mexíkó- borgar. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í spænsku og vera yngri en 35 ára. Styrkfjárhæðin nemur 1.497,65 pesos á mánuði. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 5. júlí nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Styrkir Menntamálaráðuneytið, 4. júní 1993. ||| Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór- ans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í þrjú gatna- og hol- ræsaverkefni í austurhverfum borgarinnar. Verkið nefnist. Austurborg, Ýmis verk. Helstu magntölur eru: Gröftur u.þ.b. 2.300 m3 Fyiling u.jö.b. 2.900 m3 Holræsi u.þ.b. 400 m Uppsetning vegriða u.þ.b. 1.000 Undirbúningur undir malbik u.þ.b. 3.000 m2 Lokaskiladagur verksins er 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 8. júní gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. júní 1993, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ________Fríkirkjuvegi 3 - Si'mi 25800_ Fiskvinnsluskólinn Hvaleyrarbraut 13, 220 Hafnarfirði. Sfmi 652099 - Fax 652029. Fiskvirmsluskólinn Umsóknir um skólavist næsta haust skulu hafa borist skrif- stofu skólans fyrir 10. júní nk. Hafið samband við skólann og fáið sendan upplýsingabækling um námið og inntökuskil- yrði. Skólastjóri m fjj Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór- ans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Grensásvegur og Skeiðarvogur Endurbætur gatnamóta * Gatnagerð og lagnir Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 2.500 m3 Fylling 2.000 m3 Púkk 1.700 m2 Steyptar gangstéttir 450 m2 Ræktun 750 m2 Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 8. júní gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. júní 1993, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ________Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800_ Þjóðarbókhlaðan Innkaupastofnun ríkisins, fyrir hönd Þjóðarbókhlöðu, óskar eftir tilboðum í bókaskápa á brautum, þéttiskápa, í kjallara Þjóðarbókhlöðu. Innifalið skal vera uppsetning skápa og frágangur. Hillur í þéttiskápum eru alls 16.674 m og auk þess fastar bókahill- ur 2.486 m. Verktími er til 30. október 1993. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudeginum 18. júní. Verð útboðsgagna er kr. 12.450,- með virðisaukaskatti. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, þriðjudaginn 22. júní 1993, ki. 11.00 f.h. að viðstöddum bjóðendum er þess óska. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS _____ BOHr.AHTUNI 7 1Q5 RErKJAVIK_ Tryggingastofnun ríkisins auglýsir laus störf tveggja háskólamenntaðra sérfræðinga. 1. Starf viðskiptafræðings eða hagfræðings með sér- menntun í endurskoðun og áætlanagerð. Helstu verk- efni eru þau að vinna við áætlanagerð, þróun viðfangs- efna, svo og við eftirlit og endurskoðun á starfsemi stofnunarinnar. Starfsreynsla áskilin. 2. Starf tölvunarfræðings eða reiknifræðings eða hlið- stæð menntun. Helstu verkefni eru heildarumsjón gerð gagnabanka og tölvulíkana. Starfsreynsla áskilin. Ráðningin er tímabundin, en hugsanlega getur orðið um framtíðarstörf að ræða. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, ber að skila til Tryggingastofnunar ríkisins, fyrir 1. júlí 1993. 62-91-44 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir og tæki sem verða til sýnis þriðju- daginn 8. júní 1993 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. 1 stk. Ford Explorer EB 4x4 bensín 1 stk. Jeep Wrangler 4x4 bensín 2 stk. Toyota Land-Cruiser 4x4 diesel 1 stk. Daihatsu Feroza 4x4 bensín 1 stk. Chevrolet pick-up 4x4 bensín 1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 6 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 6 stk. Subaru Justy J-10 4x4 bensín 1 stk. B.M.W 320 I bensín 3 stk. Volvo 240 bensín 3 stk. Lada station bensín 1 stk. Volvo F-610 sendibifr. m/lyftu dísel 1 stk. Toyota Hi Ace sendiferðabifr. bensín 4 stk. Mazda E-2000 sendiferðabifr. bensín 1 stk. Volvo F-10 vörubifreið dísel 1 stk. tengivagn 1 stk. Ski-doo vélsleði 1981 bensín 1991 1985 1985- 86 1990 1982 1986 1986- 90 1986 1989 1988-90 1987- 89 1984 1988 1986-87 1980 1981 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð Grafarvogi. 2 stk. tengivagnar til járnflutninga 1968 1 stk. Díselrafstöð 30 kw í skúr 1979 1 stk. Díselrafstöð 20 kw í skúr (ógangfær) 1979 1 stk. Díselrafstöð 30 kw í skúr á hjólum 1972 1 stk. veghefill Champion 740-A 6x4 dísel 1981 1 stk. færiband Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi. 1 stk. veghefill Champion 740-A 6x4 dísel 1980 1 stk. Díselrafstöð 32 kw í skúr á hjólum 1976 1 stk. vatnstankur 10.000 Itr með dreifibúnaði fyrir vörubíla Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri 1 stk. veghefill A. Barford Super 600 6x6 m/snjóvæng og snjótönn 1976 1 stk. Toyota Coaster 19 farþ. dísel 1982 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins ísafirði. 1 stk. veghefill Champion 740-A 6x4 dísel 1980 Til sýnis hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Egilsstöðum 1 stk. Snow Trac beltabifreið bensín 1976 Tilboðin verða opnuð að skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna til- boðum sem ekki teljast viðunandi. Forstööumaöur skrifstofu Byggðastofnunar á Sauðárkróki Undirbúningur að stofnun Byggðastofnunar á Sauðárkróki stendur ný yfir og leitar stofnunin að forstöðumanni fyrir skrifstofuna. Skrifstofum stofnunarinnar á landsbyggðinni er ætlað að annast verkefni stofnunarinnar í vaxandi mæli. Skrifstofu Byggðastofnunar á Sauðárkróki er ætlað að ann- ast samskipti stofnunarinnar við fyrirtæki, sveitarfélög og aðra á Norðurlandi vestra, auk þess verður unnið að ýms- um verkefnum sem ná til landsins alls. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Þeir, sem hug hafa á að sækja um starf þetta, eru beðnir um að senda umsókn sína ásamt upplýsingum um mennt- un og starfsreynslu til Guðmundar Málmquist, forstjóra Byggðastofnunar, sem veitir nánari upplýsingar um starfið, fyrir 30. júní 1993. Byggðastoffnun Rauðarárstig 25 - 105 Reykjavík - Sími 91-605400. Bréfsími 91-605499 - Græn lína 99-6600.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.