Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 3
Þriðjuudagur 8. júní 1993 3 Fleiri útlendingar til landsins í síðasta mánuði komu hingað til lands 11.225 útlendingar, - en það er 374 hausum fleira en í sama mánuði í fyrra, sem er aukning um 3,5%. Fjölmennustu gestir okkar em Þjóðverjar, þeir voru 2.821 talsins, Bandaríkjamenn vom 2.005, Svíar 1.457 og Norðmenn 1.014. Síðan koma Bretar og Danir. ís- lendingar vom minna á ferðinni í maí í ár en í sama mánuði í fyrra. Alls komu 10.742 til landsins, en í fyrra var talan 11.225, nákvæmlega jafnmargir og útlendingar sem komu til landsins í síðasta mánuði. Elsti ritsími landsins lokar >Mttoaö Vidurkenning fyrir vinnuvernd Forseti Islands afhenti fyrir nokkru fulltrúum 16 fyrirtækja og stofnana viðurkenningu verkefnisstjórnar Vinnueftirlits ríkisins í lok evrópska vinnu- verndarársins. Allir þessir aðilar tóku áskomn Fulltrúar flestra fyrirtækjanna og stofnananna sem viðurkenningu fengu, Ingvar Asmundsson, skóla- meistari í miðið í fremri röð. síðastliðið haust um að elfia til átaks til að efla eigið vinnuvemd- arstarf. Sérstaka viðurkenningu hlaut Iðnskólinn í Reykjavík, sem var að ljúka framkvæmd á víðtækri áætlun í 24 liðum um úr- bætur í öryggis- og heilbrigðis- málum. Afhenti forseti, Vigdís Finnbogadóttir skólameistara, Ingvari Asmundssyni listaverk eftir Jón Snorra Sigurðsson, gullsmið, sem vott um sérstaka viðurkenningu. Þann 1. ágúst 1906 hóf fyrsti ritsími landsins rekstur, - á Seyðisflrði. Nú hefur tæknin þróast á þann veg að ekki var tal- in þörf fyrir ritsímann á staðnum og honum lokað. Með til- komu faxtækjanna hafa umsvifin snarminnkað. Austri segir frá því að Seyðfirðingar séu ekkert hrifnir af lokuninni og að í gangi séu undirskriftalistar þar sem vinnubrögðum Pósts og síma er mótmælt. 1.880 nýir vinir Hafnarfjarðar Vinir Hafnarfjarðar em fleiri en nokkum grunar, þeir skipta þúsundum. Á vel heppnaðri athafnasýningu, Vor ’93, söfhuð- ust 1.880 nýir vinir Hafnarfjarðar, lesum við í Fjarðarpóstin- um. Blaðið segir að stöðugur straumur hafi verið í bás þar sem vináttan við kratabæinn varkynnt. Ekki ónýtt að vera vinmarg- ur. Rctgnar Arnalds heimildarmaður Heimdellinga „Heimildarmaður huldumannsins úr Heimdalli er Ragnar Arnalds", fullyrðir Pálmi Jónsson, alþingismaður, í síðasta Gjallarhorni, blaði Heimdallar. Hann svarar þar ómerktri grein blaðsins um 50 milljón króna fjárveitingu til brimvamar- garðs á Blönduósi. Pálini segir sjálfsagt fara vel á því að leita heimilda hjá Allaböllum, Ragnar hafi lýst andstöðu við málið í orði kveðnu, en síðan brostið kjark til að greiða atkvæði gegn málinu á Alþingi. Grænir dagar í Kópavogi Trjárækt í Kópavogi hefur vaxið til muna á síðustu ámm, - það er ekki langt síðan að menn voru á þeirri skoðun að þar í bæ ætti trjárækt erfitt uppdráttar. Annað kom í ljós. Þessa vik- una em Grænir dagar í Kópavogi. Þá er ætlunin að bæjarbúar stilli saman strengi sína og klæði bæjarlandið skógi. íbúar hafa fengið í hendur upplýsingar um skógarlundi, sem verða vfða um bæjarlandið og eru þeir hvattir til að taka þátt í gróðursetn- ingu í nánd við heimili hvers og eins. Mörg félög í bænum sem og fyrirtæki taka þátt í átakinu. Síðast voru 77.250.000kr. í þreföldum V í K er þreMdur afturí^ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.